Þjóðviljinn - 19.08.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 19.08.1987, Qupperneq 2
p.SPURNINGIN_ Finnst þér viö hæfi aö fjölmiðlar fjalli á opinská- an hátt um meint kyn- ferðisafbrot? Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri: Já, mér finnst það sjálfsagt ef það er gert á hlutlausan hátt, svo framarlega sem það er unnt. Þó mega fjölmiðlar ekki falla í þá gryfju að setjast í dómarasæti. Þóra Kristjánsdóttir, heild- sali: Nei, mér finnst það ekki. Það er mín skoðun að rannsaka þurfi mál sem þessi til hlýtar áður en hlaupið er með þau í fjölmiðla. Kristinn Álfgeirsson, stjóri: Já, mér finnst það rétt. Ég sé enga ástæðu fyrir því að segja ekki frá málum sem þessum. Þó mega ekki fjölmiðlar dæma við- komandi fyrirfram. Linda Hildur Leifsdóttir, tölvuskrásetjari: Já, mér finnst rétt að umfjöllun um þessi mál eigi sér stað í fjöl- miðlum. Upplýsingar um brot af þessu tagi eru að mörgu leyti já- kvæð, en jafnframt er nauðsyn- legt að þeir sem verða fyrir þess- um brotum, verði ekki sjálfir að fórnarlömbum fjölmiðla. Sigrún Óskarsdóttir, banka- starfsmaður: Já, mér finnst það eðlilegt að vissu marki. Fjölmiðlamenn verða þó að fjalla um þessi mál á sem heiðarlegasta máta, en ekki reyna að nota þau í æsifregnar- stíl. FRETTIR Rœkjustöðin Húsakostur tvöfaldaöur Rœkjustöðin hf. byggir 1000fermetra hús yfir rœkjuvinnsluna sem nú er íleigu- húsnœði. Aðþvíloknu verður starfsemin öll komin í eigið húsnœði fyrirtœkisins Við tvöfoldum húsnæði okkar með þessari nýbyggingu sem við vonumst til að geta tekið í notkun fljótlega á næsta ári. Þá flytjum við starfsemina endan- lega úr ieiguhúsnæði og látum húsbyggingum lokið, í bili að minnsta kosti, sagði Guðmundur Agnarsson framkvæmdastjóri Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði í samtali við Þjóðviljann. Rækjustöðin sem er ein af fjór- um rækjuverksmiðjum í þessari vöggu rækjuvinnslunnar, hefur smám saman verið að byggja yfir starfsemina allt frá árinu 1978. Byggt hefur verið yfir frystiklefa og aðstöðu til pökkunar, en verksmiðjan sjálf er enn í leigu- húsnæði. Vinnslan flyst hinsveg- ar í nýja húsnæðið þegar það verður tilbúið. Að sögn Guðmundar var hafist handa við nýju bygginguna í vor og verður gólfflötur hennar um 1000 fermetrar á tveimur hæðum. ísafjörður er stærsta rækjuver- stöð landsins og má segja að rækjuvinnsla sé jafn umfangs- mikil og annar fiskiðnaður á ísa- firði. Þaðan eru gerðir út 20-30 bátar á rækju. Guðmundur sagði veiðina í sumar hafa verið nokk- Með tilkomu nýja verksmiðjuhússins tvöfaldast eiginn húsakostnaður Rækjustöðvarinnar hf. uð jafna, þótt hún væri ekki með mesta móti. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Guðmund voru bátarn- ir nýlega farnir á miðin eftir eina af hinum þremur lögboðnu 10 daga veiðistöðvunum ársins. Vinnuvernd Heymæði og vinnuslys Samnorræntþing um vinnuumhverfismálstendurfyrir dyr- um. I annað skipti sem þingið er haldið á íslandi Seinnipartinn í mánuðinum verður haldið í Reykjavík samnorrænt þing um vinnuum- hverfísmál. Vinnueftirlit ríkisins stendur fyrir þinghaldinu, og er þetta í annað sinn sem það er haldið hér á landi. Hið fyrra var árið 1982. „Sá skilningur sem menn leggja í vinnuvernd er alltaf að breikka. Framan af var mest um að ræða mælingar á efnum og þá sjúkdóma sem tengdust þeim beint, en nú er farið að taka fyrir umhverfið í sem víðastri merk- ingu,“ sagði Víðir Kristjánsson, deildarstjóri hollustuháttadeild- ar Vinnueftirlitsins, þegar Þjóð- viljinn forvitnaðist um fyrirhugað þinghald. „Nú er meðal annars farið að fjalla um iðjufræði, og vinnuslys eru nýtt umfjöllunar- efni hjá okkur, en um þau verður fjallað í fyrsta skipti á þinginu nú í ágúst.“ Mörg fleiri mál verða reifuð á þinginu, og má nefna faralds- fræðirannsóknir, en undir þeim málaflokki verður lögð áhersla á álagssjúkdóma; atvinnugreina- rannsóknir þar sem sjónum er einkum beint að landbúnaði, og mælingar og greiningar á meng- un. Þingið munu sitja yfir 200 þátt- takendur, þar af um 180 erlendir gestir. Svíarnir eru flestir, yfir hundrað talsins, en að öðru leyti dreifist þátttakan nokkuð jafnt á Norðurlöndin. Þá er þetta í ann- að skiptið sem Færeyingar taka þátt í þingum þessum. fslensku þátttakendurnir eru meðal annars frá Vinnueftirlit- inu, atvinnusjúkdómadeild Reykjavíkurborgar, landlæknis- embættinu, og auk þess nokkrir læknar af Vífilsstaðaspítala, en þar hafa menn stundað rann- sóknir á heymæði. Þeir munu gera grein fyrir þeim rannsókn- um sínum í samvinnu við Vinnu- eftirlitið, sem og öndunarfæra- sjúkdómum hjá bændum. Verð- ur nú umfjöllun eitt af framlögum íslendinga á þinginu. HS Austurland Kennarastöður enn í boði - Það vantar enn kennara á nokkra staði hér á Austurlandi. Ástandið er þó sýnu verst við skólann í Fáskrúðsfírði, en þar vantar rúmlega helminginn af kennurunum, - eða sex kennara og það gengur afleitlega að fá þangað kennara til starfa, sagði Guðmundur Magnússon, fræðslustjóri Austurlands. - Það er víða búið að fullráða en annarstaðar gengur miður. Hversu marga kennara vantar núna í augnablikinu get ég ekki neitt sagt um. Umsóknir þeirra sem sækja og eru réttindalausir, fara fyrir sérstaka nefnd, þannig að við fræðslustjórarnir höfum ekki sömu yfirsýnina yfir kennar- aráðningarnar og áður, sagði Guðmundur Magnússon. Guðmundur sagðist hvorki geta merkt að verra né betra væri að fá kennara til starfa á Austur- landi nú en áður. -Því miður hef- ur ekki orðið neinnar breytingar vart til betri vegar þrátt fyrir síð- ustu kjarasamninga kennara, sagði Guðmundur Magnússon. Undanfarin skólaár hafa milli 30 og 40% kennara á Austurlandi verið án tilskilinna kennslurétt- inda. -rk Félagsvísindastofnun Margfeldi landbúnaðar Meira enfjórða hvert starfífimm lands- hlutum tengist land- búnaði Margföldunaráhrif landbún- aðar í öðrum atvinnugrein- um benda til þess, að meira en fjórða hvert stiarf á Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suður- landi tengist landbúnaði. Þetta kemur fram í ákaflega fróðlegri og ítarlegri skýrslu, sem Félagsvísindastofnun Háskólans hefur unnið fyrir Stéttarsamband bænda og Landssamtök sauðfjár- bænda. Mætti þetta vera nokkurt íhugunarefni þeim, sem virðast álíta, að farnaður íslensks land- búnaðar snerti bændastéttina eina. Það kemur og fram í skýrslu Félagsvísindastofnunar að Sví- þjóð, eitt Norðurlandanna, hefur lægra hlutfall starfandi fólks í landbúnaði en ísland. Bent er og á, að hlutfall landbúnaðar af starfandi fólki hefur hvergi á Norðurlöndunum fallið jafn hratt undanfarin ár og á íslandi. Hér má svo auka því við, að samkvæmt nýlegri skýrslu um sauðfjárrækt hefur störfum í úr- vinnslugreinum landbúnaðar fjölgað undanfarin ár meðan störfum í landbúnaði fækkar. -mhg fvar það ekki gott hjá méraðsegjaað Jón Baldvin hefði feilreiknað isig um milljarð í sambandi Ég sé að blaðamennirnir gleyptu viö þessu 2 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Mlðvikudagur 19. ágúst 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.