Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTDR 4. deild Leikur gegn Hvöt til úrslita í deildinni „Þetta var mjög góður leikur hjá okkur og það var gaman að skora þessi mörk,“ sagði Jón Grétar Jónsson í samtaii við Þjóð- viljann. Hann skoraði tvö mörk þegar íslenska landsliðið í knatt- spyrnu sigraði það danska, 3-1, í Evrópukeppni landsliða U-21 árs. íslenska liðiö lék mjög vel og sigurinn var sanngjarn. Danir voru þó meira með boltann, en komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn íslendinga. Ólafur Þórðarson átti skalla í stöng á 20. mínútu og mínútu síðar náði Jón Grétar forystunni fyrir ísland. Ólafur lék upp kantinn, gaf fyrir og Jón afgreiddi boltann með við- stöðulausu skoti í netið. Fallegt mark og það fyrsta sem hann skorar í landsleik. Jón Grétar bætti svo öðru markið við á 32. mínútu. Hann skallaði að danska markinu og í höndina á varnar- manni. Dómarinn dæmdi ekkert og Jón náði boltanum aftur og skoraði með lausu skoti sem markvörðurinn missti framhjá sér. • Danir áttu tvær hættulegar sóknir í upphafi síðari hafleiks, en íslendingar sköpuðu hættu með góðum skyndisóknum. Ólafur átti gott skot sem var varið og Sævar átti þrumuskot af 35 metra færi sem danski markvörð- urinn átti í mestu vandræðum með. Danir minnkuðu muninn á 67. mínútu og þar var að verki Mort- en Donnerup. Þremur mínútum Yfirburðir Vals 1. deild kvenna Unnu öruggan sigur gegn KR Valur heldur sínu striki í 1. eina mark leiksins á 24. mínútu. deild kvenna og vann í gær örugg- Skagastúlkur fengu þó mörg an sigur á KR, 5-1. góð færi, en Sigfríður Sophus- Sigur Vals var allan tímann ör- dóttir varði mjög vel í marki uggur. Ingibjörg Jónsdóttir Breiðabliks. skoraði þrennu og Brynja Guðj- Þrátt fyrir fallið í 2. deild barð- ónsdóttir skoraði tvö mörk. ist lið Breiðabliks mjög vel og Helena Ólafsdóttir skoraði hefði með smá heppni getað náð mark KR og var það nokkuð um- öðru stiginu. deilt. Það var a.m.k. ekki að sjá Staðan í 1. deild kvenna: að boltinn hefði farið yfir línuna. Ia...........1311 1 1 36-6 34 , Valur........ 12 10 2 0 36-6 32 Naumt hiá IA Stjaman 13 8 1 4 23-21 25 Skagastúlkur áttu í mesta basli KR............ 14 4 3 7 20-18 15 rneð Breiðabhk á Akranesi. Þær gjfc-;;;;;;;;;;;;;;;;; {f \ ? 1|1 1y höföu þó sigur, 1-0. Þór..........13 2 0 11 16-39 6 Asta Benediktsdóttir skoraði -mhm Handbolti Góðir möguleikar Það eru góðir möguleikar á því að öll íslensku liðin komist áfram í Evrópukeppninni í handknatt- leik. ÖII liðin, nema Breiðablik, fengu auðvelda andstæðinga. Víkingar drógust gegn Liverp- ool í Evrópukeppni meistaraliða. Handbolti er ekki mjög hátt skrifaður í Englandi og Víking- arnir ættu að teljast nokkuð ör- uggir áfram. Stjarnan dróst gegn Yago frá írlandi. írskur handbolti er á sip- uðum nótum í sá enski og því má einnig telja Stjörnuna nokkuð ör- ugga í 2. umferð. Breiðablik á erfiða leiki fyrir höndum, gegn Hellerup frá Dan- mörku. Danir eru sterkir, en Blikarnir eiga þó möguleika. Stjarnan leikur fyrri leikinn á heimavelii,en Breiðablik og Vík- ingur leika fyrri leikinn á útivelli. -Ibe Grótta tryggði sér sæti í 3. deild og úrslitaleik 4. deildar með því að gera jafntefli gegn Bolvíking- um, 3-3, í hörkuleik á Bolungar- vík. Það var ekki sérlega bjart út- litið hjá Gróttu þegar fjórar mín- útur voru til leiksloka. Þá var staðan 3-1 Bolvíkingum í vil, en Gróttumenn gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk á síðustu mín- útunum. Bolvíkingar náðu forystunni með mörkum frá Jóhanni Ævarssyni og Páli Kristjánssyni, en Magnús Ólafsson minnkaði muninn fyrir Gróttu rétt fyrir leikhlé. Sigurður Guðfinnsson skoraði svo þriðja mark heima- manna og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka var staðan 3-1. Guðmundur Albertsson og Bern- hard Petersen jöfnuðu svo á síð- ustu mínútunum. Aðstæður voru ekki góðar til knattspyrnuiðkunar á Bolungar- vík í gær. Rok og rigning og setti það svip sinn á leikinn. Þá sigraði Árvakur Víkverja, Sigur 2-0. Ólafur Haukur Ólafsson og Ámi Guðmundsson skoruðu mörk Árvakurs. Lokastaðan í A-rlðli úrslitakeppninn- ar: Grótta.................6 3 1 2 18-13 10 Vikverji...............5 3 1 2 10-9 10 Bolungarvík............6 1 1 4 11-17 8 Árvakur................6 2 0 4 12-12 6 Öruggt hjá Hvöt Hvöt sigraði Huginn, 4-0 og tryggði sér þarmeð sæti í úrslita- leik 4. deildar. Ingvar Magnússon þjálfari skoraði tvö mörk fyrir Hvöt og þeir Axel Rúnar Guðmundsson og Ásgeir Valgarðsson eitt hvor. Hvöt sigraði í sínum riðli með miklum yfirburðum, fékk ekki mark á sig. Það verða því Hvöt og Grótta sem leika til úrslita í 4. deild, en auk þeirra fara Víkverji og Hug- inn upp í 3. deild. Lokastaðan f B-riðli úrsiitakeppninn- ar: Hvöt.................4 4 0 0 12-0 12 Huginn...............4 2 0 2 10-9 6 HSÞ.c...............4 0 0 4 3-16 0 -Ibe síðar gulltryggði Rúnar Kristins- son sigur Islands. Hann fékk sendingu frá Sævari og skoraði með því að skjóta í jörðina og yfir markvörðinn! Skrautlegt mark! „Ég hef, alveg síðan ég var smápolli, verið staðráðinn í að sigra Danina og ég held að svo sé með okkur flesta og við erum Hókon Gunnarsson, núverandi framkvæmdastjóri (slenskra getrauna, og Birna Einarsdóttir sem nú lætur af störfum. Getraunir Potturinn stækkar Ekkil. vinningur fyrir 11 rétta Vertíðin í íslenskum get- raunum hefst á laugardaginn. Þá hefst fyrsta leikvikan, en breytingar á fyrirkomulaginu eru töluverðar. Það sem rnunar mest um er að ekki er greiddur út fyrsti vinning- ur fyrir 11 rétta. Það þýðir að þó að enginn sé með 12 rétta, þá fer fyrsti vinningurinn ekki út, held- ur leggst við næstu viku. Fyrsti leikurinn á seðlinum á laugardag er leikur Fram og Víðis í úrslitum Mjólkurbikarkeppni KSÍ. Síðustu umferðir íslands- mótsins verða svo á getrauna- seðlinum í 3.og 4. leikviku. Þá hefur verið stefnt að því að hafa sem flesta leiki á laugar- dögum og eins marga og mögu- legt er úr 1. deild. Hákon Gunnarsson hefur nú tekið við sem framkvæmdastjóri íslenskra getrauna af Birnu Éin- arsdóttur. Hákon, sem lék lengi vel með Breiðabliki, er einlægur stuðningsmaður Newcastle, en tók það fram að hann hefði byrj- að að halda með þeim áður en hann vissi hvernig búningarir litu út! -Ibe Mjólkurbikar Guðjón Guðmundsson fyrirliði Víðis með bláa Frampeysu og Pétur Ormslev fyrirliði Fram með hvíta Víðispeysu. Mynd:E.ÓI. 3. deild Öruggt hjá Njarðvík Njarðvík vann nokkuð örugg- an sigur gegn Reyni í gær, 2-0. Jón Ólafsson náði forystunni fyrir Njarðvík og Páll Þoricelsson bætti öðru marki við í síðari hálf- leik. -Ibe Bláir Framarar Leika í bláum búningum í úrslitaleiknum Það verða Framarar sem leika í bláum búningum gegn Víði í úrs- Knattspyrnal U-21 gegn Dönum Jón Grétar skoraði tvö mjög ánægðir með þennan leik,“ sagði Jón Grétar. Island er í riðli með Dönum, Finnum og Tékkum og á eftir einn leik. Gegn Tékkum í Tékkó- slóvakíu. Með þessum sigri komst ísland í 3. sæti með 4 stig úr fimm leikjum. -Ibe litaleik Mjólkurbikarkeppninnar á Laugardalsvclli á sunnudag, en um það var dregið í gær. Bæði liðin leika venjulega í bláum búningum og því varð að draga um hvort liðið fengi að halda því. Það voru Framarar sem höfðu heppnina með sér, en Víðismenn leika í hvítum búning- um. „Við erum ekki hjátrúarfull- ir,“ sagði Pétur Ormslev fyrirliði Fram, áður en dregið var. „Það eru þó margir Framarar sem eru ekki hrifnir af hvítu búningun- um.“ Framarar hafa einu sinni leikið í hvítum búningum, gegn Val 1979 og þá sigruðu þeir. Þeir hafa hinsvegar 10 sinnum leikið í bláum búningum, en aðeins sigr- að fjórum sinnum. Leikurinn sjálfur er svo á sunn- udaginn og hefst kl. 14. Forsala aðgöngumiða er í félagsheimili Fram nú í vikunni, á Laugardal- svelli frá kl. 10-16 á laugardag og frá kl. 10 á leikdag. Suðurnesjamenn geta keypt miða í Sportbúð Óskars í Kefla- vík og Bensínstöðinni í Garðin- um. -Ibe Grótta í 3. deild Flmmtudagur 27. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.