Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 7
Fóstrur - starfsfólk Okkur í Ægisborg vantar fóstrur og starfsfólk til starfa nú þegar. Upplýsingar gefur forstöðumað- ur í síma 14810. merkilegra en flest þau gömlu hús, sem enn standa í Reykjavík. Af þessum ástæðum var baráttan fyrir björgun og varðveislu Fjala- kattarins vonlítil frá upphafi: þetta hús var of merkilegt til að hugsjó'namennirnir hefðu nokk- urn tíma fallist á að láta undan, og hefðu þeir kannske gripið til örþrifaráða að næturlagi ef þeir hefðu séð fram á að einhverjar viðgerðir kynnu að vera í bígerð. Þeir hefðu jafnvel farið í herferð gegn húsinu á jarðýtum. Erfitt er að sjá hvað þessum hugsjónamönnum gengur til, enda er sannfæring þeirra um réttmæti hugsjónarinnar svo sterk í dýpstu skúmaskotum sál- artetursins, að þeir telja það ekki ómaksins vert að skýra mál sitt með neinum skynsamlegum rök- um. Er einna helst að þeir reyni að snúa því við með því að láta þá sem reyna að sporna á móti líta út sem e.k. árásaraðila. En þegar á það er litið að þessum mönnum virðist sama um það hvaða af- skræmi eru byggð í stað þeirra húsa sem rifin eru - og svo dunda þeir við það í frístundum sínum að gera áætlanir um að fylla upp Tjörnina - virðist einna helst að markmið þeirra sé eyðileggingin eyðileggingarinnar vegna. Nú velur hver sér fyrirmynd til að líkja eftir og ke'ppa við eftir sínu eigin lunderni: heljarmennið Jón Páll er búinn að skáka Gretti Ásmundarsyni og á Herkúles einn ósigraðan, og skyldi borgar- stjóri þá á sama hátt ætla að líkja eftir Herostratosi frá Ephesos, sem vann sér það til óbrotlegrar frægðar að brenna hof Artemisar í borginni, eitt af sjö furðuverk- um fornaldarinnar? Nema á bak við þessa hugsjón séu einhver undarleg og dulin trúarbrögð, sem hvetji áhangendurna til að eyðileggja gömul hús, - líkt og þegar kristindómurinn æsti menn í fornöld til að brjóta lágmyndir á grískum hofum með hamri. í landi þar sem svo lítið er eftir af hugsjónum að maður skyldi halda að þær hafi verið veiddar í vísindaskyni, er það vissulega lofsvert að enn skuli vera til harð- ir hugsjónamenn sem svífast einskis og telja hugsjónir sínar Það vakti undrun margra og gremju í síðasta mánuði, þeg- ar það spurðist út, að einhverjir vandræðamenn hefðu farið í skjóli nætur inn á lóð í miðbæn- um, þar sem fornleifagröftur stóð yfir, og eyðilagt merkar forn- minjar, gamlan hleðsluvegg sem ekki var búið að rannsaka og mæla. En þótt undarlegt megi virðast, rifjaðist það samt ekki upp fyrir neinum við þetta tæki- færi, að þetta var ekki fyrsta skemmdarverkið á staðnum: á þessari sömu lóð höfðu spellvirkjar og misyndismenn nefnilega áður eyðilagt heilt hús, sem var enn dýrmætara minnis- merki um fornan tíma en einn hleðsluveggur, sem sé Fjalakött- inn. Nú er það létt verk og löður- mannlegt að velta um nokkrum steinum, sparka upp gamla gólf- skán eða ryðja niður einum vegg, og bera víst fáir á móti því að slíkt gæti maður gert í einhvers konar ölæðisrugli, eins og dæmi eru um í miðbænum. En það er sýnu meira verk að leggja í rústir heilt stórhýsi, þótt í því séu fornir viðir: til að skekja það af grunni þarf meira en titurvillu eða brennivínsberserksgang, jafnvel af hæstu stærðargráðu. Það þarf sem sé aðstoð fjölmargra og ein- beittra manna. Ólíklegt er að það komi nokk- urn tíma í ljós hverjir ollu skemmdarverkunum á forn- leifunum í júlí, en hina sem stóðu fyrir því að Fjalakötturinn var rif- inn er auðvelt að benda á. Hér er sem sé um að ræða vissan hóp hugsjónamanna, sem risið hafa upp í höfuðstaðnum á síðustu tímum, og líta á það sem heilaga köllun sína að rífa og eyðileggja öll gömul hús sem fyrirfinnast í Reykjavík. Er þeim alveg sérlega uppsigað við hús ef þau eru falleg og vel byggð, svo maður tali nú ekki um það ef þau hafa eitthvert sérstakt menningarlegt gildi. Telja þeir réttlætanlegt að beita hvaða ráðum sem er til að tortíma slíkum húsum. Eyðilegging Fjalakattarins var upplagt verkefni fyrir hugsjóna- menn þessa. Ekki var um að vill- ast að þetta hús var óvenju fallegt og glæsilegt og vel byggt á sínum Bladburður LAUS HVERFI NÚ ÞEGAR Vantar blaðbera til sumar- afleysinga víðs vegar um bæinn Hafðu samband við okkur Siðumula 6 0 68 13 33 fiEJ tíma, og það var eitt af fáum dæmum, sem eftir stóðu, um þau stóru timburhús sem einkenndu áður gamla bæinn í Reykjavík. En auk þess var þar varðveittur í sinni upphaflegu mynd elsti kvik- myndasalurinn á íslandi og kannske víðar, og við húsið tengd mjög merkileg saga. Hvar sem var erlendis hefði slíkt hús verið friðað, það sett ofarlega á lista yfir þær byggingar sem bæri með öllum ráðum að varðveita í sinni upphaflegu mynd: hefði það kannske verið gert að safni eða menningarmiðstöð af einhverju tagi og haft mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og aðra. Það hefði a.m.k. verið talið mun ærði öllum rökum. En það verður einnig að líta á þetta mál frá jarð- bundnari sjónarmiðum og bera fram eina spurningu: höfum við efni á að láta slíka hugsjónamenn leika lausum hala? Svarið hlýtur að vera neikvætt. í bæ þar sem sáralítið er eftir af fallegum gömlum timburhúsum, og þau eru auk þess eftirsótt til alls kyns nota, er það beinlínis hagnýt nauðsyn að halda niðurrifs- hugsjónamönnum í skefjum með öllum ráðum. Það er erfitt, því að niðurrifs- menn hafa sýnt að þeir hafa ráð undir rifi hverju, og eru einkum og sér í lagi snöggir í að stilla mönnum upp frammi fyrir orðn- um hlut. Sást það reyndar á svo- lítið öðru sviði fyrir tæpu ári, þeg- ar klókir hugsjónamenn af svip- uðu tagi voru allt í einu búnir að sundra einstöku innbúi úr reykvískum embættismannabú- stað frá 19. öld, sem þeir fyrir slysni höfðu fengið ráðstöfunarr- étt yfir, svona rétt til að sýna að þeir ætluðu ekki að hlífa neinum menningarverðmætum. Til að slá þetta vopn úr hönd- um hugsjónamanna með Hero- Framkvæmdastjóri Staða framkvæmdastjóra Búnaðarsambands Suðurlands er laus til umsóknar. Umsóknarfrest- ur er til 10. september 1987 og skal umsóknum skilað til formanns Búnaðarsambands Suður- lands, Ágústs Sigurðssonar, Birtingarholti, 801 Selfoss, sem jafnframt gefur frekari upplýsingar. Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands Skóladagheimilið Hagakot Okkur vantar hressan starfsmann strax. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Steinunn í síma 29270 og heimasíma 27683. stratosar-duldir kraumandi í sál- inni, er ekki nema ein leið fær, og hún er einmitt sú að sætta sig alls ekki við orðinn hlut. Mörg ómetanleg hús hafa þegar verið rifin og miðbærinn er eins og hann hafi verið í höndum óvina- hers, - eins og hann lítur út núna virðist ekki lengur vanta annað en náðarskotið. En það er engin ástæða til að una því að hús eins og Fjalakötturinn skuli hafa verið eyðilögð, - en ýmis þau stein- runnin öskur ljótleikans, sem byggð hafa verið í miðbænum síð- ustu áratugi, skuli standa um aldur og ævi og dauð asfalt- eyðimörk bílastæðanna breiða sig út milli þeirra. Af gömlu hús- unum eru til myndir, teikningar og slíkt, og allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir hendi. Nær væri því að fara að fordæmi þeirra þjóða sem brugðu við skjótt í lok heimsstyrjaldarinnar og endur- reistu í sinni upphaflegu mynd forn hús og jafnvel heil hverfi, sem orðið höfðu eyðileggingar- öflum að bráð. Það var eina svar- ið við hugsjónamönnum niður- rifsins sem dugði. e.m.j. Hugvekja um hugsjónamenn ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.