Þjóðviljinn - 27.08.1987, Blaðsíða 11
ERLENDAR FRÉTTIR
Kanslannn í Bonn
Flaugafóm með skilyrðum
Helmut Kohl býðst til að eyða 72 Pershing-IA flaugum Vestur-
Þjóðverja, semjist um eyðingu meðalflauga í Genf
Helmut Kohl, kanslari sam-
bandsstjórnarinnar í Bonn,
sagði í gær að stjórn sín vildi ekki
vera dragbítur á sögulega samn-
inga risaveldanna um eyðingu
allra meðaldrægra kjarnflauga
úr heiminum og því byðist hún til
að eyða 72 Pershing-IA flaugum
sínum ef samkomulag tækist.
Alkunna er að Sovétmenn hafa
ítrekað sagt tilvist vesturþýsku
flauganna helsta ljón á vegi
samninga stórveldanna. En
Bandaríkjamenn hafa svarað því
til að þær væru eign Þjóðverja og
því hefðu þeir ekki umboð til að
semja um þær.
Kohl sagðist áfram um að stór-
veldin næðu samningum áður en
forsetakosningar fara fram í
Bandaríkjunum á næsta ári. „Ef
Sovétmenn og Bandaríkjamenn
ná samningi um eyðingu hverrar
einu og einustu meðaldrægra
kjarnflauga...munum við ekki
endurnýja flaugar okkar heldur
eyða þeim.“
Hann kvað stjórn sína þó setja
þrjú skilyrði. í fyrsta lagi yrði að
vera strangt ákvæði um eftirlit
með efndum í samningnum. í
öðru lagi yrði samningur að vera
staðfestur af báðum aðilum áður
en þýsku flaugunum yrði eytt. í
þriðja lagi yrðu risaveldin að
koma sér saman um nákvæma
tímaáætlun fyrir eyðingu flauga
sinna.
Kohl sagði Bandaríkjamenn
hafa verið látna vita áður en hann
greindi frá tillögunni en engu að
síður kváðu ónefndir bandarískir
embættismenn tilboðið hafa
komið sér í opna skjöldu. Þeir
sögðu að þótt ákvörðun stjórnar-
innar í Bonn yki líkurnar á samn-
ingi stórveldanna þá veikti hún
samningsstöðu Bandaríkja-
manna í Genf!
Sovétmenn virtust heldur ekki
vera í sjöunda himni yfir tilboði
Kohls. í yfirlýsingu frá frétta-
stofunni Tass er rætt um að
eyðingu þýsku flauganna væru
sett of mörg skilyrði og bersýni-
legt væri að sambandsstjórnin
vildi búa svo um hnútana að fólk
teldi Sovétmenn standa í vegi
fyrir samningum í Genf en ekki
hana sjálfa!
-ks.
Filippseyjar
Verkföll gegn verðhækkunum
Flutningaverkamenn lögðu niður vinnu ígœr vegna verðhækkana á
bensíni. Víða kom til átaka mótmœlenda og lögreglu
Ríkisstjórn Corazons Aquinos
ákvað á dögunum að hækka
verð á bensíni um 20 af hundraði
og virðist það ætla að draga dilk á
eftir sér. I gær lögðu flutninga-
verkamenn niður vinnu og segjast
ekki taka aftur til starfa fyrr en
Suður-Afríka
Tilboði
hafnað
Yfirgnæfandi meirihluti þeirra
300 þúsund blakkra náma-
manna sem eru í verkfalli í Suður-
Afríku hafnaði í gær tilboði
námaeigenda til lausnar vinnu-
deilunni.
Tilboðið höfðu námaeigendur
lagt fram á fundi sínum og for-
ystumanna Landssambands
námamanna í fyrradag. í því var
ekki gert ráð fyrir kauphækkun
en ýms hlunnindi boðin svo sem
hækkun líftryggingar og rýmkun
orlofsréttar.
Að sögn Cyrils Ramaphosa,
leiðtoga námamanna, fannst
mönnum ekki koma til greina að
halda til vinnu eftir sautján daga
verkfall án þess að hafa knúið
fram neina launahækkun. „Því
mun verkfallinu ekki verða aflýst
fyrr en gengið hefur verið að
kröfum okkar.“ -ks.
ákvörðun stjórnarinnar hefur
verið hnekkt.
Víða skarst í odda milli lögregl-
usveita og mótmælenda. í höfuð-
borginni Manila særðust sex
manns, þar af fjórir hættulega,
eftir að lögreglumenn hófu skot-
hríð á hóp fólks sem kastað hafði
grjóti í þá og hindrað umferð.
Um 120 manns voru handtekin í
Manila og Cebu, næststærstu
borg landsins, eftir átök.
Aquino hafði boðist til að hafa
hækkunina örlítið minni en því
boði var hafnað af leiðtogum
flutningamanna. Sögðu þeir verð
vörunnar engu að síður verða
óviðráðanlegt þorra félaga.
Nokkur öflug hagsmuna-
samtök lýstu yfir stuðningi við
verkfallsmenn, þar á meðal ýms
samtök námsmanna og smá-
bænda. Sögðu leiðtogar þeirra að
þeir myndu slást í för með flutn-
ingaverkamönnum þegar þeir
flykkjast hópum saman til for-
setahallarinnar í dag.
Forsetinn sjálfur vildi lítið láta
hafa eftir sér um verkfallið en
sagði þó að hún reyndi af fremsta
megni að gæta sanngirni og „ég
verð bara að reyna að útskýra
fyrir almenningi að hækkanirnar
eru nauðsynlegar."
-ks.
Brasilía
Stjama Pixote
vegin
Pilturinn sem fór með aðal-
hlutverkið í brasilísku kvik-
myndinni Pixote var í gær skotinn
til bana af lögreglumönnum í Sao
Paulo.
Ramos da Silva hlaut
heimsfrægð fyrir túikun sína á
ungum götustrák sem ráfar um
völundarhús glæpa og vændis í
skuggahverfum Sao Paulo. Kvik-
myndin var gerð árið 1980 og var
höfundarverk Hectors Babenc-
os.
Að sögn lögregluyfirvalda var
Silva í hópi manna sem reyndu að
rænastórverslun. Þegar lögreglu-
þjónar komu á vettvang kom til
skotbardaga og féll Silva við ann-
an mann.
Silva var þrettán ára gamall
þegar hann lék í kvikmyndinni og
hafði hann verið valinn úr hópi
1,300 umsækjenda. Hann var
fæddur og uppalinn í fátækra-
hverfum Sao Paulo og átti níu
systkyni.
Um skeið virtist framtíð hans
björt en leiktilboðin létu á sér
standa og þar kom að örbirgðin
knúði hann til að feta í fótspor
söguhetjunnar í Pixote.
-ks.
FJÖLBRAUTASKÓUNN
BREIÐHOLTI
Austurbergi5 109Reykjavík ísland sími756 00
Frá Fjölbrautaskólanum
í Breiðholti
Dagskóli F.B. verður settur í Bústaðakirkju mán-
udaginn 31. ágúst kl. 10.00 árdegis. Nýnemar
eiga að koma í skólasetninguna.
Allir nemendur dagskólans fá afhentar
stundaskrár þriðjudaginn 1. september kl.
13.00 - 16.00 og eiga þá að greiða skólagjöld,
sem eru á haustönn 1987, kr. 2.000.- auk efnis-
gjalda í verklegum áföngum.
Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennar-
afund þriðjudaginn 1. september kl. 9.00 árdegis.
Kennsla hefst fimmtudaginn 3. september kl.
skv. stundaskrá.
Skólameistari
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
verkamenn
við lagningu jarðsíma úti á landi.
Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91-
26000.
Auglýsing
Til innflytjenda og flugfélaga er
annast vöruflutninga.
Ráðuneytið vekur athygli á að hinn 1. september
n.k. fellur úr gildi heimild til lækkunar flutnings-
kostnaðar í tollverði vara sem fluttar eru hingað til
lands með flugi.
Fjármálaráðuneytið
26. ágúst 1987.
REYKJKHKURBORG
Jtau&vi St&dun.
Staða forstöðumanns
manntalsskrifstofu
Staða forstöðumanns manntalsskrifstofu
Reykjavíkurborgar er laus til umsóknar. Nánari
upplýsingar um starfið gefur Gunnar Eydal skrif-
stofustjóri, Austurstræti 16.
Umsóknum sé skilað til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, fyrir 4. sept-
ember n.k. á eyðublöðum sem þar fást.
Starfsfólk
Við óskum eftir starfsfólki til vinnu á dagheimilinu
Steinahlíð sem er 26 barna heimili. Við erum í
fallegu gömlu húsi með stórum garði.
Upplýsingar í síma 33280.
Flmmtudagur 27. ágúst 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11