Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Finnst þér gaman í skólanurn? (Spurt í Álftamýrarskóla) Ásgeir Ólafsson 6 ára: Já, mér finnst mest gaman að læra. Ég er farinn að lesa svona smátt og smátt, og svo er ég mikið úti í frímínú- tum. Gerður Guðmundsdóttir 6 ára: Já, mór finnst mest gaman að teikna. Ég teiknaði hús og stelpu og strák. Hrafnhildur Lára Ragnars- dóttir sex ára: Já, ég kann soldið að lesa. Ég hef lesið tvær hálfar bækur og eina heila bók og kann soldið af þeim. Pétur Jónasson fimm ára: Já, mór finnst bara gaman að öllu. Ég er að byrja að læra að lesa og svo er ég úti að leika mér. Við leikum bófa og svona. Ingibjörg Aradóttir sex ára: Já, það er allt skemmtilegt, ekkert leiðinlegt. Svo langar mig að missa barnatönn sem er laus. FRÉTTIR Bankarnir Mest innlánsaukning hjá Alþýðubankanum Heildarinnlánin hjá bönkunum jukust um 35.2% á sl. ári. Mest í Alþýðubanka. Minnst í Útvegsbanka Innlánsaukning hjá viðskipta- bönkunum á árinu 1986 var 35,2% en aukningin var mjög misjöfn milli banka. Mest var aukningin hjá Aiþýðubankanum 70.7% en minnst hjá Útvegsbank- anum aðeins 20.3%. Heildarinnlán sparisjóðanna jukust um 34.9% á sl. ári og innlán innlánsdeilda samvinnufé- laga jukust um 23.4%. Heildar- innlán allra innlánsstofnana hækkuðu þannig um 35.1% á sama tíma og hækkun lánskjara- vísitölu var 14.7%. Þetta kemur fram í skýrslu bankaeftirlitsins um rekstar- reikninga viðskiptabanka og sparisjóða á sl. ári. í árslok höfðu bankarnir nær 85% af heildarinnlánum við- skiptabanka og sparisjóða. Þessi hlutföll eru breytt frá árslokum 1985 en hlutafélagsbankarnir hafa lítillega aukið hlutdeild sína á kostnað ríkisbankanna. Eigið fé bankanna hefur aukist í heild um 12.6% að raungildi en eigið fé sparisjóðanna aukist um 9.4%. Raunaukning banka og sparisjóða hefur aukist í heild um 12%. Til samanburðar má nefna að á árinu 1985 var raunminnkun eigin fjár þessara stofnana 0.4% en raunaukning 1.7% á árinu 1984. -»g- Jan Mark sölustjóri Svend Larsen sem sýnir Grenaa dísilvél í skip og báta á sjávarútvegssýningunni, en sú vél er þyngsta stykkið sem verður á sýningunni og vegur 11,5 tonn. En það er ekki nóg að sýna þunga hluti, það má ekki gleyma að hafa allt fínt og gljáandi þegar hún opnar. Tónlistarhátíðin Fjögur íslensk verk frumflirtt Sjá varútvegssýningin Fræðandi og skemmtileg TómasÞ. Tómasson, blaðafulltrúi: 460 aðilar sýna á sýningunni. „Á þessari sjávarútvegssýn- ingu sýna jafnmargir aðilar og sýna á World Fishing í Bella Cent- er í Kaupmannahöfn, sem er stærsta sýning sinnar tegundar í heiminum. Hérna verða 460 aðil- ar með sýningu á framleiðslu- vörum sínum og þar af eru 130 íslensk fyrirtæki,“ segir TómasÞ. Tómasson, blaðafulltrúi sjávar- útvegssýningarinnar, sem verður haldin í Laugardalshöll dagana 19.-23. september næstkomandi. Að sögn Tómasar er nettó sýn- ingarsvæði sýningarinnar á sjötta þúsund fermetrar og þar af eru um fimm þúsund fermetrar í sér- stökum tjöldum sem sett hafa verið upp við hliðina á Höllinni. En hún sjálf rúmar ekki nema V3 af allri sýningunni, sem sýnir hversu stór hún er miðað við aðr- ar sýningar sem haldnar hafa ver- ið hér á landi. Meðan á uppsetningu sýning- arinnar hefur staðið, undanfarna daga, hefur Höllin verið stærsti vinnustaður landsins með um 1000 manns í vinnu. Á sýning- unni verða um 360 sýningarbásar og verða við hvern bás um 4—6 manns við kynningu og aðra starfsemi, þannig að starfs- mannafjöldi við sjálfa sýninguna eftir að hún opnar verður á bilinu 1440-2160 manns. „Þetta er sjávarútvegssýning sem er í senn fræðandi og skemmtileg. Hún á erindi til allra íslendinga og hingað koma fjöl- margir erlendir aðilar, bæði þeir sem sýna og eins þeir sem koma hingað til að kynna sér það nýj- asta á sviði sjávarútvegs. Það liggur við að erlendu gestirnir komi til með að auka gjaldeyris- tekjur okkar um 200 milljónir króna.“ „Sjávarútvegssýningin opnar klukkan 10.30 á næstkomandi laugardag og verður opin sýning- ardagana frá 10 um morguninn til 18 um kvöldið. Aðgangseyrir er 300 krónur," sagði Tómas Þ. Tómasson. - grh Norðanvindurinn, tónlistarhá- tíð ungs fólks, þar sem yngstu og efnilegustu tónlistarmenn Norðurlanda, leiða saman hljóð- færi sín, er nú í fullum gangi. í kvöld verða tónleikar á Hótel Borg, þar sem flutt verður verk eftir Svend Hedegárd frá Dan- mörku, en Páll Eyjólfsson, Þórar- inn Sigurbergsson og Kristinn Árnason munu stilla saman gítar- strengi. Þá er verk eftir Þorgrím Pál Þorgrímsson, flutt af segul- bandi. Lars Petter Berg, leikur á óbó verk eftir Nils Henrik As- heim, Noregi, og loks er flutt verk eftir Þórólf Eiríksson af segul- bandi. Eftir hlé verða flutt eftirtalin verk: Brass sextett eftir Lars Klit, Danmörku, Terje Winther, Nor- egi, á verk flutt af segulbandi, og Kjartan Ólafsson á verk flutt af honum sjálfum og Sveini Ól- afssyni. í Tónlistarskólanum verða tónleikar kl. 16:30, þar verður flutt verk eftir Curt Wrangö, Sví- þjóð, sem Hildigunnur Halldórs- dóttir og Margrét Kristjánsdóttir munu flytja á fiðlur. Christina Wagner Smith á verk sem heitir Mod Lyset, flutt af henni á píanó og Jakob Lökkergard á píanó. Hildigunnur Halldórsdóttir Dagskrá Bókmenntahátíðar- innar hefst í dag kl. 14, en þá verða umræður á ensku um „Skáldsöguna á vorum dögum“. Nokkrir helstu skáldsagnahöf- undar hátíðarinnar munu taka þátí í umræðunum, sem eru: Isa- bel Allende, Guðbergur Bergs- son, P.C. Jersild, Gerhard Köpf, Alain Robbe-Rillet og Kurt Vonn- egut. Isabel Allende flytur fyrirlest- flytur verk eftir Helga Pétursson, á fiðlu, sem heitir Við brúna. Loks er tónverk eftir Rolf Wall- en, Noregi, sem nefnist Mandala, sem eftirtaldir munu flytja: Björn Rabben, Einar Fjærvol, Per Skoglund og Kenneth Karlsson. - ekj ur um suður-amerískar bók- menntir á ensku kl. 17, sem full ástæða er til að benda á. Um kvöldið er bókmenntadag- skrá í Gamla bíó, þar sem þessi skáld munu lesa upp úr verkum sínum: Benoite Groult, Frakk- landi, Peer Hultberg, Dan- mörku, P.C. Jersild Svíþjóð, Thor Vilhjálmsson, Islandi, og Kurt Vonnegut, Bandarík’jun- um. Dagskráin í Gamla bíói hefst kl. 20:30. Bókmenntahátíðin fsabella í dag 2 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvlkudagur 16. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.