Þjóðviljinn - 16.09.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Qupperneq 3
mmm ÖRFRÉTTIR ■■ Hugtækni og fyrri líf nefnast tvö námskeið sem Þrídrangurstendurfyrirdag- ana 17.-20. september. Á laugardegi verður fjallað um á- hrifamátt stýrðra hugsýna, á sunnudegi verður kennsla í því hvernig hægt er að upplifa fyrri og komandi æviskeið. Leiðbein- andi er Andrew Nevai, sem hefur 24 ára reynslu í ástundun frum- speki og andlegrar iðkunar. Kynningarkvöld er í Þrídrangi á fimmtudag kl. 19.30 og eru allir velkomnir. Allar nánari upplýs- ingar fást á skrifstofu Þrídrangs milli klukkan 17 og 19. Togveiðar i Héraðsflóa utan línu sem dregin er í einnar sjómílu fjarlægð frá fjörumarki meginlandsins eru heimilar. Að norðan markast svæðið af línu, sem dregin er austnorðaustur frá Bjarneyjarvita og að sunnan af línu, sem dregin er austnorðaustur frá Ósfles. Ný umferðarljós verðatekin í notkun á morgun 17 septemberklukkan 14. Þá verður kveikt á tveimur hnappastýrðum umferðarljósum fyrirfótgangend- ur á Snorrabraut við Flókagötu °g á Hringbraut við Bræðraborg- arstíg. Hafrannsókna- stofnun og Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins verða opnar almenningi föstudaginn 18. september frá klukkan 10-16 í tilefni af hálfrar aldar afmæli rannsókna í þágu atvinnuveganna. 18. september árið 1937 tók Atvinnudeild há- skólans til starfa í nýju húsnæði á háskólalóðinni. Atvinnudeildin skiptist í Fiskideild, Iðnaðardeild og Búnaðardeild. Með lögum frá 1965 var Atvinnudeildin lögð nið- ur en Rannsóknastofnanir at- vinnuveganna tóku við hlutverki hennar. Starfsmenn Hafrann- sóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins munu taka á móti gestum í anddyrinu að Skúlagötu 4 og sýna þeim stofnanirnar og skýra þá starfsemi sem þar fer fram í máli og myndum. Borgaraflokkurinn hefur lagt til við ríkisstjórn fs- lands, að hún geri þegar allt sem hún getur til að sá sögulegi at- burður, nýr leiðtogafundur á sér stað, verði hér á Islandi. Segir í ályktun frá þingflokki Borgarafl- okksins að á fundi utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og Sovétr- íkjanna í næstu viku verði rætt um undirbúning að leiðtogafundi stórveldanna, þar sem líklegt er talið að leiðtogarnir hittist innan tíðar og undirriti afvopnunars- amning. Segir (álkyktuninni að ef vilji sé fyrir hendi þurfi að koma boðum á framfæri við sendimenn viðkomandi ríkja þegar í stað. Ólafur Gunnarsson hefur sagt starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri framleiðslu- mála hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, þar sem hann hefur gerst eigandi að Hraðfrystihúsi Olafsvíkur hf, ásamt fleirum. Hjalti Einarsson, framkvæmda- stjóri, tekur við starfi Ólafs. Aðrar tilfæringar innan SH í framhaldi af uppsögn Ólafs eru að Stur- laugur Daðason, verkfræðingur, verður framkvæmdastjóri tækni- og eftirlitsmála, jafnframt því sem Innkaupadeild SH heyrir undir hann. SópranblokkfÍMtan heitir kennslubók eftir Jón Þórar- insson, sem komin er út hjá Námsgagnastofnun og er fyrir byrjendur í blokkflautunámi. Bók- in er í sex köflum og hefst á undir- stöðuatriðum, en í lokin eiga nemendur að geta leikið ýmis jólalög. Bókin kostar 950 krónur. FRÉTTIR Líf og fjör í Álftamýrarskóla í upphafi skólaárs. Betur að allir væru svona hressir sem maður er að mynda, varð Ijósmyndaranum að orði um leið og við kvöddum. Mynd: E. Ól. Skólarnir Mest gaman að læm Heimsókn íÁlftamýrarskólann. Áslaug Brynjólfsdóttir frœðslustjóri: Mikið lagtupp úrþjálfunaræfingum hjá þeim yngstu Igrunnskólunum í Reykjavík eru um 13.600 nemendur þegar einkaskólarnir eru taldir með. í nýjasta árganginum, sex ára bekknum, eru um 1300 nemend- ur og svipaður fjöldi í sjö ára bekk, sagði Áslaug Brynjólfsdótt- ir, fræðsiustjóri í Reykjavík, í spjalli við blaðið í gær. Reiknað er með einni kennslu- stund á nemanda hjá sex ára krökkunum; ef þau eru tuttugu í bekk eru þau því tuttugu tíma á viku í skólanum. Að sögn Ás- laugar er yfirleitt meiri fjöl- breytni í kennslunni hjá þeim en hinum sem eldri eru. Talsvert er lagt upp úr ýmisskonar þjálfun- aræfingum sem tengja saman hug og hönd, og reynt að fylgjast sem best með því hvar þau eru stödd í þroska. Aðspurð um bekkjarstærðir hjá þeim yngstu sagði Áslaug að reynt væri að hafa þau færri í bekk en tíðkast á eldri stigum. Þannig er algeng stærð á sexára- bekk tuttugu krakkar. Meðaltal- ið í sjö ára bekk er aftur á móti 24 til 25, en í einstaka bekkjar- deildum eru 28 nemendur, en það er hámark. „Það þarf að leggja áherslu á að börnin séu ekki ein í öryggis- leysi heima, og því þyrfti að lengja viðveruna. Leyfa þeim að koma fyrr og vera aðeins lengur ef enginn er heima. Þá er brýnt að skólarnir verði einsetnir, þarsem samræmdur tími hefur augljóst hagræði í för með sér fyrir alla fjölskylduna,“ sagði Áslaug. HS VMSÍ Samstaða er lykillinn Framkvœmdastjórn Verkamannasambandsins telur ógæfu að deilur um 3 prósent skipti félögum í fylkingar Iályktun frá framkvæmdastjórn VMSI er ítrekuð fyrri ákvörð- un um að nefnd fiskvinnslufólks vinni með stjórninni að samn- ingagerð, og þar er harmað að deilur um örfá prósent skipti að- ildarfélögunum í fylkingar. Ályktun framkvæmdastjórnar- innar frá í gær er svohijóðandi: „Framkvæmdastjórn VMSÍ samþykkir að í komandi kjara- samningum verði lögð höfuðá- hersla á að bæta kjör fiskvinnslu- fólks. Ljóst er að launaskrið og þensla í þjóðfélaginu hefur haft þau áhrif að fiskvinnslufólk hefur dregist aftur úr í launakjörum þrátt fyrir þá staðreynd að bættur hagur útgerðar og fiskvinnslu er ástæðan fyrir því góðæri sem ríkir í landinu. Það er þjóðfélaginu til skammar að meta hverskonar þjónustustörf meira en störf að höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Formannafundur Verkamanna- sambandsins hefur samþykkt að gera kröfur um allt að 40% kauphækkun. Það eru hærri kröf- ur en gerðar hafa verið um fjökia ára. Framkvæmdastjómin telur það mikla ógæfu ef deilur um hvort kröfur skulu vera 3% hærri eða lægri skulu skipta aðildarfél- ögunum í andstæðar fylkingar. Það verður spurt að leikslok- um, hvaða árangur næst í samn- ingaviðræðum og hvaða kaup- mátt tekst að tryggja. Fundurinn telur að samstaða verkafólks sé lykillinn að því að ná fram bætt- um kjörum fyrir verkafólk. Ann- að er aðeins vatn á myllu atvinnu- rekenda, sem þá geta deilt og drottnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Framkvæmdastjórnin ítrekar fyrri ákvörðun um, að ásamt framkvæmdastjórn vinni að endanlegri samningagerð nefnd fiskvinnslufólks, sem verði þann- Eftir því sem ég hef heyrt hefur hreindýraveiðin, sem hófst 1. ágúst og lauk í gær, gengið vel í þeim hreppum sem höfðu mestan veiðikvóta í sumar. Heildarkvót- inn i ár var um 600 dýr, segir Runólfur Þórarinsson, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu. í hreindýratalningu sem fram fór í sumar, í júlímánuði snemma, voru talin 1226 hreindýr við norð-austur horn Vatnajökuls. Af þeim voru 425 hreindýrakálfar eða um 35%, sem er óvenjumikið. Bendir það til þess að sumarið hafi verið einkar gott fyrir dýrin og þau haft nóg að bíta. Á undanförnum árum hefur hlutfall kálfa verið í kringum 28%. Að sögn Runólfs var veiðik- ig skipuð: Þrír fulltrúar frá hverju svæðasambandi, frá Vestmanna- eyjum tveir, Reykjavík tveir, Hafnarfirði tveir og Suðurnesj- um þrír. Framkvæmastjórnin treystir því að nefnd þessi vinni sem sam- hent og sterk heild undir merkj- um VMSÍ og minnir á að verkefn- ið er að ná árangri í samningum við atvinnurekendur." vótinn í fyrra 700 dýr en af þeim veiddust aðeins 500. 1985 var kvótinn 500 dýr og af þeim veiddust tæp 400 dýr. í ár höfðu 31 hreppur fyrir austan veiðikvóta og er eftirlits- maður í hverjum hreppi og hefur hann frjálst val á aðstoðarmanni til veiðanna, nema hvað viðkom- andi verður að hafa bréf uppá va- sann um það að hann kunni að fara með skotvopn og hafi til- skilda leikni í meðferð þeirra sem að gagni getur komið við veiðam- ar.Þeir hreppar sem höfðu mest- an veiðikvóta í sumar voru Borg- arfjarðarhreppur með 54 dýr, Helgustaða- og Norðfjarðar- hreppur 52 dýr og Fljótsdals- og Jökuldalshreppur með 45 dýr. - grh Hreindýraveiðar Skytteríið gekk vel Suðurnes Fiskur gegnum fjarskipti „Við byrjuðum í fyradag með fískmarkað hér á Suðurnesjum, þar sem físksalan fer fram í gegn- um fjarskipti. Bátarnir gefa okk- ur þann afla sem þeir eru með hverju sinni og við se(jum hann á meðan viðkomandi bátur er enn á veiðum. Síðan þarf kaupandinn ekki annað en að vera tilbúinn með bfl undir fískinn þegar bát- urinn kemur að landi,“ segir Brynjar Vilmundarson, bjá Fisk- markaði Suðurnesja. Tvenns konar greiðsluskil- málar eru við fikskaupin hjá fisk- markaðinum. Annarsvegar með bankaábyrgð eða með stað- greiðslu í peningum. Ekki er tekið við ávísunum. Markaður- inn er til húsa í 240 fermetra húsnæði í Ytri Njarðvík, rúm- góðu, sem getur tekið allt að 50 manns. Enda búast aðstandend- ur hans við því að hann komi til með að njóta vinsælda þegar nær dregur vertíðinni í vetur. Að sögn Brynjars hafa undir- tektir kaupenda verið góðar en afstaða seljenda, það er að segja útgerðarmanna, verið blendin, enda um algjöra nýjung að ræða, sem þarf ákveðinn umþóttunar- tíma til að byrja með. En það er hugur í mönnum þar syðra og þeir eru sannfærðir um að fisk- markaðurinn eigi eftir að pluma sig í framtíðinni. í gær voru seld nokkur tonn af þorski og var meðalverðið sem fékkst fyrir hann 44 krónur. Nokkur tonn af keilu fóru á 11 krónur og nokkur hundruð kíló af ufsa fóru á 20 krónur kílóið að meðaltali. Starfsmenn fiskmarkaðarins eru fjórir. Þrír í Ytri Njarðvík og einn í Grindavík. . Foreldrasamtökin Nýrra leiða leitað Opinnfundurí kvöld. Rekstrarform dagvistarheimila í brennidepli „Við höfum velt því fyrir okkur sem leið til að auka virðingu fóstrustarfsins að fó fleiri til að reka dagvistarheimiii en bæjar- og sveitarfélög,“ sagði Viðar Ág- úsísson,varaformaður stjórnar Foreldrasamtakanna í Reykja- vík, en samtökin boða til opins fundar í kvöld, þar sem meðal annars verður rætt hvort ekki megi leita nýrra leiða til að leysa dagvistarvandann. Að sögn Viðars er hér um að ræða foreldrarekin heimili, heim- ili á vegum fyrirtækja, og eins gætu húsfélög í stórum blokkum tekið að sér slíkan rekstur. „Með þessu móti yrði borgin ekki eini viðsemjandi fóstra um kaup og kjör,“ sagði Viðar. Ellefu deildir á dagvistar- heimilum borgarinnar eru nú lok- aðar og séð er fram á lokun fleiri deilda, jafnvel heilu heimilanna, segir f fréttatilkynningu Foreldr- asamtakanna. Á fundinum verður reynt að fá talsmenn atvinnurekenda, stjórnmálamanna og uppeldis- stétta, en fyrst og fremst er fund- urinn ætlaður foreldrum, enda öllum opinn. Hann verður hald- inn í sal vélstjóra að Borgartúni 18, og hefst klukkan hálfníu í kvöld. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.