Þjóðviljinn - 16.09.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Síða 4
LEIÐARI Umferðaröldur og slys á bömum í höfuðborginni hefur vaxandi bílamergð í kjölfar góðæris og tollalækkana af völdum mis- heppnaðra kjarasamninga leitt til þess að þar ríkir nú nánast varanlegt umferðaröngþveiti. Sá sem á hinum síðustu og verstu dögum ætlar að komast ferða sinna með skikkanlegum hætti gegnum miðborgina þarf að ráða yfir rúm- um tíma, ofurmannlegri þolinmæði og dágóðum slatta af gamaldags káerrheppni. En bílamergðin gerir meira en drepa tíma manna - hún drepur menn. Fylgifiskur bifreiðagrúans á götum borgarinn- ar er ört vaxandi slysatíðni. Þetta eru ekki síst vond tíðindi fyrirforeldra, sem um þessar mund- ir sjá á eftir börnum sínum ungum út á göturnar þegar skólatíð fer í hönd. Sem mannlegt félag berum við vitaskuld öll ábyrgð á börnunum, - meiri en á hinum full- orðnu. En í umferðinni er ábyrgð okkar þó meiri en að öllum jafnaði. Frá náttúrunnar hendi eru börnin nefnilega ver í stakk búin en hinn full- orðni til að ráða fram úr þeim endalausu vanda- málum sem sífellt koma upp á leiðinni gegnum frumskóg bílanna. Þau hafa minna sjónsvið en hinir fullorðnu og greina líka hljóð á annan hátt. Þau eiga sömu- leiðis torveldara með að skynja úr hvaða átt hljóðið berst og skortir þroska til að bregðast ævinlega kórrétt við aðsteðjandi hættu. Af þessum sökum hvílir á okkur fullorðnum sú Ijúfa skylda að gera allt sem í okkar valdi stend- ur til að draga úr líkum á barnaslysum á götum borgarinnar. Reynslan erlendis frá sýnir, að ein besta leiðin til þess er að draga úr umferðarhraða með sérstökum umferðarhindrunum á götum innan íbúðahverfa. Ýmsar aðferðir má nota í þessu skyni. En hinar svonefndu umferðaröldur hafa þó ótvírætt gefið besta raun. Þannig liggja fyrir sláandi upplýsingar frá tveimur stöðum í Reykjavík um minnkun á öku- hraða í kjölfar öldugerðar. Á öðrum staðnum fór meðalhraðinn úr 53,6 niður í 26,8 km/klst, en á hinum úr 60,5 niður í 27,5 km/klst. í báðum tilvikum fór meðalhraðinn þannig niður fyrir hin krítísku 30 km mörk. En sérfræð- ingar telja, að barn sem lendir í árekstri við bifreið á þeim hraða hafi viðunandi möguleika á að komast lífs af. Þar sem bein fylgni er á milli ökuhraða og slysatíðni á börnum ætti samkvæmt þessu að vera hafið yfir allan vafa, að öldurnar eru geysi- lega mikilvæg slysavörn. Sérfræðingar telja ennfremur, að með nægi- legri notkun aldna sé unnt að ná meðalhraða innan íbúðarhverfa niður í 35 km/klst. Þeir áætla varlega, að það myndi leiða til að slysum fækki um 30 af hundraði. En það skiptir velferð barn- ! anna verulegu máli, því innan íbúðahverfa eru þau flest fórnarlambanna. Umferðardeild borgarinnar hefur yfir að ráða merkum gögnum, sem sýna svart á hvítu þau gagngeru áhrif sem öldur hafa á slysatíðni fót- gangandi barna í Reykjavík: - Á árunum 1979-1983 voru 10 til 15 öldur á götum innan íbúðarhverfa og á þessum árum slösuðust að meðaltali 14,8 börn á þessum göt- um árlega. 7 Öldunum fjölgaði hins vegar mjög verulega á árunum 1984-1986 og voru þá orðnar kring- um 65. A þessum tíma fækkaði árlegum slysum á fótgangandi börnum um helming, eða niður í 7,3. Öldurnar hafa því sannanlega bjargað lífum margra barna í Reykjavík. Það er hins vegar sorglegt að vita til þess, að duttlungar núverandi formanns Umferðar- nefndar borgarinnar hafa nánast komið í veg fyrir að nýjar öldur væru samþykktar á þessu kjörtímabili. Reykvískum foreldrum til upplýsingar má geta þess að formaðurinn er Haraldur Blöndal -ÖS Dúfnaveislan mikla Muna menn nokkuð eftir því lengur þegar opnuð var við hátíð- lega athöfn Flugstöð Leifs Eiríks- sonar? Formaður byggingar- nefndar þakkaði Bandaríkjum Norður-Ameríku hjartanlega fyrir hjálpina, ráðherrar fluttu ræður og forsetinn var dreginn í púltið nauðugur viljugur; síðan var skálað og étnar snittur í dúfn- aveislu aldarinnar í beinni út- sendingu í sjónvarpinu. Byggingunni var hraðað einsog hægt var: kosningar á næsta leiti og bæði forsætisráðherrann og utanríkisráðherrann í framboði í kjördæminu, - fjármálaráðherr- ann auglýsti sig líka með Flugstöð Leifs Eiríkssonar í beinu fram- haldi af útréttri hendi einsog hér væri á ferð guð almáttugur á þeim tímum sem fjallað er um í upphafi fyrstu Mósebókar Vei, vei, yfir hinni föllnu borg Það er einsog núna kveði við svolítið annan tón almennings og í fjölmiðlum, og þeir sem ákafast börðu sér á brjóst í dúfna- veislunni miklu vilja nú síður kannast við að hafa átt nokkurn hlut í flugstöðvarmáli. Nema Kaninn, sem var að hugsa um soldátaafdrep og sjúkraskýli og stærir sig nú af því að eiga fyrsta veðrétt í flottræfilslegasta hern- aðarmannvirki norðan Alpa. Myndast vel, einkum í myrkri Suðurnesjamenn eru ekki ýkja hrifnir af öllu tilstandinu, og kemur það ágætlega fram í grein eftir „Orðvararí* í síðasta tölu- blaði Víkurfrétta. Hún heitir „Endemis vitleysa frá upphafi“. Orðvar segir: „Heldur hefur dofnað yfir „andliti" þjóðarinnar, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, eftir að augu almennings opnuðust fyrir því að Flugstöðin er ekki síður „spegill" þjóðarinnar. Byggingin er fjarska glæsilegt mannvirki, sem myndast vel, sér- staklega í myrkri, þó minnkaði hún um þriðjung í pólitísku þrasi í upphafi meðgöngutímans. Sam- gönguráðuneytið, sem fer með öll samgöngumál í landinu að meðtöldum flugmálum, kom hvergi nálægt framkvæmdunum, vissi varla af þeim. Flugstöðin er að öllu leyti afsprengi Varnar- máladeildar utanríkisráðuneytis- ins, og byggt fyrir erlent lánsfé og gjafafé Bandaríkjastjórnar." Pólitísk hégómagirni „Að mati sérfróðra bygginga- manna er hönnun Flugstöðvar- innar, innanhúss sem utan, ein endemis vitleysa frá upphafi. Dæmigerð framkvæmd hins op- inbera á íslandi og minnir í öllu á Kröfluvirkjun. Vegna augljósra hönnunargalla strax í upphafi og sífelldra breytinga, er Flugstöðin nú dýrasta bygging á landinu, tvöfalt dýrari en efni stóð til. Heimskuleg pólitísk hégómagirni sem kostaði nokkur hundruð milljónir olli því svo að afspreng- ið fæddist löngu fyrir tímann og á enn langt í land með að vera full- skapað. Segja má með fullu kæruleysi, og yppa öxlum. Flug- stöðin er þó þarna. Leikmaður sem kemur að Flugstöðinni í fyrsta skipti og stígur út úr bílnum í skipulagslausri örtröðinni, prís- ar sig sælan að hafa náð síðustu beygjunni áfallalaust. Þar eiga eftir að verða hörmuleg slys í vet- ur, ef ekkert verður gert til að vara ökumenn við hættunni. Flest hafnarmannvirki á landinu væru vel sett með grjótgarðana, sem umlykja bílastæðin. Par verður nú hægt að ganga að öllu rusli sem hingað til hefur fokið um Miðnesheiðina. í norðan stórhríðum skefur svo af görðun- um yfir alla bílana á stæðunum. Stéttin komu megin er með þeim hagleika gerð að þeir farþegar sem ná grindum undir farangur sinn, sturta honum einu sinni til tvisvar á leið til bílsins á stæð- inu.“ Svimandi skattheimta „Rekstur * flugstöðvarinnar virðist ætla að verða í sama dúr og það sem á undan er gengið. Skattheimta ríkisins í formi húsa- leigu er svo svimandi há, að rekstur fyrirtækja í byggingunni er fyrirfram vonlaus, dauða- dæmdur. Bílaleigum er gert að borga rúma milljón á ári fyrir einn stól við anddyrið. Pósti og síma er ætlað að borga í ársleigu jafnvirði hússins sem hann á í smíðum við lifrarbræðsluna gömlu í Keflavík. Landsbankinn gæti keypt stór- hýsi í Keflavík undir starfsemi sína fyrir ársleiguna í Flugstöð- inni. Það væri eftir öðru, ef þessi fyrirtæki gengju að þessum afar- kjörum. Heyrst hefur að stórfyr- irtækið íslenskur Markaður sé að hrökklast út úr byggingunni vegna kostnaðar. Þá er illa kom- ið. Eina verslunin sem hugsan- lega getur staðið undir húsaleigu- greiðslum er Fríhöfnin, en versl- unaraðstaða hennar er af sömu stærð og skrifstofa húsvarðar, og allt of lítil fyrir þá umsetningu sem þar fer fram.“ Fjármála- afglöp „Því miður er Flugstöðin eins og fyrr segir, dæmigerð fyrir stjórleysi og fjármálaafglöp hins opinbera. Miðað við núverandi aðstæður, flokkaskiptingu og samsetningu Alþingis af alls kon- ar upplausnarliði, og boðberum pólitískrar sérvisku og eigingirni, eru engar breytingar sjáanlegar á næstunni. Það eru nefnilega fáir ábyrgir gerða sinna í stjórnkerf- inu.“ Orðvar Víkurfrétta tekur held- ur betur upp í sig. Jahérna, Matt- hías! Svei mér þá, Steingrímur! Þa-ba-sona, Þorsteinn! - m þlOÐV ILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaftamenn:GarðarGuðjónsson,GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, KristóferSvavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MörðurÁmason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. Ljósmyndarar: EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrif8tofu8tjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrelftslu-ogafgrelftslustjóri'.HöröurOddfríðarson. Afgrelftsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavík, síml 681333. Auglýsingar: Slftumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaftaprent hf. Verft í lausasólu: 55 kr. Helgarblöö: 65 kr. Áskrtftarverft á mánufti: 600 kr. 4 Sk>A - ÞJÓÐVILJINN Mi&vlkudagur 16. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.