Þjóðviljinn - 16.09.1987, Blaðsíða 6
VIÐHORF
LANDSVIRKJUN
Útboð
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í jarð-
vinnu vegna nýrrar stjórnstöðvar við Bústaðaveg
í Reykjavík í samræmi við útboðsgögn nr. 0202.
Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg-
inum 15. september á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óafturkræfu
ajaldi að upphæð kr. 1500.
Áætlaðar magntölur eru um 4600 m3 af sprengdri
klöpp, um 3200 m3 af lausum uppgreftri, um 1200
m3 af fyllingu og um 400 m3 af riftækum jarðvegi
auk frárennslislagna, girðingar o.fl.
Miðað er við að verkið geti hafist 10. október n.k.
og að því verði lokið fyrir 4. desember n.k.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, Reykjavík, föstudaginn 2. okt-
óber 1987 fyrir kl. 10.30, en tilboðin verða opnuð
þar sama dag kl. 11.00 að viðstöddum bjóðend-
um.
Reykjavík 15. september 1987
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma
Þorbjörg Pálsdóttir
Álfhólsvegi 24 Kópavogi
lóst í Borgarspítalanum aðfaranótt 15. september 1987.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Sigurjón Björnsson
Sigurrós M. Sigurjónsd. Jónas Gunnar Guðmundsson
Erla Sigurjónsdóttir Kristmundur Þorsteinsson
Sigurbjörg Sigurjónsdóttir Haraidur Sumarliðason
Páll Sigurjónsson Ágústa Hulda Pálsdóttir
Guðmundur Á. Sigurjónsson Hildur Pedersen
Birna Sigurjónsdóttir
Jón Páll Sigurjónsson Steinunn Guðlaugsdóttir
Sigurður Sigurjónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
Sveinn V. Ólafsson
hljóðfæraleikari
Sigtúni 29
verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 17.
september kl. 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem
vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög.
Hanna Sigurbjörnsdóttir
Ólafur Sveinsson ingibjörg Jónsdóttir
Arnór Sveinsson Hrafnhildur Rodgers
Sigurbjörn Sveinsson Elín Ásta Hallgrímsson
og barnabörn
ÆSKULÝÐSFYLKINGIN
Dagskrá landsþings ÆFAB
2.-4. okt. 1987 að Hverfisgötu 105, Reykjavík.
Föstudagur 2. okt.
20.00 Setning. 20.20 Skýrslur fluttar, umræður: a) framkvæmdaráðs, b)
gjaldkera, c) deilda, d) Utanríkismálanefndar, e) Verkalýðsmálanefndar, f)
Birtis. 23.00 Lagabreytingar og hópvinna kynnt. 23.30 Hlé.
Laugardagur 3. okt.
9.00 Lagabreytingar, fyrri umræða. 10.00 Hópavinna: a) unnið að þingmál-
um, b) Almenn stjómmálaályktun, c) lagabreytingar. 12.00 Matur. 13.00
Hópavinnu framhaldið. 20.00 Matur. 21.30 Kvöldbæn.
Sunnudagur 4. okt.
9.00 Lagabreytingar, seinni umræða. 10.00 Hópavinna, niðurstöður. 13.00
Matur. 14.00 Kosningar. 15.30 Þingslit.
Þingið er opið öllum ÆF-félögum. Félagar sem greiða þurfa háan ferða-
kostnað utan af landi fá 1/z fargjaldið greitt.
Skráið ykkur sem allra fyrst. Nánari upplýsingar færð þú á skrifstofunni í
síma 17500.
Framkvæmdaróð ÆFAB
ÆFAB
Skrifstofutími
Skrifstofa ÆFAB er opin á miðvikudögum, fimmtudögum oq föstudöqum
frá kl. 14-19 að Hverfisgötu 105. Sími 17500.
Innheimtukerfi rafmagns-
veitu og hitaveitu
Aðalsteinn Guðjónsson skrifar:
í Þjóðviljanum 11. ágúst s.l. er beint til
undirritaðs fjórum spurningum um
aðskilnað á innheimtu Rafmagnsveitu
og Hitaveitu. Svörin eruþessi:
1. Fækkar starfsfólki Raf-
magnsveitunnar?
Við sameiginlega reiknings-
gerð og innheimtu fyrir bæði fyr-
irtækin starfar nú 41 starfsmaður.
Af þeim vinna þó 3 einnig að
hluta við önnur störf. Aðskilnað-
ur er talinn geta leitt til fækkunar
um 1,5 starfsmann (stöðugildi).
2. Hvað greiddi Hitaveitan
Rafmagnsveitunni?
Á árinu 1986 greiddi Hita-
veitan Rafmagnsveitunni 15,6
millj. króna fyrir reikningsgerð
og innheimtu. Fyrir bæði árin
1985 og 1986 var „innheimtu-
gjaldið" framreiknuð tala, byggð
á útreikningi skv. fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar 1984.
Aðferðin við útreikninggjalds-
ins hefur verið sú að skipta
beinum kostnaði í hlutfalli við
fjölda útsendra hitaveitureikn-
inga (um 190.000 á ári) og raf-
magnsreikninga (um 360.000 á
ári). Tölur í svigum eru fyrir árið
1986.
Þess má geta, að gjald þetta
nemur 1,25% af áætluðum sölu-
tekjum Hitaveitunnar í ár. Það
hefur farið lækkandi á undan-
förnum 15 árum, var hæst um
3%.
3. Leiðir aðskiinaður til
sparnaðar fyrir Rafmagns-
veituna?
Aðskilnaðurinn leiðir til um
7,1 millj. kr. lækkunar útgjalda
hjá Rafmagnsveitunni, miðað við
verðlag fjárhagsáætlunar 1987.
Naumast er hægt að kalla það
„sparnað", þar eð tekjur af inn-
heimtugjaldi Hitaveitunnar
hverfa. Miðað við 15,6 millj. kr.
tekjur, verður „tap“ Rafmagns-
veitunnar 8,5 millj. kr.
4. Hverjar eru ástæður Hita-
veitunnar(slæm innheimta,
þjónusta, annað)?
Innheimta gekk illa fyrst eftir
að dráttarvextir tóku gildi, - úti-
standandi skuldir jukust. Eftir að
viðskiptavinir hafa áttað sig betur
á áhrifum dráttarvaxta - svo og
með auglýsingaherferð og hert-
um aðgerðum, hefur innheimtan
gengið mjög vel. Útistandandi
skuldir beggja fyrirtækjanna hafa
lækkað stórlega á síðasta og
þessu ári.
Þjónustu má alltaf bæta. Ég tel
þó starfsfólk Rafmagnsveitunnar
hafa lagt sig fram við að veita
góða þjónustu, bæði fyrir Raf-
magnsveitu og Hitaveitu. Ég veit
ekki betur en að starfsfólk Hita-
veitunnar sé einnig þessarar
skoðunar.
Viðurkennt er að fjöldi bilaðra
hitaveitumæla er mjög mikill (um
6000 á ári), en vandamál af þeim
sökum eru langflest leyst af
starfsfólki Rafmagnsveitunnar,
eftir að það fær í hendur áætlun
Hitaveitunnar.
Hitaveitustjóri leggur hins veg-
ar áherslu á þau sérstöku tilvik,
þar sem vísa verður fólki til Hita-
veitunnar, svo að það fái viðun-
andi úrlausn sinna mála. Þetta er
fólk, sem unir ekki áætlun Hita-
veitunnar, sem send er Raf-
magnsveitunni. Starfsfólk Raf-
magnsveitunnar telur þennan
fjölda vera tæplega 150 á ári.
Þessir notendur ættu að fá
fljótvirkari þjónustu eftir að-
skilnað.
Alla hina tel ég munu fá verri
þjónustu vegna mikils tvíverkn-
aðar. Þetta gildirum tilkynningar
og álestur vegna flutninga (um
10.000 á ári), um allan álestur,
viðvaranir, lokanir, greiðslu-
samninga, greiðslumóttöku og
almennar upplýsingar.
Eftir aðskilnað verða notendur
að snúa sér til tveggja fyrirtækja
og bæði fyrirtækin verða að senda
álesara og lokunarmenn til not-
enda.
FRÁ LESENDUM
Barðaströnd
Ekki dauflieyrst við
óskum okkar
Þingmenn hafa ekki daufheyrst
við óskum Barðstrendinga, eins
og fram kemur í viðtali við Krist-
ján Þórðarson í Þjóðviijanum 7.
ágúst sl. þvert á móti hafa þeir
með fyrrverandi samgönguráð-
herra í fararbroddi staðið sig
mjög vel.
Svo nú er útlitið allt annað í
hafnarmálum, en var fyrir ári,
með tilkomu 170 m langs hafn-
argarðs við ferjubryggjuna á
Brjánslæk. Það hefur verið bar-
áttumál hreppsnefndar Barða-
strandarhrepps nú sl. fimm ár, að
koma þessum hafnarfram-
kvæmdum af stað og á síðasta ári
‘86, fóru þrír af fimm hrepps-
nefndarmönnum, sinn af hvorum
lista sem buðu fram við hrepps-
nefndarkosningar það ár, á fund
Matthíasar Bjarnasonar og
fullvissuðu hann um að ekki væri
óskað eftir fé frá því opinbera til
annarra framkævmda í hafnarm-
álum í Barðastrandarhreppi, að
svo stöddu. Hins vegar myndi
sveitarsjóður halda við, eftir
megni, þeirri aðstöðu sem fyrir er
við Haukabergsvaðal.
Ég hef ekki hugsað mér að fara
í blaðadeilur við sveitunga minn
um þessi mál, en upplýsingar
hans í umræddu viðtali eru vill-
andi á ýmsan hátt og það er ljóst,
að Kristján talar þar ekki fyrir
marga.
T.d. eru hafnarframkvæmdir á
Brjánslæk ekki aðeins „3-4 grá-
sleppukörlum" til nota, heldur
líka 2-3 stórum bátum sem gerðir
eru út þaðan, og skapa vinnu fyrir
20-30 manns allt árið - auk þess
að Breiðafjarðarferjan fær þar
nauðsynlega aðstöðu.
Seftjörn 10. ág. “87
Einar Guðmundsson.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Mlðvikudagur 16. september 1987