Þjóðviljinn - 16.09.1987, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 16.09.1987, Qupperneq 7
Umsjón: Elísabet Kristín Jökulsdóttir Virkið í Súram, kvikmynd sem verður sýnd hér í næstu viku á vegum Kvikmyndahátíðar Listahátíðar. Leikstjóri er sovétmaðurinn Sergei Baradjanov, en þessari mynd er hann sagður styrkja stöðu sína sem einn alóvenjulegasti leikstjóri sem uppi er nú. Handritið sem byggir á grúsískri þjóðsögu, er eftir Vazha Ghigashvili. „Kreppa meðal ungra kvikmyndahöfunda“ Franskur blaðamaður dæmir kvikmyndahátíðina í Locarno, þarsem „Skytturnar“ Friðriks Þórs Friðrikssonar fengu verðlaun (Eftirfarandi grein birtist í franska dagblaðinu „Le Monde“ um kvikmyndahátíðina í Loc- arno, þar sem íslensk mynd, „Skytturnar“ eftir Friðrik Þór Friðriksson, fékk verðlaun. Myndin var kölluð „Hvítir hval- ir“ erlendis, og er fróðlegt að lesa í réttu samhengi þann dóm sem franski blaðamaðurinn gaf henni og öðrum þeim myndum sem sýndar voru á hátíðinni) Kvikmyndahátíðin í Locarno, sem haldin er á strönd Maggiore- vatnsins í Sviss, er elsta kvik- myndahátíðin á eftir þeirri sem haldin er í Feneyjum: hófst hún 1947, fáum mánuðum á undan kvikmyndahátíðinni í Cannes, og var haldið upp á fjörutíu ára af- mæli hennar í sumar. í þessari hátíð sameinast með góðum árangri svissneskir skipu- lagshæfileikar og ítalskur hátíða- blær, og skiptist hún í þrjár deildir. Á hverju ári er sýnt mjög athyglisvert yfirlit yfir verk ein- hvers ákveðins kvikmyndahöf- undar og jafnframt sýndar heimildarmyndir um starf hans eða hennar. Á fyrri árum hafa þannig verið kynnt verk jap- anskra höfunda eins og Yasujiro Ozu, Mikio Naruse og Keusuke Kinoshita. Þar sem þetta var afmælisár var yfirlitið helgað sögu Locarno há- tíðarinnar sjálfrar. Sýndi það mjög glæsilega - en líka með nokkrum söknuði - hvaða hlut- verk hátíðin hefur leikið í að styðja höfunda sem lofa góðu eða mikilvægar hreyfingar í kvik- myndalistinni. Sýningar undir berum himni Önnur deild hátíðarinnar er fyrir venjulega kvikmyndahúsa- gesti. Á hverju kvöldi geta þann- ig allt að 7000 áhorfendur séð sýningar undir berum himni á Pi- azza Grande - sumir þeirra fá sæti á svölum einkahúsa - og get- ur þar að líta helstu kvikmyndir ársins, t.d. í þetta skipti „Viðtal- ið“ eftir Fellini og „Svörtu augun“ eftir Nikita Mikhalkov. Það var mjög undarlegt, svo ekki sé meira sagt, að sjá í þessu um- hverfi „engla“ Wim Wenders koma svífandi niður yfir Berlín (í kvikmyndinni „Engill þrárinn- ar“) með fjöll og vötn í baksýn. Eins og arkitektinn Mario Botta, sem átti sæti í dómnefnd hátíðarinnar, benti á, var allt borgarlífið í hálfgildings trúar- legu sambandi við kvikmynda- list, og skapaðist við það mjög undarlegt andrúmsloft, sem var einhvers staðar milli þess sem ríkti á rómversku torgi og í grísku leikhúsi. Þriðja miðstöð hátíðarinnar var risastórt tjald, sem stóð nokkra kflómetra frá miðborg Locarno: þar voru sýndar þær kvikmyndir sem þátt tóku í keppninni. Einungis komu til greina byrjendaverk, þ.e.a.s. fyrstu þrjár kvikmyndir hvers höfundar. Persónuleg kvikmyndagerð En í þetta skipti urðu menn fyrir vonbrigðum með keppnina. Efnið sem tekið var til meðferðar á umræðufundinum í Ascona rétt áður en hátíðin hófst, benti til þess að menn byggjust við hinu versta, en það var: „Er enn ein- hver framtíð í persónulegri kvik- myndagerð?" Aldrei áður hafa persónulegir kvikmyndahöfund- ar - hvort sem það eru Kubrick og Woody Allen eða Fellini og Wenders verið eins vel þekktir og fengið jafn góða aðsókn. En aldrei áður hafa fyrstu kvik- myndir höfunda eða kvikmyndir frá löndum, þar sem framleiðsla slíkra mynda er lítil, átt eins erfitt uppdráttar með að fá viðurkenn- ingu. Svissneska menningar- málastofnunin, sem styrkir kvik- myndagerð í Sviss, stóð fyrir þessum umræðufundi í von um að skilgreina vandamálið og kannske að finna einhverja lausn á því. Þegar hann hófst minnti Jean-Luc Godard áheyrendur sína á það stríð sem hann háði á sjötta áratugnum í félagi við aðra kvikmyndahöfunda „nýju byl- gjunnar" svokölluðu til að fá viðurkennda hugmynd sína um „höfundinn". Ef hægt er að dæma eftir þeim átján myndum, sem voru sýndar í keppninni í Locarno, er yngri kvikmyndahöfunda nú í eins kon- ar kreppu: þeir eru ekki í rónni yfir þvf að vita ekki lengur hverju þeir eigi að mótmæla og virðast því hvorki færir um að endurnýja efnið né frásagnarstílinn. Kvik- myndir þeirra í Locarno sögðu allar sams konar sögu, sem er allt of vel þekkt, með sömu mynda- tækninni og sömu klisjukenndu samtölunum. í argentínsku myndinni „Sin fin“ eftir Christian Paul, sem fjallar um kvikmyndagerð, má sjá ljósmynd af Godard festa á glugga. Önnur argentínsk mynd, „A dos aguas“ eftir Carlos Olgu- in, fjallar um mann sem er með kvikmyndina „Þjóninn“ eftir Jos- eph Losey á heilanum og er sjálf- ur að gera sína fyrstu kvikmynd. Mikið af samtölunum f banda- rísku myndinni „Þrír ruglaðir menn að nóttu til“ eftir Gregg Araki minnir á kvikmyndir Jims Jarmusch. Á blaðamannafundi kynnti Araki sína eigin kvikmynd sem algera andstæðu alls þess sem nú er verið að gera í banda- rískum kvikmyndaiðnaði. En í þessari kvikmynd, sem fjallar um tvo karlmenn - annan argan og hinn tvíkynkneigðan - og eina konu, eru einfaldlega sömu klisj- ukenndu atriðin og í miklum hluta sjálfstæðrar kvikmynda- gerðar Bandaríkjanna: það eru atriði í rúminu og í kaffihúsum, endalaus símtöl, mikið ráp að næturþeli og miklar og alvöru- þrungnar vangaveltur um það hvernig eigi að ráða fram úr líf- inu. Áður en sýningin hófst, til- kynnti Araki að taka kvikmynd- arinnar hefði ekki kostað nema fimm þúsund pund. Fengu þessi orð hans mikið klapp frá áhorf- endum sem voru búnir að ákveða það fyrirfram að þeim myndi falla kvikmyndin vel í geð. Sams konar yfirlýsing kom frá höfundi sovésku myndarinnar „Einmana rödd mannsins", Al- exander Sokurov, sem sagðist hafa gert myndina fyrir aðeins 2000 rúblur (eða tvö þúsund pund). „Við tókum hvert atriði aðeins einu sinni og allar tökur voru notaðar". Þetta kann að ein- hverju leyti að vera skýringin á því hvað þessi ljóðræna tilraun Sokurovs í anda Tarkovskís var tilfinnanlega langdregin. Tvær langar ítalskar myndir, „A flor di pelle“ eftir Gianluca Fumagalli og „Auerlia" eftir Gi- orgio Molteni, staðfestu að mikill hörgull er nú á innblæstri í ítalskri kvikmyndagerð. Fyrrnefndi höfundurinn gerði tilraun með eins konar heilabúslega erótík undir óljósum áhrifum frá kvik- myndum Alain Robbe-Grillet, og hinn síðarnefndi kallaði mynd sína „vegarmynd" og sagði lang- dregna ástarsögu af augljósum hæfileikaskorti. Friðrik fær hrósið Dómnefndin veitti fyrstu verð- launin kvikmyndinni „O bobo“ eftir José Alvaro Morais, sem heldur áfram þeirri stefnu nýrrar portúgalskrar kvikmyndagerðar að kanna tengslin milli tálsýnar og raunveruleika. Myndin var stflfærð æfing í anda Pirandellós, sem sagði frá mönnum sem voru að setja leikrit á svið og tengslun- um milli leikaranna í daglegu lífi, og mátti skilja hana á marga vegu. En greinilegt er að til eru einn eða tveir kvikmyndahöfundar, sem trúa enn á gildi þess að segja góða sögu með hefðbundnum persónum. „Fridrik Thor Drikr- isson“ (þannig er nú farið með nafnið í franska blaðinu) sýndi mönnum að íslendingar eiga sína kvikmyndagerð. „Hvítir hvalir" lýsir lífi sjómanna á hafi úti í erf- iðleikum þeirra í að aðlagast borgarlífinu, sem leiða til þess að þeir láta freistast af afbrotum. Kvikmyndin hefur sinn eiginn mjög svo persónulegan og sannferðugan tón, sem minnir bæði á heimildarmyndir og bandarískar glæpamyndir. Myndin „Spillt ást“ eftir Stanl- ey Kwan er gott dæmi um nýja kvikmyndagerð í Hong Kong, sem reynir að koma á fót sjálf- stæðu framleiðslukerfi og lýsa daglega lífinu í nýlendunni. Kwan bregður upp nærfærinni mynd af tveimur ungum konum, löngunum þeirra og vonbrigðum eftir lát vinkonu þeirra. í myndinni „Með ástarkveðj- um til þeirrar sem er mér næst“ segir ástralski höfundurinn Brian McKenzie frá leigubflstjóra, sem tekur upp samtöl farþega sinna, flækist inn í vandamál þeirra og endar í vafa um sjálfan sig. Myndin „Ungverskt ævintýri" eftir Gyule Gardag, sem vakti þegar athygli á kvikmyndahátíð- inni í Cannes fyrir fáum mánuð- um, segir frá munaðarleysingja sem er í leit að ímynduðum föður. Höfundar þeirra mynda, sem hér hafa verið nefndar síðast, fjalla um vandamál mannlegra tjáskipta og hafa áhyggjur af því að þau skuli vera rofin. Þeir eru af allt öðru sauðahúsi en Gregg Araki, sem sagði í Locarno: „Eg geri kvikmyndir sem skipta mig raunverulega máli. Mér er sama þótt enginn annar vilji sjá þær“. Maður veltir því fyrir sér, hvernig sovéski kvikmyndahöf- undurinn Kira Muratova, sem var uppgötvuð á kvikmyndahát- íðunum í Pesaro og Moskvu í ár og vakti mikla athygli í Locarno, myndi bregðast við slíkri yfirlýs- ingu. Á tuttugu árum hefur hún gert fjórar myndir, sem voru allar annað hvort bannaðar eða skemmdar með því að klippa þær sundur, og hefur henni aldrei tek- ist að ná tengslum við áhorfend- ur. En hvað hana snertir efast ég um að það hafi verið af því að löngunina vantaði. („Le Monde“) Mlftvlkudagur 16. september 1987 jÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.