Þjóðviljinn - 16.09.1987, Side 11
I
ERLENDAR FRETTIR
Bretland
Kolamenn sýna klæmar
Yfirvinnubann í námunum í næstu viku gegn hertum agaregl-
um. Scargill gekk út af samningafundi á mánudag
Verkamenn í kolanámum í
bretlandi hefja yfírvinnubann
á mánudag í næstu viku ef ekki
semst í deilu þeirra við British
Coal, hið ríkisrekna kolanámuf-
yrirtæki í Bretlandi. Leiðtogi
kolamanna, Arthur Scargill,
gekk með sínum mönnum út af
samningafundi á mánudag þegar
yfírmenn British Coal neituðu að
verða við kröfum kolanámum-
annasambandsins NUM.
Deilan nú sprettur af nýjum
agareglum British Coal, sem fyrir
skömmu var breytt í fyrsta sinn í
fjóra áratugi. Kolanámumenn
vilja að sérstakur gerðardómur
skeri úr um þær deilur sem upp af
þeim kunna að spretta og leggjast
að auki gegn ýmsum ákvæðum
þeirra. I nýju reglunum segir
meðal annars að verkamaður sé
réttrækur við annað brot, og þar
er afnuminn sá siður að verka-
manni sé heimilt að taka með sér
samstarfsmann sem vitni þegar
hann er tekinn á teppið.
Forstjóri British Coal segir að
yfirvinnubann mundi kosta fyrir-
tækið um 10 milljón pund á viku
(hub. 635 milljónir íslenskar), og
hafa forráðamenn hótað verka-
mönnum því að bannið mundi
ieiða til þess að námum verði lok-
að með þarafleiðandi atvinnu-
missi.
Kolanámumenn háðu árslanga
baráttu gegn námulokunum frá
mars ‘84 til jafnlengdar 85 og lauk
þeim slag með ósigri Scargills og
félaga, sem mjög tryggði stöðu
Thatchers forsætisráðherra. Síð-
an hefur 41 námu verið lokað í
Bretlandi, vegna meintra arðs-
emissjónarmiða og hafa 56 þús-
und kolanámumenn misst vinn-
una. í NUM, samtökum kola-
manna, eru nú um 113 þúsund
félagar.
Arthur Scargill, leiðtogi kolanámumanna í verkfallinu langa, fyrir tveimur árum.
Vopn
Engin bjartsýni í Washington
Ekki búist við miklum árangri affundi Shevardnadze og
Shultz, deilt um eyðileggingu kjarnaodda
Vonir manna um hraðari gang í
afvopnunarviðræðum risa-
veldanna f byrjun viku hafa nú
heldur dofnað við fréttir af
þriggja daga fundi utanríkisráð-
herranna Shultz og Shevardna-
dze sem hófst í gær í Washington.
Bandaríkjamenn lögðu fram í
Genf á mánudag tillögur sem lýst
var sem talsverðri tilslökun við
Sovétmenn í samningunum um
útrýmingu meðaldrægra eld-
flauga. Þar var fallist á þær so-
vésku kröfur að samningamir
tækju til allra meðaldrægra
flauga, bæði þeirra sem bæru
kjarnahleðslur og hefðbundnar
sprengjur, að eldflaugarnar yrðu
eyðilagðar undir sameiginlegu
eftirliti á ákveðnum stöðum
(áður höfðu verið uppi vestra
hugmyndir um að eyðileggja
flaugar í tengslum við stjörnu-
stríðstilraunir og þá auðvitað
leynilega), og að víkja til fyrri
tímaáætlunum bandarískum,
þarsem gert var ráð fyrir að So-
vétmenn byrjuðu á að eyðfleggja
hluta sinna flauga áður en hafist
yrði handa vestanmegin.
Þessar tilslakanir kveiktu þær
vonir að utanríkisráðherrarnir
mundu geta náð langt með að
ganga frá samkomulagi á fundi
sínum nú og tilkynntu jafnvel um
nýjan leiðtogafund til undirritun-
ar.
Fyrsta fundardag í Washington
herma heimildarmenn úr báðum
herbúðum að ekki sé við slíku að
búast, þarsem deilur hafi harðn-
að mjög um hvort væntanlegt
samkomulag eigi að ná til kjarna-
oddanna í flaugarnar auk
flauganna sjálfra.
Það hafa Bandaríkjamenn
ekki viljað fallast á og segja það
aldrei hafa verið til umræðu,
enda sé lítil ógn af kjarnaoddum
án eldflauga, - og að auki sé eftir-
lit með fjölda kjarnaodda tækni-
lega ómögulegt.
Sovétmenn segjast hinsvegar
alltaf hafa verið að tala um
kjarnaodda auk burðarflauganna
og saka Bandaríkjamenn um að
sýna aðeins yfirborðsvilja til
samkomulags. -m
Geislavirkur úgangur
Geymsla undir Irlandshafi
Bretar fyrirhuga geysilegar geymsluhvelfingar undir botni írlands-
hafs. Göng frá Sellafield í Kumbríu
Aætlanir um að grafa geysi-
legar geymsluhvelfíngar fyrir
úrgang frá breskum kjarnorku-
verum undir botni írlandshafs
hafa mætt háværri andstöðu í ír-
landi. Bæði talsmenn ríkisstjórn-
arinnar og stjórnarandstöðunnar
hafa sameinast um að fordæma
þessar hugmyndir, sem runnar
Mið-Ameríku
nefndin
heldur félagsfund fimmtudaginn 17. sept-
ember kl. 20.30 stundvíslega.
Á dagskrá:
Starfið framundan, útgáfa blaðs nefndarinnar,
vinnulið og vinnuliðar til Nicaragua.
Gestir velkomnir.
Kaffi & veitingar.
Fundarstaður: Mjölnisholt 14, 3. hæð.
eru undan rifjum bresku stjórn-
arinnar.
Á síðustu árum hefur andstaða
í írlandi magnast mjög gegn los-
un geislavirks úrgangs frá Sella-
field kjarnorkuverinu í Kumbríu
á Bretlandi. En úrgangurinn frá
verinu hefur mengað mjög sjóinn
við austurstrendur írlands, og
írska stjórnin hefur á alþjóða-
vettvangi haft frumkvæði að því
að berjast fyrir lokun versins.
En auk úrgangs í vökvaformi
er einnig verulegt magn af geisla-
virkum úrgangi á föstu formi og
breskum stjórnvöldum hefur
reynst torvelt að finna geymslu-
stað. Nú er hins vegar búið að
leggja til af þeirra hálfu að gífur-
legar geymsluhvelfingar verði
grafnar undir botni írlandshafs,
og tengdar með miklum göngum
við Sellafield verið. Eftir þessum
göngum verði svo úrganginum
komið niður í hvelfingarnar.
Mengunin frá Sellafield hefur
valdið vaxandi spennu á milii
breskra og írskra stjórnvalda og
orkuráðherra íra hyggst í fram-
haldi af hinum nýju tillögum hitta
kollega sinn breskan, Cecil Park-
inson, að máli í næstu viku og
mótmæla harðlega.
Grænfriðungar hafa sömu-
leiðis sent frá sér harðorða mót-
mælayfirlýsingu, en þess má geta
að kafarar á þeirra vegum lokuðu
í maí fyrir leiðslur á hafsbotni,
sem voru notaðar til að losa
geislavirkan úrgang frá Sellafield
verinu til hafs. -ÖS
Palme-morðið
Innlendir
öfgamenn?
Sœnskur sendiherra segir
getgátur um erlenda
morðsveit útí hött
Olof Palme var myrtur af
sænskum öfgamönnum sem
suðu saman um það fastmótaða
áætlun eftir kosningarnar 1985.
Þessu heldur fram Anders Ferm,
sem senn lætur af störfum sem
aðalfulltrúi Svía hjá Sameinuðu
þjóðunum.
Ferm, sem var náinn sam-
starfsmaður Palme, segir í grein í
kratablaðinu „Tiden“ í gær að
Palme hafi orðið fórnarlamb
sænskra öfgamanna. Vissir aðilar
í Svíþjóð óttist mjög um að morð-
gátan verði leyst, og sé það meðal
annars ástæða þess að rannsókn
málsins hefur einkum beinst að
erlendum hryðjuverkahópum,
segir Ferm.
Samtök Kúrda hafa mjög kom-
ið við sögu rannsóknarinnar á
morði Palmes í febrúar í fyrra, og
einnig hafa hryðjuverkamenn ír-
anskir og íraskir legið undir grun
auk útsendara frá Chile. Um tíma
var í haldi sænskur ruglukollur úr
alþjóðlegum samtökum hægri-
öfgamanna.
Ferm neitar í viðtali við „Aft-
onbladet“ sænska í gær að gefa
neitt upp um heimildir sínar eða
sönnunargögn: „Það sem ég hef
sagt, það hef ég sagt, ég vil ekki
bæta neinu við.“ -m
Hjartanlega þakka ég öllum þeim sem
heiöruðu mig og glöddu
á90 áraafmælimínu.
Vinátta ykkar er mér mikils virði.
Guð blessi ykkuröll.
Hjörleifur Sigurbergsson
Baldursgötu 26
Mlðvlkudagur 16. september 1987 ÞJÓÐVILJINN ^ SÍÐA 11
J