Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 5
Andstaðan við herinn eykst Sífellt fjölgar þeim íslending- um sem vilja ekki hafa banda- ríska herstöð á landinu. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er hátt í helmingur landsmanna nú andvígur setu hins svokallaða varnarliðs á Keflavíkurflugvelli og víðar. 49,5% eru á móti hern- um samkvæmt könnun er DV birti á fimmtudaginn. Sumir halda að hér sé aðeins um tímabundna sveiflu að ræða og að fylgi við hersetuna eða a.m.k. sinnuleysi gagnvart henni muni aukast um leið og deilur um hvalveiðar hverfa úr fjölmiðlum. Ekki er víst að málið sé svo ein- falt. Óskir um áframhaldandi her- setu þrífast best í því andrúms- lofti tortryggni og grunsemda í samskiptum þjóða sem ríkti á tímum kalda stríðsins. Próunin hefur sem betur fer gengið í þá áttina að samskipti aukast stöðugt, bæði á sviði verslunar, menningar og ferðalaga al- mennra borgara. Enn er víða pottur brotinn í þessum efnum, en í Evrópu hefur þó mjakast í rétta átt. Það veröur því stöðugt örðugara að mála þann skratta á vegg sem hræðir íslendinga til fylgis við áframhaldandi hernám. Þjóðin var aldrei spurð Margoft hefur verið á það bent og þá ekki síst hér í þessu blaði að íslendingar voru á sínum tíma ekkert um það spurðir hvort þeir vildu gera landið að bækistöð öflugs herveldis sem telur sig vera alheimslögreglu og hefur til- einkað sér starfsaðferðir byssu- bófanna í kúrekasögum, að skjóta fyrst og spyrja á eftir. ís- lenska þjóðin var heldur aldrei spurð hvort hún teldi sjálfsagt að herlaust smáríki gengi í Atlants- hafsbandalagið né heldur hvort hún væri sammála þeirri skoðun hershöfðingja NATÓ að sjálfsagt væri að gera íslands að “ósökkv- andi flugvélamóðurskipi". Lýðræðisástin var ekki meiri en svo hjá íslenskum ráða- mönnum að allar hugmyndir um þjóðaratkvæði voru sallaðar nið- ur. Þeir, sem töldu rétt að spyrja þjóðina hvað hún vildi í þessum efnum, voru taldir stórhættulegir og fólki tekinn sérstakur vari fyrir því að ljá hugmyndum þeirra eyra. Nær hálfrar aldar herseta Skoðanakannanir eru vissu- lega ágætar en þær geta aldrei komið í stað raunverulegrar at- kvæðagreiðslu sem allir eiga kost á að taka þátt í. Þótt kannanir séu ekki dómur þjóðarinnar má telja víst að þær séu allgóður mæli- kvarði á það hvernig skoðanir al- mennings breytast. Og nú sýna þær að andstaða við hersetuna hefur aukist mjög mikið. Eftir þr j ú og hálft ár verður lið- in hálf öld frá því að Bandaríkja- her tók hér land. Stór hluti ís- lendinga veit ekki hvað það er að búa í herlausu landi. Það er því ekki úr vegi að rifja upp sögu hernámsins. Hér verður þó ekki drepið fæti nema á stærstu stikl- urnar. 1940 Heimsstyrjöldin var að ná há- marki og þann 10. maí hernámu Bretar Island. Talið er að Þjóð- verjar hafi áformað að taka landið en Bretar orðið fyrri til. íslensk stjórnvöld sýndu "hern- aðarlegri nauðsyn" vissan skiln- ing og flestir voru ánægðir með að fá Breta en ekki Þjóðverja. Engu að síður mótmæltu íslensk stjórnvöld hernáminu formlega enda var annað vart sæmandi sjálfstæðri þjóð. 1941 Bandaríkin urðu aðili að styrj- öldinni. Þann 7. júlí kom banda- rískur floti hingað með setulið. íslensk stjórnvöld mótmæltu ekki komu þess eins og þau höfðu gert við komu Breta. Þau létu kúga sig til að biðja um hervernd en settu það skilyrði að banda- rískur her hyrfi brott undir eins og þáverandi ófriði væri lokið. 1945 7.-8. maí gafst þýski herinn upp skilyrðislaust. Stríðinu í Evr- ópu var lokið. Þann 6. og 9. ágúst varpaði bandaríski herinn kjarnorku- sprengjum á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. 2. sept- ember gáfust Japanir upp. Heimsstyrjöldinni síðari var endanlega lokið. En Bandaríkjaher fór ekki frá íslandi. 1946 í september var alþingi kallað saman til að staðfesta samning milli Bandaríkjanna og íslands um rekstur Keflavíkurflugvallar. Meirihluti alþingismanna sam- þykkti samninginn. Samkvæmt honum var íslendingum afhentur flugvöllurinn en Bandaríkja- menn lögðu til starfsmenn til að annast rekstur hans. Völlurinn var á pappírnum færður í borg- aralegan búning en var í reynd lítt dulbúin herstöð. Tillaga um að samningurinn skyldi lagður undir þjóðardóm í þjóðaratkvæðagreiðslu var kol- felld á Alþingi. 1949 Þann 30. mars samþykkti al- þingi eftir harðar deilur að ísland skyldi gerast aðili að hernaðar- bandalaginu NATÓ. Hlutleysis- stefnan, sem mörkuð hafði verið 1918, þegar ísland varð sjálfstætt ríki, var nú endanlega jörðuð. íslensk stjórnvöld lýstu því yfir að aðildin að NATÓ þýddi síður en svo að hér skyldu vera her- stöðvar. Því var einmitt hátíðlega lýst yfir að á íslandi skyldi ekki vera erlendur her á friðartímum. Allar hugmyndir um að fram færi þjóðaratkvæðagreiðsla voru kæfðar í fæðingu. 1951 í maí undirritaði utanríkisráð- herra íslands herverndarsamning við Bandaríkjamenn. Skömmu síðar fór Keflavíkurflugvöllur úr borgaralegu dularklæðunum, sem hann hafði verið í frá 1946. „Beisinn var ekki lengur sívil." Hann hefur alla tíð síðan verið herstöð Bandaríkjanna. 1956 í mars samþykkti alþingi að segja skyldi upp herverndar- samningnum við Bandaríkin frá 1951. Þingsályktunin var sam- þykkt af öllum nema þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins. Nýr flokkur, Þjóðvarnarflokkur- inn, olli taugatitringi hjá miðjufl- okkunum. Eftir kosningar var mynduð vinstri stjórn sem hafði uppsögn samningsins á dagskrá. En Fram- sókn og kratar höfðu þá misst áhugann á að láta herinn fara, enda var þá búið að kjósa. Al- þýðubandalagið stóð eitt eftir. Ríkisstjórnin heyktist á að fram- fylgja ályktun alþingis. Banda- ríkjaher var kyrr. 1971 Þann 14. júlí var ntynduð ríkis- stjórn án þátttöku Sjálfstæðis- flokksins. í málefnasamningi hennar var ákvæði um að banda- ríski herinn skyldi fara af landi brott í áföngum. Hafið var gífurlegt áróðurs- stríð fyrir nauðsyn þess að herinn yrði kyrr og fór þar mest fyrir Morgunblaðinu. Sérstök samtök, Varið land, gengust fyrir að safna undirskriftum undir ákall til Bandaríkjamanna að fara hvergi. Enn kiknuðu miðjuflokkarnir og ráðherrar Alþýðubandalags- ins stóðu einir í andstöðunni við herinn. Herinn fór hvergi og er hér enn. Pottrökin enn Mörg grundvallaratriði, er tengjast hersetunni, eru lítið rædd í dag. Hvað með yfirlýsing- una, sem gefin var þegar við gengum í NATÓ, að hér skuli ekki vera her á friðartímum? Lið- ið er hátt á fimmta tug ára frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Við lifum nú eitt lengsta samfellda friðartímabilið í samanlagðri sögu Evrópu. Islenskir talsmenn hernámsins beita oft röksemdum af ætt svo- kallaðra „pott“-raka þegar talið berst að því að það hafi nú aldrei verið meiningin að hér yrði erlent setulið á friðartímum. „í fyrsta lagi,“ segja þeir, „hafa alls ekki verið neinir friðartímar. Það hefur verið barist í Kóreu, Víetnam og víðar. Og er ekki enn verið að berjast við Persaflóa. í öðru lagi skiptir það engu þótt Evrópubúar hafi búið við frið í meir en 40 ár. Það sem skiptir máli er að ófriðarblikur eru á lofti og hvenær sem er getur brotist út ófriður á Norður-Atlantshafi. Og í þriðja og síðasta lagi þá er hér ekki um neitt setulið eða hernám að ræða heldur varnarsamning tveggja sjálfstæðra þjóða sem gagnast okkur vel t.d. þegar bjarga þarf mönnum úr sjávar- háska eða flytja sjúklinga með þyrlum. Köttur með níu rófur Þeir talsmenn NATÓ, sem telja almenning ekki öllu skyni skroppinn, setja fram viðameira kenningakerfi. Þar er því haldið fram að bandarískar herstöðvar á íslandi séu einn af hornsteinum undir starfsemi NATÓ. Það sé einmitt NATÓ sem tryggt hafi langvarandi frið á Vestur- löndum. Þeir sem ekki vilja her á íslandi séu því á móti stöðugum tilraunum NATÓ til að viðhalda friði í heiminum. Því sé ljóst að það eru aðeins undirróðursmenn og ófriðarseggir sem vilja ekki hafa ameríska herinn í Keflavík og Bolungarvík, eða á Stokksnesi og Langanesi. Málflutningur á borð við þetta hefur oft yfir sér vitrænt yfir- bragð. Hann er enda meðvituð tilraun til að festa hugi manna í flækju rökrænna völundarhúsa og er af sama sauðarhúsi og skemmtilegar rökhendur sem enda á því að kötturinn hafi 9 rófur eða að óendanlegur fjöldi engla geti dansað á nálaroddi. En hersetan er ekkert grín og það þarf að halda mönnum við efnið. Áróðurinn má aldrei dvína. Það vissu ráðamenn Þriðja ríkisins þýska og talsmenn Stóra bróður í framtíðarsýn Orwells. Það verður að klappa steininn endalaust ef halda á við þeirri hugsanavillu að besta ráðið til að koma í veg fyrir átök sé að vígbú- ast og að í raun og veru sé stríð hinn eini og sanni friður. Rússagrýlan Á íslandi er það einkum og sérílagi Morgunblaðið sem hefur á undanförnum áratugum tekið að sér það hlutverk að boða fagn- aðarerindið um blessun banda- rískrar hersetu og hlutverk henn- ar við að tryggja heimsfriðinn. Auðvitað finna þessir friðflytj- endur holhljóminn í boðskap sín- um. Þess vegna eiga þeir fleiri vopn sem unnt er að grípa til ef í nauðir rekur. Þar hefur þeim löngum bitið best gömul skálm sem kennd er við Rússagrýlu. Óskiljanleg tregða hjá stjórnvöldum Sovétríkjanna við að koma á mannúðlegum sam- skiptum milli ríkis og almennings ásamt afskiptasemi þeirra af innanríkismálum í löndum Austur-Evrópu hefur leitt til þess að löngum hefur Rússagrýlan getað bitið allhressilega. En nú bregður svo við að hún hefur sljóvgast og er orðin mjög gagns- lítil til að þröngva íslendingum til fylgis við hersetuna. Þar skiptir sköpum að í Sovét- ríkjunum virðast þau öfl nú ráða ferðinni sem vilja friðsamlega sambúð og að sest hafa í valda- stóla austur þar menn sem hafa einlægan vilja til að láta af víg- búnaðarstefnu. Þrengt kosti búandkarla Á síðustu mánuðum hafa ís- lendingar fengið að kynnast því að bak við sléttmælgi Banda- ríkjamanna býr krafa um að litlir karlar læri að halda kjafti og láti vera að derra sig, að smáþjóðir kunni að halda sér á mottunni og þvælist ekki fyrir þeim sem valdið hafa. Menn geta haft mismunandi skoðánir á því hvort veiða eigi hvali, eða hvenær og hvernig eigi að drepa þá. Menn geta rifist há- stöfum um hvaða aðferð sé best til að rannsaka hvali, hvort nógsé að taka úr þeim húðsýni eða hvort nauðsynlegt sé að draga þá á land. En um eitt eru menn sam- mála: íslendingar vilja ekki láta Bandaríkin né nokiturt annað ríki segja sér fyrir verkum um það hvernig eða hvort þeir nýta nátt- úruauðlindir sínar. Afskipti Bandaríkjanna af hvalamálinu hafa vissulega opn- að augu margra fyrir því að það er ekki sjálfgefið að við lútum for- ræði stjórnarinnar í Washington. Auðvitað verður þetta mál, lfkt og átökin við Breta um stækkun landhelginnar og hlægilegt af- skiptaleysi hins svokallaða varn- arliðs af því stríði, til þess að menn fara að hugsa um hersetuna og hvað við, vopnlaus smáþjóð- in, erum að gera í hernaðar- bandalagi. Er hættulegt að hugsa? “Það voru vandræði að þú skyldir fara að hugsa," sagði Jón- as frá Hriflu við Gunnar Bene- diktsson. Gunnar hafði verið fenginn til að skrifa stefnuskrá í anda Framsóknar. Þegar hann fór að velta þjóðmálum fyrir sér, komst hann að raun um að hann væri sósíalisti. Skoðanakannanir sýna að al- menningur er farinn að hugsa um hersetuna í nýju ljósi. Sú hugsun hefur í auknum mæli leitt til þess að menn telja eðlilegast að Bandaríkjaher taki sitt hafurtask og hypji sig heim eftir nær hálfrar aldar dvöl. Auðvitað er það svo að al- menningur hefur alla tíð innst inni vitað að Ameríkaninn var hér ekki bara af manngæsku til að vernda umkomulausa smáþjóð norður í Ballarhafi. Um leið og gjörningahríð kalda stríðsins linnir og fer að grilla í hið rétta eðli risanna í au- stri og vestri, þá sér hvert barn að það þjónar eingöngu hagsmun- um ameríska hersins að ísland sé víghreiður og þeir hagsmunir falla ekki endilega saman við hagsmuni almennings í Banda- ríkjunum, Sovétríkjunum eða annars staðar á jarðarkringlunni. -óp Bandaríski herinn mættur til leiks í Reykjavíkurhöfn. Senn er liðin hálf öld frá þvi hann tók fyrst land á Islandi. Laugardagur 26. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.