Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 2
—SPURNINGIN- Koma niöurstööur skoð- anakönnunar um viðhorf fólks til hersetunnar þér á óvart? (50,5 % meö, 49,5% á móti her) Gunnar V. Friðriksen: Nei, ekki með hliðsjón af því sem á undan er gengið í samskiptum ríkj- anna. Ég hef verið NATOsinni en eftir það sem gerst hefur í hvalamálinu finnst mér ástæöa til að endurskoða þessi mál. Bjarni V. Sigurðsson: Ekkert frekar. Ég bjóst alltaf við að mjótt væri á munum. Ég tel hvalamál- ið ekkert afgerandi í þeim efnum heldur almennt viðhorf fólks til her- setu hér. Guðbjörg Guðmundsdóttir: Nei. Og ég tel hvalamálið vera aukaatriði hjá fólki þegar það tekur afstöðu til hersins. Guttormur Einarsson: Ekki sérstaklega. Hvalamálið hefur mikið að segja en einnig aukin og fjölbreytt fjölmiðlun sem upplýsir fólk betur en áður um falið valdabrölt stór- veldanna innan friðhelgi smáríkja. Allt fær þetta fólk til að efast um til- gang hersins. Björg Eiríksdóttir: Nei. Það á ekki að vera her á ís- landi. FRÉTTIR Neskaupstaður Stórgjöf til bæjarins Sigrún Sigmundsdóttir gafbænum hús sitt og brœðra sinnfyrirsafnahús Neskaupstaðar Neskaupstað var færð höfðing- leg gjöf í síðustu viku er Sig- rún Sigmundsdóttir færði bæn- um að gjöf húseignina að Mið- stræti 1 í Neskaupstað. Húsið er gjöf Sigrúnar og bræðra hennar tveggja,sem nú eru látnir, Jó- hanns og Inga. í gjafabréfí setja systkinin þau skilyrði að húsið verði notað sem safnahús Nes- kaupstaðar og að steinasafn Jó- hanns svo og skóvinnustofa Sig- mundar Stefánssonar föður þeirra verði áfram varðveitt í húsinu. Pessi höfðinglega gjöf var af- hent á sérstökum hátíðarfundi bæjarstjórnar Neskaupstaðar miðvikudaginn 16. september sl. Ásgeir Magnússon bæjarstjóri veitti gjöfinni viðtöku úr hendi Sigrúnar og Kristinn V. Jóhanns- son flutti gefendum þakkarávarp og rakti sögu hússins. í máli Kri- stins kom m.a. fram að þessi fundur bæjarstjórnar væri sá 946. frá upphafi og þessi stórkostlega gjöf væri einsdæmi í þeirri sögu. Kristinn sagði ljúft að verða við skilyrðum gefenda, enda væri húsið sérstaklega vel í sveit sett til að þjóna sem safnahús. Lóð þess er stór og liggur að skrúðgarði bæjarins svo að þar skapast marg- ir möguleikar. Hann sagðist hafa orð fróðra manna fyrir því að steinasafn Jóhanns Sigmunds- sonar væri eitt hið merkilegasta á landinu og áhugavert væri að Ásgeir Magnússon bæjarstjóri þakkar Sigrúnu fyrir höfðinglega gjöf á hátíðarfundi bæjarstjórnar. Á innfelldu myndinni er hús Sigrúnar. Mynd - hb. varðveita skóvinnustofuna, sem rekin hefði verið í húsinu í tæp 80 ár. Fyrst af Sigmundi Stefánssyni en síðan af Valgeiri syni hans með aðstoð systkina sinna. Bæ- jarstjórn samþykkti síðan sam- hljóða tillögu sem felur safna- nefnd bæjarins að gera nú þegar drög að nýtingu hússins. Húsið að Miðstræti 1 ertveggja hæða hús og var reist af hjónun- um Sigmundi Stefánssyni og Stef- aníu Arnadóttur á árunum 1906 og 1907. - hb Stóriðjurafmagn Yfir lágmarkiö Alusuisse hefurgreitt lágmarksverð fyrir rafmagn mest allan tímann síðan nýi raforkusamningurinn vargerður. Raforkuverðið hefur hækkað örlítið á þessu ári Verðið hefur lengst af verið um 12,5 mills, en fer nú hækkandi og verður 13,8 mills á þriðja árs- fjórðungi í ár, sagði Halldór Jón- atansson, forstjóri Landsvirkjun- ar um raforkuverðið sem Alu- suisse greiðir. Það var í nóvember 1984 að Sverrir Hermannsson, þáverandi iðnaðarráðherra, kynnti nýjan raforkusamning við Alusuisse. Vinnueftirlitið og Iðntækni- stofnun í samvinnu við dan- ska vinnuumhverfíssjóðinn, efna til námskeiðs um vinnuumhverfí og öryggismál á vinnustöðum um næstu mánaðamót. Námskeiðið, sem er undir stjórn danskra og íslenskra fag- Sá samningur hljóðaði upp á að raforkuverð færi aldrei undir 12,5 mills og aldrei yfir 18,5 mills. Var Sverrir bjartsýnn á að raforku- verðið yrði nær hámarki en lág- marki. Reyndin hefur hinsvegar verið önnur. Meðalverð fyrir árið 1985 var 12,5 mills, og fyrir 1986, 12,6 mills. Á fyrsta ársfjórðungi í ár var verðið 12,5 mills en var kom- manna á sviði vinnuumhverfis og öryggismála, er ætlað stjórnend- um, verkstjórum, öryggisfulltrú- um fyrirtækja og þeim sem ann- ast innkaup og skipulagningu í fyrirtækjum og stofnunum. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um skipulagningu öryggis- ið í 13 mills á öðrum ársfjórðungi og einsog áður sagði í 13,8 mills á þriðja ársfjórðungi. Halldór sagði að því væri spáð að verð á áli verði rokkandi á næsta ári, en raforkuverðið fer | eftir því. Til lengri tíma litið er 1 því hinsvegar spáð, að sögn Hall- dórs, að verð á áli fari smám sam- an hækkandi. mála, vinnuslys og helstu orsakir þeirra, áhrif aðstæðna á vinnu- stað á heilsu og líðan launþega og hvernig vinnustaðir eigi að vera búnir svo að velferð starfsmanna verði best tryggð. Kennslan fer fram í húsi Iðn- tæknistofnunar að Keldnaholti. -Fréttatilkynning Frœðsluráð Bréf Ragnars Ragnar Júlíusson formaður Fræðsluráðs Reykjavíkur hefur óskað eftir því að Þjóðviljinn birti eftirfarandi bréf sem hann sendi Þorbirni Broddasyni vegna óskar Þorbjarnar um fund í ráðinu þar sem fjallað yrði um boðsferð 8 skólastjóra grunnskóla Reykja- víkur til höfuðstöðva NATO í Brússel á dögunum. Reykjavík 23. september “87. - Hefi í dag móttekið bréf þitt dags. 22. sept. ‘87 með ósk um fund í fræðsluráði Reykjavíkur. Ég hafði, í samráði við fræðslu- stjóra Reykjavíkurumdæmis, ákveðið að halda fund í ráðinu mánudaginn 5. október n.k. Þar sem atburður sá er um er fjallað í bréfi þínu er nú liðinn fyrir nokkru má ætla að umræða um hann megi, án skaða, bíða þessa fundar, en þá verður erindi þitt sett á dagskrá. Vona ég að þú sért sáttur við þessa málsmeð- ferð. Með bestu kveðju Ragnar Júlíusson -Sáf Öryggi vinnustaða Fræðst um bætt vinnuumhverfi Jón Baldvin sagði að ^ 0g afla tekna T 'mikilvægast væri að stoppa í með nýjum Lf v uppí fjárlagagatið og A, halda þenslunni í skefjum. Til þess yrði aðstöðva allar íóeólííegar kauphækkamrý' söluskatti / og tekjuskattshækkun. C Fjármálaráðherra... \ 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.