Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 6
Kvikmyndasamkeppni
Listahátíðar
Frestur til aö sækja handrit, sem send voru í
keppnina er framlengdur til 10. okt. n.k. Handritin
má sækja til trúnaðarmanns á skrifstofu Félags
kvikmyndageröarmanna þriöjud. og fimmtud. kl.
14-17 og á laugard. kl. 13-15. Einnig má hafa
samband viö trúnaðarmann í síma 623225 eöa
14609.
Styrkir til háskólanáms í Sviss
Svissnesk stjórnvöld bjóða fram í löndum sem aðild eiga að Evr-
ópuráðinu 15-19 styrki til háskólanáms í Sviss háskólaárið 1988-
89. Ekki er vitað fyrirfram hvort einhver þessara styrkja muni koma í
hlut íslendinga. Styrkirnir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms
við háskóla og eru veittir til 9 mánaða námsdvalar. Nauðsynlegt er
að umsækjendur hafi nægilega þekkingu á frönsku eða þýsku og
þurfa þeir að vera undir það búnir, að á það verði reynt með prófi.
Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára og hafa lokið há-
skólaprófi áður en styrktímabilið hefst. - Umsóknir um styrki þessa
skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja-
vík, fyrir 1. desember n.k. á tilskildum eyðublöðum, sem þar fást.
Menntamálaráðuneytið,
23. september 1987
Styrkir til náms í Sambands
lýðveldinu Þýskalandi
Sska sendiráðið í Reykjavík hefur tilkynnt íslenskum stjórnvöldum
boðnir séu fram eftirtaldir styrkir handa íslendingum til náms og
rannsóknastarfa í Sambandslýðveldinu Þýskalandi á námsárinu
1988-89:
1. Fjórir styrkir til háskólanáms. Umsækjendur skulu hafa lokið
a.m.k. tveggja ára háskólanámi.
2. Nokkrir styrkir til að sækja þýskunámskeið sumarið 1988. Um-
sækjendur skulu hafa lokið eins árs háskólanámi og hafa góða
undirstöðukunnáttu í þýskri tungu.
3. Nokkrir styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsókna-
starfa um allt að fjögurra nmánaða skeið.
Umsóknir um styrki þessa skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. nóvember n.k. Sérstök
umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
23. september 1987
Styrkir til háskólanáms í Svíþjóð
Sænsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa erlendum náms-
mönnum til að stunda nám í Svíþjóð námsárið 1988-89. Styrkir
þessir eru boðnir fram í mörgum löndum og eru öðru fremur ætlaðir
til náms sem eingöngu er unnt að leggja stund á í Svíþjóð.
Styrkfjárhæðin er 3.880 s.kr. á mánuði námsárið, þ.e. 9 mánuði. Til
greina kemur að styrkur verði veittur í allt að þrjú ár.
Nánari upplýsingar um styrki þessa fást í menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, en umsóknir skulu sendar til Svenska
Institutet, box 7434, S-103 91 Stockholm, og lætur sú stofnun í té
tilskilin umsóknareyðublöð fram til 1. desember n.k., en frestur til að
skila umsóknum er til 15. janúar 1988.
Menntamálaráðuneytið,
23. september 1987
Blikkiðjan1
Iðnbúð 3, Garðabæ.
Önnumst hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verðtilboð.
46711
Sala auglýsinga -
vélritun
Starfsmaður óskast á auglýsingadeild Þjóövilj-
ans frá og meö 1. okt. n.k. Upplýsingar gefur
auglýsingastjóri í síma 681310 milli kl. 9 og 17.
þiömnuiNN
„Eureka“
Þegar Arkímedes lá í baðkeri
sínu einu sinni sem oftar, flaut
honum í hug hvernig rannsaka
mætti hvort hlutur væri smíðaður
úr hreinu gulli eða málmblöndu,
og gladdi þessi uppgötvun hjarta
hans svo mjög að hann rauk upp
úr baðinu og hljóp berrassaður út
um borg og bý æpandi „eureka“
(borið fram „evreka“, það ætti að
hýða alla þá sem segja „júreka"
hér á þessu skeri). Fengu grannar
hans þá staðfestingu á því sem
þeir höfðu oft áður hugsað um
heimspekinginn.
„Eureka“ þýðir „ég er búinn
að finna það“ og í samnefndri
kvikmynd eftir Nicolas Roeg er
það heiti á villu margfalds milj-
ónamærings á eyju í Karabíska
hafinu, sem hann á reyndar sjálf-
ur líka. Miljónamæringur þessi
hafði auðgast á að finna gullnámu
eftir fimmtán ára þrotlausa leit
um freðnar auðnir Norður-
Kanada, og eru svipmyndirnar
frá þeim flækingi hans og fundin-
um í upphafi myndarinnar
kannski besti hluti hennar. En
þegar sagan hefst fyrir alvöru lifir
hann að því er virðist rólegu lífi í
allsnægtum og auðlegð í villu
sinni á eyjunni. En ekki er allt
með felldu: miljónamæringurinn
er í rauninni vansæll og þrúgaður
af tómleika, kona hans leitar sér
huggunar í miskunnsömum náð-
arfaðmi Bacchí konungs, dóttir
hans er gift frakkneskum bósa,
sem hann þolir ekki, og ofaná allt
bætist að Mafían hefur ágirnd á
eynni undir spilavíti. Dregur því
brátt til örlagaríkra atburða.
Myndin virðist eiga að sýna
bölvun gullsins: miljónamæring-
urinn getur ekki deilt því með
öðrum og „dó“ daginn sem hann
fann það. Manni dettur jafnvel í
hug, að skírskotunin til Arkíme-
desar gamla eigi að gefa í sky n, að
sælla sé að velta fyrir sér innsta
eðli gullsins og gera uppgötvanir,
þó svo menn brölti berir fyrir
bragðið, heldur en eignast þetta
gull og geta gengið um í slopp í
karabískri viilu. En þótt mynd-
ræn tilfinning höfundar sé glögg,
virðist hugsunin ekki vera hér að
sama skapi skýr og erfitt að
henda reiður á hvert verið er að
fara. Þegar líður á myndina er svo
eins og höfundur viti ekki lengur
hvort hann er að fjalla um örlög
miljónamæringsins eða samband
dótturinnar og bósans, og hún
leysist hálfvegis upp í engilsax-
nesku réttarhalda-drama þar sem
þræðirnir týnast.
Til að bæta upp það sem á vant-
ar notar höfundur hryllinginn.
Mörgum aðferðum hafa kvik-
myndamenn beitt til að gera
morðatriði sem svaðalegust,en
hingað til mun þeim ekki hafa
hugkvæmst að nota logsuðutæki.
„Græni geislinn“
Skaup og oiðskviðir
Um kvikmyndir Frakkans Eric
Rohmers hefur verið sagt, að það
sé mjög hóflega til orða tekið að
kalla þær talmyndir. Það var
næsta undarlegt að koma af sýn-
ingu finnskrar myndar, „Skugga í
Paradís‘% þar sem aðalpersón-
urnar stóðu lengst af hvor ands-
pænis annarri án þess að geta
komið upp meiru en eins at-
kvæðis orði fimmtu hverja mín-
útu og var þó um ýmislegt að
ræða, og fara á sýningu „Græna
geislans", þar sem persónurnar
höfðu ekkert að segja en gátu
samt setið við það alveg enda-
laust og analýserað og skilgreint
og rökrætt og rakið og mótmælt
og dregið ályktanir af engu og
borið þær til baka og byrjað upp á
nýtt. Maður fór að velta fyrir ser
hvernig Finnar og Fransmenn
gætu yfirleitt þrifist í sama sólk-
erfi. Hefði Eric Rohmer átt að
athuga að skilja eftir breitt belti
neðst í myndfletinum fyrir er-
lenda texta, sem ekki var síst þörf
á þegar persónurnar töluðu sam-
tímis hver í kapp við aðra mínút-
um saman.
„Græni geislinn“ gerist í
sumarleyfi, þegar ekkert óþarfa
brauðstrit truflar það að Frans-
menn geti talað saman, og segir
hún frá skrifstofudömunni Delf-
ínu, sem hefur misst af ferðalagi
til Grikklands og er þar að auki
nýskriðin út úr einhverri ástar-
flækju. Er stúlkukindin í algerum
vandræðum með sjálfa sig og veit
ekkert hvað hún á að gera og
hvers vegna, og því flækist hún
um með poka sína og grátköst úr
einum stað í annan og frá einu
tilboði kunningjanna um húsa-
skjól í annað en unir sér hvergi.
Hún kemur t.d. að morgni dags
til að dveljast í fjallaþorpi en er
strax rokin burtu síðdegis. Pað
kann að dyljast íslenskum áhor-
fendum og áreiðanlega frönskum
líka, að allt masið er lævísleg
skopstæling, svo líkt Frans-
mönnum að það verður yfirnátt-
úrulega satt, en er notað kænlega
af leikstjóranum Rohmer til að(
sýna miskunnarlaust tómleika og
rugl stúlkunnar.
Einu sinni heyrir hún á tal
manna, sem eru að ræða um
„græna geislann“, sem Júlíus
Verne segir frá í einni af sínum
skáldsögum: það er allrasíðasti
geisli hnígandi sólar áður en hún
sekkur í sæ, og sá sem kemur
auga á hann skilur loksins hvað-
býr honum og öðrum raunveru-
lega í brjósti. Svo fer um síðir að
Delfína sér „græna geislann“ í
fylgd með ungum manni, og fær
myndin þá alveg nýja merkingu í
glæsilegum hápunkti.
„Græni geislinn" er úr flokki
kvikmynda sem höfundurinn
nefnir „skaup og orðskviði" og
tekst honum æ betur að lýsa
flaskjum og erfiðleikum í sam-
skiptum ungs fólks þótt hann sé
sjálfur á sjötugsaldri. Það getur
verið erfitt að sjá í upphafi mynd-
arinnar hvað hann er að fara, en
gengi hennar erlendis er fyllilega
verðskuldað.
e.m.j.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 26. september 1987