Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 26. september 1987 213. tölublað 52. örgangur
Launanefndin
Fullar verðbætur
Launanefnd ASÍ, VSÍog VMS ekki sammála um úrskurð sinn. Ákvörðun umfullarverðbœtur
tekin með oddaatkvœðifulltrúaASÍ. Ásmundur Stefánsson: Verðbœturnar eru bein
afleiðing afvanefndum ríkisvalds ogvinnuveitenda. Þórarinn V. Þórarinsson: Leiðirtil
aukinnar verðbólgu og rýrnandi kaupmáttar
Frá og með 1. október
næstkomandi hækka laun um
7,23%. Frá sama tíma verða lág-
markslaun á mánuði fyrir fullt
starf hjá ófaglærðum 29.975
krónur, en hjá faglærðum 39.396
krónur.
Launanefndin, sem í áttu sæti
fulltrúar frá Alþýðusambandi ís-
lands, Vinnuveitendasambandi
íslands og Vinnumálasambandi
samvinnufélaganna var ekki sam-
mála í úrskurði sínum, sem birtur
var í gær, og var ákvörðunin um
fullar verðbætur á laun tekin með
oddaatkvæði fulltrúa Alþýðu-
sambands íslands.
„Við töldum það skyldu
launanefndarinnar að verja
kaupmátt þeirra sem ekki hafa
notið Iaunaskriðs og bæta þá um-
framhækkun verðlags sem orðið
hefur. En brýnt er að hafa það í
huga að þessar verðbætur eru af-
leiðing af því að hvorki ríkisvald-
ið né vinnuveitendur hafa staðið
við loforð sín frá desembersamn-
ingnum í fyrra.“
„Ef genginu verður haldið
föstu og ríkisvaldið sýnir aðhald í
ríkis- og peningamálum þá hef ég
miklu fremur trú á því að verð-
bólga fari minnkandi fremur en
að þessar launahækkanir muni
leiða til aukinnar verðbólgu,"
sagði Ásmundur Stefánsson,
forseti Alþýðusambands íslands.
Að sögn Þóraríns V. Þóraríns-
sonar, framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambands íslands
mun þessi rúmlega 7% hækkun
launa leiða til enn frekari verð-
bólgu á næstu mánuðum og grafa,
undan fastgengisstefnunni. Enn-:
fremur muni launahækkunin nú'
torvelda gerð kjarasamninga sem
miði að stöðugleika og jöfnuði í
launaþróun. Reynslan sýni að
vaxandi verðbólga leiði óhjá-
kvæmilega til rýrnandi kaupmátt-
ar fyrr en síðar.
Þá fengu opinberir starfsmenn
einnig launaglaðning í gær þegar
launanefnd fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkissjóðs og Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja úr-
skurðaði að laun þeirra samninga
er falla undir nefndina skuli
hækka um 5,65% þann 1. októ-
ber næstkomandi.
Þessi hækkun launa er tilkomin
vegna hækkunar framfærsluvísi-
tölu umfram það sem samningar
gerðu ráð fyrir, þannig að laun
hækka samtals um 7,23% hjá
þeim, sem ella hefðu hækkað um
1,5%. -grh,
Þjóðviljinn
Ó, Flosi!
Stjórnleysi og sól-
kjarnabrauð
undanfari válegra
tíðinda
Mikill harmur er kveðinn að
lesendum Þjóðviljans og
starfsmönnum: Flosi skrifar í dag
síðasta Vikuskammt sinn í
Sunnudagsblaðið.
Flosi hefur skemmt, frætt og
prédikað í bundnu máli og lausu í
helgarblaði Þjóðviljans í ein sex-
tán ár, segist nú vera að ljúka
fjórða kjörtímabili sínu og hefur
ákveðið að gefa ekki kost á því að
gefa kost á sér áfram.
Þessa ákvörðun tók helsti
dálkapenni landsins eftir örlagar-
íka atburði í bakaríi vestur á Mel-
um um daginn, og má um þá
fræðast í síðasta vikusk-
ammtinum - „af kveðju" - í
Sunnudagsblaðinu.
Stjórnleysi og sólkjarnabrauð
aldrei þrífist!
Þjóðviljinn þakkar Flosa sam-
fylgd og skemmtun og vonast til
að þráðurinn verði tekinn upp
aftur þótt síðar verði. Ritstj.
Borgaraflokkurinn
Framboð
gegn Davíð
Júlíus talinn öruggur
varaformaður
Borgaraflokkurinn ætlar að
bjóða fram í næstu sveita-
stjórnarkosningum um allt land,
ef marka má ræðu Alberts Guð-
mundssonar, væntanlegs for-
manns flokksins, á „Borgara-
fundi“ í fyrrakvöld, og þar með
gegn Davíð Oddssyni og öðrum
Sjálfstæðismönnum í Rcykjavík.
Fyrsti landsfundur flokksins
hófst í gærmorgun að viðstöddum
um 400 flokksfélögum, og er ætl-
unin að móta þar stefnu f veiga-
miklum málaflokkum og kjósa
flokknum stjórn.
Fullvíst er talið að Albert Guð-
mundsson verði formaður flokks-
ins síðdegis í dag, og Júlíus Sólnes
Reykjanesþingmaður er enn-
fremur talinn nær öruggur um
kosningu í varaformannsstöðu
eftir stuðningsyfirlýsingu frá Al-
bert, en hinir frambjóðendurnir
til varaformanns, Benedikt
Bogason verkfræðingur og Ás-
geir Flannes Eiríksson verslunar-
maður með meiru njóta þó um-
talsverðs stuðnings.
Að auki verður kjörinn ritari
og sjö meðstjórnendur auk átta
sjálfkjörinna kjördæmisráðsfor-
manna. Landsfundinum lýkur
annað kvöld. -m
Polanski mættur. I gær kom síðasti gestur Kvikmyndahátíðarinnar til
landsins, síðasti en ekki sísti: Roman Polanski, einn af frægustu kvik-
myndaleikstjórum samtímans. Polanski er á myndinni að tékka inn á Hótel
Sögu í samfylgd Sigurðar Sverris Pálssonar. Tvær af myndum hans verða
sýndar í Laugarásbíói næstu daga. „Tess“ frá '79 og „Hnífurinn í vatninu",
fyrsta langa mynd leikstjórans frá 1962. Leikstjórinn verður viðstaddur
sýningu hinnar fyrrnefndu í dag klukkan 13.30.
Smárahvammur
Undirritun aðeins eftir
Flytji SÍS höfuðstöðvar íSmárahvamm greiðirfyrirtœkið öll aðstöðugjöld til Kópavogs,
einnig afSundahöfn og annarri starfsemi í Reykjavík. Davíð hefur ekkert að bjóða. Salan á
Sölvhólsgötuþokast að samkomulagi
Fátt virðist nú geta komið í veg
fyrir að Sambandið flytji
höfuðstöðvar sínar til Kópavogs.
Segja hcimildir Þjóðviljans að
búið sé að ganga frá kaupsamn-
ingi á Smárahvammslandinu og
ekkert eftir nema að undirrita
þann samning.
Þegar höfuðstöðvarnar flytjast
til Kópavogs mun Sambandið
greiða öll sín aðstöðugjöld til
Kópavogskaupstaðar, einnig af
aðstöðu sinni við Sundahöfn í
Reykjavík, og af annarri starf-
semi sem verður á vegum SÍS í
Reykjavík. Samkvæmt lögum
eiga fyrirtæki að greiða öll að-
stöðugjöld sín til þess sveitarfé-
lags þar sem höfuðstöðvarnar eru
staðsettar. Þannig greiða Hag-
kaup í Njarðvíkum aðstöðugjöld
til Reykjavíkur.
„Ég er þeirrar skoðunar að
þetta sé albesta landið á höfuð-
borgarsvæðinu, sem okkur stend-
ur til boða,“ sagði maður í efstu
lögum Sambandsins. Sagði hann
að allir samningar í sambandi við
landamálið hefðu gengið snurðu-
lítið fyrir sig.“
Guðjón B. Ólafsson og Davíð
Oddsson hafa rætt sín á milli þessi
mál og hafa áformað annan fund
en Davíð hefur ekki haft neitt að
bjóða sem er sambærilegt við
Smárahvamminn, auk þess sem
Sambandið grætur það ekki að
yfirgefa borg Davíðs.
„Því er ekki að neita að pólit-
ískum yfirvöldum í borginni hef-
ur oft fundist fjósaþefur af okkur.
Það verða allir þreyttir á leik ef
ekki er farið eftir leikreglum,
hinsvegar hefur Sambandið ekki
efni á því að láta ergelsi hafa áhrif
á svona stóra ákvörðun. Málið er
einfaldlega það að Smára-
hvammur er langbesta landið á
svæðinu.“
Sambandið hefur nú fengið
frest til að svara tilboði ríkisins í
húseignina við Sölvhólsgötu.
Fulltrúar beggja aðila hafa hist og
skipst á skoðunum um verð-
mætamat á húsinu og hefur þok-
ast í samkomulagsátt.