Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 26.09.1987, Blaðsíða 11
7, deild Pétur með þrjú í forskot Pétur Ormslev, Fram, skoraði þremur mörkum fleira en næsti mað- ur í X. deildarkeppninni í knattspyrnu 1987. Tólf mörk, sem er það mesta sem Pétur hefur skorað á einu keppn- istímabili. Eftirtaldir leikmenn urðu marka- hæstir í 1. deildarkeppninni í ár: PéturOrmslev, Fram...............12 HalldórÁskelsson, Þór............ 9 Jónas Hallgrímsson, Völsungi.... 8 PéturPétursson, KR............... 8 Sveinbjörn Hákonarson, (A........ 8 Valgeir Baröason, (A............. 7 Úli Þór Magnússon, (BK........... 7 Sigurjón Kristjánsson, Val....... 7 Björn Rafnsson, KR............... 7 Kristján Kristjánsson, Þór....... 7 Gullskórinn var í gær afhentur í fimmta skipti. Hann hafa hlotið eftirtaldir leikmcnn: 1983 Ingi B. Albertsson, Val...........14 1984 GuðmundurSteinsson, Fram..........10 1985 ÓmarTorfason, Fram................13 1986 GuðmundurTorfason, Fram...........19 1987 PéturOrmslev, Fram................12 Deildakeppnin Steindór skoraði flest Þegar litið er á deildakeppnina í heild, þ.e. 1., 2., 3., og 4. deild, kemur í Ijós að markakóngur hennar er Steindór Elísson úr IK. Hann skoraði samtals 25 mörk í 17 leikjum með Kópavogsiiðinu í 3. deild. Þessir leikmenn skoruðu flest mörk í deildakeppninni 1987. Viðkomandi deild í sviga: Steindór Elísson, (K (3).........25 Jóhann Ævarsson, Bol.vík (4)....23 Eyjólfur Sverrisson,Tindastóli (3) ...23 ÓskarÓskarsson, Aftureldingu(á) 21 Júlíus P. Ingólfsson, Grindavík (3) 19 Páll Leó Jónsson, Hvöt (4)......18 Garðar Jónsson, Svarfdælum (4).... 16 Heimir Karlsson, (R (2).........16 Ivar Guðmundsson, Reyni S. (3)...15 Níels Guðmundsson, Víkverja (4)... 14 Jón Þórir Jónsson, UBK (2)......13 TraustiÓmarsson, Víkingi R. (2).13 Valur Sveinbjörnsson, Gróttu (4).13 Jón Gunnar Bergs, Selfossi (2)..12 Valdimar Kristófersson, Stjörn. (3) 12 PéturOrmslev, Fram(1)...........12 ÍÞRÓTTIR Pétur fékk Gullskóinn Pétur Ormslev, Fram, fékk í gær afhentan Gullskó Adidas við hátíðlega athöfn. Skórinn er afhentur í flestum löndum Evrópu ár hvert, markahæsta leikmanni 1. deildar. Halldór Áskelsson, Þór, fékk silfurskó Adidas við sama tækifæri og þeir Sveinbjörn Hákonarson, ÍA, Jónas Hallgrímsson, Völsungi, og Pétur Pétursson, KR, sinn bronsskóinn hver. Sjá nánar töfluna til hliðar. VS/E.ÓI. Unglingaleikur Sigur í Unglingalandslið íslands í knattspyrnu, 18 ára og yngri, vann glæsilegan sigur á Belgum í Briissel í gær, 2-0. Valdimar Kristófersson, sóknarmaðurinn efnilegi úr Stjörnunni, skoraði bæði mörkin. Þar rneð fékk ísland 4 stig í Evrópukeppninni, öll á útivelli. Jafntefli í Danmörku og Pól- landi, og sigur í Belgíu. Liðið tap- aði hinsvegar heimaleikjunum gegn þessum þremur þjóðum og fékk því 4 stig úr 6 leikjum. Góð- ur árangur, og hefði getað verið Frjálsar Allt í gang hjá ÍR-ingum Belgíu! enn betri með hagstæðari úr- slitum hér heima. -VS Akureyri Þórsstunga ídag Fyrsta skóflustungan að nýju félagsheimili Þórs við Glerár- skóla verður tekin í dag, laugar- dag, kl. 14. Haraldur Helgason, formaður Þórs 1960-1980, mund- ar skófluna. Á eftir eru allir boðn- ir í kaffi í Glerárskóla og þar verða til sýnis teikningar að hús- inu. -HK/Akureyri Preben Elkjær er kominn yfir þrítugt eins og svo margir burðarása danska landsliðsins. Danmörk Dýnamitið blautt? Sepp Piontek hyggst byggja upp nýtt lið Innanhússæfingar fyrir 13 ára og eldri eru að hefjast hjá Frjálsíþrótta- deild ÍR. I Fellaskóla hefjast þær á þriðjudaginn og verða þá kl. 20.50 og á föstudögum kl. 19.50. í Baldurs- haga hefjast þær 5. október og verða á mánudögum kl. 19.40, miðviku- dögum kl. 18 og fimmtudögum kl. 19.40. Gunnar Páll Jóakimsson þjálfar langhlaupara og sér um þrekæfingar í Fellaskóla. Steindór Tryggvason þjálfar spretthlaupara og stökkvara í Baldurshaga og Erlendur Valdimars- son þjálfar kastara, einnig í Baldurs- haga. Friðrik Þór Óskarsson og Oddný Árnadóttir aðstoða þjálfar- ana eftir því sem þörf krefur. Nánari upplýsingar gefa Sigurður Erlingsson í síma 671890 og Jóhann Björgvins- son í síma 71023. Knattspyrna Firmakeppni innanhúss Fyrirtækja- og féiagahópakeppni í innanhússknattspyrnu fer fram í Digranesi í Kópavogi helgina 3.-4. október. HK heldur mótið. Þátttöku- gjald er 6000 krónur á lið. Þátttökutil- kynningar berist til Geirs (656044), Alberts (52832) eða Jóns Gunnars (656455) á kvöldin, í síðasta lagi sunnudaginn 27. september. Danska dýnamitið hefur blotnað, liðið sem skoraði mörk og lék snilld- arknattspyrnu fyrir og í síðustu heimsmeistarakeppni hefur aðeins náð að skora fjórum sinnum í síðustu 10 leikjunum. Eftir 0-1 tap gegn Vestur- Þjóðverjum í Hamborg á miðviku- daginn viðurkenndi Sepp Piontek landsliðsþjálfari Dana að nú yrði hann að fara að byggja upp nýtt lið, burðarásarnir væru margir hverjir orðnir of gamlir. Morten Olsen er 38 ára, Jens Jörn Bertelsen 35, Sören Busk 34, Frank Arnesen 31, Ivan Nielsen og Preben Elkjær þrítugir og Sören Lerby og Klaus Berggren ná þeim aldri í febrú- ar. „Nokkrir þessara eru farnir að dala og hafa ekki lengur það úthald sem þarf í landsleik,“ segir Piontek. „Ég verð að byggja upp nýtt lið en samt get ég ekki losað mig við alla gaml- ingjana í einu. Þetta verður að gerast hægt og rólega, ég verð að finna hæfi- lega blöndu af reyndum og ungum leikmönnum." Nýja liðið verður byggt í kringum Jan Mölby, Michael Laudrup, Flemming Poulsen og John Sivebæk. Piontek segir stærstu vandamálin vera skort á breidd í danskri knatt- spyrnu og að bestu leikmennirnir séu dreifðir um alla Evrópu og því verði samæfing alltaf af skornum skammti. -VS/Reuter Valur-Wismut Aue Kringlufjör! Valsmenn bregða á leik í dag Valsmenn leika við Wismut Aue í UEFA-bikarnum á miðviku- daginn. Þeir náðu fræknu jafntefli á útivelli í síðustu viku, 0-0, og leggja nú allt undir til að slá þetta sterka lið út og komast í 2. umferð. í dag, laugardag, verða Valsmenn með dagskrá í Kringlunni. Valskórinn syngur, með aðstoð toppmanna á borð við Kristin Hallsson,Jakob Magnússon,Sigfús Halldórsson og sjálfan Lát- únsbarkann. Dagskráin verður kl. 13 og er endurtekin kl. 15. Kynnir er Hermann Gunnarsson. Leikmenn Vals munu jafn- franit gefa eiginhandaráritanir, sé þess óskað. Þess má geta að forsala verður á staðnum og miðinn kostar 400 krónur, en mun kosta 500 krónur á leikdag. -VS Knattspyrna Hateley í uppskurð Mark Hateley, enski landsliðs- miðherjinn hjá franska topplið- inu Monaco, þarf að gangast undir uppskurð í London nú á næstu dögum og leikur ekki næsta mánuðinn. Meiðsli sem talin voru í nára reyndust vera í kviði. Hat- eley, sem Monaco keypti frá AC Milano á Ítalíu í sumar, er mark- ahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar. -VS/Reuter Handbolti Yfirburðir Stjörnunnar Stjarnan fór létt með írsku bikarmeistarana Yago í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni bikar- hafa sem leikinn var í Dublin í fyrrakvöld. Garðbæingar sigr- uðu 42-13 og ættu að geta leikið seinni leikinn með vinstri hendi. Skúli Gunnsteinsson skoraði 12 mörk og Einar Einarsson 11. Hin tvö íslensku liðin leika einnig á erlendri grund um helg- ina. Víkingar mæta ensku meisturunum Liverpool í Evr- ópukeppni meistaraliða og Breiðablik leikur við danska liðið Hellerup í IHF-keppninni. Júdó Ármann einráður Reykjavíkurmótið í jódó fór fram um síðustu helgi og var keppt í þrem- ur þyngdarflokkum drengja og tveimur þyngdarflokkum karla. Alls tók 21 keppandi þátt í mótinu og verð- launahafar voru allir úr Ármanni. Ólafur Helgi Þorgrímsson sigraði í 45 kg flokki, Magnús B. Traustason í undir 56 kg flokki og Helgi Björgvins- son í yfir 56 kg flokki í keppni drengja. Karl Erlingsson sigraði í 71 kg flokki fullorðinna og Halldór Haf- steinsson í 86 kg flokki. Laugardagur 26. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.