Þjóðviljinn - 30.09.1987, Page 3
A Imannatryggingar
Fullar
verðbætur
Bætur almannatrygginga
hækka um næstu mánaðamót
sem nemur fullum verðbótum,
eða um 7.23%, samkvæmt ný-
útgefínni reglugerð þar að lút-
andi frá heilbrigðis- og trygging-
aráðuneytinu.
Eftir hækkunina verða einstak-
ir bótaflokkar almannatrygginga
sem hér segir:
Ellilífeyrir einstaklinga 8.129
krónur, hjónalífeyrir 14.633
krónur, full tekjutrygging ein-
staklinga 14.118 krónur, full tekj-
utrygging fyrir hjón 28.236 krón-
ur, fæðingarorlof 36.348 krónur
og hæstu bætur einstaklings, sem
nýtur heimilisuppbóta 30.347
krónur. Aðrir bótaflokkar hækka
í samræmi við það sem nemur
fullum verðbótum. grh
FRETTIR
Hafnarfjörður
Eskifjörður
Húsnæðisekla hroðaleg
Tugir fjölskyldna íerfiðleikum. Sigurður T. Sigurðsson: Fjöldifjölskyldna
tvístraðurum allarjarðir. Ástandiðtil háborinnar skammar. íhaldsmeirihluta
síðasta kjörtímabils um að kenna
Eg heid að hvergi á landinu sé
eins mikil húsnæðisekla og í
Hafnarfírði, sagði Sigurður T.
Sigurðsson, formaður Verka-
mannafélagsins Hlífar í Hafnar-
firði.
„Ástandið í bænum er í einu
orði sagt hroðalegt. Persónulega
er mér kunnugt um meira en 50
bráðatilfelli þar sem fjölskyldur
eru tvístraðar út um allar jarðir
vegna húsnæðisskorts. Auk þess
er fjöldinn allur af fjölskyldum
sem býr alltof þröngt. Pað er því
afar brýn þörf á því að stórátak
verði gert í félagslegum bygging-
um í Hafnarfirði."
Sigurður T. á sæti í stjórn
verkamannabústaða í Hafnar-
firði. Sagði hann að viðskilnaður
íhaldsmeirihlutans hefði verið
hroðalegur. Fyrir stjórn Verka-
mannabústaða hefðu legið um-
sóknir í tugatali og fólk hefði ver-
ið orðið úrkula vonar um að fá
nokkurntímann greitt úr málum
sínum.
„Þegar meirihluti A-flokkanna
tók við átti svo að gera stórátak í
þessum málum, en það er einsog
við manninn mælt að þegar
kverkatak íhaldsins í bæjarstjórn
losnaði þá tóku við aðgerðir
íhaldsins í ríkisstjórn. Ríkið tak-
markar byggingu verkamanna-
bústaða með því að byggingar-
tíminn má ekki vera skemmri en
18 mánuðir. Lánveitingar voru
því bremsaðar af.“
Sigurður sagði að margt hefði
tafið úrlausn í þessu máli en þó
ekkert einsog þeir sem stjórnuðu
bænum í tíð fhaldsmeirihlutans.
Á árunum 1965-1984 voru
byggðar 9 íbúðir á þúsund íbúa í
Lausráðnir
af
launaskrá
Vinnslan að stöðvast
vegna hráefnisskorts
„Lausráðið fólk í hraðfrysti-
húsinu hefur fengið tilkynningu
um að það verði tekið af launa-
skrá í lok vinnudags í dag vegna
hráefnisskorts í vinnslunni“,
segir Hrafnkell A. Jónsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins Ar-
vakurs á Eskifirði.
Ekkert hefur þokast í sam-
komulagsátt í deilu sjómanna á
togurunum Hólmanesi og
Hólmatindi og liggja þeir enn
bundnir við bryggju. Að vísu
barst sjómönnum tilboð frá fisk-
kaupendum fyrr í vikunni um 5%
uppbót á allan afla frá 15. júní til
dagsins í dag, en því höfnuðu þeir
alfarið á fjölmennum fundi.
Krafa sjómanna er að fá 15%
uppbót á þorsk frá áramótum og
10% á allan annan fisk frá sama
tíma.
Svo virðist sem fiskkaupendur
á Eskifirði með Alla ríka í broddi
fylkingar ætli sér að egna fisk-
vinnslufólk gegn sjómönnum
þegar hráefnisskortur verður í
hraðfrystihúsinu, og sjómönnum
þá kennt um að enga vinnu sé að
hafa. grh
Ellert Ólafsson mundar nýja Macintoshbókina. Höfundurinn, Halldór Kristjánsson, til vinstri, en hægra megin Óskar B.
Hauksson, höfundur bókarinnar IBM PC og samhæfðar tölvur. Útgáfumálin standa með blóma hjá Tölvufræðslunni, og
nú er meiningin að gefa vinsælustu bækurnar út erlendis. Mynd. Sig.
Tölvufrœðslan
Herjað á heimsmarioðiim
Nordisk Datautveckling, að meirihluta ííslenskri eign, gefur út tölvubœkur á
Norðurlöndunum og víðar
Tölvufræðslan hf. hefur ákveð-
ið að stofna fyrirtæki sem hef-
ur það að markmiði að gefa út
tölvubækur á öllum Norðurlönd-
unum, og ef vel gengur í Þýska-
landi og víðar. Fyrirtækið mun
nefnast Nordisk Datautveckling,
og mun Töivufræðslan eiga meiri-
hluta í fyrirtækinu. Aðrir íslensk-
ir aðilar 30% og sænskir aðilar
10%.
Tölvufræðslan hf. hefur ný-
skeð gefið út þrjár bækur um
tölvur og tölvunotkun; Macint-
oshbókina, en ritstjóri hennar er
Halldór Kristjánsson; Word
Perfect (Orðsnilld), höfundur
Matthías Magnússon, og IBM PC
og samhæfðar tölvur, en þeirri
bók ritstýrir Ólafur B. Hauksson,
skólastjóri hjá Tölvufræðslunni.
Að sögn Ellerts Ólafssonar,
stofnanda Tölvufræðslunnar,
hafa íslendingar náð ótrúlegu
forskoti í tölvunotkun, enda hef-
ur bókaútgáfa í greininni staðið
með miklum blóma. „Við teljum
að margar bókanna eigi erindi til
annarra landa, og því verða hinar
vinsælustu gefnar út erlendis,"
sagði hann.
Þegar er ákveðið að Macint-
oshbókin og IBM PC-bókin verði
gefnar út í Svíþjóð á næsta ári.
Aðalstöðvar hins nýja fyrirtækis
verða á íslandi, bæði til að afla
útflutningstekna og eins til að
skapa atvinnu hér heima. Hlutur
útlendra aðila að fyrirtækinu á
fyrst og fremst að tryggja faglega
ráðgjöf og markaðssetningu.
„Við þekkjum ekki erlenda
markaðinn, og því er hið eina
rétta að leita til heimamanna og
láta þá um markaðssetninguna,"
sagði Ellert.
HS
Fiskverð
Atök í Verðlagsráði
Óskar Vigfússon, forseti Sjómannasambandsins: Minnihlutinn ætlar
að kúga meirihlutann. Frjálstfiskverð í hœttu. Dregur til tíðinda í Verðlagsráðií dag
Akvörðun um hvort fiskverð
verði áfram frjálst verður
væntanlega tekin í Verðlagsráði
sjávarútvegsins í dag, þegar það
kemur saman klukkan 14. En
mér sýnist allt stefna í það að
minnihlutinn ætli sér að kúga
meirihlutann og það verði ekki
um það að ræða að fiskverð verði
frjálst öllu lengur, segir Óskar
Vigfússon, forseti Sjómanna-
sambands íslands.
Ef svo skyldi fara að Verð-
lagsráð sjávarútvegsins kæmi sér
ekki saman um fiskverð á fundi
sínum á morgun, né næðist sam-
komulag um frjálst fiskverð,
verður fiskverðsmálinu vísað til
Yfirnefndar verðlagsráðs sem
tekur þá afstöðu til þess hvert lág-
marksverð á fiski verður næsta
verðlagstímabil. Um leið og mál-
ið er komið til yfirnefndar er
frjálst fiskverð úr sögunni í bili.
„Við sjómenn teljum reynslu-
tímann á frjálsa fiskverðið allt of
skamman og vildum við að hann
yrði að minnsta kosti í eitt ár. Á
þessum stutta tíma sem hér hefur
ríkt frjálst fiskverð hefur öll til-
högun þess gengið framar öllum
vonum. Menn bjuggust við miklu
meiri taugatitringi en raun varð á
meðal fiskkaupenda, sem allan
sinn aldur hafa verið aldir upp við
ákveðið lágmarksverð, en ekki
þetta frjálsræði,“ sagði Óskar
Vigfússon.
Aðspurður hvort lágmarks-
Hafnarfirði. Á sama tíma voru
byggðar 26 íbúðir á þúsund íbúa í
Reykjavík, um 17 á Akureyri og
10,4 í Kópavogi.
Einsog fram kom í Þjóðviljan-
um í gær var hlutdeild Reykja-
ness á lánum frá Byggingarsjóði
verkamanna á síðasta ári mjög
lág, mun minni en Suðurlands,
þó íbúafjöldinn sé miklu meiri.
í ár er ráðgert að 26 nýjum
íbúðum í verkamannabústaða-
kerfinu verði lokið í Hafnarfirði.
-Sáf
verð á fiski byði ekki heim hætt-
unni á alls kyns yfirborgunum á
fiski eins og tíðkaðist áður en
fiskverð var gefið frjálst, þar sem
megnið af yfirborgununum rann
óskipt til útgerðarinnar en ekki til
sjómanna, sagði Óskar að það
kæmi engum á óvart að sá skolla-
leikur yrði aftur viðhafður milli
kaupenda og útgerðar hafðir út-
undan, eins og ótal dæmi eru um.
grh
Miðvikudagur 30. september 1987 ^JÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Barnapössun
Nýjar
leiðir
Kvennréttindafélag íslands
gengst fyrir umræðufundi um
leiðir til lausnar á dagheimilis-
málum. í fréttatilkynningu fél-
agsins segir að undanfarið hafi
ýmsir vakið máls á nýjum leiðum
til lausnar dagheimilisvandanum,
s.s. einkavæðingu, foreldrarekin
dagheimili og að atvinnurekend-
ur og starfsmannafélög tækju að
sér dagheimilsrekstur.
Meðal frummælenda sem reifa
hinar nýju leiðir verða ýmsir þeir
sem vakið hafa máls á nýjum
leiðum til lausnar dagvistarvand-
anum. En frummælendur verða
þau Ásmundur Stefánsson, for-
seti ASÍ, Inga Jóna Þórðardótt-
ur, formaður fjölskyldunefndar
ríkisstjórnarinnar, Kristín Á. Ól-
afsdóttir, borgarfulltrúi, Sigurð-
ur Snævarr, formaður Félags
bankamanna og Víglundur Þor-
steinsson, formaður Félags ís-
lenskra iðnrekenda.
Fundurinn verður á laugardag-
inn 3. október n.k. og hefst hann
kl. 11 fyrir hádegi. Fundarstaður
er Holliday Inn og er fundurinn
öllum opinn. -rk
Alþýðubandalagið
Fyrstu
fulltrúamir
ÆFR lokið vali
á landsfund
Æskulýðsfylkingin í Reykjavík
varð fyrst til að velja fulltrúa á
landsfund Alþýðubandalagsins í
nóvemberbyrjun, en undirbún-
ingur fulltrúakjörs er víðast haf-
inn og ættu nöfn landsfundar-
manna að liggja fyrir um miðjan
október.
Aðalfulltrúar ÆFR eru Anna
Hildur Hildibrandsdóttir, Arnar
Guðmundsson, Árni Páll Árna-
son, Ásdís Þórhallsdóttir, Dýrleif
Dögg Bjarnadóttir, Gerður
Gestsdóttir, Guðmundur Auð-
unsson, Gísli Þór Guðmundsson,
Guðrún Ómarsdóttir, Hrannar
Björn Arnarson, Kristinn H.
Einarsson, Ólöf Óladóttir og
Runólfur Ágústsson.
Varamenn eru Óli Darri And-
résson, Hrafn Jökulsson, Helgi
Hjörvar. Einar Gunnlaugsson,
Óíafur Ólafsson, Ása Björk Stef-
ánsdóttir, Bima Bragadóttir, Jó-
hannes Jónsson. Guðmundur
Guðlaugsson og Ólafur Páll Guð-
mundsson. -m