Þjóðviljinn - 30.09.1987, Síða 5
VIÐHORF
„Rekstur Heimsfrið-
arráðsins er að
mestu leyti kostaður
af Sovétríkjunum,
og ráðið og aðildar-
samtök þess í
löndum austan
járntjalds eru í raun-
inni ekkert annað en
hluti afutanríkis-
þjónustu Sovétríkj-
anna og Varsjár-
bandalagsins”
I ÍRCH FO^NUCLE^DISn
íhlutun heimsfriðairáðsins í
málefrii íslenskra friðarhreyfinga
Hugleiðing vegnafyrirhugaðrarráðstefnu )yAlþjóðlegra samtaka friðarhreyfinga” 3. og 4. októbernk.
Fulltrúar Sovésku friðamefnd-
arinnar með Stanislav Rostotskí
kvikmyndastjóra og einn vara-
forseta nefndarinnar í broddi
fylkingar voru hér nýlega á ferð í
„boði“ íslensku friðamefndar-
innar. Þjóðviljinn birti viðtal við
þetta sovéska friðamefndarfólk
22. ágúst sl. Þar kom fram að
hlutverk Sovésku friðamefnd-
arinnar er e.k. „almennings-
diplómatía“ en ekki að berjast
við eigin stjómvöld (þó ekki
væri, nefndin er hluti af stjómar-
apparati Sovétríkjanna). Það
sem vakti sérstaka athygli mína
var það sem Þjóðviljinn hafði
eftir Rostotskí um óháða friðar-
hópinn í Moskvu:
„Að því er varðar friðarhóp-
ana sjálfstæðu (t.d. „Trúnaðar-
hópinn" sovéska), þá vildi Rost-
otskí álíta að þar færi fólk sem
vildi gjama vekja á sér athygli,
ekki síst erlendis. Og á alþjóð-
legum friðarfundi hefði hann
orðið vitni að því að kona úr slík-
um hópi hefði í rauninni ekki
mikið annað að segja en það sem
fulltrúar hinnar „opinberu“ so-
vésku friðarhreyfingar báru
fram.“ (Leturbr. mínar.)
Síðan talaði kvikmyndastjór-
inn um Trúnaðarhópinn í sömu
andrá og háskalega þjóðrembu-
menn í samtökunum „Minnið“.
Lokaorðin vom: „Við þurfum að
berjast gegn óheilbrígðum
straumum - en ekki með kúgun
og refsingum, heldur með um-
ræðu og skoðanaskiptum.“ (Let-
urbr. mín.) Þetta er sem sé „al-
menningsdiplómatían“. Ristir
glasnost ekki dýpra en það að
vera þægilegri og ísmeygilegri að-
ferð til að stýra skoðunum al-
mennings?
Utanríkisráðherra ís-
lands heiðursgestur
,yAlþjóðlegra sam-
taka friðarhreyfinga “
Ástæðan fyrir því að ég vek at-
hygli á þessum málflutningi er sú
að heimsókn Sovésku friðar-
nefndarinnar virðist hafa verið
fyrirboði meiri tíðinda. Það hefur
komið á daginn að í undirbúningi
er að halda hér á landi fjölþjóð-
lega ráðstefnu í tilefni ársafmælis
Reykjavíkurfundarins. Aðstand-
endur þessarar ráðstefnu ætla að
halda hana á næsta bæ við Höfða
- Holiday Inn - dagana 3. og 4.
október nk. Búið er að panta þar
herbergi fyrir 25 erlenda gesti,
líklega fyrir löngu. Túlkar munu
sjá um að þýða ræður ráðstefnu-
gesta jafnharðan á ein þrjú tung-
umál, ekki þó íslensku. Yfirskrift
ráðstefnunnar verður: Árí eftir
leiðtogafundinn í Reykjavík -
vonir og vandamál. Undirtitill er:
Almenningsálitið og samninga-
viðræður Bandaríkjanna og So-
vétnkjanna um kjamorkuaf-
vopnun. Steingrímur Hermanns-
son utanríkisráðherra hefur sam-
þykkt að verða e.k. heiðursgest-
ur ráðstefnunnar og á að flytja
inngangserindi.
Ekkert skal ég fullyrða um það
á hvaða nótum verður fjallað um
almenningsálit á ráðstefnunni -
væntanlega verður bæði rætt um
heilbrigða og „óheilbrigða"
strauma. En eins og sjá má er
þetta vel skipulagt og fátt til spar-
að að ráðstefnan verði sem glæsi-
legust. Steingrímur þarf heldur
ekki að óttast að hann verði í slor-
legum félagsskap. Flestir hinna
erlendu gesta bera marga titla og
veglega og innlendir gestir eiga
heldur ekki að verða af lakara
taginu, forystumenn í stjómmál-
um, atvinnulífi og verkalýðs-
hreyfingu. Nokkrir fulltrúar
friðarhreyfinga fá síðan að fljóta
með.
Það var eiginlega bara eitt atr-
iði sem lengi vafðist fyrir
mönnum að fá á hreint og það
var: Hver átti að halda ráðstefn-
una eða hver skyldi vera gest-
gjafi? í fyrstu mun Samstarfshópi
fnðarhreyfinga hafa verið tjáð að
hann fengi þarna einstakt tæki-
færi til að halda alþjóðlega ráð-
stefnu og það ókeypis. Mun
mörgum hafa þótt það fýsilegur
Vigfús Geirdal
skrifar
kostur. Þetta mun þó sennilega
hafa verið á misskilningi byggt
því að á daginn kom að ráðstefn-
an skyldi haldin í nafni Alþjóð-
legra samtaka friðarhreyfinga en
gestgjafahlutverk íslenskra frið-
arhreyfinga skyldi felast í því að
taka á móti erlendum „systur-
hreyfingum" og bjóða þær vel-
komnar og ljá nafn sitt á boðsbréf
til innlendra aðila um þátttöku í
ráðstefnunni. Sjö íslensk friðar-
samtök samþykktu að taka þetta
hlutverk að sér. Því miður voru
það aðeins tvenn samtök sem
bám gæfu til að hafna því að vera
notuð á þennan hátt: Samtök
herstöðvaandstæðinga og Sam-
tök eðlisfræðinga gegn kjarn-
orkuvá.
Heimsfriðarráðið
hluti afsovéskri
utanríkisþjónustu
Hverjar em þessar stöndugu
„systurhreyfingar" sem ætla að
halda hér alþjóðlega friðarráð-
stefnu í Holiday Inn með
Steingrím Hermannsson sem
heiðursgest? „Alþjóðleg samtök
friðarhreyfinga" heita á ensku
Intemational Liaison Forum of
Peace Forces (ILF); Þau voru
stofnuð í Moskvu árið 1977 og
forseti þeirra heitir Romesh
Chandra en svo vill til að hann er
einnig forseti Heimsfriðarráðs-
ins. Engar upplýsingar aðrar
fengust í fyrstu um aðildarsamtök
ILF en þegar eftir var gengið
fékkst listi yfir háttsetta einstak-
linga sem flestir voru titlaðir
varaforsetar í þessum alþjóðlegu
samtökum friðaraflanna, þ.á m.
Viktor Afanisief, aðalritstjóri
Prövdu, Jozef Cyrankiewicz,
fyrrverandi forsætisráðherra Pól-
lands, og Hermod Lannung,
kunnur danskur stjórnmálamað-
ur úr Róttæka vinstriflokknum,
er mjög kom við sögu í tengslum
við umdeilda ráðstefnu
Heimsfriðarráðsins í Kaup-
mannahöfn fyrir ári. Aðalritari
ILF er Oleg Kharkhardin, einn
helsti forystumaður Sovésku frið-
arnefndarinnar. Reyndar eru
flestir þeir sem á þessum lista eru
tengdir Heimsfriðarráðinu með
einum eða öðrum hætti.
Heimsfriðarráðið var stofnað
upp úr 1950. Aðild að því eiga
fyrst og fremst opinberar friðar-
nefndir í ríkjum Varsjárbanda-
lagsins. Einnig á Heimsfriðarráð-
ið allmikil ítök í löndum þriðja
heimsins. Hér á Vesturlöndum
eru áhrif þess hverfandi lítil því
að víðast hvar eru friðamefndirn-
ar þar ekki miklu stærri en ís-
lenska friðarnefndin og Menn-
ingar- og friðarsamtök íslenskra
kvenna. Rekstur Heimsfriðar-
ráðsins er að mestu leyti kostaður
af Sovétríkjunum og ráðið og að-
ildarsamtök þess í löndum austan
jámtjalds em í rauninni ekkert
annað en hluti af utanríkisþjón-
ustu Sovétríkjanna og Varsjár-
bandalagsins.
Heimsfriðarráðið og samtök
þess hafa aldrei undir neinum
kringumstæðum andmælt stefnu
Sovétríkjanna eða athöfnum
(Tékkneska friðamefndin gerði
það að vísu 1968 og var þá sam-
stundis lögð niður) enda ekki ætl-
unin að „berjast við eigin
stjórnvöld." Þetta er gert á þeirri
forsendu að Sovétríkin séu boð-
beri friðar í heiminum og vopn
þeirra eingöngu varnarvopn,
innrásir í Ungverjaland, Tékk-
óslóvakíu og Afghanistan og her-
stjórn í Póllandi aðeins vamar-
ráðstafanir. Markmiðið er ekki
síst að vinna almenningsfylgi við
sjónarmið Sovétríkjanna í samn-
ingaviðræðum risaveldanna.
Heimsfriðarráðið á því fátt
sameiginlegt með þeirri fjölda-
hreyfingu sem upp reis á Vestur-
löndum í kringum 1980 og ís-
lenskar friðarhreyfingar telja sig
flestar eiga samleið með. Einu
systrasamtök aðildarfélaga
Heimsfriðarráðsins hér á landi
eru íslenska friðamefndin og
MFÍK. Helsta hliðstæðan við
Heimsfriðarráðið í ríkjum At-
lantshafsbandalagsins em sam-
tök á borð við Varðberg og
Samtök um vestræna samvinnu.
Óháðar
friðarhreyfingar
í Evrópu
í END ávarpinu svokallaða
(áskomn um kjamorkuafvopnun
Gengið fyrír fríði í New York. „Heimsfriðarráðið á fátt sameiginlegt með þeirri
fjöldahreyfingu sem upp reis á Vesturlöndum kringum 1980... Helsta hliðstæð-
an við Heimsfriðarráðið í ríkjum Atlantshafsbandalagsins eru samtök á borð við
Varðberg og Samtök um vestræna samvinnu.”
Evrópu) sem verið hefur eins
konar stefnuyfirlýsing óháðra
friðarhreyfinga í Evrópu undan-
farin ár segir m.a.:
„Við verðum að forðast sér-
hverja tilraun stjómmálaleiðtoga
í austri og vestri til að stýra þess-
ari hreyfingu í þeirra eigin þágu.
Við störfum hvorki í þágu NATO
né Varsjárbandalagsins. Mark-
mið okkar hljóta að vera að leysa
Evrópu úr viðjum fjandskapar,
að draga úr spennu milli Banda-
ríkjanna og Sovétríkjanna og að
lokum að leysa upp bæði stór-
veldabandalögin. “
Þetta er grundvallarafstaða
hinnar óháðu friðarhreyfingar;
hún leitast við að eyða hinni svart
'hvítu heimsmynd kalda stríðsins
og hún byggist á því að þróun
friðar og afvopnunar verður ekki
aðskilin almennri mannréttinda-
baráttu. Markmið hennar er
hvorki sovéskur friður né banda-
rískur friður. Friður þrífst ekki í
skugga vopnavalds og kúgunar.
Friðarbarátta er í eðli sínu bar-
átta fyrir sjálfsákvörðunarrétti
einstaklinga og þjóða. Samtök
herstöðvaandstæðinga byggja
starf sitt á þessum grunni og þau
hafa undanfarin ár átt mikilvægt
samstarf við óháar friðarhrey-
fingar um allan heim, bæði á vett-
vangi Friðarsambands Norður-
hafa (North Atlantic Network)
og í gegnum samstarf við helstu
friðarhreyfingar á Norður-
löndum varðandi kröfuna um
kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd.
Óháðar friðarhreyfingar á
Vesturlöndum hafa á undanförn-
um ámm stofnað til merkilegra
samskipta við óopinbera friðar-
og mannréttindahópa í Austur-
Evrópu. Þar hefur þurft að yfir-
stíga marga þröskulda tortryggni
og vanþekkingar, ekki síst vegna
þess að áróðursmaskínur bæði
NATO og Varsjárbandalagsins
hafa sameinast um að gera vest-
rænar friðarhreyfingar að tæki í
höndum Sovétríkjanna. Heims-
friðarráðið hefur reynt með
Miðvikudagur 30. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5