Þjóðviljinn - 30.09.1987, Síða 8

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Síða 8
MENNING s Operan Til heiðurs Kristjáni kvikmyndasýning í kvöld í tilefni glæsilegs árangurs Kristjáns Jóhannssonar, óp- erusöngvara efnir íslenska óperan til sérstakrar kvik- myndasýningar á óperunni „Hollendingurinn fljúgandi", eftir Richard Wagner í ís- lensku óperunni, í kvöld kl. 21:00. Wagner leit á sjálfan sig frá upphafi sem skáld fyrst og fremst, en hann ákvað snemma að taka tónlistina í þjónustu bók- menntalegra hugmynda sinna og aflaði sér í því skyni staðgóðrar tónlistarmenntunar að mestu með sjálfsnámi. Takmark hans, var það sem hann nefndi „das Gesamtkunstwek", dramatískt listform, þar sem bókmenntir, tónlist, hreyfi- og skreytilist áttu að sameinast og þjóna einum til- gangi. Hollendingurinn fljúgandi er meðal þekktustu ópera Wagners og var frumflutt í Dresden árið 1843. Sagan er átakamikil og greinir frá manni sem hefur með yfirnáttúrulegum hætti hlotið þann örlagadóm að sigla um heimshöfin uns hann hljóti end- urlausn, vegna ástar konu. Sögu- sviðið er norskt og sagan látin gerast á 18. öld. Myndin sem sýnd verður í íslensku óperunni er Studioupptaka með lista- mönnum frá ríkisóperunni í Múnchen. Myndin tekur um tvo tíma í flutningi. Miðasala er við innganginn en einnig í síma 27033 frá kl. 9-17. Tímarit MM komið út Tímarit Máls og menningar er nýkomiö út. Yfir 20 höfund- ar leggja aö þessu sinni fjöl- skrúðugt efni til tímaritsins. Þar eru tvö Ijóð eftir Stefán Hörð Grímsson og aðrir sem eiga Ijóð eru Anton Helgi Jónsson, Stefán Sigurkarls- son, RagnaSigurðardóttir, Sjón, Magnús Skúlason, Frið- rik Guðna og Sigrún Björnsd., auktveggja sonnetta eftir Kristján Arnason. Berglind Gunnarsdóttir skrifar hugl- eiðingartil varnarskáld- skapnum sem hún nefnir „Er Ijóðið glataður tími?“ Þá skrifar Tryggvi Emilsson um Vídalínspostillu, höfund hennar og húslestrarhefðina og Gunnar Harðarson ritar grein „Enn um íslendingabók“, þar- sem hann hafnar þeirri skoðun fræðimanna að gera þurfi ráð fyrir tveimur gerðum íslendinga- bókar. í tveimur greinum er fjallað um ísl. rithöfunda. „Að eignast líf“ er yfirskrift umfjöllunar Árna Ibsen um Birgi Sigurðsson og verk hans og Astráður Eysteins- son gerir sögum Thors Vilhjálms- sonar skil undir heitinu „Er ekki nóg að lífið sé flókið?“ Jón Proppé fjallar um ýmis einkenni tragedíunnar og tekur dæmi af verkum frá ólíkum tímum. Þór- hildur Ólafsdóttir skrifar um fra- nskar bókmenntir, þar sem hún rekur þróun skáldsögunnar í Fra- kklandi 1880-1960, og jafnframt birtist þýðing hennar á smásögu- nni Ariene, eftir J. M. C. Le Clézíó. Tvær aðrar smásögur eru í heftinu; Steinunn Sigurðardótt- ir á smásögu sem heitir: Kona og Kind og Sigurður A. Magnússon hefur þýtt sögu suður-afríska rit- höfundarins Alan Platon, Eyði- landið. (Fréttatilkynning.) Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og kona hans Sigurjóna Sverrisdóttir, leikari. Líf mitt sem söng- kona - Elízabet Söderström Elízabet Söderström, hin heimsfræga sænska söng- kona, mun tala um líf sitt og list í Norræna húsinu í kvöld. Hún er stödd hér á landi, tilað syngja með Sinfóníuhljóm- sveit íslands á fyrstu tón- leikum vetrarins á fimmtúdag. Elizabet mun þó ekki syngja í Norræna húsinu, heldur spjalla um líf sitt sem söng- kona. Hún fæddist í Stokkhólmi árið 1929 og ætlaði sér í fyrstu að verða leikkona en sneri sér að söngnámi og náði þegar frábær- um árangri. Áðuren hún lauk námi hafði hún sungið hlutverk í Konunglega leikhúsinu, sem réði hana til starfa árið 1950. Níu árum seinna söng hún í Metro- politanóperunni og síðan hefur frægðarferill hennar verið óslit- inn. Elízabet Söderström sendi frá sér minningabókina „I min ton- art“ árið 1978 og þar kom í ljós að henni lætur ekki síður að tjá sig í orðum en söng en áheyrendur geta komist að raun um það sjálf- ir á miðvikudagskvöldið. Hún talar auðvitað á sænsku og hefst dagskráin kl. 20:30. Áðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning.) Eg dansa við Vinsælastadanssýning ís- lenska dansflokksins frá upp- hafi, „Égdansavið þig....“ kemur aftur á fjalir Þjóðleik- hússins, í kvöld. Aðeins verða 6 sýningar á þessu rómaða verki vegna anna gestaleik dansarannaerlendis. Sýning- in þótti fjörug, eggjandi og fyndin er hún var sýnd um 20 sinnum sl. vor. Þetta er danssýning sem kemuröllum í gott skap og vekur Ijúfar endurminningar hjá mörgum sem kannast við tónlistina. Sýningin samanstendur af 22 mismunandi dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vin- sælum dægurlögum í nýrri út- setningu. Egill Ólafsson leikur undir á píanó, syngur og segir frá ásamt Jóhönnu Linnet, söngvara, en annar hljóðfæraleikur er fluttur af segulbandi frá upprunalegu sýningunni í Þýskalandi. Sveinbjörg Alexanders stjórnaði æfingum á dansinum sl. leikár, ásamt höfundinum Jochen Ul- rich, en Ásdís Magnúsdóttir að- stoðarmaður þeirra hefur æft upp sýninguna að nýju með íslenska danslokknum. Það er íslenski dansflokkurinn ásamt gestadönsurum, sem ber hitann og þungann af sýningunni. Hver dansari fær að njóta sín í sérstökum atriðum auk glæsi- legra hópatriða. Gestadansarar eru tveir aðalkarldansarar Köln- aróperunnar, Athol Framer, Nýja-Sjálandi og Philip Talard, Frakklandi. Sex íslenskir karl- dansarar koma einnig til liðs við íslenska dansflokkinn. Listdans- stjórinn, Jochen Ulrich, er bæði höfundur dansa, leikmynda og búninga en Ásmundur Karlsson lýsir sýninguna. Dansarar í Ég dansa við þig... eru: Ásta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannesdótt- þig..». ir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jó- hannsdóttir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Athol Farmer, Philippe Talard, Björgvin Frið- riksson, Ellert A. Ingimundar- son, Ingólfur Stefánsson, Mart- einn Tryggvason, Sigurður Gunnarsson, Örn Guðmundsson og Örn Valdimarsson. íslenski dansflokkurinn hlaut Menningarverðlaun DV fyrir list sína síðastliðið leikár. Nú hefur nýr listdansstjóri, Hlíf Svavars- dóttir, verið ráðinn í stað Nönnu Ólafsdóttur. Auk sex sýninga á Ég dansa við þig... verður frum- sýnd listdanssýning í nóvember og í febrúar og er febrúarsýningin á aðgangskortum. Sýningarnar sex á Ég dansa við þig... verða: Miðvikudag 30. september, föstudag 2. okt., su. 4. okt., þri. 6. okt., fi. 8. okt. og lau. 10. okt. Miðasala er þegar hafin á allar sýningarnar. 8 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvfkudagur 30. september 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.