Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Blaðsíða 9
MENNING ATHUGASEMD „Þeim fjölgar sem tala samísku“ Rætt við samísku skáldkonuna Rauni-Magga Lukkari, sem var hér á bókmenntahátíðinni Borgaraflokksfundurinn Ámi blaðamaður gerir atftugasemd „Á æskuárum mínum í Finnlandi var bannað að tala samísku í skólanum, og mun ástandið hafa verið eins á öllum þeim þremurNorður- löndum þar sem Samar búa. Það var skýrt tekið fram, að því fyrr sem maður losnaði við öll samísk þjóðareinkenni, þar á meðal tungumálið, því betra. Okkurvarekki beinlínis refsað fyrir að tala samísku, en á það var litið sem óhlýðni. „Þín vegna verður þú að losa þig við allt sem er samískt," var sagt við okkur eða okkur gefið í skyn á allan hátt. Ekk- ert var vitað um tvítyngi á þessum árum, og vartalið víst að börn gætu ekki lærttvö tungumál". Sögur af þessu tagi hefur mað- ur heyrt frá ýmsum stórþjóðum með mikinn þjóðernisrembing eða einræðisríkjum - það var t.d. talið meðal ódæða Franco- stjórnarinnar á Spáni hvernig hún reyndi að berja niður tung- umál Katalóníumanna og Baska - og því kemur það manni óþægi- lega á óvart, að samíska skáld- konan Rauni-Magga Lukkari skuli h'afa keimlíka sögu að segja frá nágrannalöndum okkar. Eng- inn myndi þó bendla Finna, Norðmenn eða Svía við ólýðræð- islega stjórnarhætti, og margir þeirra hafa jafnan verið reiðu- búnir til að styðja þjóðernisbar- áttu smáþjóða, kannske fyrst og fremst ef þær eru nógu langt í burtu. „í Noregi var á þessum tíma talað um „finnsku hættuna“, og þá fengu Samar ekki að kaupa jarðir ef þeir höfðu samísk nöfn,“ bætir Rauni-Magga Lukkari við þessu til áréttingar. Nú er hœtt við að Islendingar viti sáralítið um samíska tungu og menningu, þótt Semsveinar búi í nágrannalöndum, sem við höfum mikil skipti við. Geturðu sagt okk- ur eitthvað frá þessu í stuttu máli? „Það er ekki rétt að tala um samísku í eintölu, því að tungu- málin eru í raun og veru þrjú. Hið fyrsta þeirra er svokölluð „gildin- samíska“, sem aðeins um fjögur hundruð menn tala, og eru meðal þeirra hinir nafntoguðu „Skolt- samar“, en um tölu þessara manna er ekki fyllilega vitað, þar sem hluti þeirra býr í Sovétríkj- unum. Annað málið er suður- samíska, en þótt Suður-Samar séu stærsti hluti Sama- þjóðarinnar, eru ekki eftir nema um hundrað sem tala málið, þar sem langflestir þeirra hafa tekið upp mál landsins sem þeir búa í. Þriðja málið er norður-samíska og hana tala tuttugu til þrjátíu þúsund manns. Þótt þessi þrjú mál séu skyld, eru þau samt ólík, og má nefna að í norður-samísku eru sex föll en tólf í suður- samísku. Öll málin eru rituð, en norður-samískan er að sjálfsögðu aðalritmálið." Hvert er þitt móðurmál? „í finnska þorpinu þar sem ég fæddist og ólst upp var töluð norður-samíska. En í Finnlandi- og svo hinum megin við landa- mærin í Sovétríkjunum - búa einnig „Gildin-samar“. Voru einh verjar bókmenntir til á málinu á þínum skólaárum? „Frá fomum tíma höfðu Samar epíska ljóðhefð, en hún hefur að mestu leyti farið forgörðum og glatast, þar sem erfitt var að skrifa í tjaldi... En á heimilum var alltaf mikil frásagnarhefð. Fyrir heimsstyrjöldina var bók- menntavakning meðal Sama. Biblían var þá þegar til á samísku að sjálfsögðu, en svo voru ortar á málinu ljóðabækur, og jafnvel skrifuð fyrsta stutta skáldsagan, „Beaivi algu“, sem þýðir „Dag- renning". En þegar ég var í skóla, vissum við ekkert um þetta. Engar barn- abækur voru til á samísku, og okkur var hreinlega ekki kennt að lesa málið. f staðinn vorum við látin lesa’Runeberg, Lönnrot og Kalevala. Algengt er að Samar af minni kynslóð kunni ekki að lesa og skrifa sitt eigið móðurmál“. En hefur þetta ástand ekki breyst? „Eftir styrjöldina var almenn hreyfing meðal Sama, en hún náði þó ekki inn á bók- menntasviðið, og var ekki mikið skrifað og ástand í skólum svipað og áður. Breytingamar urðu síð- an, þegar menn fóru að láta styrj- öldina í Víetnam og aðra slíka atburði skipta sig máli. Þá var ekki lengur hægt að bæla niður þjóðernisminnihluta í sínu eigin landi. Á áttunda áratugnum fóru bókmenntir Sama að blómstra meir en nokkurn tíma áður. Þá var farið að semja ljóð, frásagnir og smásögur, og komu fram fjöl- margir höfundar. Árið 1979 var stofnað samískt rithöfundafélag. Á þessum tíma ríkti „Sama- rómantík", - menn vildu ekki sjá einn einasta galla á þjóðinni... Þetta allt hefur svo haft þær afleiðingar að nú er ástandið í skólum orðið miklu betra en áður. Börn læra nú að lesa og skrifa samísku, og er unga kyn- slóðin farin að lesa bækur á mál- inu. Og það hefur gerst krafta- verk: þeim fjölgar nú stöðugt sem tala samísku. í öllum þremur löndum Sama eru útvarpssend- ingar á máli þeirra, og er sam- eiginleg dagskrá einu sinni í viku“ En hvernig erað vera rithöfund- ur á samíska tungu? „Það er eins og að vera ekk- ert,“ segir Rauni-Magga Lukkari skellihlæjandi, þannig að ekki er alveg víst að taka beri orð hennar alvarlega. „Það þykir miklu merkilegra að sauma samískan þjóðbúning en skrifa bækur...“ Samt hefur þú skrifað margar bœkur. „Fyrsta ljóðabókin mín kom út 1980 og hét „ísinn bráðnar", og árið eftir kom út bókin „Vertu sæll Pétur“. Þriðja ljóðabókin. sem hét „Myrk dagbók" kom út 1986 og síðan árið eftir í norskri þýðingu. Þessar bækur fjalla um börn, konuroglífið... Núerégað vinna að samtalsbók og hef rætt við fimmtíu Samakonur“. Hvernig er að vera Sami í Tromsö þar sem þú býrð núna? Finnst þér þú þá ekki missa tengsl- in við þjóðina? „í kringum Tromsö er gömul Samabúseta, en þeir sem þar búa glötuðu málinu fyrir hundrað árum. En nú eru á annað hundr- að Sama sem tala málið í Tromsö og auk þess mikill fjöldi stúdenta í háskólanum. í borginni er mjög óvenjuleg stofnun: samískur grunnskóli, þar sem öll kennslan fer fram á samísku (en annars staðar er aðeins hluti hennar á því máli), og svo eru kennd samísk fræði við háskólann“. Hvernig finnst þér að vera kom- in til íslands? „ísland var alltaf mitt drauma- land, og þegar ég var sextán ára, vildi ég koma hingað og fá mér vinnu, en bræður mínir og systir vildu ekki koma með mér. Ég hef alveg sérstakan áhuga á heimskautalöndunum og íbúum þeirra, íslendingum, Grænlend- ingum og Samójedum...“ e.m.j. Þjóðviljanum hefur borist at- hugasemd frá Árna Johnsen vegna myndar sem birt var af honum í blaðinu í gær. Myndin sýndi Árna í ræðustól á lands- fundi Borgaraflokksins með myndatex tanum: „Árnijohnsen varaþingmaður Sjálfstæðis- flokksins var á landsfundi Borgaraflokksins um helgina sem biaðamaður Morgunblaðsins og þátttakandi í umræðunum.“ Athugasemd Árna hljóðar svo: Á forsíðu Þjóðviljans í gær er birt fjögurra dálka mynd af mér með viðtali við Júlíus Sólnes varaformann Borgaraflokksins. í myndatexta er sagt 'að ég hafi tekið þátt í umræðum á lands- fundi Borgaraflokksins, en það eru helber ósannindi, enda var ég á fundinum sem blaðamaður Morgunblaðsins og því furðulegt að Þjóðviljinn skuli á þennan hátt misnota trúnað og skyldur blaða- manna sín í milli. Ástæðan fyrir því að ég fór í ræðustól var að bera af mér sakir sem fréttamað- ur. Það virtist fara mjög fyrir brjóstið á Borgaraflokks- mönnum að fjöldi fundarmanna skyldi ekki vera meiri en raun bar vitni. í fyrstu frétt sem ég skrifaði af fundinum gat ég þess að liðlega 200 manns hefðu verið í Súlnasal Hótei Sögu. Til þess að fá sem nákvæmasta mynd af fjölda fund- argesta lét ég tvítelja í salnum meðan Albert Guðmundsson flutti ræðu sína og niðurstaðan var 204 í fyrri talningunni og 205 í seinni. Síðar komu 15-20 í viðbót á fundinn sem var öllum opinn. í innskotum ræðumanna á fundin- um veittust þeir að þessum frétt- aflutningi og héldu fram að fundarmenn hefðu a.m.k. verið 400 og einn fundarmanna var sendur í útvarp Stjörnuna þar sem hann hélt því fram á öldum Ijósvakans að umræddur frétta- flutningur byggðist á lygum. Á lokakafla landsfundarins varð stutt hlé á milli afgreiðslu mála og brá einn fundarmanna sér þá í ræðustól og sagði brand- ara. Fundarstjóri kvað þetta ágætt og spurði hvort fleiri vildu ekki koma. Heyrðist þá rödd úr salnum sem spurði hvort Árni vildi ekki halda áfram með sinn. Fundarstjóri spurði þá hvort fundarmenn vildu ekki segja sögur af Árna Johnsen, „eða kannski vill Árni Johnsen koma hingað upp“, bætti hann við og beindi athygli sinni að mér þar sem ég sat við borð blaðamanna. Mér fannst ég neyddur til að svara fyrir mig á þessari stundu, fór í ræðustól og undirstrikaði að ég væri á þessum fundi sem blaðamaður að vinna mína vinnu. Rakti ég síðan staðreyndir um fjölda fundarmanna á upp- háfsfundi Landsfundarins á fimmtudagskvöldinu, gat þess jafnframt að þegar ég hefði spurt blaðafulltrúa fundarins á föstu- deginum hve fundarmenn væru margir þá hefði hann sagt að þeir væru um 300. Ég fékk hins vegar staðfest hjá starfsstúlkum fund- arins sem tóku við greiðslu hjá öllum sem komu til fundarins að þeir hefðu verið um 150 þegar flest var á föstudeginum. Jafn- framt benti ég fundarmönnum á að til að glöggva sig betur á mál- inu væri auðvelt með því að líta yfir salinn á þessari stundu þegar flestir væru að sjá að mun fleiri væru á fundinum en á fimmtu- dagskvöldinu, enda verið að kjósa embættismenn og sam- kvæmt niðurstöðum í talningu at- kvæða væru um 350 manns á fundinum (331 greiddi atkvæði). Að síðustu lagði ég við drengskap minn að ég færi með rétt mál. Það er mjög ósmekklegt af Þjóðviljanum að gera því skóna að ég hafi tekið þátt í umræðum í dagskrá fundarins. Það er sem betur fer mjög sjaldgæft að blað- amenn fái ekki að vinna verk sín í friði fyrir blaðamönnum annarra blaða. , Arnl Johnsen blaðamaður m REYKJÞMIKURBORG 111 T Aau&vi Sfödcvi Ml ^ Þjónustuíbúðir aldraðra Dalbraut 27. Starfsfólk óskast til starfa í eldhúsi og viö heimil- ishjálp. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377 alla virka daga. REYKJNJÍKURBORG , - ——— w ^ Acucmvt Stödu* Á dagh./leiksk. Hraunborg/Hraunbergi 12vantar fóstru strax á leikskóladeild. Upplýsingar í síma 79770. Rauni-Magga Lukkari, rithöfundur. Mynd - Sig. Miðvikudagur 30. september 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.