Þjóðviljinn - 30.09.1987, Side 10

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Side 10
ERLENDAR FRÉTTIR Heims um ból Allir verði læsir árið 2000 Fjórði hverjarðarbúi er ólœs og óskrifandi. Fyrirmenn Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna hyggjastfá ríkisstjórnir til liðs við sig og ráða bót á fyrir aldamót Pað myndi kosta svipaða upp- hæð að útrýma ólæsi úr heiminum og rennur til vopna- framleiðslu á fjórum mánuðum. Helsti sérfræðingur Menning- armálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um skipu- lagningu lestrarherferða, Arthur nokkur Gillette, viðurkennir að þetta sé aðeins talnaleikur en engu að síður færi þetta mönnum heim sanninn um að aðeins eitt stendur í vegi fyrir því að hvert cinasta mannsbarn njóti lág- marksupplýsingar; viljaskortur ráðamanna. 889 miljónir ólæsra Þótt míkið hafi áunnist í menntamálum á umliðnum árum, einkum í Asíu og Afríku, er það engu að síður staðreynd að fjórði hver jarðarbúi kann hvorki að lesa né skrifa. Samkvæmt upp- lýsingum frá UNESCO eru 889 miljónir af 3,2 miljörðum jarðar- búa ólæsir. Ólæsi er mest í hinum svo- nefnda þriðja heimi. í Afríku kunna 54 af hundraði íbúa ekki að lesa, 36,6 af hundraði í Asíu og 17,3 af hundraði í Rómönsku Ameríku. f sex löndum heims þjakar þessi vankunnátta 80-95 hundraðshluta íbúa. Þetta eru Nígería, Chad, Mið- Afríkulýðveldið, Guinea Bissau, Haiti og Norður-Jemen. „Jafnvel þótt það kosti ekki nema 200 dali að kenna sérhverj- um íbúa þessara landa lestur og skrift ef það fé væri til reiðu þá er aðalvandamálið eftir: skortur á kennurum," segir Gillette. Þótt stjórnvöld á Indlandi og í Kína hafi kostað kapps um að út- rýma ólæsi úr löndum sínum með ærnu erfiði og miklum tilkostnaði þá býr enn um helmingur allra ólæsra í þessum tveim fjölmennu ríkjum. I sex ríkjum Asíu eru ó- stautfærir yfir helmingur lands- manna. 76,3 af hundraði inn- byggjara Afganistans kunna hvorki að lesa né draga til stafs, 74,4hundraðshlutaríNepal, 70,4 af hundraði í Pakistan, 66,9 hundraðshlutar í Bangladesh, 56.5 af hundraði á Indlandi og 54.5 hundraðshlutar í Papúa Nýju-Guineu. Um helmingur 50 miljóna íbúa Kúbanir eru til stökustu fyrirmyndar hvað viðvíkur alþýðumenntun. Egyptalands er ólæs samkvæmt tölum UNESCOs en heimilda- menn í menntamálaráðuneytinu í Kaíro segja að nær lagi sé að tala um 70 prósent ólæsi í landinu. Mikið hefur áunnist En víðsvegar um byggð bói hefur náðst glæsilegur árangur í baráttunni fyrir lágmarks- menntun og kveikir það vonir um að metnaðarfull áform aðalritara UNESCOs, Amadou-Mahtar MÉows, geti orðið að veruleika en hann stefnir að því að allir jarðarbúar verði læsir og skrif- andi um aldamót. Þann 8. þessa mánaðar var haldinn hátíðlegur „alþjóðlegur lestrardagur" í höfuðstöðvum UNESCOs í París. í þeim mannfagnaði hélt MÉow ræðu og kvað forráðamenn stofnunarinn- ar hafa í hyggju að auka mjög þrýsting á ráðamenn landa og héraðsstjórnir að veita fé til menntamála. UNESCO bjóðist til að hafa veg og vanda af allri Sjúkrahús á Seyðisfirði Tilboö óskast í innanhússfrágang í rýmum er til- heyra eldhúsi og þvottahúsi í nýbyggingu sjúkra- húss á Seyðisfirði. Byggingarhlutinn er um 310 m2 og er nú tilbúinn undir tréverk með uppsettum loftræstistokkum. Innifalið sé allt til að skila húshlutanum fullgerðium, þar með talið loftræstitæki. Verkinu skal vera lokið 30. apríl 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík og á bæjarskrifstofunni á Seyðisfirði gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 15. október 1987 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simí 26844 skipulagningu lestrarherferða og samræmingu aðgerða á málsvæð- um. „Við munum beita okkur fyrir því að árið 1990 verði helgað bar- áttunni gegn ólæsi og hyggjumst uppskera ríkulega árangur erfiðis vors því árið 2000 á ekki að vera einn einasti fullorðinn einstak- lingur í þessum heimi sem ekki kann að lesa og skrifa." Sem fyrr er getið er ólæsi enn mikið vandamál í Kína. Um 200 miljónir manna kunna ekki að lesa. Engu að síður hafa orðið þar miklar framfarir á þessu sviði frá því eftir byltingu. í febrúar síð- astliðnum birtist grein í „Peking Review" þar sem staðhæft er að 80 af hverjum 100 landsmönnum hafi verið fákunnanadi í lestri og skrift fyrir 37 árum en nú séu ólæsir aðeins 20 af hundraði og þeim fari ört fækkandi. f Afríku hefur mikill árangur náðst í þrem löndum. í Eþíópíu voru 93 af hundraði íbúa ólæsir árið 1974 þegar Haile Selassie var steypt af stóli. Nú er talið að um 66 prósent landsmanna séu læsir og skrifandi. Tanzanía er fátækt land og þar eru meðaltekjur manna um 9 þúsund krónur á ári. Þar hafa orðið miklar framfarir í baráttunni gegn ólæsi á síð- astliðnum 16 árum. Árið 1970 voru 69 af hundraði landsmanna vankunnandi í þeim efnum en nú eru ólæsir aðeins 10 af hundraði þjóðarinnar. í Zimbabwe hefur hálf miljón manna lært lestur og skrift frá því herferð fór í gang árið 1983. Það ár kunnu 31,6 af hundraði ekki að lesa en sú tala hefur lækkað niður í 26. „Ég er 24 ára gömul og er nú fyrst að læra að lesa. Ég hlakka mikið til þess að geta lesið og skrifað.“ Þannig farast Violu Ndavangei orð en hún er í hópi 14 kvenna sem leggja stund á nám í kvöldskóla í sveitaþorpinu Mar- ondera í Zimbabwe. Konur eru í miklu meirihluta á námskeiðinu og leggja mikið kapp á námið þótt þær séu oft úrvinda á kvöldin eftir daglangt strit á ökrum og heimilum. Naison Mpofu vinnur við skip- uiagningu lestrarherferða í landinu. „Það gekk oft illa að sannfæra eldra fólk um gildi þess að geta lesið sér að gagni, einkum voru karlmenn á miðjum aldri og eldri tregir. Þeir báru því gjarna við að þeir væru orðnir of gaml- ir.“ Mahfuz Anam er upplýsingar- fulltrúi Asíudeildar UNESCO í Bankok í Thailandi. „ Þegar allt kemur til alls er útrýming ólæsis háð pólitískum vilja ráðamanna í hverju ríki. Hvort þeir gera sér grein fyrir því að það verða engar framfarir í löndum þeirra nema almenningur búi yfir lágmarks þekkingu og hæfni.“ Hann kvað ýmsar ríkisstjórnir bera því við að þær hefðu ekki efni á því að kenna þegnum sínum lestur og skrift. „Við svörum þeim um hæl með því að fullyrða að lönd þeirra séu það fátæk að þau hafi ekki efni á því að láta hjá líða að mennta alþýðu manna.“ Hann bætir við: „Margir stjórnmálamanna telja mun brýnna að reisa brýr og leggja vegi en mennta fólk enda sj áist þá árangurinn strax. Árangur lestr- arherferðar kemur ekki í ljós fyrr en að lengri tíma liðnum. En menn mega ekki vera skamm- sýnir í þessum efnum.“ Ráðamenn Thailands unnu ný- verið sérstök verðlaun UNESCO fyrir góðan árangur í menntamálum. Árið 1970 kunnu 79 af hundraði þjóðarinnar að lesa og skrifa en nú er hlutfallið 91 prósent. Á þessum árum voru um miljón sjálfboðaliðar fengnir til kennslustarfa og 900 þúsund manns lærðu lestur. Kúbanir til fyrirmyndar í Rómönsku Ameríku er ólæsi minnst á Kúbu. Þar eru aðeins 1,9 af hundraði þjóðarinnar fá- kunnandi í þeim efnum. Gífur- legar framfarir urðu þar á fyrstu árum eftir byltingu þegar 200 þúsund sjálfboðaliðar vítt og breitt um landið kenndu alþýðu manna lestur og skrift. Vandamál þetta þjakar ekki einvörðungu fátækar þjóðir heims. Voldugasta þjóð veraldar fer ekki varhluta af vandanum. Talið er að 7 miljónir Banda- ríkjamanna séu gersamlega ólæs- ir og óskrifandi og 22 miljónir kunni nógu mikið til að geta pár- að nafn sitt en ekki meir. Þeir eru sagðir „ólæsir í raun“ því al- mennar upplýsingar í rituðu máli koma þeim ekki að notum. -ks. 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Félagsfundur Rafvirkjar - rafvélavirkjar Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 1. október kl. 18 í Félagsmiðstöðinni Háaleitisbraut 68. Fundarefni: 1. Kjaramálin. 2. Val fulltrúa á 9. þing R.S.Í. 3. önnur mál.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.