Þjóðviljinn - 30.09.1987, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Qupperneq 11
iÖRFRETTIRi Heimsmeistarinn í skák, hann Garrí okkar Kaspa- rof, hefur valið sér tvo aðstoðar- menn fyrir einvígið við erkifjand- ann Karpof sem hefst í Sevilla á Spáni þann tíunda október næstkomandi. hað varfyrrum tit- ilhafi, Míkael Tal að nafni, sem boðaði þau tíðindi að stór- meistararnir Sergei Dolmatof og Zarub Azmaþarayshvili yrðu Garrí innan handar við rannsókn- ir biðskáka og byrjanaafbrigða á meðan á glímunni um krúnuna stæði. Frelsistígrar tamíla á Sri Lanka hafa fallist á að virða friðarsamning þann er leið- togar í Nýju-Delhi og Kólombó gerðu eigi alls fyrir löngu. Tígr- amir hafa gert kepþinautum út röðum tamíla lífið leitt að undan- förnu og krafist þess að fá meiri- hluta sæta í bráðabirgðastjórn norðurhéraða landsins þar sem þjóðarbrotið er í miklum meiri- hluta íbúa. Fyrir milligöngu Ind- verja var orðið við þeirri kröfu þeirra og munu því 7 Tígrar fá sæti í tólf manna bráðabirgöa- stjórninni. 48 ára gömul kona í Suður-Afríku mun vera í það mund að ala sín eigin barna- börn. Pat Anthony sá aumur á dóttur sinni sem aðeins hefur getað eignast eitt barn þar eð fósturlegið var fjarlægt úr henni fyrir þrem árum. Hún féllst því á að ala henni nokkur börn og sér fáein barnabörn. Eggfruma var tekinn úr dótturinni og sæði sogið úr tengdasyninum sem frjóvgaði hana. Öllu var þvínæst komið fyrir í kviði mömmu/tengda- mömmu/ömmu. Læknar segja Pat hafa þríbura í maganum sem er nokkuð mikið af því góða fyrir konu er ætti að vera komin úr barneign, enda liggur hún rúm- föst. Þetta mun vera eina dæmi um það í heiminum að kona ali barnabörn í stað barna. Austurþýskir landamæraverðir munu hafa fengið fyrirskipun frá ráða- mönnum um að hætta að skjóta á fólk sem reynir að flýja yfir til Vestur-Þýskalands, að minnsta kosti um stundarsakir. Upplýs- ingar þessar bar hið íhaldssama dagblað „Die Welt“ fyrir lesendur sína í gær og hafði eftir liðhlaupa úr austurþýska hernum sem stakk af til sambandslýðveldisins fyrir skömmu. ERLENDAR FRETTIR Sovétríkin Gorbatsjof í fínu fonni Sjálfsöryggið uppmálað fullyrðir leiðtoginn að and- staða gegn sér og stefnu sinni sé ekki fyrir hendi Eftir sex vikna fjarveru frá heimsins glaumi steig Míkael Gorbatsjof fram á sjónarsviðið í gær og fullyrti meðal annars að í Sovétríkjunum væri engin pólit- ísk andstaða gegn leiðsögn sinni. Hörundsbrúnn, grannholda og elegant ræddi aðalritarinn lengi dags í gær við fulltrúa franskrar sendinefndar sem skipuð var ýmsum þekktum broddum þar- lendum, þar á meðal fyrrum for- sætisráðherra sósíalistastj órnar- innar, Pierre Mauroy. Franskir blaðamenn voru við- staddir fundinn og heyrðu Gor- batsjof segja: „Það fyrirfinnst engin stjórnarandstaða í Sovét- ríkjunum. Enginn setur sig upp á móti leiðsögn Gorbatsjofs." Það er kunnara en frá þurfi að segja að á Vesturlöndum gengu ýmsar draugasögur um orsakir langrar fjarveru aðalritarans. Menn veltu sér uppúr bollalegg- ingum um að Gorbatsjof væri al- varlega veikur, slasaður eftir banatilræði ellegar hann sætti svo mikilli andspyrnu kollega sinna í æðstu stjórn að hann hafi farið í felur. Sem betur fer reyndist ekki flugufótur fyrir kviksögum þess- um. Leiðtoginn sagðist hafa tekið sér gott og verðskuldað frí. Tím- ann hefði hann ekki eingöngu notað til þess að liggja á meltunni heldur hefði hann á þessum tíma lokið við bók og lagt drög að mikilvægri ræðu. „Ýmsir hafa verið að velta vöngum yfir lengd sumarfrís míns,“ sagði Gorbatsjof og brosti glettnislega, „en ég hafði unnið til þess. Ég var fjarverandi ná- kvæmlega í mánuð, frá 24. ágúst til 24. september. Að sögn Frakkanna minntist Gorbatsjof ekki aukateknu orði á væntanlegan fund sinn og Ron- aids Reagans Bandaríkjaforseta sem ráðgert er að eigi sér stað í Washington í nóvemberlok. Þar munu þeir undirrita samning þann um eyðingu allra meðal- drægra kjarnflauga úr heiminum er utanríkisráðherrarnir Shultz og Shevardnadze bönguðu sam- an fyrir skemmstu. Hins vegar sögðu þeir að hann hefði verið mjög öruggur í fasi og bersýnilega í baráttuskapi því hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamennina og sagði franska fjölmiðla kosta kapps um að bera út óhróður og rægja So- vétríkin. -ks. Leiðtoginn. Lifandi, heilbrigður, ríkjandi, brúnn, öruggur, baráttuglaöur, grann- holda og elegant. Ping breska Verkamannaflokksins Kinnock boðar breytingar Formaðurinn flutti klukkutíma langa rœðu ígœr, boðaði stefnubreytingu íýmsum málaflokkum en nefndi engin dœmi Neil Kinnock, formaður breska Verkamannaflokksins, flutti skörulega ræðu í gær á öðrum degi landsfundar flokksins í Brig- hton. Hann skoraði á alla sósíal- ista að íhuga og draga lærdóm af ósigrum flokksins í þrem síðustu þingkosningum. Kinnock sór og sárt við lagði að ýms umdeild stefnumál Verka- mannaflokksins í síðasta þing- kjöri yrðu tekin til rækilegrar endurskoðunar. Hann nefndi fá dæmi máli sínu til stuðnings og lét hjá liggja að benda á leiðir til lausnar. Viðbrögð landsfundar- fulltrúa við ræðunni kváðu hafa verið blendin. Kinnock sagði að félagar flokksins yrðu að horfast í augu við þá staðreynd að breytingar hefðu átt sér stað á Bretlandi, velmegun stórs hluta þjóðarinnar hefði aukist í valdatíð Margrétar Thatchers, og flokksmenn yrðu að laga baráttuaðferðir sínar að nýjum háttum. <Einkum yrði að kveða í kútinn þá meinloku margra félaga að „velmegun og sósíalismi" væru einhverjar grundvallar móthverfur. Formaðurinn veittist að Thatc- her og sakaði hana um hálfvelgju í afstöðunni til nýlegs bráða- birgðasamnings risaveldanna um útrýmingu allra meðaldrægra kjarnflauga. Ennfremur skamm- aði hann járnfrúna vegna áforma hennar um að selja einkaaðilum mikinn fjöida ríkisfyrirtækja og gerði því skóna að þau gætu hæg- lega lent í höndum erlendra auðkýfinga. -ks. Perú Þjóðnýting lögfest Þjóðþing Perúmanna hefurgert tilskipun Garcias forseta um þjóðnýtingu banka, fjárfestingastofnana og tryggingarfélaga að lögum Mú getur Alan Garcia, forseti Perú, óhindrað lagt hendur á einkabanka í Perú því i gær sam- þykkti löggjafarsamkunda lands- ins frumvarp um þjóðnýtingu þeirra. Öldungadeild þingsins hafði barið saman frumvarpið og á- kváðu fulltrúardeildarþingmenn að samþykkja það breytingalaust eftir háværar umræður í tólf klukkustundir. Plaggið var um- svifalaust sent forsetanum en undirritun hans gerir það að lögum. Vart hefur verið um annað rætt í Perú um tveggja mánaða skeið en þá ákvörðun forsetans að láta ríkið yfirtaka rekstur 10 einka- banka og 23 fjárfestingarsjóða og tryggingarfélaga. Það tók öld- ungadeildina mánuð að semja frumvarp um þjóðnýtinguna enda var rætt fram og til baka um hverja einustu málsgrein. Tilgangur Garcias er að rífa stjórn voldugustu banka landsins úr höndum fáeinna vellauðugra fjölskyldna og „gera lánamálin lýðræðisleg" svo notuð séu hans óbreytt orð. Einsog gefur auga leið hafa hægrimenn vart getað haldið vatni né vindi af bræði yfir þessari ósvinnu forsetans. Hrundið var af stað herferð í því augnamiði að bregða fæti fyrir áform Garcias og var ekki ómerkari maður en rithöfundur- inn prýðilegi, Mario Vargas Llosa, bundinn fyrir þá kerru. Hann stendur á því fastar en fót- unum að þjóðnýtingin ógni ný- bornu lýðræði í Perú sem ekki sé burðugt fyrir eftir ógnarstjórn herforingja um tólf ára skeið. Yfirmaður sambands banka- eigenda hefur ekki margt gott að segja um þjóðnýtinguna, sem vonlegt er, og auk þess sakar hann ríkisstjómina um að gera upp á milli erlendra og innlendra bankabraskara. Hann fullyrðir að útibú útlendra einkabanka fái eftir sem áður að starfa í Perú þegar ríkið hefur yfirtekið inn- lendu lánastofnanimar. Samkvæmt ákvæðum laganna munu 30 prósent hlutabréfa bankanna áfram verða í einka- eigu en engin ein fjölskylda má eiga meira en 14 þúsund banda- ríkjadala hlut í hverjum og ein- um- -ks. Miðvikudagur 30. september 1987 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Sveins V. Ólafssonar hljóðfæraleikara Sigtúni 29 Sérstakar þakkir til starfsliðs deildar 3B á Landakptsspítala, til Félags ísl. hljómlistarmanna og til félaganna í Sinfóníu- hljómsveit íslands. Hanna Sigurbjörnsdóttir Ólafur Sveinsson Ingibjörg Jónsdóttir Arnór Sveinsson Hraf nhildur Rodgers Sigurbjörn Sveinsson Elín Ásta Hallgrímsson barnabörnin Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu Katrínar Sigurðardóttur Höfðagötu 2 Hólmavík Magnús Þ. Jóhannsson börn, tengdabörn og barnabörn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.