Þjóðviljinn - 30.09.1987, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 30.09.1987, Qupperneq 13
KALLI OG KOBBI Pakkarávarp Kæra þökk til allra fyrir gjafir, hlýhug og heillaskeyti á afmælisdaginn minn 24. september sl. Haraldur S. Norðdahl Esperantosambandið Alþjóðamálið kynnt í skólum Á áttunda landsþingi íslenska esperantosambandsins er var haldið á Hótel Sögu fyrr í þessum mánuði flutti gestur þingsins, breski málfræðingurinn dr. John C. Wells, erindi á esperanto um hundrað ára afmæli alþjóðamáls- ins. Hann er einn kunnasti espe- rantofræðingur á okkar dögum, og utan esperantohreyfingarinn- ar þekktur fyrir rannsóknir sínar á enskum framburði og rit um þau efni. Á næsta ári er væntan- leg eftir hann ensk framburðar- orðabók þar sem sýndur er fram- burður 60-70 þús. orða í ensku. Að loknu þinginu flutti hann er- indi í boði Heimspekideildar Há- skólans, mánudaginn7. þ.m., um ókosti enskrar tungu sem al- þjóðamáls. í erindi sínu á landsþingi ræddi dr. John C. Wells um árangur, sigra og ósigra esperanto- hreyfingarnnar, og benti meðal annars á að við rannsóknir á tungumálum til að nota við tölvu- þýðingar úr einu máli á annað hefur esperanto reynst heppi- legast mála sökum þess hve það er reglulegt og rökrétt. En hann kom á þingið beint af alþjóðlegri ráðstefnu tölvufræðinga í Edin- borg, þar sem þetta kom fram. Þá flutti Árni Böðvarsson stutt erindi um tungumálamisrétti og minnti meðal annars á þá al- kunnu staðreynd að tveir aðilar við samningaborð eða í kapp- ræðum njóta ekki sama réttar ef annar fær að nota móðurmál sitt en hinn verður að tala útlent mál. Einnig var sagt frá alþjóða- þingi esperantista sem haldið var í Varsjá í Póllandi nú í sumar, en þátttakendur þar voru um 6000 hvaðanæva úr heiminum, í fyrsta skipti allmargir frá Afríku. Loks var sitt hvað til skemmtunar á landsþinginu, meðal annars fluttu nokkrir ungir esperantistar leikþátt. Á þinginu fóru einnig fram að- alfundarstörf, rætt um námskeið, bókaútgáfu og annað í starfsemi íslenska esperantosambandsins næstu tvö árin. Formaður sam- bandins til næstu tveggja ára var kjörinn Hallgrímur Sæmunds- son, en aðrir í stjórn eru Árni Böðvarsson ritari, Jón Bragi Björgvinsson gjaldkeri, Jón Haf- steinn Jónsson, Loftur Melberg, Steinunn Sigurðardóttir og Þór- arinn Magnússon. Loks var samþykkt svofelld á- lyktun og henni beint til mennta- málaráðuneytisins: Áttunda landsþing íslenska esperantosambandsins vekur at- hygli menntamálaráðuneytisins á því að í ár eru hundrað ár liðin frá birtingu alþjóðamálsins esper- anto. Af því tilefni mælist lands- þingið til þess við ráðuneytið að það taki til íhugunar möguleika á því að kynna alþjóðamálið eftir föngum í skólum, og verði slík kynning fastur þáttur í kennslu á skyldunámsstigi. íslenska esperantosambandið er reiðubúið til samvinnu um slíka kynningu, til dæmis með gerð kynningarnámsefnis sem gæti tengst samfélagsfræði. Rétt mun vera að taka fram að öll fundarstörf, umræður og fyrir- lestrar fóru fram á esperanto. Um þessar mundir eru að hefj- ast nokkur námskeið í málinu, bæði fyrir byrjendur og fram- haldsnemendur, og má fá upplýs- ingar um þau hjá stjórnar- mönnum sambandsins. FRÁ LESENDUM Flugan á lærinu í kvikmyndaumfjöllun nýverið í Þjóðviljanum um frönsku myndina Yndislegur elskhugi, sem hér var sýnd á kvikmynda- hátíð var sagt að fluga nokkur hefði tekið sér bólfestu á aftur- enda helsta karlleikara myndar- innar. Hafa skal það sem sannara reynist. Ég sá myndina eftir að hafa lesið um hana í blaðinu, og það vakti athygli mína að hér var ekki sagt rétt frá. Flugan hélt að- allega til á ofanverðu vinstra læri karlleikarans, og því ónákvæm frásögn að hún hafi leikið lausum hala á rassi hans. Að vísu hefur kvikmyndaskýringarmaður Þjóðviljans þá afsökun að þessi franska fluga virtist nokkuð reikul í rásinni og því snúið að staðsetja hana nákvæmlega í stuttum texta. Þess er einnig rétt að geta, vegna sögusagna, að þótt myndin hafi verið tekin á hrossabúgarði var flugan ekki hrossafluga, held- ur líkust íslenskri húsflugu. Til slíkra kvikinda vísast til bókar Guðbergs Bergssonar um mann- inn sem fékk flugu í höfuðið. En sem betur fer hafa íslenskar hús- flugur ekki enn tekið upp losta- fulla hegðun franskra ættingja sinna, og er full ástæða fyrir hér- lenda flugnahöfðingja að gera til- tækar varúðarráðstafanir gegn þeim skaðvænlegu erlendu áhrif- um. Sigurður Miðvikudagur 30. september GARPURINN FOLDA APÓTEK Reykjavík. Helgar- og kvöld- varsla lyfjabúða vikuna 25.sept.-1.okt. 1987 erí Laugavegs Apóteki og Holts Apóteki. Fy rmefndá’apótekið er opið um helgarog annast nætur- vörslu alla daga 22-9 (til 10 frídaga). Siðarnefnda apó- tekið er opið á kvöldin 18-22 virka daga og á laugardögum 9-22 samhliða hinu fyrr- nefnda. LÖGGAN Reykjavík.....simi 1 11 66 Kópavogur....sími4 12 00 Seltj.nes....sími61 11 66 Hafnarfj......sími 5 11 66 Garðabær......sími 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabilar: Reykjavík.....sími 1 11 00 Kópavogur.....sími 1 11 00 Seltj.nes.....sími 1 11 00 Hafnarfj......sími 5 11 00 Garðabær......sími 5 11 00 SJÚKRAHÚS Heimsóknartímar: Landspit- alinn: alla daga 15-16,19-20. Borgarspítalinn: virka daga 18.30-19.30, helgar 15-18, og ettir samkomulagi. Fæðing- ardeild Landspítalans: 15- 16. Feðratími 19.30-20.30. Öldrunarlækningadeild Landspitalans Hátúni 10 B: Alla daga 14-20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: virka daqa 16- 19.30 helgar 14-19.30 Heilsu- verndarstöðin við Baróns- 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 - DAGBÓK stig: opin alla daga 15-16 og 18.30- 19.30. Landakots- spítali: alla daga 15-16 og 18.30- 19.00 Barnadeild Landakotsspítala: 16.00- 17.00. St. Jósefsspítali Hafnarfirði: alla daga 15-16 og 19-19.30 Kleppsspítal- inn: alla daga 18.30-19 og 18.30- 19 Sjúkrahúsið Ak- ureyrl: alladaga 15-16og19- 19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: alla daga 15-16og 19-19.30. Sjúkra- hús Akraness: alla daga 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Húsnvík: 15-16 og 19.30-20. LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog er I Heilsuverndarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólar- hringinn. Vitjanabeiðnir, símaráöleggingar og tima- pantanir í síma 21230. Upp- lýsingar um lækna og lyfja- þjónustu eru gefnar í sím- svara 18885. Borgarspítalinn: Vakt virka daga kl. 8-17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Slysadeild Borgarspítalans opin allan sólarhringinn sími 696600. Dagvakt. Upplýsingar um da- gvakt lækna s. 51100. Næt- urvaktlæknas.51100. Hafnarfjörður: Heilsugæsla. ■ Upplýsingar um dagvakt lækna s. 53722 Næturvakt læknas. 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöts. 656066, upplýs- ingar um vaktlækna s. 51100. Akureyri: Dagvakt8-17á Læknamiðstöðinni s. 23222, hjá slökkviliðinu s. 22222, hjá Akureyrarapóteki s. 22445. Keflavík: Dagvakt. Upplýs- ingar s. 3360. Vestmanna- eyjar: Neyðarvakt lækna s. 1966. Jm ÝMISLEGT Bilananavakt rafmagns- og hitaveitu: s. 27311. Raf- magnsveita bilanavakt s. 686230. Hjálparstöð RKl, neyðarat- hvarf fyrir unglinga Tjarnar- götu 35. Sími: 622266 opið allansólarhringinn. Sáltræðistöðin Ráðgjöf i sálfræðilegum efn- um.Simi 687075. MS-félagið Álandi 13. Opið virkg daga frá kl. 10-14. Simi 688800. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarp- anum Vesturgötu 3. Opin þriðjudaga kl.20-22, sími 21500, símsvari. Sjálfshjálp- arhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum, s. 21500, símsvari. Upplýsingarum ónæmistærlngu Upplýsingar um ónæmistær- KROSSGÁTAN ingu (alnæmi) í síma 622280, milliliðalaust samband við lækni. Frá samtökum um kvenna- athvarf, sfmi21205. Húsaskjól og aðstoð fyrirkon- ur sem beittar hafa veriðof- beldi eða orðið fyrir nauögun. Samtökin '78 Svarað er í upplýsinga- og ráðgjafarsíma Samtakanna '78 fólags lesbía og homma á Islandi á mánudags- og fimmtudagskvöldumkl. 21- 23. Símsvari á öðrum timum. Síminn er 91 -28539. Féiageldriborgara: Skrif- stofan Nóatúni 17, s. 28812. Félagsmiðstöðin Goðheimar Sigtúni 3, s. 24822. GENGIÐ 29. september 1987 kl. 9.15. Sala . Bandaríkjadollar 39,150 Sterlingspund... 63,676 Kanadadollar.... 29,928 Dönsk króna..... 5,5355 Norskkróna...... 5,8315 Sænsk króna..... 6,0778 Finnsktmark..... 8,8665 Franskurfranki.... 6,3890 Belgiskurfranki.. 1,0253 Svissn. franki.. 25,6050 Holl. gyllini.... 19,9094 V.-þýsktmark.... 21,2731 Itölsk líra.... 0,02949 Austurr. sch.... 3,0232 Portúg.escudo... 0,2705 Spánskurpeseti 0,3196 Japansktyen..... 0,26806 Irsktpund....... 57,102 SDR............... 50,1949 ECU-evr.mynt... 44,2004 Belgískurfr.fin. 1,0203 Lárétt: 1 hangs 4 hviða6 vafi 7 kjökur 9 ánægð 12 sterk 14 utan 15 líf 16 nudd- ast 19 látin 20 forfeðurna 21 kaldur Lóðrétt: 2 óþétt 3 sleit 4 kött 5 hvíldi 7 fyrirlestur 8 athugun10vænar11 sprotar 13 fugl 17 súld 18 litu Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 kver 4 seig 8 keflinu 9 eski 11 unnt 12 meiðar 14 al 15 aska 17 skinn19lúr21 Iið22illt24 árar25Æsir Lóðrétt: 1 krem 2 ekki3 reiðan 4 slurk 5 ein 6 inna 7 gutlar 10 serkir 13 asni 16 alls 17 slá 18 iða 20 úti 23 læ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.