Þjóðviljinn - 30.09.1987, Side 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
þJÓÐVIUINN
Miðvikudagur 30. september 1987 216. tðlublað 52. órganour
Þjónueta
í|»$na|»á9u
SAMV4NNUBANK4
Í9LANÐS HF.
Fjármálaráðherra
Nýr matarskattur
Fœðissalamötuneyta, skólafólks og starfsmannahópa söluskattsskyld
með sama hœtti ogsalaveitingahúsa. Sverrir Magnússon, skólastjóri á
Skógum: Verið að skattleggja þá sem sístskyldi
Mórallinn sem að baki býr er
afleitur, og ég skil raunar
ekki hvað stjórnvöld hugsa sér
með þessu, sagði Sverrir Magnús-
son, skólastjóri Héraðsskólans á
Skógum, er hann var inntur álits
á þeirri ákvörðun fjármálaráð-
herra að leggja söluskatt á fæðis-
sölu skólamötuneytanna.
í reglugerð sem fjármálaráð-
herra hefur gefið út kemur fram
að fæðissala mötuneyta, skóla-
fólks og starfsmannahópa verður
söluskattsskyld með sama hætti
og sala veitingahúsa frá og með
mánaðamótunum. Sama gildir
um fæðissölu atvinnurekenda til
starfsmanna sinna.
- Héraðsskólarnir hafa lagt
áherslu á að hafa fæðið sem allra
ódýrast og gert allt sem í þeirra
valdi hefur staðið til að halda
verðinu niðri, sagði Sverrir: Hér
er verið að skattleggja þá sem síst
skyldi, og má benda á að matvara
er þegar margskattlögð áður en
þessi söluskattur bætist við.
66 nemendur eru nú í Skóga-
skóla, og að sögn Sverris borða
að jafnaði 57 þeirra í mötu-
neytinu í hádeginu. Þá kaupa
nokkrir kennarar fæði á staðn-
um.
Frá og með 1. október verður
einnig breyting á undanþágu sem
hefur verið í gildi hvað varðar
matsölu veitingahúsa. Framvegis
verður þeim einungis heimilt að
draga fjárhæð sem nemur 75% af
innkaupsverði hráefnis til matar-
gerðar frá heildarveltu sinni áður
en söluskattsskil eru gerð. Til
þessa hefur þeim leyfst að draga
innkaupsverðið frá að fullu, að
viðbættri meðaltalssmásölu-
álagningu, en hún hefur verið
metin á 25%.
Þessar breytingar hafa það í för
með sér að framvegis munu
veitingahús og mötuneyti greiða
10% söluskatt af matarsölu sinni,
en 25% af annarri sölu. Þá veldur
reglugerð fjármálaráðherra því
að 25% söluskattur leggst á ís-
sölu, og er sú afurð þar með kom-
in í flokk með „öðru“ sælgæti. HS
Skákþingið
Margeir enn efstur
Efstu menn héldu sínu striki er
11. umferðin á Skákþingi íslands
var tefld í gær. Margeir, Helgi, og
Hannes Hlífar unnu allir and-
stæðinga sína, þá Þröst Þórhalls-
son, Þröst Arnason og Gylfa Þór-
hallsson, í þessari röð.
Þá sigraði Dan Hansson Gunn-
ar Frey og Davíð Ólafsson vann
Áskel Örn Kárason. Sævar
Bjamason tefldi við Ólaf Krist-
jánsson og var með unnið tafl er
síðast fréttist.
Skák Karls Þorsteins og Jóns
G. Viðarssonar var frestað.
Þegar tveimur umferðum er ó-
lokið er staða efstu manna þessi:
Margeir er efstur með 10 vinn-
inga. Næstur kemur Helgi Ólafs-
son með 9 vinninga, og í þriðja
sæti er Hannes Hlífar með 7,5
vinninga. Helgi og Hannes Hlífar
tefla saman í næstu umferð.
HS
Alþýðusamband Austurlands
Um 40.000
í mánaðaitaun
Sigfinnur Karlsson: Fer best áþvíað við verðum
einir. Vilborg Porsteinsdóttir, Snót: Bíðum átekta.
Óðinn Baldursson, Alþýðusambandi Vestfjarða:
Óráðið hvað við gerum
Við verðum sér - það er útséð leiddi til útgöngu fiskverkafólks á
mcð það. Hvort aðrir feti í ráðstefnu Verkamannasam-
bandsins. Nefndin hefur ekki enn
ið verðum sér - það er útséð
mcð það. Hvort aðrir feti í
fótspor okkar get ég ekkert full-
yrt. Ætli það sé ekki best að við
verðum einir og óstuddir, það fer
sennilega best á því eftir því sem á
undan er gengið. Við teljum þess-
ar kröfur sanngjarnar og ef þær
nást fram er stigið veigamikið
skref til að rétta hlut fiskverka-
fólks, sagði Sigflnnur Karlsson,
formaður Alþýðusambands
Austurlands, en sambandið hefur
sett fram kröfugerð í komandi
samningum.
í kröfugerð Alþýðusambands
Austurlands er gert ráð fyrir að
fjskverkafólk fái 38.000 til 43.000
krónur í í byrjunarlaun á mánuði
og byrjunarlaun almenns verka-
fólks verði frá 35.000 til 38.246
krónur á mánuði.
- Ég býst við að fyrsti fundur
með atvinnurekendum verði í
næstu viku, sagði Sigfinnur, en
kröfugerðin er nú til kynningar
meðal aðildarfélaga Alþýðusam-
bands Austurlands, jafnframt því
sem hún verður kynnt atvinnu-
rekendum.
- Við bíðum átekta og sjáum
hvað setur hjá Austfirðingum og
samninganefnd Verkamanna-
sambandsins. Við ætlum ekki að
lenda í því aftur að vera með í
samflotinu og sitja svo eftir með
sárt ennið, sagði Vilborg Þor-
steinsdóttir, formaður Verka-
kvennafélagsins Snótar í
Vestmannaeyjum. Á félagsfundi
í Snót var ákveðið að bíða eftir
því hvaða viðbrögð kröfugerð
Alþýðusambands Austurlands
fær hjá vinnuaflskaupendum, -
hvort þeir verða gerðir afturreka
með sínar kröfur eða gengið
verði til samninga.
- Hvað við gerum ræðst einnig
af því hvað 24 manna samninga-
nefndin gerir með bókunina sem
tekið af skarið með hvorum hún
stendur, - hvort hún er á sömu
nótum og Austfirðingarnir, sagði
Vilborg.
- Það hefur ekki verið tekin
nein ákvörðun um það hvort Al-
þýðusamband Vestfjarða freisti
þess að ná samningum heima í
héraði eða ekki. Það verður
fundur um málið á næstu dögum
og þá skýrist væntanlega hvaða
háttur verður hafður á við samn-
ingsgerðina, sagði Óðinn Bald-
ursson, á skrifstofu Alþýðusam-
bands Vestfjarða. _rk
Margrét Árnadóttir fiskvinnslukona við snyrtingu á fiskflökum hjá Síldarvinnslunni h/i á Neskaupstað. Mynd hb, Neskaup-
stað.
Bankastjórastöður
Mönnum skipað í stóla
Samkomulag stjórnarflokka um uppskipti á bankastjórastöðum. Sverrir Hermannsson og
Valur Arnþórsson íLandsbanka. Kjartan Jóhannsson í Búnaðarbanka
anna um skiptingu bankastjóra- _ Ég kannast að sjálfsögðu
stóla milli flokkanna. I sama ekki við það, því ég tók á síðustu
streng tók Sverrir Hermannsson
Þetta mál er ekki umræðuhæft
af minni hálfu eins og sakir
standa, sagði Sverrir Hermanns-
son, Sjálfstæðisflokki, en sam-
kvæmt heimildum blaðsins er ó-
formlegt samkomulag meðal
stjórnarflokkanna um að banka-
stjórastöðum sem kunna að losna
á næstu mánuðum í Landsbanka
og Búnaðarbanka verði skipt upp
á milii flokkanna og Sverrir taki
við bankastjórastöðu í Lands-
bankanum.
Samkomulagið gerir ráð fyrir
því að fyrir hönd Sjálfstæðis-
flokksins taki Sverrir Hermanns-
son við stöðu Jónasar Haralz, en
hann hefur eindregið gefið til
kynna við bankaráðsmenn
Landsbankans að hann hafi hug á
að fá lausn frá störfum um mitt
næsta ár, þar sem sér hafi verið
boðin staða við Alþjóðabankann
í New York. Vali Arnþórssyni,
stjórnarformanni SÍS, er fyrir
hönd Framsóknarflokksins ætluð
staða Helga Bergs við hlið Sverris
í Landsbanka og í hlut Alþýðufl-
okksins fellur bankastjórastaða
Stefáns Hilmarssonar í Búnaðar-
banka, sem Kjartani Jóhannssyni
er ætlað að skipa.
- Ég hef ekkert um þetta að
segja, sagði Kjartan Jóhannsson,
er hann var inntur eftir þessum
ráðahag. Kjartan vildi hvorki
játa né neita tilvist einhverskonar
samkomulags milli stjórnarflokk-
Það er svo margt sem ber fyrir
eyra að maður hefur ekki undan
að trúa. Svo mikið er víst að ég
hef ekki verið hafður með í þeim
ráðum, sagði Sverrir.
Talið er að Tryggvi Pálsson,
framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
Landsbankans, hafi hug á bank-
astjórastöðu við Landsbankann,
en hann hefur lengi starfað við
bankann. Starfsmenn Lands-
banka safna nú undirskriftum í
sínum hópi að næsti aðalbanka-
stjóri verði valinn úr hópi þeirra.
Ekki eru þó nefnd nein nöfn í því
sambandi.
stundu ekki þátt í samningunum
um myndun ríkisstjórnarinnar.
Hafi þetta verið verið afráðið í
þeim samningum þá veit ég ekk-
ert um það, enda sísti maður til
að spyrja um svona hluti. Þetta
eru hlutir sem eru víðsfjarri mín-
um þankagangi. Þetta á að vera á
allt öðru plani en að menn séu að
tryggja sig í gegnum pólitík með
einum eða öðrum hætti, sagði
Karvel Pálmason, er tilvist
samkomulags ríkisstjórnarflokk-
anna var borin undir hann.
-rk
Sjá Klippt og skorið bls. 4