Þjóðviljinn - 01.10.1987, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Qupperneq 2
—SPURNINGIN- Ætlarðu að taka slátur? FRÉTTIR Verslunin Asta Björnsdóttir, frú. Nei. Ég er hætt því. Ég tók alltaf slátur áður fyrr. Barnabörnin taka heldur ekki slátur, þannig að ég kaupi mér kepp við og við. Á sín- um tíma tók ég alltaf 10 slátur, og setti í súrt en það eru fáir nú til dags sem kunna að meta það. Eftir að frystikisturnar komu til sögunnar, minnkaði ég slátur- töku í 5. Gígja Steinsdóttir, kaffi- tæknir. Nei. Ég tek ekki slátur. Elsku maðurinn minn borðar ekki slátur. En ég kaupi einn og einn lifrarpylsukepp og svo sendi ég dóttur minni í London slátur. Guðbjörg Steinþórsdóttir, afgreiðslumanneskja. Nei. Ég er ekki vön því og geri ekki ráð fyrir að taka slátur í haust. Ég borða helst ekki slátur. Þorsteinn Guðlaugsson, rekur bókhaldsskrifstofu. Slátur! Jú, mæðgumargera það, konan mín og tengdadóttir. Þær hafa tekið slátur í mörg ár og ég hef stundum fengið að sauma keppi. Þær tóku alltaf 20 slátur hér áður fyrr, en minna núna, sennilega 5 slátur. Er ekki alltaf verið að segja að slátur sé óhollt og of fitandi. Þetta er samt herra- mannsmatur. Magnús Sigurðsson, gerir ekkert. Nei. Það hefur ekki verið gert í mörg ár. Við kaupum bara eftir hendinni’ 163 á hverja heildverslun Rúmlega hundrað manns um hverja smásölu. Litlar birgðir í heildversluninni Það er þó a.m.k. ein atvinnu- grein, sem virðist blómstra hér á landi með miklum ágætum og það er verslunin, a.m.k. heildsalan. Samkvæmt athugun sem Snorri Egiison aðstoðarframkvæmda- stjóri Verslunardeildar SÍS hefur gert og greint er frá í nýjustu Samvinnufréttum, eru aðeins 163 íbúar um hverja heildverslun, 117 um hverja smásöluverslun og 68 íbúar á hverja verslunar- einingu, séu allar taldar. Snorri Egilson segir greinilegt að ekki sé litið til heildverslana um birgðahald því að birgðir hjá smásöluverslunum væru margfalt meiri en hjá heildverslunum. Snorri bendir einnig á að í árs- lok 1985 hafi svokallaðar bland- aðar verslanir - matvara og tals- vert af sérvöru -169 talsins, verið með birgðir upp á rúmlega 3 milj- arða kr. en birgðir allra heildverslana landsins, annarra en olíudreifingar, bílaumboða og byggingavöruverslana, námu þá 2.7 miljörðum kr. Á sama tíma voru á landinu 1485 heildverslan- ir sem áttu að þjóna 2069 smá- söluverslunum. Telja mætti samt á fingrum sér þær heildverslanir, sem hirtu um að liggja með birgð- ir og væri varan því gjarnan ekki fyrir hendi þegar smásalinn þyrfti á henni að halda. „Það liggur í augum uppi að þegar 1500 aðilar annast innkaup fyrir okkar litla land verður hag- kvæmni illa við komið og erlendir seljendur njóta helst þeirra að- stæðna, sem við búum til með þessum hætti,“ segir Snorri Egil- Iðnaður Starfsnám á Álafossi Yfír stendur nú á Álafossi starfsnám í fata-, vefjar- og skinnaiðnaði. Segja má að námið hafi fernskonar tilgang: að gera vinnustaðinn betri, að auka vinn- ugæðin, að bæta kjör starfsfólks- ins. að auka framleiðni. I fyrra var gert samkomulag um að koma á þessu starfsnámi. Lögð er áhersla á þjálfun starfs- þjálfara, þjálfun núverandi starfsfólks og þjálfun nýliða. Með þessu gera menn sér vonir um að lagður verði grundvöllur að fagmenntun í verksmiðjuiðn- aði í þessum greinum. Að því er stefnt að öllum starfsmönnum í þessum iðngreinum gefist kostur á að sækja námskeið á yfirstand- andi ári. mhg Ingvar Kristinsson leiðbeinir áhugasömum nemendum. Mynd: Sig. Skák Alþjóöamót í Ólafsvík Sjöunda landsbyggðarmót Skákar á 300 ára afmœli Ólsara. Nær Þröstur titli? Asunnudaginn hefst alþjóðiegt Góður árangur í mótinu gefur skákmót í Ólafsvík og eru áfanga að alþjóðlegum titli og keppendur tólf, þaraf fjórir er- beinast sjónir manna einkum að lendir. Þresti Þórhallssyni sem á Fyrirlestur Stjómun fiskveiða Rögnvaldur Hannesson prófessor ífiskihag- frœði með fyrirlestur í Idag klukkan 17.15 flytur RögnvaldurHannesson prófess- or í flskihagfræði við Verslun- arháskólann í Bergen í Noregi, fyrirlestur við Háskóla Islands á vegum viðskiptadeildar, í stofu 101 í Odda, sem hann nefnir Stjórnun fiskveiða: Markmið og leiðir. Fyrirlesturinn er öllum op- inn á meðan húsrúm leyfir. í umræddum fyrirlestri mun Odda, kl. 17.15 í dag prófessor Rögnvaldur fjalla um markmið fiskveiðistjórnunar og þær aðferðir við fiskveiðistjórn, sem líklegastar eru til þess að ná þeim markmiðum. í ljósi þess, að stjórnvöld beita sér nú fyrir end- urmati og endurskoðun á stjórn- kerfi fiskveiða hér á landi, er þess að vænta að efni þessa fyrirlesturs eigi sérstakt erindi til lands- manna. grh skömmum tíma hefur unnið sér tvo af þremur slíkum, en aðrir keppendur eru Jón L. Árnason, Karl Þorsteins, Sævar Þorsteins- son, Ingvar Ásmundsson, Björg- vin Jónsson, Dan Hansson, Tóm- as Björnsson, Danirnir Henning Danielsen og Lars Schandorff, Svíinn Robert Bator og Petter Haugli frá Noregi. Meðalstigafjöldi er 2373 stig og mótið í fimmta styrkleikaflokki. Til áfanga að alþjóðlegum titli þarf 5 Vz vinning í ellefu umferð- um. Tímaritið Skák stendur að mótinu ásamt Ólafsvíkurbæ, og er það sjöunda alþjóðlega mótið sem Skák heldur á landsbyggð- inni. Jafnframt er mótið þáttur í hátíðahöldum Ólsara vegna 300 ára kaupstaðarafmælisins. Mótið stendur til 16. október og eru veitt verðlaun fyrir sex efstu sætin, samtals tæpar 120 þúsund krónur. -m Flokkur mannsins Gegn kúgun í S-Afríku Undirskriftasöfnun um viðskiptabann á Suður-Afríku Á vegum Flokks mannsins er nú hafln undirskriftasöfnun þar- sem skorað er á ríkisstjórnina að gangast fyrir lögum um viðskipt- abann á Suður-Afríku, banna innflutning þaðan, útflutning þangað og alla þjónustu við suðurafrísk fyrirtæki eða ein- staklinga. Samskonar aðgerðir standa yfir á vegum systurhópa Flokks mannsins í um 50 löndum. „Við viljum ekki sitja aðgerðalaus og horfa á það ofbeldi sem milljónum manna er sýnt bara af því að þeir eru af öðrum kyn- þætti“. segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum söfnunarinn- ar. Listar verða sendir í fyrirtæki, skóla og til verkalýðsfélaga næstu daga. -m Ríkisstjómin hefur einmitt rætt þá lausn á Útvegsbanka málinu að kaupa bankann aftur Ástæðurnar eru örðugleikar \ við að skipta honum upp á réttan hátt 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.