Þjóðviljinn - 01.10.1987, Side 4

Þjóðviljinn - 01.10.1987, Side 4
Undanfarin þrjú ár hefur hér á íslandi ríkt góðæri, svo kröftugt og samfellt að elstu menn muna varla annað eins. Þetta góðæri reið í hlað skömmu eftir að verkalýðshreyíingin hafði orðið fyrir miklu áfalli við kjararánið 1983, og samtök launafólks hafa því haft minni áhrif en skyldi við að ráðstafa aflafengnum. Atvinnurekendur og ríkisvald á vegum þeirra hafa því haft á hendi forustu um hlutaskiptin í samfélaginu á þessum góðæristímum. Góðær- isféð hefur verið tekið í ýmsar framkvæmdir einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila, margar þeirra afar vafasamar frá sjónarhóli þjóðarhags. Fengnum hefur líka verið varið í stórauknaeinkaneyslu hjá þeim þjóðfélagshóp- um sem best máttu fyrir, með stórauknum gróða fjáraflamanna og með launaskriði sem fyrst og fremst hefur nýst þeim sem efst standa í píramídanum. Tilraunir til að fá ríki og atvinnurekendur til að nýta góðærið til almennra þarfa, til dæmis í húsnæðismálum, hafa gengið illa, meðal ann- ars vegna veikrar stöðu þeirra stjórnmálaafla sem helst eru fær um að bera fram hagsmuni alþýðu og samtaka hennar. Og sýnu háðu- legast er að þeir samfélagshópar sem verst voru settir fyrir góðæristímann standa enn í mjög svipuðum sporum. Samtök launafólks búa sig nú undir nýja kjarasamninga, og margt bendirtil að torsóttara verði að ná þeim en oft áður. Það var til dæmis augljóst að þegar launanefndin hækkaði laun nú um mánaðamótin mótaðist andstaða VSÍ af væntanlegum samningum. Ráðherranefnd sendi sjálfa sig til að gráta utaní fulltrúa Alþýðu- sambandsins, og því var hótað að ef verðhækk- anir undanfarinna mánaða yrðu bættar þá mundi verðbólgan koma, svipað og grýla í gamla daga og löggan á síðari tímum. Þetta áróðursbragð gekk ekki í almenning. Forystumenn launafólks bentu strax á að þeir hefðu staðið við sitt í baráttu við verðbólguna. Verðhækkanir væru ekki á ábyrgð launafólks eða samtaka þess, launaskriði hefði ekki verið velt af stað af ASÍ, BSRB eða öðrum helstu alþýðusamtökum. Nú hefur verið gripið til annarra áróðursvopna til að reyna að hindra að verkalýðshreyfingin sæki fram. Úr skúmaskotum ráðuneytanna og flokksskrifstofanna heyrist að vegna launaleið- réttinganna sé nauðsynlegt að fella gengið. Gengisfelling, - í einu lagi eða með sigi yfir ákveðið tímabil -, er alvarleg efnahagsaðgerð, sem ekki er gripið til nema neyð krefjist. Hún er sérlega alvarleg vegna þess að með henni eru miklir fjármunir færðir til milli aðila samfélags- ins, fyrst og fremst frá neytendum, launafólki, og til fyrirtækjanna. Þeir sem gerst þekkja til vita að þessa mán- uðina er hótunin um gengisfellingu gjörsamlega innantóm. Þessu hagstjórnartæki hefur hérlendis fyrst og fremst verið beitt til að bæta hag fyrirtækja í sjávarútvegi. En einmitt nú stendur sjávarnt - vegurinn í heild óvenju vel aðvígi. Samkvæmt tölum Þjóðhagsstofnunar stendur hann jútakk ágætlega eftir hækkunina í dag, einsog forseti ASÍ bendir á í nýlegri blaðagrein. öðrum útflutningsatvinnuvegum er enginn sérstakur hagur að gengisfellingu, nema ef til vill ferðamennsku og ýmissi annarri þjónustu þarsem launakostnaður hefur mikil áhrif, - en nýálagðir skattar á þessar greinar benda raunar ekki til þess að ríkisvaldi og atvinnurekendum standi sérstök ógn af afkomu fyrirtækja í þess- um atvinnuvegum. Jafnvel frá þröngum sjónarhóli fyrirtækjanna er engin ástæða til gengisfellingar, og gjörsam- lega útí bláinn að sveifla þeirri svipu yfir launa- mönnum. Það er hinsvegar, með orðum ASÍ-forsetans, „brýn þörf á samræmdri efnahagsstjórn og að- haldi í verðlagsmálurrT, þar sem ábyrgðin er fyrst og fremst ríkisstjórnarinnar. Samtök launamanna sýna þess öll merki að sækja fram á næstunni og krefjast aukins hlutar í góðærinu. Ef ríkisstjórnin treystir sér ekki til að hafa hemil á verðbólgunni eða genginu við þær að- stæður - þá á hún eitt ráð mjög gott. Að hætta. -m KUPPT OG SKORIÐ Dramað kringum Borgaraflokkinn Það var dramatískur dans í kringum Borgaraflokkinn þegar hann varð tii. Þorsteinn Pálsson nánast hrinti Albert Guðmunds- syni út úr Sjálfstæðisflokknum í beinni útsendingu hjá Ingva Hrafni, og í nokkra daga á eftir var fréttastjórinn á skjánum með þvílíkum helgisvip, að það var engu líkara en þar færi maður sem með eigin augum hefði séð nýtt meginland rísa úr sæ. Dramað hélt svo áfram í beinum útsendingum dagana á eftir. Fréttastjórinn hélt ekki vatni af hrifningu yfir Albert, og tók bakföll af Iotningu í hverri útsendingunni á fætur annarri. Vitaskuld endaði þetta með því að Flokkurinn snérist gegn vesal- ings Ingva Hrafni sem var á enda- num fluttur í sjálfskipaða einang- run upp í sveit til að velta fyrir sér hvort hann ætti að vera frétta- stjóri fyrir íhaldið eða Albert í framtíðinni. Út úr þeirri sveitaferð frétt- astjórans kom svo myrk yfirlýs- ing um að hann myndi ekki segja af sér..að þessu sinni. í framhaldinu stofnaði svo Al- bert Borgaraflokkinn, gaf ljós- myndara Þjóðviljans á kjaftinn á blaðamannafundi og felldi að því loknu opinber iðrunartár í sjón- varpinu yfir vonsku sinni gagnvart hinum sósíaiíska ljós- myndara. Guðmundur hver? Eftir þessa hressilegu byrjun og nokkuð frísklega kosninga- baráttu af hálfu Albertsmanna gerðu menn því skóna að flokk- urinn myndi setja svip á stjórnmálin næstu mánuði. En það er nú eitthvað annað. Það er einsog Borgaraflokkurinn hafí að loknum kosningum orðið einskonar ótímabærri hrörnun að bráð. Albert Guðmundsson knatt- spyrnuhetja týndist, þegar hann gat ekki lengur gert usla hjá íhaldinu og búið til píslarvott úr sjálfum sér. Hann var hins vegar ekki sá eini sem týndist. Hinir eru líka allir gleymdir með tölu. Man til að mynda nokkur eftir því, hver skipaði annað sætið í Reykjavík? Þar situr nefnilega yngsti þingmaður þjóðarinnar, sem í kosningabaráttunni var hylltur af flokksmönnum sínum sem fulltrúi unga fólksins. En Guðmundur Ágústsson lögfræðingur hefur ekki átt brýnna erindi til ungra kjósenda en svo, að beri nafn hans á góma fyrir einhverja tilviljun í orð- ræðum manna um stjórnmál, þá gerist hið óhjákvæmilega að menn spyrja: „Guðmundur hver?“ Pólitískt sárabindi Þegar dag tók að stytta og aðrir flokkar bretta venju samkvæmt upp ermarnar til að undirbúa starf vetrarins, gerðist hins vegar ekkert hjá Borgaraflokknum annað en að sumardáið breyttist í haustsvefn. Fyrir þá sem fylgjast með póli- tík kom þetta ekki á óvart. Lang- varandi ómegin Borgaraflokks- ins var þeim einungis staðfesting á því sem ljóst var í upphafi, að flokkurinn er án nokkurs pólit- ísks erindis við íslendinga. Enda væri það fullmikil tilætlunarsemi að gera ráð fyrir að flokkur sem er stofnaður til að vera fyrst og fremst pólitískt sárabindi við særðan metnað gamallar knatts- pymuhetju hefði yfírleitt nokkuð að segja um nokkum skapaðan hlut. Þögn Borgaraflokksins á sér því fyllilega rökréttar skýringar. Þessu gerðu kjósendur og upp- haflegir stuðningsmenn „hins milda afls“ sér hins vegar ekki grein fyrir. Og nú spyrja þeir hver annan: Hvað er orðið af flokkn- um okkar? Meira að segja Albert Guð- mundsson, sem að öðm jöfnu hefur haft betri tilfinningu fyrir fótbolta og stórvindlum en pólit- ískum veðrabrigðum, skynjaði að menn voru farnir að líta á Borgaraflokkinn einsog gamla vindsæng, sem loftið var næstum allt sitrað útúr. Forystan ákvað því að kosta öllu til að gera landsfundinn sem veglegastan og láta þar sam- þykkja flokknum skarpa stefnu, sem hryndi öllum ásökunum um að flokkurinn væri innatómur og erindislaus. Æðruleysi Ásgeirs En, örlögin em grimm. Á landsfundi Borgaraflokksins gerðist einungis tvennt sem sagan mun geyma. Hið fyrra er svo makalaust, að því er á engan veginn hægt að gera skil í stuttu máli. En það var vitaskuld þátttaka Árna Johnsen, varaþingmanns Sjálfstæðis- flokksins, í umræðum á lands- fundinum. Árni mætti sem blaða- maður Mogga, en var fyrr en varði kominn í hörkudeilur úr pontu við viðstadda, til að verja meintar fréttafalsanir sínar af fundinum. Svona hefur aldrei gerst áður, en hér er vitanlega komin leið fyrir Áma fallkandí- dat, til að komast aftur á þing þrátt fyrir kosningatap sitt. Hann þarf ekki annað en láta þá Styrmi og Matthías gera sig að þingfrétt- aritara fyrir Moggann. Þar þarf hann ekki annað en halda áfram svipuðum fréttaflutningi og af landsfundi Borgaraflokksins, og getur þá hvenær sem þing- mönnum þykir á sig hallað í Morgunblaðinu sveiflað sér í pontu Alþingis til að taka þátt í umræðum... Hið síðara tengdist varafor- mannskjörinu. Ágætur pylsusali úr miðborg Reykjavíkur, Ásgeir Hannes Eiríksson, kom í pontu til að lýsa yfir að hann drægi sig til baka úr keppninni um embættið. Um leið lýsti hann yfir stuðningi við Júlíus Sólnes, en gerði það með svo írónískum hætti að það var hrein unun að lesa um það í blöðunum. Einsog margir þekkja er til vel þekkt bæn alkóhólista, þar sem guð er beðinn um að gefa mönnum æðruleysi í baráttunni við þann illa vágest, alkóhólið. Aðfari Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar, pyslusala og sjentil- manns, að stuðningsyfírlýsing- unni við Júlíus Sólnes, var ein- mitt tilvitnun í þá hina merku bæn. Orðrétt: „Guð gefi mér æðruleysi. Ég sting upp á Júlíusi Sólnes. -ÖS þlÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltatjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fróttaatjóri: Lúövík Geirsson. Blaöamenn: Garöar Guöjónsson, Guömundur Rúnar Heiöarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, ’ Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiösson " (íþróttir), Magnús H. Gíslason, MöröurÁrnason, ólafurGíslason, Ragnar Karlsson, Siguröur Á. Friöþjófsson, Stefán Ásgrímsson, Vil- borg Davíösdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Siguröur Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: Sævar Guöbjömsson, Garöar Sigvaldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjórl: Guðrún Guömundsdóttir. Skrifatofuatjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guörún Guövaröardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guömunda Krist- insdóttir. Símvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. útbrelöslu- og afgreiöslustjóri: Höröur Oddfríðarson. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Maanúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgrelösla, ritstjórn: Sföumúla 6, Reykjavík, sími 661333. Auglýslngar: Síöumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmlöja Þjóöviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. Verö í lausasólu: 55 kr. Helgarblöö: 65 kr. Askriftarverö á mánuöi: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. október 1987

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.