Þjóðviljinn - 03.10.1987, Side 3
FRÉTTIR
Afvopnun
Island með frystingu
Steingrímur Hermannsson utanríkisráðherra: ísland mungreiða
atkvœði með sœnsk-mexíkönsku tillögunni umfrystingu
kjarnorkuvopna efhún kemurfram. Hefenga ástœðu til að œtla
annað en ríkisstjórnin sé sammála
Steingrímur Hermannsson
segir að íslenska sendinefndin
á allsherjarþingi muni greiða at-
kvæði með tillögu Svía, Mexík-
ana og fleiri rfkja um frystingu
kjarnorkuvopna komi hún enn
fram á þinginu nú. Undanfarið
hefur ísland verið í hjásetuhópi á
þinginu um þessa tillögu meðan
aðrar Norðurlandaþjóðir hafa
stutt hana.
Steingrímur sagði á fundi
Framsóknarkvenna í fyrrakvöld
að hjáseta íslendinga væri „háðu-
leg“, og hann sagði aðspurður við
Þjóðviljann í gær að þessi orð
mætti túlka þannig að ísland
styddi nú tillöguna, sem Banda-
rílcin, Bretland, Frakkland og
nokkur lönd önnur hafa hingaðtil
lagst gegn.
Telurðu að ríkisstjórnin styðji
þetta?
- Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað, ég hef skýrt ráðherra-
nefnd um utanríkismál frá því, og
þetta er fullkomlega í samræmi
við stefnu stjórnarinnar, enda
hafa ýmis Nató-ríki greitt tillög-
unni atkvæði.
- Undanfarið hefur staðan f
þessum málum breyst mjög, og
það er full ástæða til að við endur-
skoðum fyrri afstöðu þar. Hins-
vegar er spurning hvort tillagan
kemur fram á þessu þingi þarsem
stórveldin eru nú að ræða um
fækkun ákveðinna vopna, sem að
sumu leyti gengur lengra en til-
lagan.
Á næstsíðasta alþingi hótaði
Sjálfstæðisflokkurinn stjómar-
slitum ef Framsóknarmenn
styddu tillögu um stuðning við
Mexfkó og Svía hjá SÞ. Áttu von
á andófi frá Sjálfstæðismönnum
nú?
- Það er kannski of mikið sagt
að þeir hafi hótað stjómarslitum,
en utanríkisráðherra var þá
Sjálfstæðismaður og ekki eðlilegt
að stjómarflokkur greiddi at-
kvæði gegn ákvörðun utanríkis-
ráðherra, enda var hún þá ekki í
ósamræmi við stefnu stjórnarinn-
ar. Ég trúi því ekki að Sjálfstæðis-
menn leggist nú gegn þessu, það
hljóta alhr að vera á móti kjarn-
orkukapphlaupinu. -m
Holiday Inn
Reykjavík
- árí síðar
,Ári eftir leiðtogafundinn f
Reykjavík - vonir og vandamál“
er yflrskrift alþjóðlegra hring-
borðsumræðna sem fram fara nú
um heigina í Hoiiday Inn-hótelinu
f Reykjavfk.
Umræðurnar em á vegum sam-
takanna ILF, sem Þjóðviljales-
endur kannast við af greinaskrif-
um í vikunni, og em þátttakend-
ur meðal annars Irving Stolberg
þingforseti fylkisþingsins í Conn-
ecticut í Bandaríkjunum, Vitality
Korotitsj ritstjóri Ogonjok-
tímaritsins í Sovét (við hann er
rætt hér á opnunni), Alfred Mac-
htersheimer þingmaður græn-
ingja í Bonn og Milena Stambol-
iska varaforseti búlgarska þing-
sins. Þrír íslendingar flytja stutt
erindi, þau Guðrún Agnarsdótt-
ir, Ólafur Ragnar Grímsson og
séra Gunnar Kristjánsson.
Sjö hérlendir friðarhópar nafa
séð um undirbúning umræðn-
anna hérlendis, en þær hefjast
klukkan tíu í dag og lýkur síðdeg-
is á morgun. -m
Afvopnun
Fagna afstöðu
Steingríms
Hjörleifur Guttormsson: Vona aðfyrirorðum
utanríkisráðherra séfull innistceða ístjórn og á þingi
Eg fagna þessari afstöðu utan-
ríkisráðherra, sagði Hjör-
Ieifur Guttormsson sem sæti á f
utanrfkisnefnd alþingis, - það er
ánægjulegt að nú sjást merki um
breyta afstöflu til ýmissa utanrfk-
ismála hjá Steingrími Hermanns-
syni frá þvf sem var f sfðustu rfkis-
stjórn.
- Gagnvart frystingartillög-
unni frá Svíum og Mexíkönum er
komið annað hljóð í strokkinn en
á síðasta þingi. Þá, og einnig á
næstsíðasta þingi, bar ég fram til-
lögu um að ísland styddi þessa
tillögu hjá Sameinuðu þjóðun-
um. Formaður þingflokks Fram-
sóknarflokksins, Páll Pétursson,
lýsti stuðningi flokksins við mitt
mál, en formaður Sjálfstæðis-
flokksins hótaði stjórnarslitum ef
tillaga mín yrði samþykkt með
stuðningi Framsóknarmanna, og
þeir létu beygja sig með þessari
hótun.
- Ég vona að það sé full inni-
stæða fyrir þessari afstöðu utan-
ríkisráðherra, og öðrum áherslu-
breytingum hans í utanríkismál-
um, þegar á reynir innan ríkis-
stjórnarinnar og ekki síst á al-
þingi innans skamms. _m
Bessastaðir
Skorað á Vigdísi
fslenskar mæður eru vel upplýstar og eru áfram um að eyðnipróf eigi sér stað ó meðgöngutlma að sögn Ijósmæðra.
Mœðravernd
Forsetaritari: Býst við ákvörðun fyrir jól
Stjórn Kvenréttindafélags ís-
lands mun í þessum mánuði
ganga á fund Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta og afhenda henni
áskoranir frá aðalfundi félagsins
og frá aðildarfélögum þess um að
hún gefi kost á sér vifl forsetakjör
á næsta ári.
Lára Júlíusdóttir formaður
KRFÍ sagði Þjóðviljanum í gær
að slík áskorun hefði verið sam-
þykkt á aðalfundi félagsins í vor,
en þá jafnframt ákveðið að gefa
aðildarfélögum kost á að leggjast
á árina, og hefðu þau brugðist við
í sumar. Þegar hefur verið beðið
um viðtal við forseta en ekki enn
fullákveðið um tíma.
Á Landsþingi Kvenfélagasam-
bandsins skrifuðu flestir þingfull-
trúar undir áskorun sama efnis,
og Komelíus Sigmundsson fors-
etaritari sagði Þjóðviljanum að
Vigdísi hefðu undanfarið borist
slíkar áskoranir frá ýmsum fé-
lögum, samtökum og einstak-
lingum, en taldi ekki rétt að gefa
upp nöfn þeirra að sinni.
Komelíus sagðist búast við að
forseti tæki ákvörðun um þetta á
þessu ári en benti á að nægur tími
væri enn til stefnu.
Kjörtímabil forseta rennur út
31. júlí á næsta ári, og yrði kosið
26. júní ef fleiri en einn verða í
kjöri. Framboðum þyrfti að skila
fyrir 21. maí.
Kjörtímabilið sem nú stendur
yfir er hið ellefta síðan alþingi
kaus Svein Bjömsson 1944. Síð-
an hefur þjóðin gengið þrisvar að
kjörborði til að velja húsráðanda
að Bessastöðum, en sitjandi for-
seti hefur ævinlega verið einn í
framboði, og því sjálfkjörinn,
hafi hann gefið kost á sér. Sveinn
lést í embætti í lok síðara kjörtím-
abils síns, Ásgeir Ásgeirsson sat
fjögur kjörtímabil, 1952-1968,
Kristján Eldjám var forseti þrjú
kjörtímabil, 1968-1980, og Vig-
dís lýkur á næsta ári öðru kjör-
tímabili sínu.
-m
Eyðnipráf í fyrstu skoðun
Haraldur Briem á Rannsóknadeild Borgarspítalans: Eyðnismit ekki
fundist hjá neinum ófrískum konum hérlendis enn sem komið er
Frá áramótum eða svo hefur ó-
frískum konum hér á landi
staflifl tíl boða að gangast undir
eyflnipróf, og það er orðið n\jög
algengt afl þær notfæri sér þafl,
sagði Haraldur Briem læknir á á-
hætturannsóknastofunni á Rann-
sóknadeild Borgarspítalans, enda
sýnir reynslan frá Skandinavíu að
99% kvenna vilja eiga kost á slíku
eyðniprófl.
„Gangur mála er sá að blóð-
sýni em tekin og send í mótefna-
mælingu. Hluti af þeim kemur til
Ráðhús
Borgarbúar hunsaðir
Tillögu borgarfulltrúaAlþýðubandalagsins um almenna atkvœða-
greiðslu vísað frá
Iumræðum um byggingu ráð-
húss í borgarstjórn í fyrrakvöld
lögðu borgarfulltrúar Alþýðu-
bandalagsins fram tUlögu þess
efnis afl efnt yrði tU almennrar
atkvæðagreiðslu meflal borgar-
búa og þeir spurðir í fyrsta iagi
hvort byggja eigi ráðhús og í öðru
lagi hvort það eigi að rísa f Tjöm-
inni. Á meðan yrði afgreiðslu
málsins frestað.
í máli Kristínar Á. Ólafsdóttur
þegar hún fylgdi tillögunni úr
hlaði sagði hún að bygging ráð-
hússins væri slikt stórmál að það
væri meiriháttar hroki og vald-
níðsla fhaldsmeirihlutans að
ganga framhjá því að efna til al-
mennrar atkvæðagreiðslu um
málið meðal borgarbúa ef til-
lagan yrði felld.
I minniháttar skoðanakönnun-
um sem um byggingu ráðhússins
hafa farið fram í fjölmiðlum hefði
komið fram að mjög svo skiptar
skoðanir væru meðal borgarbúa
um málið og það hefði alls ekki
borið á góma í borgarstjómar-
kosningunum fyrir rúmu ári.
Þama væri um að ræða stórfé sem
vel mætti nýta í brýnum félags-
legum aðgerðum, sem ekki væri
vanþörf á að leysa í borginni- og
því væri það réttlát krafa og lýðr-
æðisleg að borgarbúar fengju ein-
hverju um að ráða þegar ráðist
væri í eins fjárfrekar framkvæmd-
ir og bygging ráðhússins óhjá-
kvæmilegt væri.
En lýðræðisást íhaldsins náði
ekki lengra en það í þetta sinn
sem endranær að frávísunartil-
laga borgarstjóra um tillöguna
náði fram að ganga og var sam-
þykkt með 9 atkvæðum gegn
fímm atkvæðum minnihlutans en
fulltrúi Framsóknarfloksins sat
hjá. grh
okkar, en hluti er mældur í Blóð-
bankanum. Hingað koma öll
áhættusýni, enda er Rannsókna-
stofa Háskólans í veimfræði í
Ármúlanum ekki komin í gagnið
ennþá, en verður líklega seinna á
árinu,“ sagði Haraldur.
„Eyðnipróf þetta er ekki
skylda, en líta má á það sem hluta
af mæðravemd,“ sagði Haraldur,
og bætti við að hingað til hefðu
ekki fundist neinar ófrískar kon-
ur hérlendis sem smitaðar væm af
eyðni.
- Blóðsýni í þessu skyni em
tekin þegar ófrískar konur mæta í
fyrstu skoðun, nema þær hafi á
móti því, sagði Helga Daníels-
dóttir yfirljósmóðir á mæðradeild
Heilsuverndarstöðvarinnar.
Að sögn Helgu mæta konur á
landsvísu yfirleitt í fyrstu skoðun
ekki seinna en tólf vikum eftir
síðustu tíðir, og sumar fyrr.
Helga var spurð hvort bams-
hafandi konum þætti eyðnisjúk-
dómurinn færður óþægilega ná-
lægt sér með eyðniprófun í fyrstu-
skoðun, og svaraði hún því
neitandi. „Þær em það vel upp-
lýstar og óhræddar við þetta, og
em beinlínis áfram um að eyðnip-
rófun eigi sér stað,“ sagði Helga.
HS
Laugardagur 3. október 1987 tjÓÐVIUINN - SÍÐA 3