Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 6. október 1987 221. tölublað 52. árgangur Forseti íslands Tíl Italíu Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór I opinbera heimsókn til Italíu í gær. I fylgd forsetans er m.a. Steingrímur Hermannsson. Heimsókniunni lýkur á föstudag. Francesco Cossiga, forseti ítal- íu tók á móti Vigdísi í gær í Quirinale-höll, en þar mun Vig- dís dvelja á meðan á heimsókn- inni stendur. Síðdegis í gær hitti svo forsetinn ráðherra og hátt- setta embættismenn en um kvöldið hélt Ítalíuforseti kvöld- verðarboð til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur. í dag mun forsetinn leggja blómsveig á leiði óþekkta her- mannsins að viðstöddum vamar- málaráðherra Ítalíu. Þá mun for- setinn hitta borgarstjóra Rómar- borgar að máli. Forsætisráðherra Ítalíu, Giovanni Goría heldur há- degisverðarboð til heiðurs fors- eta íslands. Um kvöldið heldur svo Vigdís kvöldverðarboð til heiðurs forseta Ítalíu. -Sáf Fiskvinnsla á ísafirði r, Konur segja upp Soffía Skarphéðinsdóttir, trúnaðarmaður: Raunhœfleið til kjarabóta. Langmestur hluti kvenna hjá Norðurtanganum h/fþátttakendur. Pétur Sigurðsson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs: Okkarfólk og félaginu til sóma Langmestur hluti þeirra kvenna sem vinna við pökkun og snyrtingu hjá Hraðfrystihúsi Norðurtangans Vr á ísafirði hefur sagt upp störfum frá og með síð- ustu mánaðamótum, með þriggja mánaða uppsagnarfresti, til að knýja á um betri laun í fiskvinns- lunni,“ segir Soffía Skarphéðins- dóttir, trúnaðarmaður og fisk- vinnslukona hjá Norðurtangan- um. Að sögn Soffíu var haldinn fundur meðal kvennanna fyrir skömmu þar sem rætt var um uppsagnimar sem leið til kjara- bóta og hafa undirtektirnar verið firnagóðar. Er mikill hugur með- al fiskvinnslukvennanna og eru þær á því að þetta sé eiha raun- hæfa leiðin til að ná betri kjörum, og hafa 20-30 konur sagt upp störfum. Á ísafirði sem og annars stað- ar, í bæjum og þorpum þar sem fiskvinnsla er undirstaða alls at- vinnulífs, blöskrar mörgum hvað fiskvinnslufólkið hefur farið hall- oka í samanburði við aðrar stéttir f launamálum að undanförnu, eða allt frá því að desember-samningarnir vom gerðir í fyrra. Hafa atvinnu- rekendur sums staðar séð sitt óvænna og boðið fiskvinnslu- fólkinu launabætur til að halda því í vinnu og hefur fiskvinnslu- fólki, meðal annars hjá íshús- félagi ísfirðinga fyrir skömmu, verið boðinn toppbónus ofan á tímakaupið til að lægja verstu óá- nægjuraddirnar. Að sögn Péturs Sigurðssonar, formanns Verkalýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og forseta Al- þýðusambands Vestfjarða, hlaut að koma að því að fólkið risi upp og skipulegði sig sjálft til að ná bættum kjörum. „Þær konur sem standa að þessu eru trúnaðarmenn á sínum vinnustað og eru verkalýðsfé- laginu til sóma,“ sagði Pétur Sig- urðsson. -grh Rœkjusjómenn Hóta að sigla í land Akvörðun yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins stendur óhögguð þrátt fyrir mót- mæli rækjusjómanna, enda engin lagaheimild til að taka ákvörðun- ina upp til endurmats. Ég lít á þessi mótmæli fyrst og fremst gegn störfum yfirnefndarinnar og ef þeir standa við hótun sína að sigla flotanum í land er það mál sjómanna og útgerðar, segir Benedikt Valsson, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun og odda- maður yfirnefndar. Mikil óánægja ríkir meðal rækjusjómanna vegna verðák- vörðunar yfirnefndar Verð- lagsráðs á rækju sem gildir frá 1. október til 31. janúar á næsta ári. Um helgina bárust mótmæli frá áhöfnum 56 skipa og einnig frá samtökum rækjusjómanna við ísafjarðardjúp. Telja sjómenn það mikla ósvinnu við þá að lækka þá í kaupi á sama tíma og landmenn fá fuliar verðbætur á sín laun. Hafa þeir sagt að ef eng- in breyting verði á sigli þeir skip- unum í land. „Við rækjuseljendur buðum rækjuvinnslunni frjálst verð í Verðlagsráði áður en málið fór til irnefndar, en þeir höfnuðu því. staðinn beittu þeir oddamanni ríkisins í yfirnefndinni til að fá fram rækjuverð sem er lægra en þeir sjálfir hafa borgað fyrir rækj- una, og er nýja verðið um 11- 12% lægra en áður var,“ segir Sveinn H. Hjartarson, hjá Lands- ambandi íslenskra útvegsmanna. Verð á rækju óskelflettri í vinnsluhæfu ástandi næsta verð- lagstímabil er 55 krónur fyrir 230 rækjur og færri í einu kílói , 50 krónur fyrir 231-290 rækjur i kíl- ói, 45 krónur fyrir 291-350 rækjur í kílói og 20 krónur fyrir undir- málsrækju, 351 rækju í kílói eða fleiri. Verðið er uppsegjanlegt frá 1. nóvember 1987 með viku fyrir- . -grh Vetur er genginn í garð og bílstjórar (Reykjavík þurftu að taka fram snjósköfumar þegar bílarnir vom ræstir I gærmorgun við mikla kæti ungu kynslóðar- innar. Mynd E.ÓI. VMSÍ Gegn iimflutningi verkafólks Verkamannasambandið skorar á verkalýðsfélögin að mœla gegn atvinnuleyfum útlendinga. Sigurður T. Sigurðsson, FLlíf: Innflutning- ur á vinnuafli til að halda launum niðri vara. - Það er vitanlega hin mesta ósvinna að atvinnurekendur geti flutt svo til óhindrað inn erlent vinnuafl til þess að halda launum íslensks verkafólks niðri. Staerst- ur hluti þess fólks sem kemur hingað í atvinnuleit, er ekki hing- að kominn vcgna launanna, held- ur tU að kynna sér land og þjóð og staldrar við í skamman tíma, sagði Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði. Stjórn Verkamannasambands- ins hefur skorað á aðildarfélög sambandsins að mæla gegn frek- ari starfsleyfum fyrir erlent verk- fólk, meðan ósamið er við at- vinnurekendur um kaup og kjör. Verkalýðsfélögin eru aðeins um- sagnaraðili um atvinnuleyfi til handa útlendingum hér á landi og er félagsmálaráðherra því í sjálfs- vald sett að veita útlendingum atvinnuleyfi, þótt verkalýðsfé- lögin mæli því á móti. Félagsfundur Hlífar samþykkti nýlega að félagið hafnaði öllum umsóknum erlendra manna um atvinnu hér á landi þar til leiðrétt- ing væri fengin á launum verka- fólks, sem félagið getur sætt sig við. - Meðan laun í frumvinnslu- greinunum eru jafn lág og raun ber vitni, mun Hlíf ekki geta mælt með starfsleyfum handa útlend- ingum hér á landi, til að halda laununum niðri, sagði Sigurður T. Sigurðsson. Óskar Hallgrímsson hjá félags- málaráðuneytinu sagði að ford- æmi væru fyrir því að ráðherra hefði veitt starfsleyfi handa út- lendingum,~'f>ö að viðkomandi verkalýðsfélag hefði ekki mælt með veitingu starfsleyfis, en í DV í gær er haft eftir Guðmundi J. Guðmundssyni, formanni Verkamannasambandsins, að þess væru engin dænii. Óskar sagði að í ágústlok hefðu gild atvinnuleyfi verið nokkuð á sjöunda hundraðið. - Það kæmi mér ekki á óvart að rúmur helm- ingur þessara leyfa væri til starfs- fólks í fiskvinnslu. Aftur á-móti hafa verið gefin út 208 svokölluð fyrirframleyfi frá maí til septemb- er handa starfsfólki í fiskvinnslu. En ég veit vitanlega ekki hversu mikið af þeim hefur verið nýtt, sagði Óskar. -rk ólafsvík Meirihlutinn sprunginn Bæjarstjórnarmeirihluti Al- þýðubandalags, Alþýðu- flokks og Samtaka lýðræðissinna á Ólafsvík sprakk í gær er bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, Herbert Hjelm, formaður bæjar- ráðs, sagði sig úr meirihlutanum með bókun á bæjarstjórnarfundi. Ástæða þess að Alþýðu- bandalagið ákvað að hætta sam- starfinu er ágreiningur við bæjar- stjórann, Krístján Pálsson, bæjarfulltrúa Samtaka lýðræðis- sinna. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans hefur Kristján farið sínu fram án þess að taka tillit til skoðana annarra fulltrúa meiri- hlutans. Kristján hefur sótt stuðning til fulltrúa minnihlutans og jafnvel farið á bak við alla bæjarstjórnina. Ágreiningurinn við bæjarstjór- ann hefur einkum snúist um fjármál, og skuldbindingar bæjarins. -Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.