Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 16
Aðalsími
681333
Kvöldsími
681348
Helgarsími
681663
DJÓÐVILIIN
Þriðjudagur 6. október 1987 221. tölublað 52. órgangur
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
Suðurnes
Snúum vöm í sókn
Stofnun nýs útgerðarfélags í burðarliðnum. Stefnt að 100 milljónum króna íhlutafé.
Logi Þormóðsson: Reynum að halda bátum og kvótum áfram á Suðurnesjum
Markmið og tilgangur með
stofnun nýs útgerðarfélags
hér á Suðurnesjum er að reyna að
sporna við þeirri þróun að héðan
séu seld fískiskip, togarar og
kvótar úr byggðarlaginu, sagði
Logi Þormóðsson, stjórnarfor-
rnaður Fiskmarkaðs Suðurnesja.
Verulegur skriður er nú kom-
inn á undirbúning stofnunar stórs
útgerðarfélags á Suðurnesjum
sem ætlunin er að geri út nokkra
báta og selji afla sinn í gegnum
fiskmarkað. Stefnt er að því að
safna saman hlutafé allt að 100
milljónum króna.
Að sögn Loga Þormóðssonar
hefur hlutafjáröfnunin gengið
allvel og margir lýst yfir miklum
áhuga á að vera með í stofnun
fyrirtækisins, sem miðar að því að
snúa vörn í sókn í fiskveiðimálum
kjördæmisins.
Undirbúningsfundur fyrir
stofnun fyrirtækisins verður 18.
október næstkomandi, ef að lík-
um lætur. Þingmenn kjördæmis-
ins hafa tekið hugmyndinni afar
vel, enda veitir ekki af miklum
stuðningi við stofnun fyrirtækis-
ins því nú þegar eru fjórir bátar til
sölu á Suðurnesjum, með kvóta,
en með tilkomu þessa útgerðarfé-
lags er þess að vænta að hægt
verði að halda þeim innan Suður-
nesja. -grh
Mannleg mistök
„Orsök sprengingarinnar í Járn-
blendiverksmiðjunni síðdegis á
laugardaginn var röð tilviljana og
mannleg mistök,“ sagði Gunn-
laugur Hjörleifsson, deildarstjóri
hjá Járnblendinu á Grundar-
tanga.
900 stiga heitum málmi var
hellt í ker með vatni í og orsakaði
það kröftuga sprengingu sem
rauf stór stykki úr verksmiðju-
húsinu. Mikil mildi var að engin
slys urðu á mönnum.
Ellefu menn voru við vinnu á
Grundartanga þegar sprengingin
varð. Tveir menn voru við vinnu
nálægt þeim stað þar sem ósköpin
dundu yfir en þá sakaði ekki.
grh
Fiskmarkaðir
Samræmdur
uppboðsb'mi
Við funduðum um helgina og
komumst að þeirri niður-
stöðu að samræma uppboðstíma
beggja markaðanna til hagsbóta
fyrir fískkaupendur sem margir
hverjir skipta við báða markað-
ina. Uppboðstíminn verður því
eftirleiðis þannig að Faxamark-
aður opnar klukkan 7.30 á mor-
gnana og við klukkan 9.00, sagði
Einar Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Fiskmarkaðarins í Hafnar-
fírði.
Nokkurrar óánægju hafði gætt
að undanförnu meðal fiskkaup-
enda vegna þess hve skammur
tími væri oft til stefnu að ná í báða
fiskmarkaðina vegna þess hve
uppboðstímar þeirra voru með
skömmu millibili,
Að sögn Einars var í
samkomulaginu tekið tillit til um-
ferðarþungans á morgnana, þeg-
ar tímasetningin var ákveðin.
Betra þótti að byrja uppboðin á
Faxamarkaðinum og beina síðan
umferðinni suður eftir á móti um-
ferðinni, þar sem mun greiðara er
þá að keyra suður í Hafnarfjörð
heldur en að keyra til Reykjavík-
ur. Einnig var tekið með í dæmið
að Fiskmarkaðurinn í Hafnar-
firði er oft á tíðum með meiri afla
til sölu en Faxamarkaðurinn og
því þótti henta vel að láta hann
byrja og sá hafnfirski kæmi síðan
á eftir. ~8r*1
Ólafsvíkurskák
Fljúgandi start
hjá Björgvin
Sjöunda alþjóðaskákmót
landsbyggðarinnar stendur nú
yfir í Olafsvík, og var önnur um-
ferð tefld í gærkvöldi. Það sætir
mestum tíðindum í upphafi móts-
ins að ungur Njarðvíkingur,
Björgvin Jónsson, hefur fengið
fljúgandi start; hann vann Karl
Þorsteins í gærkvöldi og á
hartnær unna biðskák gegn Jóni
L. Árnasyni úr fyrstu umferð.
Titilhafar á mótinu eru þrír.
Auk þeirra tveggja sem Björgvin
hefur leikið svo grátt teflir Sævar
Bjarnason á mótinu.
Að loknum tveimur umferðum
eru Daninn Danielson og Þröstur
Þórhallsson efstir með 1,5 vinn-
inga, en takist Björgvin að vinna
biðskákina gegn Jóni L. nær hann
efsta sætinu.
Teflt er í nýju, stórglæsilegu fé-
lagsheimili í Olafsvík og að sögn
skákstjórans, Torfa Stefáns-
sonar, hafa heimamenn fiöl-
mennt á mótið. HS
Ólafur Ragnar Grímsson, séra Gunnar Kristjánsson, Romesh Chandra forseti Alþjóðlegu friðarhreyfingarsamtakanna ILF, og Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra, en hann ávarpaði fundinn. Nauðsynin á nýjum viðhorfum í alþjóðamálum var ofarlega á þaugi meðal þátttakenda í hringborðsumræðun-
um um helgina. Mynd: Sig.
Friðarhreyfingar
Gegn heimspeki sbíðsins
Við verðum að berjast gegn
heimspeki stríðsins. Það er
ekki nóg að ræða afvopnunartil-
lögur og vilja eyða flugskeytum.
Við verðum ekki síður að kljást
við það hugarfar sem gerir stríðs-
rekstur mögulegan, sagði Vítali
Korotistsj, ritstjóri sovéska viku-
ritsins Ogonjok, einn þátttakenda
í hringborðsumræðum um
Reykjavíkurfundinn fyrir ári og
framvindu sambúðarmála síðan.
Alþjóðlegu friðarhreyfinga-
samtökin ILF stóðu fyrir hring-
borðsumræðunum, og snerust
umræður einkum um almenn-
ingsálitið í heiminum og samn-
inga stórveldanna, Bandaríkj-
anna og Sovétríkjanna, um af-
vopnun.
Steingrímur Hermannsson ut-
anríkisráðherra ávarpaði fundinn
og sagði að samkomulagið sem
nú væri í augsýn um útrýmingu
meðaldrægra kjarnorkuflauga
væri risaskref í þá átt að stöðva
vígbúnaðarkapphlaupið.
Þátttakendur lögðu áherslu á
að Reykjavíkurfundurinn fyrir
ári hefði verið upphafið að því að
ieita leiða til að fækka og útrýma
kjarnorkuvopnum. „Reykjavík
er orðin tákn um nýja framtíð,“
sagði hollenski þingmaðurinn ur um meðaldrægar kjarnaflaug-
Frans J.F. Uyen. ar hafi verið umræðugrundvöllur
Þátttakendur hringborðsum- hringborðsumræðnanna. „Samn-
ræðnanna sameinuðust um að ingur þessi, sem allt bendir nú til
senda Reagan og Gorbatsjof að þið munið undirrita fyrir hönd
skeyti. í skeytinu segir meðal Bandaríkjanna og Sovétríkj-
annars að hinn sögulegi samning- .anna, samræmist dýpstu tilfínn-
ingum og viðleitni þjóða heims,“
segir þar.
Þátttakendur voru frá 17
löndum í Evrópu, Norður- og
Suður-Ameríku, Asíu og Afríku.
Þá sóttu fundinn 35 fulltrúar ís-
lenskra friðarhreyfínga. HS
Föstudagskvöld
Pakkaður miðbær
Miðbærinn á föstudagskvöld-
um er eins og á 17. júní, og
þannig er það búið að vera um
hverja helgi í allt sumar, sagði
Vilborg Jónsdóttir, starfsmaður
Útideildar, en mannsöfnuðurinn í
miðbænum þótti með mesta móti
síðastliðið föstudagskvöld.
Unglingarnir koma seinna en
áður tíðkaðist, yfirleitt ekki fyrr
en um miðnætti, og blandast síð-
an þeim sem koma af
skemmtistöðunum. Mest er um
15 og 16 ára krakka, en annars
eru þau frá 19 ára aldri og allt
niður í 12 ára börn, sem aftur
vekur spuminguna hvar foreldrar
þeirra séu og hvað þeir séu að
hugsa,“ sagði Vilborg.
Aðspurð sagði Vilborg að
starfsfólk Útideildar hefði
áhyggjur af því hvernig krakk-
arnir kæmu sér heiin. „Það er
ekki nema þriðjungur þeirra sem
fer heim með síðasta strætó, og
hin þá flest á puttanum. Hluti
þeirra kemur frá nágranna-
sveitarfélögunum og eiga því um
langan veg að fara til að komast
heim.
„Ástandið núna er svipað og
það var ’82, en það ár urðu miklar
umræður í Félagsmálaráði um
hugsanlega kynferðismisnotkun
á unglingum þegar þeir voru að
puttast heim um miðjar nætur,“
sagði Vilborg.
Útideild skrifaði Félagsmála-
ráði bréf um miðjan september
og vakti athygli á ástandinu í mið-
bænum á föstudagskvöldum. í
bréfinu segir meðal annars að
það sem einkenni þessi kvöld séu
mikil spenna í loftinu, drykkja,
hávaði, slagsmál og flöskubrot.
Þá bendir Útideild á að bæta
þurfí tómstundaaðstöðu fyrir
unglinga, og koma meðal annars
til móts við þann hóp sem ekki
sækir félgsmiðstöðvarnar.
HS