Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 2
r-SPURNINGIN— Áttu von á hörðum vetri? Helgi Páll Svavarsson nemi Já, ég býst við því. Hann byrjar dálítið snemma núna með snjó í Esjunni strax í byrjun október. Inga Lúthersdóttir nemi Nei, ég vona alla vega að hann verði ekki harður. En eins og út- litið er í dag veit maður aldrei. Þórhildur Kristjánsdóttir sölumaöur Maður verður bara að vona það besta, en annars hugsa ég ekki svo langt fram í tímann. Karl Guðmundsson rafeindavirki Ekkert frekar, en annars spái ég ekki mikið í þessa hluti, enda á ég lítið undir veðri. Helga Gísladóttir kennari Ég held ekki. Þetta verður góður vetur. Ég finn það á mér. FRÉTTIR Kringlan Dýrkeyptir iðnaðaimenn Kaupmenn þráast við að borga það sem iðnaðarmenn setja upp. Halldór Magnússon Málarameistarafélaginu: Kemur ekki á óvartþótt menn deili. Gunnar Björnsson: Kunnugt um ágreining Ymsir iðnmeistarar sem sáu um verklegar framkvæmdir inn- andyra í Kringlunni, hafa lent í erfíðleikum við að innheimta fyrir þá vinnu sem þeir inntu af hendi. Kaupmenn kvarta undan háum reikningum og tregðast við að greiða það sem upp er sett. Einkum fínna kaupmenn að tíma- útreikningum iðnaðarmanna samkvæmt upplýsingum Þjóð- viljans. - Mér er ekki kunnugt um að iðnaðarmenn hafi lent í erfið- leikum við að fá vinnu sína í Kringlunni greidda, en það kæmi mér ekki á óvart þótt einhverjir ættu í erfiðleikum með að fá greitt, sagði Halldór Magnússon hjá Málarameistarafélagi Reykjavíkur í samtali við Þjóð- viljann. - Verkkaupar skilja það ó- gjarnan að þegar unnið er eins brjálæðislega og gert var við Kringluna, fer launakostnaður- inn upp úr öllu valdi. Síðustu vik- urnar unnu menn dag og nótt og þá eru menn á eilífu yfirvinnu- kaupi, sagði Halldór. Gunnar Björnsson hjá Meist- arasambandi iðnaðarmanna sagði að sér væri kunnugt um ein- stök ágreiningsefni. - Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að ág- reiningur komi upp um útfærslu reikninga, þegar litið er til þess hvernig vinnulagið var við Kringluna síðustu vikurnar fyrir opnunina. -RK. Margir iðnaðarmenn eru argir yfir því að fá ekki gert upp fyrir Kringluvinn- una. Kaupmenn telja reikninga allt of háa. Eskifjörður Sjómenn samþykktu með semingi Kirkjuþing Siðfræði- stofnun? Kirkjuþing hefst í dag HrafnkellA. Jónsson, formaður Verkalýðsfélagsins Arvakurs: Fiskverðssamningurinn: 5% uppbót á aflafrá 17. janúar til30. september. 8.5% uppbótfrál. október til 15 nóvember. Ifyrrakvöld náðist samkomulag í fiskverðsdeilu sjómanna og útgerðarmanna á Eskifirði. Þar er kveðið á um 5% uppbót á skiptaverði á togurunum Hólma- nesi og Hólmatindi frá 17. janúar til 30. september 1987 og 8.5% uppbót á skiptaverð þess afla sem landað yrði í heimahöfn frá 1. október til 15. nóvember. Að sögn Hrafnkels A. Jóns- sonar er niðurstaða samkomu- lagsins langt frá upphaflegum kröfum sjómanna, en þeir höfðu krafist 15% uppbótar á allan þorsk frá áramótum og 10% upp- bótar á allan annan fisk frá sama tíma. Trúlega kemur aðeins 5% upp- bótin til sjómanna, því báðir tog- ararnir eru á leið á miðin og sigla síðan í sölutúra erlendis og verða túrarnir frekar tveir en einn og í slipp þess á milli. Þannig að í reynd koma þeir ekki til með að landa heima fyrir 15. nóvember næstkomandi og verða því af 8.5% uppbótinni. Þá herma heimildir Þjóðviljans að sjómenn hafi ekki verið yfir sig hrifnir af þessu samkomulagi og við atkvæðagreiðslu um samning- inn í fyrrakvöld hafi hann ekki verið samþykktur með öllum þorra greiddra atkvæða heldur hafi þó nokkrir verið honum mót- fallnir. Lítið er til af hráefni til vinnslu í hraðfrystihúsinu á Eskifirði þessa dagana og lítil vinna af þeim sökum. Þar bíða menn í ofvæni eftir að síldarsöltun hefjist, en vertíðin byrjar samkvæmt alman- akinu 8. október næstkomandi. í gær var samningafundur meðal verkalýðsfélaganna og vinnuveitenda og komu fulltrúar frá Vinnuveitendisambandinu og Vinnumálasambandinu austur og kynntu sér kröfur verkamanna fyrir komandi vertíð. -grh Meðal umræðuefna á Kirkju- þingi sem sett verður í dag er hug- myndin um Siðfræðistofnun sem þjóðkirkjan og háskólinn stæðu sameiginlega að. Þeirri stofnun er ætlað að fjalla um margþættan siðferðisvanda í nútímasamfélagi í samráði fræði- manna og kirkjulegra þjóna. Af öðrum helstu málum fyrir Kirkjuþingi er frumvarp um sóknargjöld og kirkjugarðsgjöld í nýja staðgreiðslukerfinu. Fundir þingsins verða í Bú- staðakirkju þarsem þingið verður sett klukkan 14 í dag með guðsþ- jónustu, ávarpi Jóns Sigurðs- sonar kirkjumálaráðherra og setningarræðu biskups. Fulltrúar á Kirkjuþingi eru 22 og þinga í 11 daga í heyranda hljóði. -m 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 6. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.