Þjóðviljinn - 06.10.1987, Blaðsíða 7
Múrmansk-rœðan
Kenningar okkar
staðfestar
í Reykjavík
Gorbatsjofí Múrmansk-býður til viðrœðna um afvopnun í
norðurhöfum
Sovétleiðtoginn Mikaíl Gorbat-
sjof var í Múrmanskborg um
mánaðamótin og hélt þar ræðu
mikla sem vakið hefur endur-
hljóm, viðbrögðog andsvörvest-
antjalds, einkum hér á norður-
slóðum, vegna tilboðs um af-
vopnunarviðræðurum norðlæg
hafsvæði.
Þjóðviljinn birtir hér hluta af þeim
kafla ræðunnar sem um alþjóð-
amál fjallar. Stytting og millifyrir-
sagnir eru Þjóðviljans, en þýðing-
in kemurfrásovésku fréttasto-
funni APN.
Hagstæöir straumar eflast í alþjóð-
asamskiptum. Innihaldsríkar, opin-
skáar og síður en svo árangurslausar
viðræður fyrir báða aðila eftir línunni
austur-vestur eru einkennandi fyrir
hið pólitíska ástand í dag. Nýlega
fagnaði heimurinn samkomulagi sem
náðist í Washington þess efnis að
mótað yrði samkomulag um meðaldr-
ægar og skammdrægar eldflaugar á
sem skemmstum tíma og það síðan
undirritað af leiðtogum Íandanna.
hannig stöndum við frammi fyrir
stóru skrefi á sviði raunverulegrar
kjarnorkuafvopnunar. Verði af því
verður þar um að ræða fyrsta skrefið í
þessa átt á þeim tíma, sem liðinn er
frá því í stríðinu. Meðan vígbúnað-
arkapphlaupið hefur verið í gangi,
hefur það verið takmarkað að ein-
hverju leyti, en enn þá hefur ekkert
verið gert til að hefja afvopnun, til að
útrýma kjarnorkuvopnum.
Leiðin til þessarar sameiginlegu
lausnar Sovétríkjanna og Bandaríkj-
anna var erfið. Reykjavíkur-
fundurinn var tímamótaatburður í
þessum skilningi. Lífið staðfesti rétt-
mæti kenninga okkar í höfuðborg ís-
lands. Þrátt fyrir hitasóttarkenndan
ótta, efayfirlýsingar og áróður, þar
sem hrópað var að allt hefði mistek-
ist, gekk atburðarásin í þá átt, sem
mótuð var í Reykjavík. Hún staðfest-
ir að rétt var það mat sem við gáfum
bókstaflega 40 mínútum eftir að þess-
um fundi lauk á dramatískan hátt eins
og þið munið.
Reykjavík varð í raun vendi-
punktur í heimssögunni, sýndi fram á
að hægt er að bæta ástandið í heimin-
um. Það hefur skapast annað ástand
og enginn hefur getað látið, sem ekk-
ert hafi gerst, frá því að Reykjavík-
urfundurinn var haldinn. Fyrir okkur
var þetta merkur atburður, sem stað-
festi réttmæti þeirrar stefnu, sem við
höfum valið, nauðsyn og raunsæi hins
nýja pólitíska hugsunarháttar.
Pað er enn langt þangað til að ný-
ttur verður að fullu sá styrkur, sem
skapaðist í Reykjavík, en það hafa
skapast horfur í sambandi við fleira
en meðaldrægar eldflaugar og
skammdrægar eldflaugar. Vart hefur
orðið hreyfingar á þeim málum, er
varða bann við kjarnorkuvopna-
tilraunum og brátt hefjast umfangs-
miklar viðræður um þetta vandamál.
Það er greinilegt að tilraunabann
okkar var ekki til einskis. Þetta var
ekki létt skref fyrir okkur. Þetta skref
fæddi af sér kröfur um heim allan um
að binda enda á tilraunir með kjarn-
orkuvopn.
Ég ætla ekki að spá fyrir um at-
burðarásina. Pað er ekki allt komið
undir okkur. Það leikur enginn vafi á
því að fyrsti árangurinn, sem náðist á
dögunum í Washington, komandi
fundur með forseta Bandaríkjanna
geta framkallað friðarkveðju-
viðbrögð á sviði strategísks árásar-
búnaðar og hvað varðar að fara ekki
með vopn út í geiminn og einnig á
mörgum öðrum sviðum, sem í dag
verður að komast á dagskrá í alþjóða-
viðræðum.
Það lítur út fyrir að breytingar
muni eiga sér stað í átt til hins betra á
alþjóðavettvangi. En ég endurtek að
á ferðinni eru hættuleg augnablik,
sem eru þrungin hættu á því að ást-
andið í heiminum versni.
Af okkar hálfu væri það ábyrgðar-
laust að vanmeta styrk þeirrar and-
stöðu sem er við þessar breytingar.
Þetta eru áhrifarík öfl, sem eru
blinduð af hatri í garð alls sem felur í
sér framfarir og þetta eru árásargjörn
öfl. Þau er að finna meðal hinna ýmsu
hópa í hinum vestræna heimi, en
stærstur er hópur þeirra, sem þjóna
hergagnaiðnaðinum beint í hug-
myndafræðilegu og pólitísku tilliti og
er haldið uppi af honum. (...)
Norðurslóðir
Félagar! f ræðu minni hér í Múrm-
ansk, höfuðborg Sovétríkjanna hand-
an heimskautsbaugsins, er við hæfi að
skoða hugmyndina um almenn mann-
leg samskipti frá sjónarhóli norður-
slóða plánetunnar. Við teljum að til
þess liggi nokkrar mikilvægar ástæð-
ur.
Heimskautið er ekki bara Norður-
íshafið, heldur einnig norðurhéruð
þriggja heimsálfa: Evrópu, Asíu og
Ameríku. Hér liggja saman Kyrra-
hafssvæði Evrópu og Asíu, Ameríku
og Asíu, hér eru landamæri, sem
liggja yfir hagsmunasvæði ríkja, sem
tilheyra andstæðum hernaðarbanda-
lögum og sem ekki eru aðilar að
þeim.
Norðrið er öryggisvandamál í So-
vétríkjunum, norðurlandamæra
þeirra. f þessum skilningi búum við
yfir sögulegri og dýrkeyptri reynslu.
Múrmanskbúar muna vel árin 1918
og 1919 og 1942-1945.
Styrjaldir þessarar aldar voru þung
raun líka fyrir þau lönd, sem tilheyra
Norður Evrópu. Og eins og okkur
virðist hafa þau komist að alvarlegri
niðurstöðu í þessum efnum. Einmitt
þess vegna er andrúmsloftið í heimin-
um móttækilegra fyrir hinum nýja
pólitíska hugsunarhætti.
Það er einkennandi að hin sögulega
ráðstefna um öryggi og samstarf í
Evrópu var haldin í einni af höfu-
ðborgum norðursins - í Helsinki. Það
er einkennandi að næsta stóra skref í
þróun þessari var tekið í annarri höf-
uðborg í norðri - fyrsta samkomu-
lagið um að efla traust var tekið í
Stokkhólmi. Reykavík varð tákn
vonarinnar um að kjarnorkuvopn
væru ekki eilíf og að mannkynið væri
ekki skyldugt til að lifa með þetta
Damoklesarsverð yfir höfði sér.
Nöfnum kunnra stjórnmálamanna
í Norður-Evrópu eru tengdar mikil-
vægar tillögur á sviði alþjóðaöryggis
og afvopnunar. Það er Uhro Kekkon-
en. Það er Olof Palme, en dauði hans
fyrir hendi launmorðingja hafði djúp
áhrif á sovésku þjóðina. Það er Kale-
vi Sorsa, sem um margra ára skeið var
formaður Alþjóðasambands jafnað-
armanna. Við fögnum starfsemi hinn-
ar alþjóðlegu nefndar um umhverfi-
svernd og þróun, sem Gro Harlem
Brundtland veitir forstöðu.
í Sovétríkjunum meta menn að
verðleikum þá staðreynd, að Dan-
mörk og Noregur, sem eru meðlimir í
NATO, hafa hafnað því að koma
fyrir á landsvæði sínu erlendum her-
stöðvum og kjarnorkuvopnum á
friðartímum. Þessi afstaða hefur ver-
ið framkvæmd og hefur hún átt stóran
þátt í því að lægja öldurnar í Evrópu.
Pólarstefnan
En þetta er aðeins hluti myndar-
innar.
Frá norðurhjara heims, frá
heimskautssvæðinu, finnum við betur
en nokkru sinni að kemur samtvi-
nnun hagsmuna heims okkar.
Heimskautssvæðið og Norður-
Atlantshafið eru ekki aðeins „veður-
stöðvar", þar sem fæðast hvirfilvind-
ar og fellibyljir, sem hafa ekki aðeins
áhrif á loftslagið íEvrópu, Bandaríkj-
unum og Kanada, en einnig í Suður-
Asíu og Afríku. Héðan berst ískaldur
andardráttur „pólarstefnu" Pentag-
ons. Á kafbátum og skipum er hér
mikið magn kjarnorkuvopna, sem
hefur áhrif á hið pólitíska loftslag í
heiminum öllum og getur fyrir sitt
leyti tekið undir tilfallandi hernaðar-
og stjórnmálaátök í allt öðrum
heimshluta.
Hervæðingin í þessum heimshluta
verður æ umfangsmeiri og fréttir þess
efnis að verði undirritað samkomulag
um útrýmingu meðaldrægra eldf-
lauga og skammdrægra eldflauga,
muni NATO búa sig undir að hafa
tilbúnar stýriflaugar á hafi og í lofti á
Norður-Atlantshafi, geta ekki annað
en vakið áhyggjur. Þetta þýðir við-
bótarógnun fyrir okkur og fyrir öll
löndin í Norður-Evrópu.
Ný ratsjárstöð er reist á Grænlandi
sem er brot á samningnum um eldf-
laugavarnir. t norðurhluta Kanada
eru gerðar tilraunir með bandarískar
stýriflaugar. Fyrir skömmu mótaði
ríkisstjórn Kanada umfangsmikla
áætlun um aukningu herafla á
. heimskautaslóðum. Hernaðarvirkni
Bandaríkjanna og N ATO fer vaxandi
á svæðum, sem iiggja að landamærum
Sovétríkjanna í norðri. Hernaðarn-
ærvera N ATO í Noregi og Danmörku
fer vaxandi.
Þess vegna langar mig þegar ég er
staddur hér í Múrmansk á þröskuldi
heimskautsins og Norður-Atlants-
hafsins til að bjóða þeim sem yfir
þessum svæðum ríkja til viðræðna um
öryggismál, sem löngu eru tímabær-
ar.
Hvernig gerum við okkur þetta í
hugarlund? Það má vera einhliða og
tvíhliða og marghliða samstarf. Ég
hef oftar en einu sinni orðið að ræða
um „hið sameiginlega heimili okkar
Evrópu“. Styrkur nútímasiðmenn-
ingar gerir kleift að byggja heim-
skautssvæðið í þágu þjóðarbúskapar-
ins og annarra hagsmuna í löndunum,
sem ríkja á heimskautinu og Evrópu
og samfélagsins alls. Til þess verður
fyrst og fremst að leysa þau öryggis-
mál, sem hafa skapast. Sovétrfkin eru
fylgjandi því að verulega sé dregið úr
fjandskap á þessum slóðum. Megi
norðurhjari plánetunnar verða að
friðarsvæði. Megi Norðurpóllinn
verða að friðarpól. Við leggjum til við
öll ríki, sem áhuga hafa, að hefja við-
ræður um takmörkun og samdrátt
hernaðaraðgerða í norðri í heild, svo
og á austurhveli og vesturhveli jarð-
ar.
Hvað skyldum við eiga hér við nák-
væmlega:
í fyrsta lagi. Um kjarnorkuvopna-
laust svæði í Norður-Évrópu. Ef tekin
væri slík ákvörðun, væru Sovétríkin
eins og þegar hefur verið lýst yfir,
tilbúin til að bera ábyrgð. Það er
komið undir ríkjunum sem eru þarna
aðilar að, hversu markvisst þessi
ábyrgð verður formuð: Með margh-
liða sáttmálum eða einhliða, með yf-
irlýsingum ríkisstjórna eða á annan
máta.
Jafnframt lýsa Sovétríkin yfir að
þau eru tilbúin til að ræða við öll ríki,
sem hlut eiga að máli, um þau vanda-
mál, er varða kjarnorkuvopnalaust
svæði og tilurð þess, þar á meðal
mögulegar ráðstafanir varðandi so-
véskt landsvæði. Við gætum gengið
enn lengra, m.a. flutt kafbáta á brott
frá Eystrasalti, sem eru með ballist-
ískum eldflaugum.
Eins og kunnugt er hafa Sovétríkin
einhliða tekið niður skotpalla fyrir
meðaldrægar eldflaugar á Kolaskaga
og stóran hluta skotpalla fyrir slíkar
eldflaugar á Leníngradhersvæðinu og
Eystrasaltshersvæðinu. Mikið af
skammdrægum eldflaugum var flutt á
brott frá þessum héruðum. Á svæð-
um, sem eru í nágrenni við landamæri
skandinavísku landanna, hafa heræf-
ingar verið takmarkaðar. Eftir að
gert var samkomulag um tvöfalda
núll-lausn, hafa opnast viðbótar-
möguleikar á því að koma á hernað-
arlegri slökun á þessum slóðum.
í öðru lagi fögnum við tillögu M.
Koivisto Finnlandsforseta um tak-
mörkun hernaðaraðgerða á hafi í
höfunum við Norður-Evrópu. Fyrir
sitt leyti hafa Sovétríkin lagt til að
hefja umræður milli Varsjár-
bandalagslandanna og NATO um
minnkandi hernaðaraðgerðir og tak-
markaða starfsemi flota og flughers á
Eystrasalti, Norðursjó og Græn-
landshafi og einnig um útbreiðslu
ráðstafana til að efla traust.
Meðal slíkra ráðstafana gætu verið
sáttmálar um takmörkun samkeppni í
kafbátavopnum, tilkynningar um
umfangsmiklar æfingar flota og flug-
hers, að fulltrúum frá öllum rfkjum í
Samtökunum um samvinnu og öryggi
í Evrópu verði boðið að fylgjast með
umfangsmiklum æfingum flota og
flughers. Þetta gæti verið fyrsta skref-
ið til að útbreiða traust á heimskauts-
svæðinu og í norðurhéruðunum
beggja vegna.
Auk þess leggjum við til að skoðuð
verði þau mál er lúta að starfsemi
flota og flughers á þeim svæðum, sem
eru alþjóðleg hafsvæði og yfirleitt
skipaferðir. I þessu markmiði mætti
halda fund þeirra aðila, sem áhuga
hafa, t.d. í Leníngrad.
Það vaknar eftirfarandi hugmynd í
tengslum við kjarnorkuvopnalaust
svæði. Núna eigi Norðurlöndin, þ.e.
fsland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð
og Finnland, ekki kjarnorkuvopn.
Við vitum að þessum löndum er illa
við að tilraunavöllur fyrir kjarnorku-
sprengingar okkar skuli vera á Nova-
ja Zemlja.
Við hugleiðum hvernig á að leysa
þetta vandamál, sem er flókið fyrir
okkur, þar sem hér er mikið í húfi.
Satt að segja má leysa þetta mál í eitt
skipti fyrir öll, ef Bandaríkin samþyk-
kja að hætta tilraunasprcngingum þó
ekki nema í lágmarki í byrjun.
f þriðja lagi. Sovétríkin leggja
mikið upp úr friðsamlegu samstarfi
um nýtingu auðlinda á Norð-
urheimskautinu. Hér verður að skipt-
ast á reynslu, þekkingu. Með sam-
eiginlegu átaki verður hægt að móta
almenna hugmynd um skynsamlega
þróun norðurhéraðanna. Við leg-
gjum til að samið verði um vinnslu á
samræmdrar orkuáætlunar fyrir
Norður-Evrópu. Birgðir orkugjafa
eins og olíu og gass, eru gífurlegar að
því er sagt er. En vinnsla þeirra eru
bundin miklum erfiðleikum, þar sem
nauðsynlegt verður að hanna sér-
legan tæknibúnað, sem þolir
heimskautaveðrið. Það væri
skynsamlegt að eiga samvinnu í þess-
um málum, sem yrði til þess að lækka
efniskostnað og annan kostnað. Við
höfum áhuga á því að fá t.d. Kanada
og Noreg til að koma á fót blönduð-
um fyrirtækjum til að vinna olíu og
gas á landgrunninu. Við erum tilbúnir
til viðræðna þar að lútandi við önnur
ríki.
Við erum tilbúnir til sameiginlegs
starfs við að nýta auðlindir Kola-
skaga, til að framkvæma aðrar stór-
felldar áætlanir í ýmsu formi, þar á
meðal sameiginleg fyrirtæki.
f fjórða lagi. Vísindalegar kannanir
á heimskautssvæðinu hafa mikla þýð-
ingu fyrir mannkynið. Við búum hér
yfir mikilli reynslu og erum tilbúnir til
að miðla henni. Við höfum áhuga á
rannsóknum, sem gerðar eru af öðr-
um ríkjum við heimskautið og í norð-
ri. Við höfum komið á áætlun um vís-
indaskipti í Kanada.
Við leggjum til að árið 1988 verði
haldin ráðstefna heimskautsrfkjanna
til að samræma vísindarannsóknir þar
á slóðum. Þar væri hægt að ræða um
að koma á fót sameiginlegu vísindar-
áði heimskautsins. Múrmansk gæti
verið ráðstefnustaðurinn ef þessir að-
ilar samþykkja það.
Málefni er varða hagsmuni
innfæddra á norðurslóðum, rann-
sóknir á þjóðháttum þeirra og þróun
menningartengsla milli hinna norr-
ænu þjóða, krefjast athygli.
Umhverfi
f fimmta lagi. Við leggjum sérlega
mikið upp úr samstarfi landanna í
norðri hvað varðar umhverfisvernd.
Hér er nauðsynin öllum ljós. Reynslu
í sameiginlegum ráðstöfunum í vern-
dun hafsins á Eystrasalti, sem nú á sér
stað hjá nefnd sjö strandríkja, ætti að
útbreiða um öll höf á norðurhveli
heims.
Sovétríkin leggja til að móta sam-
eiginlega samræmda áætlun um um-
hverfisvernd í norðri. Norður-
Evrópulöndin gætu verið öðrum
fordæmi, samið um eftirlitskerfi með
ástandi umhverfisins og öryggi á sviði
geislavirkni á þessum slóðum. Það
verður að fiýta sér að vernda túndr-
una og skógartúndruna og tæguna í
norðri.
f sjötta lagi. Gegnum heimskautið
á að liggja stysta sjóleiðin til Evrópu
til Austurlanda fjær, til Kyrrahafs. Eg
held, að þetta sé komið undir því
hvernig málin ganga með að koma á
eðlilegum samskiptum á alþjóðavett-
vangi, við gætum opnað Norðursjó-
leiðina fyrir erlend skip með því að
tryggja þeim ísbrjótafylgd.
Þetta eru tillögur okkar. Þetta er
innihald hinnar sovésku utanríkis-
stefnu á norðurslóðum. Þetta eru
fyrirætlanir okkar og áætlanir fyrir
framtíðina. Auðvitað er trygging ör-
yggis og þróun samstarfs í norðri mál
alþjóðavettvangs og er ekki komið
undir okkur einum. Við erum tilbúnir
til að hlusta á allar móttillögur og
hugmyndir. Aðalatriðið er að haga
málum svoleiðis að andrúmsloftið hér
mótist af hinum hlýja golfstraumi í
þróuninni í Evrópu, en ekki af
ísköldum andardrætti tortryggni og
fordóma.
Og allir geta verið þcss fullvissir að
það er Sovétríkjunum mikið
hagsmunamál að norðurhluti
heimsins, pólarsvæðin og svæðin sem
þar að liggja, að öll hin norrænu svæði
verði aldrei framar vettvangur styrj-
aldar, að hér skapist friðarsvæði,
svæði árangursríks samstarfs.
Þrlðjudagur 6. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7