Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. október 1987 225. tölublað 52. órgangur Norðanbálið Verst fyrir norðan - Hér er norðanhríð, bæði of- ankoma og skafrenningur, og skyggnið er sáralítið, sagði Yngri Kjartansson, fréttaritari blaðsins á Akureyri í gær, en norðanbál gengur nú yfir landið. Flughálka er á götum Akur- eyrar, sem og víðar fyrir norðan. Til dæmis eru brekkur á Tjörnesi eitt samfellt gler. Mikill sjógangur og foráttu- brim hefur víða fylgt hvassviðr- inu um norðanvert landið. Langur kafli vegarins á Langa- nesi fór í sundur fyrir vikið, og eru tveir bæir vegasambands- lausir. Á Vestfjörðum eru heiðar víða þung- eða ófærar, og eru það til- mæli lögreglu að fólk sé ekki á ferð að nauðsynjalausu. Samkvæmt upplýsingum Braga Jónssonar á Veðurstof- unni er veðrið verst um miðbik Norðurlands; hvassviðri, snjó- koma og skafrenningur svo að varla sér út úr augum. Frá Húna- vatnssýslum og austur undir Raufarhöfn er vindhæðin frá sjö og upp í níu vindstig, en 9 vindstig telst stormur. Hvassviðrið heldur sínu striki í dag að mestu, en von er til þess að hann hægi heldur. Á sunnudag- inn og næstu daga er búist við tiltölulega hægri norðaustanátt og éljaviðri. HS Síldveiðar Góð veiði eystra Fyrstu síldinni á haustvertíð- inni var landað á Eskifirði í gær- morgun, þegar Sæljón SU-104 kom þangað með 50 tonn sem fengust í Norðfi'rði í fyrrinótt. Aðrir bátar sem fengu sfld í fyrrinótt og gærmorgun eru Skógey með 70 tonn, Guðmund- ur Kristinn með 100 tonn og Skinney sem fékk 40 tonn. -lg. Chris og Maureen Bunyan, gestir ráðstefnu Alþýðubandalagsins um umhverfismál í Gerðubergi á morgun: Islendingar hafa fulla ástæðu til að hafa vara á sér vegna Dounreay. Mynd: E. Ól. Umhverfismál Gegn stækkun Dounreay Chris Bunyan, formaður baráttuhreyfingargegn stœkkun endurvinnslustöðvar innar íDounreay á Skotlandi: Andstaðan fer hraðvaxandi úna er endurvinnslustöðin í Dounreay aðeins rannsóknar- stöð, en með starfrækslu hennar er meiningin að sýna fram á hag- nýtt gildi þess að endurvinna not- hæf efni úr kjarnaúrgangi. Hún var sett á laggirnar árið 1979 og síðan þá hefur hún aðeins annað átta tonnum samtals. Ef af stækk- uninni verður mun hún hins veg- ar anna 100 tonnum árlega,“ sagði Chris Bunyan, formaður CADE, baráttuhreyfingar gegn stækkun endurvinnslustöðvar- innar í Dounreay á Skotlandi. Hreyfingin er rúmlega tveggja ára gömul, en hún varð til fljót- lega eftir að opinberaðar voru fyrirætlanir um að stækka stöð- ina. Hún á mikinn hljómgrunn meðal íbúa Shetlandseyja, Orkn- eyja og Norðmanna að sögn Bun- yan, en einnig eru starfandi hóp- ar í Færeyjum og skosku hálönd- unum. Bunyan heldur erindi á morg- un á ráðstefnu Alþýðubandalags- ins um umhverfismál sem haldin verður í Gerðubergi, og nefnist það Hættan af geislamengun hafsins, en hann er gestur ráð- stefnunnar. Hann var spurður hvort boðið væri vottur þess að baráttan gegn stækkun endurvinnslustöðvar- innar væri að breiðast út, og sagð- ist hann vonast til að svo væri, enda hefðu íslendingar fulla ást- æðu til að hafa vara á sér vegna Dounreay. „Parísarnefndin fundar í mars á næsta ári og mun fj alla um losun úrgangsefna í sjó. Irska stjórnin mun þar leggja fram kröfu um að Sellafield-verinu verði lokað. Við vonum að ísland og hin Norðurlöndin styðji það, og taki jafnframt upp stækkun Dounreay-stöðvarinnar," sagði Bunyan. HS Sjálfstœðisflokkurinn Orkustofnun Hagsmunagæsla stjómarmanna Tveir stjórnarmanna tengjast verkfrœðifyrirtœkjum sem keppa við Orkustofnun um verkefni. Öfugur vinsœldalisti virðist hafa ráðið vali þeirra sem sagt er upp. BHMR krefur ríkisvaldið svara um hvernig staðið var að uppsögnunum Konurnar hunsaðar -Þetta eru mikil vonbrigði fyrir sjálfstæðiskonur, sagði Salome Þorkelsdóttir alþm. í gær þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafði samþykkt naumlega að velja Þorvald Garðar Kristjáns- son að nýju í embætti forseta Al- þingis. Þorvaldur Garðar hlaut at- kvæði 9 þingmanna flokksins en Salome fékk 7 atkvæði. 1 þing- maður sat hjá og Pálmi Jónsson var veðurtepptur heima á Akri. Raghildur Helgadóttir tilkynnti á fundinum að hún gæfi ekki kost á sér til embættisins. Landssamband sjálfstæðis- kvenna og Hvöt höfðu áður sent þingflokknum áskorun um að kona yrði valdin í forsetaemb- ættið, en konunum finnst hafa verið freklega framhjá sér gengið, bæði með uppstillingu framboðslista fyrir síðustu kosn- ingar, það að engin kona var til- nefnd til ráðherraembættis og í gær fauk síðasta vegtyllan. Samdráttur í verkefnum Ork- ustofnunar er ansi léttvæg ástæða fyrir uppsögnunum. Það er mun sennilegra að hagsmuna- gæsla stjórnarmanna og fyrir- hugaður niðurskurður á fjár- veitingum hins opinbera til stofn- unarinnar hafi ráðið þarna ferð- inni, sagði einn starfsmanna Orkustofnunar, sem Þjóðviljinn ræddi við í gær. Starfsmenn Orkustofnunar, sem Þjóðviljinn ræddi við, sögðu að óneitanlega veltu menn því fyrir sér hvort uppsagnirnar stæðu í sambandi við hagsmunagæslu tveggja af þrem- ur stjómarmönnum Orkustofn- unar. Tveir stjómarmanna Orku- stofnunar tengjast verkfræðifyr- irtækjum sem eru í beinni sam- keppni við Orkustofnun um verkefni. Valdimar K. Jónssoner meðal eigenda að Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsens og Jónas Elíasson er einn stofnenda verk- fræðistofunnar Vantaskila og sat í stjórn fyrirtækisins, en kona hans er meðal núverandi stjórnarmanna. Jónas Elíasson hefur hins vegar vísað fullyrðing- um um hagsmunatengsl við ann- an aðila algerlega á bug. - Það virðist sem mánnvalið í uppsögnunum hafi farið eftir öf- ugum vinsældalista. Ástæðurnar sem yfirmenn stofnunarinnar gáfu voru að tillit hefði verið tekið til verkefna, starfsaldurs og einhvers sem nefnt var fleira, sem engin svör hafa fengist við hvað er. Mönnum virðist að upp til hópa megi fella val þeirra sem sagt er upp undir þetta sem er nefnt fleira, sagði einn starfs- manna Orkustofnunar, sem virð- ist vera réttum megin á vinsælda- listanum, eins og hann orðaði það. Starfsmenn stofnunarinnar hafa bent á að bæði lykilmönnum og stjórnendum hafi verið sagt upp, sem hafi ófyrirséðar afleið- ingar varðandi áframhald ýmissa stórverkefna sem stofnunin hefur unnið að. Með fyrirhuguðum niðurskurði í fjárveitingum til stofnunarinnar sé einungis verið að færa einkaaðilum verkefni Orkustofnunar á silfurfati. Á fundi sem Bandalag há- skólamanna átti með fjármála- ráðuneytinu í gær, kröfðust full- trúar BHMR þess að ráðuneytið og stjórn Orkustofnunar gerðu skýra grein fyrir því hvernig að uppsögnunum hefði verið staðið og eins eftir hverju hefði verið farið við val þeirra sem sagt var upp. Birgir Bjöm Sigurjónsson, hagfræðingur BHMR, sagði í samtali við Þjóðviljann að hann sæi ekki betur en að stjórnendum Orkustofnunar hefði verið í lófa lagið að haga uppsögnunum þannig að ekki hefði þurft að koma til rekistefnu vegna þeirra. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.