Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 5
Arfrá leiðtogafundi vekur spurningar um íslenska stöðu á alþjóðavettvangi, aukið sjálfstraust og úrelta utanríkispólitík Þessa helgi í október er liðið ár frá þeim tíðindum að leiðtogar risaveldanna völdu sér Reykjavík að fundarstað. Það hefur komið í ljós á þessu ári að fyrstu von- brigðisviðbrögð hérlendis og ytra eftir að leiðtogarnir brunuðu í síðasta skipti burt frá Höfða hafa ekki reynst á rökum reist. Fyrsti raunverulegi afvopnun- arsamningur okkar tíma er í fæð- ingu, og menn bíða þess með óþreyju að sjá það svart á hvítu þegar meðaldræg og skammdræg kjarnorkuvopn verða beinlínis tekin niður og eyðilögð í hinum þéttbýla og rótgróna heimshluta sem litið hefur verið á sem helsta framtíðarvígvöll risanna, á sjálfu meginlandi Evrópu. Tímabilið Jalta-Reykjavík? Þær áætlanir ræddu leiðtogarn- ir fyrst hér, í túninu heima, og af því eru íslendingar eðlilega stolt- ir. Það er ekkert ólíklegt að næsta afvopnunarskref verði líka órjúf- anlega tengt nafni Reykjavíkur og íslands: helmingsfækkun langdrægra flauga, - ef af slíku yrði væru menn farnir að tala saman fyrir alvöru. Þá væri mannkynið í raun og veru farið að búa sig til að setja punkt aftan- við það tímaskeið ógnarjafnvæg- is, blokkaskiptingar og útrýming- arhættu sem oft er kennt við táknrænan upphafsstað sinn, borgina Jöltu á Krímskaga við Svartahaf þarsem þeir réðu forð- um ráðum sínum, Stalín, Roose- velt og Churchill. Maður á að vera bjartsýnn: er of fráleitt að hugsa sér að sögubækur framtíð- arinnar tali um tímabilið Jalta- Reykjavík? Þeir leiðtogarnir tveir eiga auðvitað sjálfir helsta heiður af fundum sínum hér í Höfða, auk þess gífurlega fjölda í öllum löndum sem þrýst hefur á um að þeir og aðrir forystumenn grípi til vitsins, til samræðunnar, þegar um er að tefla sjálfa framtíð mannkyns. En þeir tveir sem mestu ráða eru eftir allt saman bara menn einsog við hin, og það er freistandi fyrir íslendinga að álíta að einmitt land og þjóð hafi haft ákveðin jákvæð sálfræðiáhrif á það að þessir tveir gátu tekist hér í hendur í sæmilegri alvöru. Fáir, fátækir, smáir Þessi leiðtogafundur fyrir ári var gríðarlegur viðburður í ís- lensku samfélagi. Það stóð á haus nokkrar vikur vegna þess arna, enginn lá á liði sínu og þjóðin öll hafði af sóma. Það er óhætt að segja að bæði leiðtogafundurinn sjálfur og hlutur heimamanna að honum hafi orðið til að auka enn það sjálfstraust sem undanfarna áratugi hefur vaxið íslendingum í samfélagi þjóðanna. Gamla tuð- ið um að við séum „fáir, fátækir og smáir“ er á hröðu undanhaldi, og jafnframt sú minnimáttar- kennd sem hér var landlæg fram- anaf öldinni, og stundum braust út í snillinga- og stórvelda- draumum, einsog þegar upp reis fylking manna sem hvatti til þess að gera Grænland að íslenskri ný- lendu, stundum í fleðuhætti og undanlátssemi við ágeng stór- veldi, einsog saga hermálsins sýnir best. Það eru ekki nema rúm fjöru- tíu ár síðan við tókum utanríkis- málin í okkar hendur, síðan við urðum formlega sjálfstætt þjóð- ríki. Án þess að draga á nokkurn hátt úr mikilfengi þeirra tíma, úr staðfestu þeirra sem heyrðu klukku sína slá á ný gegnum rign- inguna á Þingvöllum, verður að segja einsog er að íslendingar voru að ýmsu leyti vanbúnir þess að takast á hendur annað hlut- verk en statistans í leikhúsi þjóð- anna. Enda réðu sögulegar tilvilj- anir styrjaldar og hernáms meira um tímasetningar en samráð landsmanna. Við byggðum á arfi sem við að- stæður okkar kölluðu fram vilj- ann, en á þessum tíma skorti í reynd bæði þekkingu, menntun - og sjálfstraust, einsog pólitísk og menningarleg íslandssaga fyrstu lýðveldisáranna ber um glöggan vott. Á þessum fjórum áratugum hafa orðið ýmsir þeir atburðir að enginn getur efast um rétt okkar sem fullgilds aðila í samskiptum heimsfjölskyldunnar, ýmsir þeir atburðir sem eiga að hafa losað okkur sjálfa við minnimáttar- kennd í þjóðarsálinni og slæma fylgifiska hennar. íslenskir sigrar Til dæmis eru ýmsir íslenskir sigrar á alþjóðavettvangi, sigrar sem hafa sýnt okkur að höfðatala er enginn mælikvarði á pólitíska og menningarlega reisn samfé- lags. Landhelgisdeilurnar unnust þrátt fyrir ofureflið, og í kjölfar þorskastríðanna og þeirrar reynslu sem þar aflaðist eru ís- lendingar orðnir áhrifamenn í hinum mikilvægu hafréttarmál- um. Nóbelsverðlaun Halldórs Lax- ness vöktu á sínum tíma heimsat- hygli á endurnýjuðum menning- arþrótti í íslensku samfélagi, og þótt Halldór sé engum líkur hefur íslenskt listafólk sótt í hans slóð með þeim hætti að víða er vitað að héðan er von atgervismanna í menningarmálum. Aukið sjálfstraust þjóðarinnar má einnig rekja til síaukinnar menntunar, áhuga á erlendum tengslum og þekkingar á er- lendum málefnum, bæði vaxandi sérfræðiþekkingar og þeirrar mikilvægu reynslu sem fæst af því að vera um lengri eða skemmri tíma samvista öðru fólki og kynn- ast siðum þess, tungu og samfé- lagsháttum. Það hefur haft víð- tæk áhrif á íslenskt þjóðfélag að stór hluti hinna yngri kynslóða hefur dvalist við nám eða störf utan landsteina dágóðan hluta ævi sinnar. Það er líka gæfa að frægðar og frama hefur ekki verið leitað í aleinu erlendu ríki, einsog raunin er víða annarstaðar, heldur hafa menn haft nánast allan heiminn undir, sótt í íslenskan sjóð úr jafn ólíkum samfélögum einsog Norð- urlöndum og Vesturheimi, So- vétríkjunum og Frakklandi, ítal- íu og Skotlandi: hér er fólk sem hefur starfað og menntast í Kína og Japan, í Latnesku Ameríku, í Afríkuríkjum. Og þó er ef til vill mest vert um þá reynslu og þann styrk sem við höfum þessa áratugi hlotið af traustu samstarfi austur haf, af bræðraböndum okkar við aðrar þjóðir norrænar, sem sjálfar lifa og hrærast á mörkum þriggja menningarsvæða eða fjögurra og hafa þessvegna opnað okkur víðari sýn en við ella hefðum. Rétt er líka að bæta því við þessa sálgreiningu að á nokkrum áratugum hafa orðið stórstígar framfarir í íslenskum útflutningi, sjálfri líftaug íslendinga yfir höf- in. Þar er reyndar margt ógert, en það er harla löng leið frá aðstæð- unum við lýðveldisstofnun til okkar daga í þeim efnum. ís- lenskar vörur, bæði sjávarútvegs- framleiðslan og ýmis iðnvarning- ur, eru smámsaman að verða kunnar að gæðum ytra, og á sumum sviðum eru íslendingar meðal fremstu þjóða á alþjóð- legum markaði varnings og þekk- ingar: tæki og tól í sjávarútvegi, virkjun fallvatna og jarðhita, hugbúnaður í tölvur á þessum sviðum og ýmsum öðrum. Jón Páll, Vigdís... Það er kannski að bera í bakka- fullan læk að nefna hér til sögu handboitalandslið, skákmenn, Jón Pál, fræga atvinnumenn í fót- bolta Hófí hina fögru, - en þetta fólk á alit sinn hlut að máli á sama hátt og fræðimenn og vísinda vel- þekktir í sinn alþjóðlega hóp hvortsem viðfangsefnið er fiski- hagfræði eða hið forna tungumál tókarískan. Að ógleymdri fræki- legri framgöngu Vigdísar forseta. Og það hefur líka hjálpað til á síðustu misserum að tveir menn hafa, hvor á sinn hátt og hvor með sínum stíl, sýnt að tekið er eftir íslensku frumkvæði og hlust- að á ísiensk sjónarmið á vettvangi flókinna og erfiðra alþjóðamála; hér er átt við þá ólíku menn Steingrím Hermannsson og Ólaf Ragnar Grímsson. Ef til vill verður fundurinn í Höfða þessa októberheigi í Reykjavík fyrir ári til þess að marka tímamót í íslenskum sam- tíma engu síður en í viðskipta- sögu risaveldanna. Sú ábyrgð sem okkur var þá falin, það al- þjóðlega traust sem okkur var þá sýnt, - þetta kann að verða kveikjan að því að íslendingar sníði sér stakk eftir vexti í utan- ríkismálum. Að lögð verði af löngu úrelt utanríkispólitík, pó- litík sem varð til í hemumdri og einangraðri hálfnýlendu á fimmta áratugnum, og við göngum fram á alþjóðavettvangi sem sjálfstæð og þróttmikil þjóð, og krefjumst þess einmitt í krafti ýmislegrar sérstöðu að á okkur sé hlustað betur en öflugri ríki að mannafla og ríkidæmi, ríki sem vegna hagsmunastreitu og flekk- óttrar sögu hljóta að hyllast til að tala tungum tveimur. Ný utanríkis- umrœða? Eitt af fáu ánægjulegu við stjórnarskipti í vor er að nýr utan- ríkisráðherra hefur með ummæl- um sínum í sumar og haust látið í veðri vaka að hann skilji nauðsyn uppstokkunar, endurskoðunar, stefnubreytingar á sínu valdsviði. Steingrímur Hermannsson hefur þegar gefið því undir fótinn að hann ætli sér ekki að fýlgja því fordæmi flestra forvera sinna að líta á embættisverk sín sem nauðungarbúktal í samræmi við óskir og þarfir ameríska vinarins. Það á enn eftir að koma í ljós hvort verk Steingríms verða í samræmi við orð hans. Það sýnir sig væntanlega fljótt, innan ríkis- stjórnarinnar og á alþingi. Það er aftur þegar orðið bert að Sjálf- stæðismennirnir sem starfa með honum í ríkisstjórninni ætla sér að andæfa fari utanríkisráðher- rann að reyna að brjóta í blað, þeir hinir sömu sem í áratugi hafa í utanríkismálum staðið aftur- haldsmegin við flesta sambæri- lega flokka í Evrópu, og oftar en ekki tekið afstöðu í alþjóðamál- um á svig við meirihluta Banda- ríkjaþings. Steingrímur stendur eða Steingrímur fellur. Sú staða sem hér hefur verið reynt að lýsa í tilefni leiðtogafundarins gefur hinsvegar tilefni til að ætla að hérlendis geti tekist upp í næstu framtíð vitleg og rökleg stefnu- umræða um utanríkismál. Frá ís- lenskum sjónarhóli. Um afstöðu okkar í almennum alþjóðamál- um, og ekki síður um frumkvæði okkar að lausn þess vanda sem við blasir í nánasta umhverfi, um vígtól og um mengun, um þátt- töku okkar í hernaðarbanda- lögum og um það hvernig við get- um komið erlendum herstöðvum af höndum okkar. Um það hvernig við ætlum að nota þau tækifæri sem okkur bjóðast, hvemig við ætlum að gegna því hlutverki sem við erum löngu orðnir menn til að valda. Vilji öfgamenn til hægri ekki taka þátt í þessum skoðana- skiptum og þessari nýju stefnu- mótun er engin ástæða til að þröngva þeim til þess, - og þeim mun minni ástæða til að afhenda þeim neinskonar völd um íslensk utanríkismál. -m október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.