Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 6
ALÞYÐU BAN DALAGIÐ MINNING Alþýðubandalagið Reykjavík Félagsfundur ABR boðar til félagsfundar fimmtudaginn 15. október kl. 20.30 að Hverf- isgötu 105. Fundarefni: 1) Kosning 100 fulltrúa og 100 varafulltrúa á Landsfund Alþýðubandalagsins. 2) Almenn stjórnmálaumræða. ATH: Tillaga uppstillinganefndar mun liggja frammi á skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðaraf tillögumönnum skulu berast skrifstofu ABR, Hverfisgötu 105 frá og með mánudeginum 12. okt. Aðrar uppástungur undirritaðar af tillögu- mönnum skulu berast skrifstofu ABR fyrir kl. 20.30 miðvikudaginn 14. okt. Ef til kosningar kemur verða aðalmenn og varamenn kjörnir í einu lagi með einföldu vægi allra atkvæða. Munlð að greiða félagsgjöldin Stjórn ABR Alþýðubandalagiö Seltjarnarnesi Aðalfundur Alþýðubandalagið á Seltjarnarnesi boðar til aðal- fundar í Félagsheimilinu (niðri) fimmtudaginn 15. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Skýrsla stjórnar. 2) Kosning nýrrar stjórnar. 3) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 4) Kosn- ing fulltrúa á Landsfund. 5) Ólafur Ragnar Grímsson ræðir um stöðu stjórnmálanna í uþphafi þings. Stjórnin Ólafur Ragnar Alþýðubandalag Héraðsmanna Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Hóraðsmanna verður haldinn í Sam- kvæmispáfanum, þriðjudaginn 13. október kl. 20.30. Dagskrá: 1) Aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Önnur mál. Á boðstólum verður kaffi á hóflegu verði. Flokksmenn fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin Alþýðubandalagið í Garðabæ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélagsins í Bessastaðahreppi og Garðabæ verður hald- inn sunnudaginn 11. október kl. 9.30 árdegis í Safnaðarheimilinu Kirkju- hvoli. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa í kjördæmisráð. 3) Kosning fulltrúa á landsfund. 4) Skýrslur starfsnefnda. 5) Önnurmál. Framkvæmdastjórn Alþýðubandaiagið Blönduósi og nágrenni Aðalfundur Alþýðubandalagsfélag Blönduóss og nágrennis boðar til aðalfundar í hótel- inu á Blönduósi, sunnudaginn 18. október kl. 16.00. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Kosning fulltrúa á Landsfund. 3) Steingrímur J. Sigfússon alþm. mætir á fundinn og ræðir stjórnmálaviðhorfin. Stjórnin Alþýðubandalagið Akureyri Félagsfundur Alþýðubandalagið á Akureyri heldur félagsfund laugardaginn 10. októ- ber kl. 14.00 í Lárusarhúsi. Dagskrá: 1) Reikningar félagsins. 2) Kosning á Landsfund og kjördæmisþing. 3) Efnahags- og atvinnumálaskýrsla Alþýðubandalagsins. 4) Önnur mál. Stjórnin Landsfundur Alþýðubandalagsins Skrifstofa flokksins minnir á 2. mgr. 14. gr. laga Alþýðubandalagsins: „Þegar boðað er til reglulegs landsfundar skulu grunneiningar hafa lokið kjöri fulltrúa á landsfund þremur vikum áður en hann er haldinn." Þar sem landsfundurinn verður settur 5. nóvember skal kjöri fulltrúa vera lokið eigi siðar en 15. október. Þess er vænst að fulltrúatal hafi borist skrifstofunni eigi síðar en 22. október. Flokksmlðstöð Alþýðubandalagsins Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra Kjördæmisráðstefna í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldin laugar- daginn 17. október kl. 10.00 í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Skýrsla kosningastjórnar og reikningar. 3. Útgáfumál og flokksstarf. 4. Efnahags- og atvinnumál. Framsaga. 5. Stjórnmálaályktun. Framsaga. 6. Kosningar - almennar umræður - önnur mál. Áætluð þingslit kl. 18.00. Kvöldvaka Stjóm kjördæmfsráðs AB Akranesi Aðalfundur Aðalfundur AB Akranesi verður í Rein laugardaginn 17.10. klukkan 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Áherslupunktar landsfundar 3. Kosning fulltrúa á landsfund 4. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs. 5. Önnur mál. stjórnln Ásta Jónsdóttir Reyðarfirði Fœdd 5. sept. 1923 — Dáin 29. sept. 1987 ,F»rct m£r harmlirSrS ctarfc í QVf*itarctiíSrn Ip.nti ciálf- Að heiman berst mér harmljóð með haustblænum. Burtu er kölluð vinkona og félagi um fjölda ára. Svo alltof snöggt og óvægilega er á lífsþráðinn klippt og eftir stöndum við hnípin og hrærð andspænis grimmum ör- lögum, í orðvana spurn. Hún Ásta, sem ljómaði af lífs- krafti og gekk glöð til starfs og anna, er í snöggri andrá horfin okkur. Umferðin hefur enn tekið sinn toll - dýrari og óbætanlegri öllum tollum - lifið sjálft. f hljóðri þökk með huga döprum er minnzt allra þeirra ágætu stunda er við áttum með Ástu í Garði, þar sem hjálpfús hönd og heið hugarsýn væru ætíð æðst. Og glögglega ger ég mér þess grein, að byggðarlagið mitt verð- ur ekki samt og áður, þegar Ásta vinkona okkar er ekki lengur á vettvangi með leiftrandi gleðina og ljúfan hressileikann á hrað- bergi. Hennar er minningin mæt og margt á ég henni að þakka. Fáein kveðj uorð við hinzta beð segja svo undurfátt um þessa hugprúðu hæfileikakonu, um önn hennar og allt starf heima og heiman, um fágætiega vel rækt félasmálastörf, um einlægni hennar og hjartagæzlu. Eg hiýt þó að rekja æviferil og ýmis þau leiðarmerki á lífsgöngunni, sem ljósast merla. Ásta var sannarlega mikil og farsæl félagshyggjukona; hvenær sem liðsinnis var leitað, var hún til taks, ágæt greind og glögg- skyggni gerði henni allt auðveld- ara, er hún tók sér fyrir hendur á félagsmálasviði, og byggðarlagið okkar litla naut í margri grein góðra, skapandi hæfileika henn- ar. Síkvik og áhugasöm hafði hún ævinlega gott til mála að leggja og fylgdi þeim málum fram af festu, heitu skapi en léttri lund. Hún lagði hverju þörfu máli lið og örfá brotabrot megna vonandi að sýna hversu víða og farsællega var að verki komið. Kvenfélag Reyðarfjarðar naut ötulla starfskrafta hennar um fjölda ára, hún var löngum meðal burðarása þess ágæta félags, enda að vonum, þar sem fórnfýsi og kærleikslund eru allra dyggða æðstar. Hún söng um árabil í kirkjukórnum, hafði reglulega fallega söngrödd, var tónelsk og tónvís, og enn er mér í minni er hún söng einsöng með kórnum á samkomum af öryggi og ærinni fágun. Áhugasvið Ástu var vítt, en ævinlega voru mennta- og menn- ingarmál henni ofarlega í huga. Hún sat lengi í skólanefnd, ýmist sem aðal- eða varamaður og hafði þar sín áhrif í því, sem mestu máli skiptir, enda hafði hún einlægan metnað fyrir hönd hinna ungu, að þau mættu sem allra bezt menntast og mannast. Ásta var sannur Reyðfirðing- ur, hún var stolt yfir búsældar- legri byggð, en vildi stuðla að því að gera gott betra. Hún vildi sjá framtíðina fegurri og bjartari, fólkið glaðara og ríkara að raun- gæðum. Þessi viðhorf mótuðu starf hennar að sveitarstjórnar- málum, en nálægt þeim kom hún talsvert og er þá komið að grund- vallarskoðun hennar, fastmót- aðri og farsællega grundaðri þar sem jafnrétti og jöfnuður voru efst í öndvegi. Ötulli málsvara og ákveðnari með heita sannfæring og góða málafylgju var ekki unnt að eiga. Ásta sat oftsinnis fundi í sveitarstjórn Reyðarfjarðar- hrepps sem varamaður 1962-1966 og aftur og enn frekar á árunum 1974-1978, þegar undirritaður sat á Alþingi og meginþungi alls starfs í sveitarstjórn lenti sjálf- krafa á Ástu, sem þá annars full- trúa Alþýðubandalagsins. Hvort tveggja var, að aðalfulltrúinn var mikill afbragðsmaður og eins hitt að Ásta var öllum hnútum gjörkunnug, enda var ég með öllu áhyggjulaus og mátti sannar- lega vera með slíka öndvegisfull- trúa heima. Vissulega mætti segja mikla og góða sögu af stjórnmálaaf- skiptum Ástu, áróðurshæfni hennar og einlægum sannfæring- arkrafti, en það eitt fullyrt hér, að ráðhollari félaga var ekki unnt að eiga, hreinskilnin og trúmenns- kan héldust svo í hendur, að hennar leiðsögn var hollt að fylgja. Fyrir óeigingjarnt starf í þágu hreyfingar okkar eru nú fluttar alúðarþakkir. Mættum við eignast sem allra flestra líka Ástu í Garði að allri gerð og athöfn. Og af því á athöfn var minnzt þá var Ásta auðvitað mikil og góð húsmóðir, hörkudugleg til allra verka, enda kom það sér vel, heimili stórt en húsnæði lítið, gestagangur mjög mikill, enda óvíða betra inn að líta, en hjarta- rúmið nægt og öllum af alúð tekið. Um langt árabil annaðist Ásta afgreiðslustörf í heilsugæzlu- selinu og til hennar var leitað jafnt á nótt sem degi, ef á lyfjum eða annarri slíkri aðstoð þurfti að halda. í þessu starfi sýndi Ásta einstaka óeigingirni og heilla- drjúga hjálpsemi. Og allt var það gert af lipurð og með ljúfu geði. Reyðfirðingar mega og eiga vissulega að þakka þessa af- bragðsþjónustu og ég veit að þökkin býr í þeli margra í dag, þökk fyrir mikið starf og eril- samt, innt af hendi af þeirri skyldurækni og náunganskærleik sem Ástu voru svo eiginleg. Ég gæti haldið áfram lengi enn að lýsa eðliskostum og athöfn minnar látnu vinkonu, en þann eðliskost vissi ég þó einna sterk- astan að láta ekki mikið yfir sér eða sínum gjörðum og henni því lítt að skapi að mæra hana svo sem vert væri. Ásta Arnbjörg var fædd á Reyðarfirði hinn 5. september 1923 og var því aðeins sextíu og fjögurra ára, er hún lézt svo svip- lega. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Sölvadóttir og Jón Árnason skipstjóri. Faðir hennar drukknaði, er Ásta var á fyrsta ári og hún ólst upp hjá þeim sæmdarhjónum Ásgeiri Árnasyni, föðurbróður sínum og konu hans Láru Jónasdóttur, en þau bjuggu einnig á Reyðarfirði. Þær Lára og Ragnheiður eru báð- ar á lífi. Ásta þráði eins og margir á þeim tíma að fara í skóla, það kvað hún hafa verið sinn óska- draum, er aldrei rættist, því kröpp kjör þá og ýmsar aðstæður öftruðu þeirri för hjá alltof mörg- um, er góðar námsgáfur höfðu eins og Ásta. Þann 1. apríl 1945 giftist Ásta Metúsalem Sigmarssyni bifreiða- stjóra og síðar verkstæðisfor- manni, en búskap hófu þau 1941 og á Reyðarfirði hefur aðsetur þeirra verið alla tíð. Hjónaband þeirra var hið farsælasta. Metús- alem er hinn prúði og duli þegn með sína notalegu kímni, verk- laginn hið bezta og ljómandi heimilisfaðir. Hans er nú missir mestur en fleiri eiga um sárt að binda. Þau hjón höfðu mikið barnalán og eignuðust fimm efnisbörn; Ás- geir fulltrúi Reyðarfirði, hans kona er Inga Ingvarsdóttir og eiga þau fimm börn, Hildur hús- móðir Eskifirði, hennar maður er Svavar Kristinsson og eiga þau þrjú börn, Lára Ragnheiður hús- móðir Eskifirði, hennar maður er Guðni Elísson og eiga þau þrjú börn, Guðlaug húsmóðir Grinda- vík, hennar maður er Sigurður Kristjánsson og eiga þau tvö böm og yngstur er Sigmar háskóla- nemi. Æviferill Ástu verður ekki ffekar rakinn, en framúrskarandi góða starfssögu átti hún á heimili sem utan þess, dugur og velvirkni sáu til þess. Garðurinn hennar ber gleggst vitni nærfærni og natni, góðri smekkvísi og mikilli alúð, en þar undu þau hjón löngum við að hlynna og hlúa að viðkvæmum og vandmeðförnum gróðri. Slík handaverk segja mikið um manneskjuna, sem á þau verk. Harmljóðið í haustblænum hefur einnig að geyma leiftrandi ljósbrot mætra minninga um kæra vinkonu okkar hjóna, sem ævinlega lagði okkur örláta lið- semd og lífgaði upp á gráma dag- anna, með geislandi lífsorku sinni og glöðu viðmóti. Það eru tærir tónar harms og hugljúfra minn- inga, sem vlja okkur nú, sem átt- um hana Ástu að vin. Við send- um eiginmanni hennar, börnum og aðstandendum öðrum okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Farsæl æviganga er á enda svo alltof skjótt. Eftir situr minningin ein, sem góð kona gaf okkur af vörmu og veitulu hjarta. í ein- lægri þökk fyrir allt kveð ég kær- an félaga og mæta manneskju, - sanna og heilsteypta, en umfram allt gefandi umhverfi sínu öllu. Hennar er gott að minnast í harmi þessara haustdaga. Blessuð sé sú minningin mæt. Helgi Seljan Barnaheimili í Vogahverfi Dagheimitiö Sunnuborg, Sólheimum 19, óskar eftir uppeldismenntuöu fólki og aðstoðarfólki í störf á barnadeildum og í eldhús. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 36385. Leikskólann Álftaborg Safamýri 32 vantar starfsmann til uppeldisstarfa eftir hádegi. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 82488. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.