Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 10.10.1987, Blaðsíða 4
_______________IEHDAR1___________ Þýðing Reykjavíkurfundarins íslandsbúar kærir litu upp forviða fyrir ári, allt í einu voru oddvitar risaveldanna komnir inn á gafl hjá okkur og gerðu sig líklega til að leysa heimsvandann. Allir sem vettlingi gátu valdið ruku af stað með leigusölu, minjagripaútgáfu og alla aðra þjónustu, ráðherrar voru drjúgir og leyndardómsfullir og allir blaðasnápar veltu vöngum yfir fréttum jafnt sem fréttaskorti sólar- hringinn allan. Einsog menn muna varfundur þeirra Gorbat- sjovs og Reagans mjög dramatískur- lokaþátt- urinn dróst á langinn og eftirvænting komst upp fyrir suðumark: kannski gerist loks eitthvað í þeim afvopnunarmálum sem löngu höfðu hjakkað í sama fari? Þar á eftir komu átakanleg vonbrigði: héðan fóru höfðingjarnir án þess að gera með sér samkomulag. En þá þegar vildu menn samt meta þennan fund mikils og fram- vinda mála hefur síðan orðið sú, að það mat sýnist fullkomlega réttmætt. Fyrir Reykjavíkurfund voru spár um árangur næsta hógværar. Menn gerðu ráð fyrir því að rætt yrði um viðfangsefni þarnæsta fundar leiðtoganna og kannski samið um afmarkaðan áfanga í afvopnunarmálum svo sem til að sýna heiminum eitthvað áþreifanlegt. Sem fyrr segir og menn muna var þetta ekki gert. Aftur á móti varð annað upp á teningnum sem hefur dregið merkilegan slóða á eftir sér: Þeir Reagan og Gorbatsjov lögðu á sitt samningaborð miklu djarfari og róttækari hugmyndirum niðurskurð á kjarnorkuvígbúnaði og jafnvel útrýmingu hans síðar meir en nokkur hafði búist við. Það mátti jafnvel heyra hér og þar hljóð úr horni um að Reagan hafi látið snúa á sig, þvæla sér miklu lengra en hans „haukar“ í Pentagon vildu eða þá herstjórar Nató. En sama var: í Reykjavík urðu, eins og margir taka fram nú um stundir, þáttaskil einskonar. Andrúmsloft allt batnaði milli risaveldanna, en hafði verið mjög stirt á næstliðnum misserum. Það kom skriður á um- ræður um einstaka þætti eftirlits með vígbúnaði og niðurskurð á honum - sem hefur m.a. leitt til þess að samkomulag um niðurrif meðaldrægra eldflauga er komið í höfn eða svo gott sem. íslendingar töldu sig að vonum hafa orðið fyrir mikilli sögulegri heppni með því að eiga kost á að skjóta húsi yfir slíkan fund. Menn vissu sem var að með fundinum fengi landið gífurlega kynningu í sjónvarpsstöðvum heimsins - og vorum við minnt á það í syrpu úr bandarískum fréttaþáttum sem sjónvarpið sýndi á fimmtudagskvöldið. Þessir landkynningar- möguleikar urðu til þess að margir fengu glýju í augun og bjuggu sig til að taka óstöðvandi straumi ferðamanna og ráðstefnugesta, en gleymdu því, að sjónvarpsauglýsing hefur ekki áhrif nema skamma stund í senn eins og dæmi sanna. Það komu líka upp hugmyndir, sem verið er að viðra öðru hvoru, um að með fundi þeirra Reagans og Gorbatsjovs hafi skapast gott for- dæmi um að gera ísland, sem ekki á eigin her, að meginvettvangi friðar- og sáttaumleitana. Slíkar hugmyndir eru góðra gjalda verðar - en spurt er: hvað þarf til að þær eigi möguleika á að sjá veruleikans Ijós? Ólafur Ragnar Grímsson segir í viðtali við Þjóðviljann í gær, að það sé gæfa fyrir íslendinga að nafn landsins og höfu- ðborgarinnar skuli vera orðið tákn raunhæfra vona um afvopnun og heim án kjarnorkuvopna. „En,“ bætti hann við, „það er þessvegna mikil- vægt að við sýnum í verki að við viljum rísa undir þessari frægð með því að hætta að leyfa aukna hervæðingu í okkar eigin landi og gerast í stað- inn frumkvöðlar að afvopnun hjá okkur sjálfum og í hafinu umhverfis okkur.“ áb LJOSOPIÐ Mynd: Sigurður Mar þlÖÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgofandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Ámi Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphéðinsson. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: GarðarGuðjónsson, Guðmundur RúnarHeiðarsson, . Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjömsson, IngunnÁsdísardóttir, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Ðergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Ámason, ÓlafurGíslason, Ragnar Karisson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrimsson, Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalaatur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. LJ ósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlltateiknarar: Sœvar Guðbjömsson, GarðarSigváldason. Margrét Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifatofuatjóri: Jóhannes Haröarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýalngaatjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýaingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist* insdóttir. Slmvarala: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bflatjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbrolð8lu- og afgrelðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síöumúla 6, Reykjavík, sfmi 681333. Auglýsingar: Sfðumúla 6, sfmar 681331 og 681310. Umbrotog setning: Prentsmlðja Þjóövlljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áakrlftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINNj Laugardagur 10. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.