Þjóðviljinn - 20.10.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Síða 3
iORFRÉTTIRi Kosningaskýrslur allra alþingiskosninga frá því 1874 og fram til vorra daga eru nú í vinnslu hjá Hagstofunni. Skýrslurnar verða tæplega 1200 bls. og gefnar út í tveimur bindum snemma á næsta ári. Sovésk verkalýðshreyfing á tímum þjóðfélagsbreytinga, nefnast fyrirlestrar sem Alexand- er Vlasenki, varaformaður al- þjóðadeildar sovéska alþýðu- sambandsins heldur á Hótel Sögu hliðarsal í dag kl. 17 og á Akureyri á morgun. Alexander er hér í boði ASÍ. Fiskveiðasjóður hefur ekki lánað eina einustu krónu til smíði skipa hér innan- lands á þessu ári en óafgreidd lánsloforð sjóðsins vegna ný- smíði erlendis nema nú tæpum 3500 miljónum króna. Almanak Háskólans 152. árgangur er kominn út en ritið hefur komið út samfellt frá því árið 1837. Af nýju efni í bók- inni má nefna töflur um stærð, mannfjölda og höfuðborgir allra sjálfstæðra ríkja í heiminum. Rit- stjóri almanaksins er dr. Þor- steinn Sæmundsson stjarnfræð- ingur. Ari Trausti Guðmundsson fjallaklifrari ætlar að sýna myndir úr fjallgöngu- leiðangri til Bólivíu sl. sumar á Hótel Borg annað kvöld. Leiðangursmenn gengu á þrjá rúmlega 6000 metra háa tinda í Andesfjöllum, þar á meðal á Ne- vado Sajama sem er hæsta fjall landsins. FREITIR Ólafsvík Stjómaikreppan óleyst Sveinn Þór Elinbergsson, Alþýðuflokki: Óskað samstarfs við Alþýðubandalag og Framsókn. Herbert Hjelm, Alþýðubandalagi: Menn erufjölþreifnir. Beðið eftir reikningum bœjarsjóðs. Bœjarstjórinn talinn út úr myndinni Við höfum farið þess á leit við Alþýðubandalag og Fram- sókn að þessir flokkar hefja við- ræður um myndun nýs meiri- hluta í bæjarstjórn. Alþýðu- bandalagið hefur fallist á þessa málaleitan fyrir sína parta, en við bíðum enn eftir svari frá Fram- sókn, sagði Sveinn Þór Elinbergs- son, bæjarfulltrúi Alþýðuflok- ksins í Ólafsvík, en nú er um hálf- ur mánuður síðan siitnaði uppúr meirihlutasamstarfí A-flokkanna og lýðræðissinnaðra. Talið er þó fullt eins líklegt að framsóknarmenn hafi áhuga á samstarfi við Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokk, eins og Alþýðu- flokk. Vitað er að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa borið ví- urnar í Alþýðubandalagið um myndun nýs meirihluta. Viðmæl- endur Þjóðviljans töldu allir að Lýðræðissinnar, með bæjarstjór- ann Kristján Pálsson í fylkingar- brjósti, væru útúr kortinu. - Menn eru fjölþreifnir. Það eru allir að þreifa fyrir sér og kanna vilja hinna til myndunar meirihluta. En meðan reikningar bæjarins fyrir síðasta ár liggja ekki enn fyrir tekur enginn af skarið og fer út í formlegar við- ræður, sagði Herbert Hjelm, bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í Ólafsvík, en félagsfundur Alþýðubandalagsins hefur gefið bæjarfulltrúa þess óbundnar hendur i viðræðum um myndun meirihluta. Fastlega er búist við að endur- skoðendur bæjarsjóðs leggi endurskoðaða reikninga síðasta árs fram síðar í vikunni. Alþýðuflokks-, alþýðubandalags- og framsókn- armönnum finnst þó ekki nóg að gert og vilja sjá yfirlit yfir stöðu bæjarsjóðs fyrstu níu mánuði þessa árs. - Alþýðuflokkurinn mun leggja fram tillögu þess efnis og að ráðnir verði nýir endur- skoðendur, á bæjarstjórnarfundi á morgun sagði Sveinn. -rk Þjóðgarðsvörður Ráðningu móbnætt Veiting Náttúruverndarráðs á stöðu þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli til Stefáns Benedikts- sonar fyrrverandi alþingismanns hefur vakið óánægju meðal nátt- úrufræðinga og í félagi land- varða, sem telja að með stöðu- veitingunni hafi Náttúruverndar- ráð ekki tekið tillit til faglegra forsendna og starfsreynslu um- sækjenda. Sólveig Jónsdóttir formaður Landvarðafélagsins sagði í sam- tali við blaðið í gær að stjórn fél- agsins hefði boðað til fundar til þess að setja saman ályktun um málið, þar sem því yrði mótmælt við Náttúruverndarráð, að við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar hefði verið gengið fram hjá þrem umsækjendum sem hefðu langa reynslu af landvarðar- og náttúr- uverndarstarfi, þar af tveir með líffræðimenntun og einum með lögfræðimenntun. Sólveig sagði að mál þetta beindist á engan hátt gegn persónu Stefáns Benedikts- sonar, en hins vegar teldu land- verðir að með ráðningu hans hefði verið litið framhjá faglegri menntun og starfsreynslu. Slkíkt væri ekki síst alvarlegt, þar sem hér væri um ráðningu til langs tíma að ræða. Félagar í Landvarðafélaginu eru um 70 talsins og hafa ólíka skólagöngu að baki en hins vegar ber þeim að sögn Sólveigar að ganga í gegnum námskeið í nátt- úruvernd á vegum Náttúruvernd- arráðs áður en þeir fá starf á veg- um ráðsins. Margir starfandi landverðir eru kennarar, líffræð- ingar eða landfræðingar að mennt. Sigrún Helgadóttir líffræðing- ur var einn umsækjenda um þjóð- garðsvarðarstarfið í Skaftafelli. Hún sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að sér fyndist Náttúruvernd- arráð ekki hafa ráðið í þessa stöðu á faglegum forsendum. Sig- rún sagðist hafa 14 ára reynslu af landvarðar- og náttúruverndar- starfi auk þess sem hún væri líf- fræðingur að mennt. Sagðist hún mundu fara fram á það við Jafnréttisráð að það kannaði for- sendur þessarar stöðuveitingar og þá um leið hvort hún stangað- ist ekki á við anda j afnréttislaganna. Þjóðviljanum tókst ekki að ná tali af formanni Náttúruverndar- ráðs vegna þessa máls í gær. -ólg. Rene T. Soriao: Bindum miklar vonir við að þurrka kókoshnetur með jarðhita. Mynd Sig. Jarðhitaskólinn Jarðhlti á kókoshnetumar Rene T. Soriao frá Filipseyjum: Gífurlegur jarðhiti á Filipseyjum gefur mikla möguleika Verkefni mitt við Jarðhita- skólann hefur verið hagnýting jarðhita til að þurrka kókoshnet- ur og fisk, sagði Rene T. Soriao, verkfræðingur frá Filipseyjum, en á föstudaginn útskrifast hann úr Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna eftir sex mánaða nám. Það er gífurlegur jarðhiti á Fil- ipseyjum, en hingað til hefur hann mest verið nýttur til fram- leiðslu rafmagns, sagði Rene. Kókoshnetur hafa einkum verið þurrkaðar í ofnum, og þá við eld. Fyrir bragðið eru gæðin ekki eins mikil og æskilegt er, og því bind- um við miklar vonir við hagnýt- ingu jarðhita í þessu skyni, sagði hann. Kókoshnetur skipta miklu máli í þjóðarbúskap Filipseyinga, en hagnýting þeirra ásamt með syk- urrækt eru meðal mikilvægustu atvinnugreina landsmanna. Við Jarðhitaskólann stunda menn framhaldsnám á háskóla- stigi. Hingað kemur fólk sem hef- ur lokið námi í verkfræði eða jarðvísindum og gjarnan unnið í nokkur ár, sagði forstöðumaður skólans, dr. Jón Steinar Guð- mundsson. Skólaárið er sex mánuðir. Á fyrra helmingi þess tímabils eru einkum fyrirlestrar, mælingar, vinna á rannsóknarstofum og ferðir á jarðhitasvæði. Á seinna helmingi námstímabilsins fást nemendur við sérhæfð verkefni, og vinna að þeim með íslenskum sérfræðingum, sagði Jón. HS Síldarútvegsnefnd (SÚN) Garðastræti 37,101 Reykjavík Pósthólf 610* Simi 27300 • Telex 2027 Helztu verkefni: • Markaðsleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar. • Skipulagning sildarsöltunarinnar í þeim tilgangi aö nýta sem bezt hina ýmsu og ólíku markaði fyrir allar tegundir og stærðir saltaörar síldar. • Innkaup, sala, dreifing rekstrarvara saltsildariðnaðarins. • Reksturbirgöastöðva. Stjórn stofnunarinnar er skipuð 3 fulltrúum frá félögum síldarsaltenda, 1 fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands /Sjómannasambandi íslands, 1 fulltrúa frá Landssambandi isl. útvegsmanna og 3 fulltrúum kjörnum af Alþingi Þriðjudagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.