Þjóðviljinn - 20.10.1987, Síða 4

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Síða 4
LEIPARl Spjall Ríkisstjórnin telur nauösynlegt að breyta söluskatti í svokallaðan virðisaukaskatt. Heildarskattbyrðin á að verða nokkurn veginn sú sama og að sjálfsögðu verður það eftir sem áður almenningur sem borgar brúsann. Af einhverjum duldum ástæðum telja ráða- menn nauðsynlegt að leggja jafnháan skatt á allan varning og að engu skipti hvort verið er að kaupa lífsnauðsynjar fyrir síðasta skildinginn eða eyða úr digrum sjóðum í eitthvert glingur. Má vera að sú skoðun ráðist fyrst og fremst af smekk og að allt ósamræmi í skattlagningu særi fegurðarskyn. yfir kaffibolla munar um minni upphæöir. Fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, hefur að vísu lýst því yfir á þingi að hann sé reiðubúinn að setjast niður með forsvarsmönnum launafólks til að ræða málin. Og um hvað á svo sem að spjalla? Jú, ráðherrann hefur hótað því að matarskatt- urinn skuli lagður á strax. Á máli stjórnmála- manna heitir það flýting álagningar söluskatts á matvæli. Þetta skal gera þvert ofan í öll loforð sem gefin voru í desember síðastliðnum þegar verkalýðshreyfingin gekk til samninga sem gilda skulu til næstu áramóta. Ráðherrann lýsir því nú yfir að hann sé tilbúinn að leggja ekki á matarskattinn fyrr en eftir áramót eða, eins og það er kallað, að fresta flýtingu álagningar sölu- skatts á matvæli. Ekki er þó ráðherrann til viðræðu um að ríkis- stjórnin standi við gefin fyrirheit nema hann fái loforð um að verkalýðshreyfingin fylgi skynsamlegri launastefnu og hlýtur þá að vera átt við að hún stilli launakröfum í hóf. Ekki er vel gott að koma auga á hvað oddvitar launamanna geta rætt við fjármálaráðherra á þessari stundu. Að sjálfsögðu er það gott og blessað að menn hittist og spjalli saman yfir kaffibolla en óljós ádráttur um að ekki skuli gengið á gefin fyrirheit frekar en orðið er, getur aldrei orðið grunnur að alvöru samningum. Kapp er best með forsjá Islenskir ráðherrar eru miklir fagurkerar enda eru hér á landi settar fram harðari kröfur í þess- um efnum en gert er t.d. innan Efnahagsbanda- lagsins. Þar er unnið að því að samræma virðis- aukaskatt milli aðildarlandanna og er reiknað með því að álagningarflokkar verði tveir þannig að minni skatturgreiðist af lífsnauðsynjum en af öðrum varningi. Þetta er ífullu samræmi við þær aldagömlu hefðir að halda niðri verði á matvæl- um og kemur heim við stefnu íhaldsmanna í Bretlandi en þar er virðisaukaskattur af nauðsynjum minni en af ýmsum öðrum varn- ingi. En íslenskir ráðamenn ætla ekki að líða slíkt ósamræmi í skattheimtu jafnvel þótt það kosti stórhækkun á verði algengustu matvæla. Samtök launþega hafa mótmælt matarskatt- inum. En allt kemur fyrir ekki. Ríkiskassann Þeir pólitískir atburðir hafa orðið hér á landi að þörfin fyrir sterkan flokk íslenskra sósíalista hefur sjaldan verið brýnni. Alþýðuflokkurinn er genginn til liðs við hægri flokkana og ganga forystumenn krata oft fetinu framar undir merkj- um frjálshyggjunnar en samstarfsmennirnir. Því skiptir miklu að félagar í þeim flokki, sem er einn vinstra megin við miðju á póltíska sviðinu, nái með sameiginlegu átaki að koma í veg fyrir að gerðir séu að engu þeir áfangasigrar sem ís- lensk alþýðu hefur unnið á undanförnum ára- tugum. Eitt af mörgum verkefnum landsfundar Al- þýðubandalagsins er að kjósa flokknum for- mann. Tveir félagar hafa opinberlega gefið kost á sér til embættisins og enn gætu fleiri komið til sögunnar þótt það verði að teljast ólíklegt. Mörgum félaganum hefur hlaupið kapp í kinn vegna fyrirsjáanlegra kosninga. Séu margir í framboði, verða allir undir nema einn. Reiknað er með að þeir, sem undir verða, taki áfram þátt í flokksstarfi af fullum krafti. Þess vegna er Álþýðubandalagsmönnum hollast að stilla í hóf kappi sínu bæði í orðum og athöfnum, svo að tryggt sé að grói um heilt að loknu fpr- mannskjöri. ÓP ______________KLiPPT Samsæris- kenning um skólamál Ekki alls fyrir löngu var höf- undur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins að fjalla um skólamál og vitnaði mjög til nýlegs rits eftir dr. Arnór Hannibalsson. f því riti var látið að því liggja að mikil óáran ríkti í skólamálum þjóðar- innar vegna þess að viðfangsefni tengd sögu, menningu og hefðum þjóðarinnar hefðu orðið að þoka fyrir einhverskonar lævíslegu fé- lagsmálasamsæri vinstrimanna, sem létu sig dreyma um að fremja byltinguna sína gegnum skóla- kerfið. Bréfritara þótti allmikið til þessarra kenninga koma, en þorði þó ekki að skrifa undir þær beinlínis. Enda vissi hann sem var, að það skólakerfi sem nú um stundir er einna mest kvartað yfir vegna þess að það hafi gefið þekkingarkröfur upp á bátinn og gengið mjög rækilega fram í því að afskrifa í skólum sögu lands og mannkyns, er einmitt hið banda- ríska. Og ekki auðvelt hálfum fjórða áratug á eftir Joe McCart- hy að halda því fram að kommar og laumukommar hafi hreiðrað um sig af lævísi í bandarískum skólum, frelsinu, þekkingunni og lýðræðinu til bölvunar. Hvers vegna vita þeir ekkert? Enda bregður svo við nú um helgina að Reykjavíkurbréf er einmitt uppfullt af harmatölum úr bandarísku vikuriti um yfir- gengilega fáfræði bandarískra unglinga sem út úr skólum koma. Þar er í leiðinni fitjað upp á ýms- um útskýringum á því, hvers vegna þróunin af þessu tagi á sér stað. Einn segir að stóraukin þekking og sérhæfing hafi leitt til þess að fræðslumálafrömuðir hafi átt æ erfiðara með að koma sér saman um það hverjir séu þeir „vissir hlutir sem menn ættu al- mennt að vita“. Aðrir benda á sjónvarpið sem drepur athygli barna á dreif. Enn aðrir tala um skaðsemi þeirrar „menningar- legu afstæðishyggju" að allar hugmyndir, allar bækur, öll tón- verk séu nokkurnveginn jafngild hver annarri. Allt talið jafngilt Allt hefur þetta vafalaust sitt að segja. Og mætti skrifa langt mál um hverja og eina útskýr- ingu. Þegar til dæmis er talað um „menningarlega afstæðishyggju" sem gerir popptexta og ljóð merkisskálds að hliðstæðum sem enginn meirháttar munur sé á, þá er þar stundum um að ræða eins- konar jafnaðarstefnu á villigöt- um („enginn skal hafa vit fyrir mér“). Stundum er blátt áfram um að ræða allsherjar uppgjöf, eins og þegar ritstjóri DV fimb- ulfambaði um það á dögunum að eiginlega væru allir menn jafn ruglaðir. Hér er Iíka um að ræða framhald af hinni frjálsu og glöðu sölumennsku, sem aldrei spyr um það til dæmis, hvort höfundur hafi skrifað merka bók, heldur aðeins um það hvað hann græddi marga dollara á henni. (Kurt Vonnegut var einmitt að fræða okkur á þessu á dögunum). Hér er líka um að ræða afleggjara af því fjölmiðlalífi á fjörutíu frjáls- um rásum, sem spyr aldrei um verðleika heldur aðeins um frægð augnabliksins. Hvort sem mann- eskjan fær nafn af því að sofa hjá forsetaefni, stela skjölum, bíta hund á barkann eða hljóta Nó- belsverðlaun í læknisfræði. Nytsemdarkrafan Við höfum áður minnt á það, að þegar „kjaftafög", eins og saga og fleiri greinar hafa verið kallaðar, hafa mætt óvild sem leiðir m.a. í niðurskurð, þá er eins víst að slík fúlmennska sé réttlætt með nytsemdarhyggju: Hvað kemur Uppkastið okkur við, er ekki nær að kenna krökkunum á verðbréfamarkað- inn? Eða eitthvað það sem hjálp- ar þeim að „komast áfram í líf- inu“. Eins og gert er í Bandaríkj- unum, þar sem þróunin hefur verið, eins og í Reykjavíkurbréfi segir, „í átt til námsskrár sem lík- ist matseðli á kaffihúsi“. Furður markaðslífsins Og enn skal þusað. Stundum er um það talað, að vilji menn hressa upp á menntun unglinga, OG SKORIÐ þá verði að koma upp einka- skólum. Sú trú er tvíbent. Vitan- lega er hægt að láta efnað fólk borga fyrir betri aðstöðu og kennara sem geta þá kennt nem- endum fleira en ríkisskólum tekst, sem hafa þær skyldur að taka við öllum. En markaðs- lögmál virka með undarlegum hætti. Þau geta safnað úrvalsne- mendum í tilteknar æðri menntastofnanir, en dregið niður kröfugerð í öðrum - blátt áfram vegna þess að skólar fara að finna sér ýmis ráð (sem verða náttúr- lega að líta sæmilega út á yfir- borðinu) til að tryggja sér við- skiptavini, þeas. nemendur. Annað dæmi: í einu þessarra útbreiddu bandarísku vikurita var á dögunum verið að fjalla um kurr sem upp er kominn í ýmsum bandarískum háskólum vegna verulegs aðstreymis erlendra stú- denta. Þessir stúdentar sækja gjarna í þau vísindi sem afdrifa- ríkust verða á okkar tímum eða þá verkfræði - og standa sig yfir- leitt betur en bandarískir jafn- aldrar þeirra. Það stafar meðal annars af því, að þeir hafa vanist að taka nám alvarlegar en menn gera í Bandaríkjunum, þar sem fyrst og síðast er að því spurt hvort tiltekið nám gefi af sér beinharðan pening á vinnumark- aði (sú hneigð er um allan heim, en ekki eins langt komin víðast hvar og í Bandaríkjunum). Og útlendingarnir halda bókstaflega uppi framsæknum rannsóknum í mörgum vísindagreinum fyrir Bandaríkjamenn - því þeir eru kannski þeir einu sem nenna að Ieggja á sig langt framhaldsnám. Framhaldsnám, sem markslög- málin eru ekkert endilega að verðlauna með mun hærri tekjum en þeir hafa sem fyrr námu staðar á námsferli. áb þJÖÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsís og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Þráinn Bertelsson, össur Skarphóðinsson. Fréttastjóri : Lúðvík Geirsson. Blaðamenn:GarðarGuðjónsson, GuðmundurRúnarHeiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, IngunnÁsdísardóttir, . Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir), Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, ólafurGíslason, RagnarKarlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Ásgrímsson.Vil- borg Davíðsdóttir, Yngvi Kjartansson (Akureyri). Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. L|ósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Utlitsteiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Margrót Magnúsdóttir Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlf stof ustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmvarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílctjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Utbreiftslu-og afgreiöslustjórl: HörðurOddfríðarson. Afgreiftsla: Bára Sigurðardóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, OlafurBjörnsson. Utkeyrsla, afgreiftsla, ritstjórn: Síftumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síftumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiftja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaftaprent hf. Verft í lausasölu: 55 kr. Helgarblöft: 65 kr. Áskriftarverft á mánufti: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þrlðjudagur 20. október 1987

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.