Þjóðviljinn - 20.10.1987, Page 5

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Page 5
\ VIÐHORF Kvennabarátta og kosningar Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir skrifar: Það er grár rigningardagur í Osló og ég er að koma úr tíma í háskólanum þar sem umræðuefn- , ið var sálgreining og feminismi. Ég á fyrir höndum klukkutima- ferð með strætó til að komast heim og það eina sem ég get huggað mig við er að ég veit að það bíða mín 3 Pjóðviljar í póstkassanum. Þegar heim er komið skelli ég kaffi í könnuna og hendi mér yfir blöðin. Og Þjóð- viljinn bregst mér ekki. Mér verður fyrst litið á forsíðu Sunnu- dagsblaðsins, þar stendur „Við áttum að hætta!” og undir stend- ur Guðrún Jónsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi Kvennaframboðs- ins í helgarviðtali. Eitthvað fyrir mig, örugglega eitt af framlögum Þjóðviljans til kvennapólitíkur. Hvað um það, í viðtalinu rekur Guðrún í stórum dráttum upp- runa sinn og starfsferil. Hún segir frá því hvernig hún kom inn í Kvennaframboðið 1981, þrátt fyrir að hafa verið efins í upphafi. Hún hreifst af málflutningi kvennanna á Hótel Vík og skellti sér f baráttuna. Kosningabaráttunni lýsir hún sem mjög jákvæðri reynslu, einna líkastri endurfæðingu. Þá er nánast eins og hið jákvæða við Kvennaframboðið sé upptalið. Guðrún segir að sér hafi verið hjartanlega sama um það hvort þær fengju atkvæði og það að fá tvo fulltrúa inn í borgarstjórn var eiginlega svolítið ógnvekjandi. Það kemur greinilega fram í viðtalinu að Guðrún hefur aldrei litið á Kvennaframboðið sem raunhæft pólitískt afl. Hún hefur verið mjög efins um réttmæti þess að „ganga inn í kerfið”. Hún kemst þá líka að þeirri niður- stöðu að Kvennaframboðið hafi „alls engu” fengið áorkað. Ég verð að viðurkenna að ég á erfitt með að átta mig á því af hverju Guðrún ákvað í upphafi að ganga til liðs við Kvennaframboðið og hvaða takmark hún setti sér. Guðrún segir að í gegnum kerf- ið hafi þær engu komið fram, enda borgarstjórn ekkert annað en leikhús. Það getur verið að það sé erfitt að mæla einhvern formlegan árangur Kvennafram- boðsins í borgarstjórn, ég þekki ekki nógu vel til að geta dæmt um það. En hvernig er með þann óf- ormlega árangur sem erfitt er að mæla? Kvennaframboðin komu af stað verulegum umræðum um málefni kvenna í íslensku þjóðfé- lagi og í kjölfar þeirra hafa raddir kvenna heyrst meira í pólitíkinni en áður. Þetta finnst mér ekki lít- komust aldrei lengra, þær mynd- uðu nokkra smáhópa þar sem þær ræddu sín mál, náðu því að verða ákveðið „meðvitaðar" og fóru svo „heim” aftur. Þetta hef- ur, eins og frægt er, verið kallað að hugsa í hring. (Við getum kall- sem við höfum í dag. Eftir að hafa útnefnt fjölskyld- una sem eitt helsta kúgunartæki gagnvart konum, þá skil ég alls ekki hvernig Guðrún getur hald- ið því fram að vandi kvenna sé að ekki hafi verið gert „hreint „Vandamálið liggur í því að þráttfyrir breytt viðhorf gagnvart konum hefur samfélagið ekki komið til móts við hugarfarsbreytingarnar. Konur eru velkomnar út á atvinnumarkaðinn, í heilbrigðri samkeppni” við karlmenn, efþœrgeta jafnframt „reddaðu þessu með börnin” ill árangur og úr því að Guðrúnu var það ekkert hjartans mál að fá sem flest atkvæði, þá hlýtur til- gangur hennar að hafa verið sá að koma hreyfingu á málefni kvenna. Raunar hlýtur Guðrúnu að finnast árangurinn einhver því að í framhaldi af því að hún segir að Kvennaframboðið hafi átt að hætta, segir hún: „Valdaflokk- arnir gætu þá alltaf átt kvenna- framboð yfir höfði sér seinna ...” Hvernig getur kvennaframboð, sem engu fær áorkað, verið svipa á flokkana? Guðrún heldur áfram og talar um jafnréttisbaráttu og segir að við verðum að byrja á okkur sjálfum og ræða um hverju við viljum breyta í einkalífinu, en ekki vera svona uppteknar af ytra forminu. Ég veit ekki betur en þetta sé umræða um jafnrétti og feminisma sem fram fór á árun- um milli 1970 og 1980. Þá voru það einmitt tveir höfuðpólar sem stóðu hvor á móti öðrum. Öðrum megin voru feministarnir sem sögðu að við ættum að byrja á okkur sjálfum, verða okkur með- vitaðar um okkar eigin kúgun, áður en við snerum okkur að samfélaginu. Slagorðið var „Það persónulega er pólitískt”. Gagnrýnin á feministana á þess- um árum er einmitt sú að þær að þetta aö fara í hring.) Það sem vantaði var að hóparnir kæmust út fyrir sjálfa sig og næðu með sína „meðvitund" til samfélags- ins. Hinum megin voru svo konur sem börðust líka fyrir kvenfrelsi, en töldu að það yrði gert með því að rétta hlut kvenna í atvinnulíf- inu og í gegnum grundvallar þjóðfélagsbreytingar í anda sósí- alismans. Þessir hópar studdu sig, eins og gefur að skilja, meira og minna við marxískar kenning- ar. Ég sé enga ástæðu til að fara nánar út í þessar umræður hér, það hefur áður verið gert ræki- lega. Guðrún gerir fjölskylduna að umræðuefni og í því sambandi fiölskyldupólitík Kvennalistans. Ég er Guðrúnu alveg hjartanlega sammála um að það fjölskyldu- form sem við höfum passar ekki inn í samfélagið eins og það lítur út í dag. Ef við í raun viljum jafn- an rétt og sem líkasta möguleika allra þegna þjóðfélagsins, þá verðum við að taka afleiðingum þess og vinna markvisst að því. Við getum gert það með því að finna nýtt sambýlisform eða að- laga þjóðfélagið að þessu fjöl- skylduformi, ef það er svona sem við viljum búa. Það er alla vega ljóst að jafnrétti er ekki fram- kvæmanlegt í því þjóðskipulagi heima”. Það er alveg ljóst að á síðustu 10-15 árum hafa orðið verulegar hugarfarsbreytingar hjá karl- mönnum, þeir eru farnir að vinna verk á heimilinu og taka ábyrgð á börnum í mun ríkari mæli en áður var. Allar kannanir sýna þó að enn er það konan sem ber höfuð- ábyrgð á heimilinu og vinnur flest störfin þar, hvort sem hún vinnur úti eða ekki. Fyrir mér er þetta þó ekki aðalmálið, við komumst ekki lengra að mínum dómi með því að þrátt um hver þvær oftast upp. Vandamálið liggur í því að þrátta fyrir breytt viðhorf gagnvart konum hefur samfé- lagið ekki komið til móts við þessar hugarfarsbreytingar. Enn í dag er það einkamál fólks (sér- staklega konunnar) hvort það eignast börn. Konur eru velk- omnar út á atvinnumarkaðinn í „heilbrigðri samkeppni” við karl- menn, ef þær geta jafnframt „reddað” þessu með börnin. Guðrún gagnrýnir Kvennalist- ann fyrir að vilja styrkja undir- stöður fjölskyldunnar. Ég vil ekki fara út í neinar umræður hérna um fjölskyldupólitík Kvennalistans. Ég vil bara segja að eins og ástand mála er á Is- landi í dag er þó sannarlega ekki vanþörf á því að bæta aðstæður kvenna og barna. Kvenfrelsiskonur eru auðvitað ekki allar sammála um hvernig og hvaða breytingum beri að stefna að. Ég fyrir mitt leyti er ekkert á móti því að við búum okkur til útópíu eins og Guðrún vill, aðal- atriðið er þó það að við komum aftur af stað umræðu um fjöl- skylduna og samfélagið. Guðrún talar af mikilli tilfinn- ingu um kvennabaráttu og henni vill hún helga krafta sína. Ég ef- ast ekkert um hennar einlæga vilja í því sambandi, en hún þarf þá að gera sér grein fyrir því að liður í kvennabaráttu er samstaða og samhyggja (solidaritet) kvenna. Konur hafa nógu lengi látið segja sér að þær hafi engra sameiginlegra hagsmuna að gæta sem kyn. Þetta hefur að sjálf- sögðu veikt baráttuna. Ég er ekki að tala um það að við eigum ekki að takast á um aðferðir og markmið okkar á milli, því það er skapandi og þannig komumst við áfram. Það sem ég gagnrýni hér er aðferð Guðrúnar, sem mér finnst ómál- efnaleg og ég get ekki betur séð en hún beini spjótum sínum ein- ungis að konum og þá sérstaklega Kvennalistanum. Kvennaframböðin og Kvenna- listinn eru þau öfl sem mest hafa ýtt undir almenna vitundarvakn- ingu um aðstæður kvenna hér á íslandi á síðari tímum. Þetta veit Guðrún. Það sjónarmið Guðrúnar að Kvennaframboðið hafi í upphafi einungis verið hugsað sem tíma- bundin mótmælaaðgerð og að framboð til Alþingis hefði aldrei átt að verða, er sjónarmið sem hægt er að styðja með gildum rökum. Það held ég líka að hún hafi gert á öðrum vettvangi. Það sem ég er ósátt við er að hún vinni opinberlega beinlínis gegn þeim konum sem eru í fremstu víglínu í kvennapólitík á íslandi í dag. Aftur á móti eru málefnalegar umræður um aðferðir og tak- mörk kvennabaráttunar hollar og nauðsynlegar. Sigþrúður Heiga stundar sálf- ræðinám (Osló Um skráningu atvmnusjúkdóma T H lAAtrtltnnr W nnn O _ _ á U tV. í leiðara Þjóðviljans þann 2 september sl. er skráning at- vinnusjúkdóma gerð að umræðu- efni og er sérstakri gagnrýni beint gegn atvinnurekendum og lækn- um. Er borið á þá að þeir svíkist um að skrá atvinnusjúkdóma, þar með talin vinnuslys, eins og lög gera ráð fyrir. Virðist undan- skilið að þessi vanræksla komi í veg fyrir að hægt sé að ráða bót á atvinnusj úkdómum. í leiðaranum er sérstaklega vikið að könnun sem gerð var á heilsufari fiskvinnslufólks árið 1982. í þessari könnun kemur m.a. fram að fimmtungur fisk- vinnslukvenna er samkvæmt áliti lækna haldinn vöðvabólgu, sem rekja megi til vinnunnar og ætti samkvæmt því að teljast atvinnu- sjúkdómur. Leiðarahöfundur deilir hart á lækna og atvinnurek- endur fyrir að hafa ekki tilkynnt þetta fólk sem atvinnusjúklinga. Efni þessa leiðara er tímabært og lofsvert að hreyfa þessu máli. Það er rétt, atvinnusjúkdómum er lítið sinn og hefur verið svo lengst af. Skráning atvinnusjúk- dóma er mjög ábótavant. Þó Guðmundur Helgi Þórðarson skrifar: ,?Ein afgrunnforsedunum fyrir því að hœgtsé að ráða bót á álagssjúkdómum semfjöldasjúkdómum afvöldum vinnu, er að launakjör viðkomandi séu viðunandi, að dagvinnulaun nœgifyrir framfærslu. Efþessa er ekki gætt er skráning tilgangslaus. ” verður að viðurkennast að víða hefur þokað í rétta átt varðandi aðbúnað fólks á vinnustað. Um ástæður þess að skráning atvinnusjúkdóma er með öðrum og lakari hætti en til var ætlast, ætla ég ekki að fjölyrða, hef raun- ar ekki fullnægjandi svör við þeirri spurningu. Ég hygg þó að engum komi það á óvart þó að launagreiðendur séu ekki bráð- fljótir að tilkynna sjúkdóma af þessu tagi. Slíkar tilkynningar geta gjarnan haft í för með sér útgjöld og getur þar hver séð sjálfan sig. Staða þeirra í þessu kerfi býður ekki upp á mikinn áhuga á skráningu atvinnusjúk- dóma. Ég hygg raunar að stemmningin fyrir skráningu at- vinnusjúkdóma hafi verið dauf í þjóðfélaginu almennt og eru launþegar þá ekki undanskildir og ekki læknar heldur. Það vill oft verða svo að lagafyrirmæli og reglugerðir hafa lítið að segja, ef ekki er fyrir hendi áhugi og skiln- ingur hjá almenningi. Fyrst og fremst þarf hér að koma til áhugi þeirra sem lögin eiga að vernda og forsvarsmanna þeirra, en á því hefur viljað verða misbrestur. Eins og áður segir talar leiðara- höfundur um vöðvabólgur hjá fiskvinnslufólki og átelur þá van- rækslu þess kvilla. Ég efast ekki um að niðurstöður þessarar könnunar eru réttar og raunar líklegt að vöðvabólgur af völdum vinnu séu algengari en þar kemur fram. Hins vegar dreg ég í efa að það hefði breytt miklu, þó að við læknar hefðum farið að skrá þessi tilfelli sem atvinnusjúkdóma. í fyrsta lagi tel ég vafasamt að þessi tilfelli hefðu verið talin atvinnu- sjúkdómur samkvæmt laganna bókstaf, og kemur þar ýmislegt til. Vöðvagigt á sér oft margar orsakir og því erfitt að greina það í einstökum tilvikum hvaða or- sakaþáttur er ríkastur. í öðru lagi er vöðvagigt tengd vinnu svo al gengur sjúkdómur að ég efast um að heilbrigðiskerfið eða aðrir að- ilar ættu svör við þeim ef öll þau tilfelli væru skráð sem atvinnu- sjúkdómar. Sambandið milli vöðvagigtar og vinnu er hins vegar staðreynd sem öllum er ljós og þarf enga skráningu til að leiða það í ljós Það blasir líka við öllurn, sem leiða hugann að þessu, að það er nauðsyn á úrbótum. En það er til önnur og fljótvirkari leið til aðK Wi Þriðjudagur 20. október 1987 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.