Þjóðviljinn - 20.10.1987, Blaðsíða 7
Spurt um...
...umhverfismál
Hjörleifur Guttormsson spyr
forsætisráðherra hvernig rikis-
stjórnin hyggist undirbúa fram-
kvæmd á þeirri stefnu sinni „að
sett verði almenn lög um um-
hverfismál og samræming þeirra
falin einu ráðuneyti'1. Hann spyr
einnig hvenær sé gert ráð fyrir
frumvarpi um umhverfismál og
hvaða ráðuneyti muni fá það
hlutverk að samræma stjórn um-
hverfismála innan stjórnkerfis-
ins.
...framkvæmdir við
Egilsstaðaflugvöll
Hjörleifur Guttormsson spyr
samgönguráðherra hvers vegna
ekki hafi verið gengið til samn-
inga við heimamenn um fram-
kvæmdir við fyrsta áfanga nýs
flugvallar á Egilsstöðum. Hann
spyr einnig hvernig eigi að haga
framkvæmdum við þennan
áfanga, ma. við verkbyrjun og
verklok. Einnig hvenær ríkis-
stjórnin geri ráð fyrir að lokið
verði framkvæmdum við flugvöll-
inn.
...leiðbeinendur við
kennslustörf
Hjörleifur Guttormsson spyr
menntamálaráðherra hversu
margir leiðbeinendur séu nú
samtals við kennslu á
grunnskóla- og framhaldsskóla-
stigi og fer fram á það sundurlið-
að eftir fræðsluumdæmum.
Hann spyr einnig hversu margir
leiðbeinendur voru ráðnir í fyrsta
skipti á nýbyrjuðu skólaári. Einn-
ig hversu margir leiðbeinendur
kenna samræmdar námsgreinar
til grunnskólaprófs. Þá spyr hann
hvort það hafi í einhverjum tilfell-
um þurft að fella niður lögboðna
kennslu í grunnskólum og fram-
haldsskólum, draga úr náms-
framboði eða breyta námstil-
högun vegna skorts á starfs-
möonum og þá hvar og í hva
mikkjm mæti.
...viðskipti vié
Suður-Afríku
Steingrímur J. Sigfússon
spyr utanríkisráðherra um við-
skipti við S-Afríku, hvernig það
samrýmist yfirlýstri stefnu ís-
lenskra stjórnvalda að draga úr
samskiptum við S-Afríku og taka
þátt í samnorrænum aðgerðum
af því tagi, að verslun með vörur
frá landinu hefur stóraukist á fyrri
hluta þessa árs. Hann sþyr einn-
ig hvort ríkisstjórnin hyggist grípa
til sérstakra aðgerða, svo sem
innflutningsbanns á s-afrískar
vörur.
...erlend nöfn á
íslenskum fyrirtækjum
Guðrún Helgadóttir og
Steigrímur J. Sigfússon spyrja
viðskiptaráðherra hvort hann telji
það samrýmast lögum um versl-
unarskrár, firmu og prókúruum-
boð að æ fleiri íslensk fyrirtæki
beri erlend heiti. Þau spyrja einn-
ig hvort ráðherra hafi gert gangs-
kör að því að farið sé að þeim
lögum, telji hann svo ekki vera.
Einnig hvort ráðherra hyggist
sþorna við þeirri þróun að íslensk
fyrirtæki beri erlend nöfn og þá til
hvaða ráða hann hyggist grípa.
...vexti
Svavar Gestsson spyr við-
skiptaráðherra um hverjir raun-
vextir útlána séu að jafnaði að
mati ráherra. Einnig hverjir raun-
vextir útlána séu að jafnaði í
helstu viðskiptalöndum Islend-
inga, hver sé óhæfilegur vaxta-
munur milli inn- og útlána að mati
ráðuneytisins. Hann spyr einnig
hvort ríkisstjórnin hafi í hyggju að
nota ákvæði 9. gr. laga um
Seðlabanka Islands til að hafa
áhrif á vaxtastigið. Að lokum spyr
hann hver sé almenn túlkun ráð-
herra á því ákvæði seðlabanka-
laga, að raunvextir útlána og inn-
lánsstofnana verði eigi hærri en
þeir eru að jafnaði í helstu við-
skiptalöndum íslands.
Umsión
SigurðurÁ.
Friðþjófsson
—. Framhaldsskólarnir
Ahrif landshluta aukin
Ragnar Arnalds leggur fram frumvarp um framhaldsskóla
Ragnar Arnalds hefur lagt
fram á Alþingi frumvarp til laga
um heildarlöggjöf um framhalds-
skóla þar sem bryddað er upp á
ýmsum nýjungum og dregið mjög
úr einhliða ákvörðunarvaldi
menntamálaráðuneytisins en
áhrif fræðsluumdæmanna á
stefnumótun og stjórnun fram-
haldsmenntunar aukin að sama
skapi.
í greinargerð með frumvarp-
inu segir að það hafi dregist úr
hömlu að setja heildarlöggjöf um
framhaldsskóla, en slíkt hafi tafið
æskilega þróun framhalds-
menntunar og jafnframt valdið
margs konar vandræðum og
óvissu varðandi starfsemi og
rekstur framhaldsskólanna.
Frumvarpið byggir á þeirri al-
mennu stefnu að framhalds-
menntun sé samfélagslegt úr-
lausnarefni, menntunin þurfi að
þjóna því markmiði að skapa
skilyrði til að fullnægja náms- og
þroskaþörf allra að skyldunámi
loknu.
f frumvarpinu er ákvæði um
skiptingu landsins í fræðsluum-
dæmi og um kostnaðarskiptingu
milli ríkis og fræðsluráða, en þau
eru að efni til þau sömu og fram
komu í tillögum sem hópur
sveitarstjórnarmanna sendi
menntamálaráðherra í septemb-
er 1985.
„í frumvarpinu er leitað
jafnvægis milli miðstýringar og
valddreifingar," segir í greinar-
gerðinni. í lok greinargerðarinn-
ar segir orðrétt: „Urn leið og
vinna ber að hagkvæmni í rekstri
framhaldsskóla þarf að bægja
þeirri hættu frá að markaðshyg-
gja og einsýni ráði ferðinni varð-
andi hlutverk skóla og þróun
menntamála. Aðeins vakandi al-
menningsálit og samstaða þeirra,
sem vilja efla skólann sem vett-
vang fyrir þekkingarleit og skap-
andi uppeldisstarf, getur hindrað
slíka öfugþróun og veitt brautar-
gengi hugmyndum og tillögum
sem miða að betri skóla."
Meðflutningsmenn Ragnars
Arnalds eru þingmenn Alþýðu-
bandalagsins í neðri deild, þau
Hjörleifur Guttormsson, Guð-
rún Helgadóttir, Steingrímur J.
Sigfússon og Ólafur Ragnar
Grímsson.
-Sáf
Ferðamál
Ferðamálafulltnia á landsbyggðina
Þingmenn Framsóknarflytja tillögu sem gerir ráðfyrir útgjaldaauka á fjárlögum.
Stjórnarandstaðan styður tillöguna en telur hana hálfgerða sýndarmennsku
Töluverðar umræður spunnust
um þingsályktunartillögu sem
Pétur Bjarnason flutti ásamt fleiri
þingmönnum Framsóknarflokks-
ins, á fundi sameinaðs Alþingis sl.
fimmtudag. Tillagan gerir ráð
fyrir því að stofnað verði embætti
ferðamálafulltrúa í landsbyggð-
arkjördæmunum, tvö stöðugildi
1988, tvö til viðbótar 1989 og tvö
að lokum 1999.
Laun ferðamálafulltrúanna
skulu greidd úr ríkissjóði en
rekstrarkostnaöur af viðkomandi
ferðamálasamtökum. Þá gerir til-
lagan ráð fyrir að 10% gjaldi á
vörusölu Fríhafnarinnar í Kefla-
vík verði ráðstafað óskertu til
ferðamála og að endurskoðun á
lögum um skipulag ferðamála
verði hraðað.
Hjörleifur Guttormsson sagði
brýnt að Alþingi marki afstöðu til
þess hvernig að uppbyggingu
ferðamála sé staðið. Sagðist hann
taka undir með flutningsmanni
tillögunnar en að hann teldi
nauðsynlegt að taka upp stefnuna
í víðara samhengi.
Fleiri þingmenn stjórnarand-
stöðunnar tóku til máls og
sögðust styðja tillöguna.
Gagnrýndu þeir þó að ekki væri
gert ráð fyrir þessum stöðugild-
um í fjárlögum. Albert Guð-
mundsson sagðist styðja þá
stjórnarþingmenn sem viidu gera
bragarbót á fjárlögum. Óli Þ.
Guðbjartsson sagðist styðja til-
löguna og ræddi sérstaklega um
aðstæður við Gullfoss sem þyldu
enga frið. Kristín Halldórsdóttir
sagðist einnig styðja tillöguna og
Pótur Bjarnason þingmaður Framsóknarflokks flutti þingsályktunartillögu um ferðamálafulltrúa á landsbyggðina. Við hlið
hans er Málmfríður Sigurðardóttir, Kvennalista, en fulltrúar hans sem og annarra stjórnarandstöðuflokka lýstu stuðningi
við þingsályktunartillöguna. (Mynd: E.ÓI.)
Steingrímur J. Sigfússon tók í
sama streng en benti á að fjárlög
væru ekki í samræmi við til-
löguna.
„Ég sé ekki hvernig þingmenn
Framsóknar geta staðið að þessu
nema þeir séu með fyrirvara um
fleira en landbúnaðarmál í fjár-
lagafrumvarpinu," sagði Stein-
grímur.
Eiður Guðnason benti Óla Þ. á
að hann hefði flutt tillögu um
Gullfoss á síðasta þingi þannig að
ýmislegt hefði gerst fyrir stofnun
Borgaraflokksins.
Karvel Pálmason kvað þetta
hálfgerða sýndarmennskutillögu,
þar sem fjárlög gerðu ekki ráð
fyrir að styðja hana með fram-
lögum.
Jón Kristjánsson, einn af flutn-
ingsmönnum tillögunnar, taldi
það enga nýlundu að stjórnarlið-
ar eða stjórnarandstaða fengju
samþykkta tillögu sem leiddi til
útgjaldaauka.
-Sáf
Nefndakjör
Nefndir sameinaðs Alþingis
Fyrsta verk þingmanna á 110.
löggjafaþingi Islendinga var að
kjósa menn í nefndir. Undir sam-
einað Alþingi heyra fimm nefndir
og birtum við hér hverjir voru
kosnir í þær nefndir.
Formaður fjárveitinganefndar
er Sighvatur Björgvinsson
(Af.Vf), varaformaður er Alex-
ander Stefánsson (F.Vl.), aðrir í
fjárveitinganefnd eru Egill Jóns-
son (S.Au.), Friðjón Þórðarson
(S.VÍ.), Málmfríður Sigurðar-
dóttir (K.N.e), Margrét Frím-
annsdóttir (Ab.S.), Ólafur Þ.
Þórðarson (F.Vf.), Óli Þ. Guð-
bjartsson (B.Su.) og Pálmi Jóns-
son (S.N.v.).
Eyjólfur Konráð Jónsson
(S.Rv.) er formaður utanríkis-
málanefndar og Kjartan Jó-
hannsson (Af.Rn.) varaformað-
ur. Aðrir í utanríkismálanefnd
eru Guðmundur G. Þórarinsson
(F.Rv.), Hjörleifur Guttormsson
(Ab.Au.), Hreggviður Jónsson
(B.Rn.), Páll Pétursson (F.N.v.)
og Ragnhildur Helgadóttir
(S.Rv.).
Salóme Þorkelsdóttir (S.Rn.)
er formaður félagsmálanefndar
og Guðni Ágústsson (F.Su.)
varaformaður. Aðrir í félags-
málanefnd eru Alexander Stef-
ánsson (F.Vl.), Eiður Guðnason
(Af.Vl.), Guðmundur Ágústsson
(B.Rv.), Ólafur G. Einarsson
(S.Rn.) og Þórhildur Þorleifs-
dóttir (K.Rv.).
Atvinnumálanefnd og allsherj-
arnefnd hafa ekki enn valið sér
formenn og varaformenn.
í atvinnumálanefnd sitja Aðal-
heiður Bjarnfreðsdóttir (B.Rv.),
Eggert Haukdal (S.Su.), Geir
Gunnarsson (Ab.Rn.), Guð-
mundur H. Garðarsson (S.Rv.),
Jón Sæmundur Sigurjónsson
(Af.N.v.), Ólafur Þ. Þórðarson
(F.Vf.) og Valgerður Sverris-
dóttir (F.N.e.)
í allsherjarnefnd sitja Árni
Gunnarsson (Af.N.e.), Guðni
Ágústsson (F.Su.), Guðrún
Helgadóttir (Áb.Rv.), Jón Krist-
jánsson (F.Au.), Kristín Hall-
dórsdóttir (K.Rn.), Pálmi Jóns-
son (S.N.v.) og Sverrir Her-
mannsson (S.Au.).
-Sáf
Þriðjudagur 20. október 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7