Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 8
Við jarðarbúar stöndum
frammi fyrir því að hafa merg-
sogið móður jörð. Henni og öllu
lífi stafar meiri ógn af óseðjandi
kröfum mannsins til lífsgæða en
stríðshættunni sem verið hefur
skelfilegasta ógnunin til þessa.
Breytt þjóðfélagsgerð er höf-
uðnauðsyn. Pjóðfélagsgerð þar
sem önnur gildi fá yfirhöndina en
verið hafa ráðandi. Virðing fyrir
lífi og umhverfi á að sitja í fyrir-
rúmi. Við eigum að búa í sátt við
r lífmagn jarðar og hætta að ganga
, veg eyðileggingarinnar.
, Engu virðist skipta við hvaða
r þjóðfélagskerfi er búið, hvort
, þau eru kölluð kapitalísk, sósíal-
, ísk eða blönduð. Hömlulaus
. ásókn í auðlindir er alls staðar
, söm, mengunin jafn alvarleg,
, sóun verðmæta og ofneysla er
, einkennandi. Hér á landi hafa
stjórnmálaflokkarnir lítið sinnt
umhverfismálum. Pað vantar
kannski ekki langhunda og fögur
orð í stefnuskrár, áróðursplögg
. og ræður manna. En almenning-
ur verður ekki var við að staðið sé
i við gefin fyrirheit. Frá flokkun-
um berst helst hávært vopna-
glamur í innbyrðisátökum um
valdastöður og hvort flokksmenn
séu yfirleitt þess verðir að sinna
. trúnaðarstörfum. Það stríð virð-
ist mikilvægara en hvort við höld-
um líftórunni á mannsæmandi
hátt.
íslendingar hafa gjarnan litið
svo til að varðandi umhverfismál
væri allt í stakasta lagi hér á landi.
Undir það álit ýtir stöðugur lof-
söngur útlendinga um hreint loft,
tært ómengað vatn og óspillta
náttúru. Efalaust búum við við
minni mengun en flestar aðrar
þjóðir heims, en það réttlætir
ekki sinnuleysi okkar varðandi
umhverfismál. Við viljum
gleyma að landið er víða örfoka,
. að stöðugt er gengið á gögn þess
. og gæði án þess að gefa nóg til
. bakaogað viðspillum náttúrunni
, með slæmri umgengni. Ruslið við
Ádrepa Svanhildar Halldórsdóttur
Byrjum á okkur sjálfun
hvert fótmál er smánarblettur á
íslendingum.
Svifasein og umburð-
arlynd
Áhugi á umhverfisvernd er að
glæðast. Þeim einstaklingum og
samtökum sem berjast fyrir þess-
um málum vex stöðugt fiskur um
hrygg. En við erum svifasein og
ótrúlega umburðarlynd gagnvart
stjórnmálamönnum og öðrum
sem þessum málum stjórna. Al-
menningur og náttúruverndar-
samtök þurfa að sameina kraft-
ana, mynda sterkt afl og rödd
þeirra á að vera svo hávær og
krefjandi að ekki verði framhjá
þeim gengið. Umhverfismál eiga
að heyra undir eitt ráðuneyti. í
stjórnarsáttmála núverandi ríkis-
stjórnar segir að ríkisstjórnin
muni samræma aðgerðir
stjórnvalda að umhverfisvernd
og mengunarvörnum. Það er
verðugt verkefni að fylgjast með
því að við þetta ákvæði verði
staðið.
Nútímaþjóðfélög stefna að því
að auka hagvöxt, framleiða sem
mest og auka neyslu. Gerviþarfir
eru skapaðar og maðurinn rekinn
áfram í grimmilegu h'fsgæða-
kapphlaupi. Takmarkið er að
verða fyrstur að kjötkötlunum án
þess að taka tillit til samferða-
manna eða umhverfis. Það er síst
að undra að maðurinn missi sjón-
ar á þeim verðmætum lífsins sem
ekki verða metin í beinhörðum
peningum. Nútímamaðurinn er
gráðugur og græðgi er neikvæður
eiginleiki. Mengun hugarfarsins
er upphaf allrar annarrar meng-
unar. Sá neikvæði er ósáttur við
sjálfan sig, hann tekur án þess að
gefa, verðmætamatið er brenglað
og allt miðast við stundarhag.
Það þarf hugarfarsbreytingu
og við eigum að byrja á okkur
sjálfum. Við skulum gaumgæfa
daglega breytni okkar, rækta
með okkur jákvæðar hugsanir -
ekki megna hugann með nei-
kvæðum og ómerkilegum þönk-
um - ekki umgangast líkama okk-
ar eins og sorphaug og eyðileggja
með óhollu fæði eða menga hann
með eitri. Mér finnst t.d. sá boð-
beri umhverfisverndar ekki ýkja
sannur sem sogar að sér tó-
baksreyk og blæs honum framan í
mig um leið og hann ræðir alvöru-
þrunginni röddu ófremdarást-
andið í umhverfisverndarmálum.
Grundvöllur betra mannlífs er
mannrækt. í kjölfarið batnar um-
gengni okkar við umhverfið lif-
andi og gert af manna höndum.
Þá fyrst verður okkur ágengt þeg-
ar við leyfum öllum að blómstra -
mönnum jafnt sem náttúru í
öllum sínum margbreytileik.
Virðingfyrir
náttúrunni
Á stundum kann að sýnast
vonlaust að bæta þennan heim og
höfða til góðu og jákvæðu gild-
anna í manninum. Hvert sem litið
er blasir við stjórnleysið í fótspor
mannanna. En það sæmir ekki að
gefast upp, heldur reyna að
breyta hugsanagangi og lífsvið-
horfum fólks og hvetja til hóf-
samari vegferðar í lífinu. Okkur
ætti ekki að vera vorkunn að
koma fræðslu um umhverfis-
vernd á framfæri í þjóðfélagi þar
sem allir eru læsir og skrifandi. í
lögum um náttúruvernd og
grunnskóla eru lagabókstafir um
umhverfisfræðslu. Þeir erm
dauðir ef ekki er veitt nægu fjár-
magni til að framfylgja ákvæðum
þeirra. Þannig er í dag. Það kann
að virðast skrítið að kenna þurfi
börnum að virða náttúruna og
lífið, en ekkert kemur af sjálfu
sér. Við eigum öll að sameinast
um að kenna þeim að bera virð-
ingu fyrir náttúrunni, sækja til
hennar yndisföng í stað þess að
óvirða hana með slæmri um-
gengni og ofnýta auðlindir. Bók-
leg og verkleg umhverfisfræðsla á
að vera á stundaskrá nemenda
bæði í grunnskólum og fram-
haldsskólum. Vor og haust ætti
að helga eina viku þessum málum
eingöngu. Nemendurnir fengu þá
að vera að leik og starfi úti í nátt-
úrunni undir leiðsögn kennara
sinna og annarra sérfróðra aðila á
ýmsum sviðum er snerta um-
hverfisvernd. Það þarf að skýra
hvað gerist þegar einn hlekícur
lífkeðjunnar verður veikari en
hinir, vekja athygli þeirra á
hvernig eitt ógætilegt spor getur
markað ásjónu landsins, sýna
þeim muninn á velgrónu landi og
ógrónu, leyfa þeim að sá í spild-
ur, gróðursetja tré og plöntur og
bæta umhverfið á ýmsan máta.
Tilvalið er að úthluta skólunum
landsvæði til ræktunar. Það yrði
metnaðarmál nemenda að þeirra
svæði væri fallegast og það myndi
veita þeim ómælda ánægju að
fylgjast með gróðrinum dafna.
Umhverfisverndar-
dagur
Ég vil að einn dagur á ári verði
lögskipaður umhverfisverndar-
dagur. Að vísu eiga allir dagar að
vera það - en til að veita aðhald
þarf einn tiltekinn dag á ári sem
helgaður er náttúru- og umhverf-
isvernd.
Utvarp og sjónvarp eru mátt-
ugir fjölmiðlar og þar sem ríkið
hefur ráð á stöðvum á að skylda
aðila til að helga umhverfismál-
um ákveðið rúm í dagskránni.
Það er nóg rúm fyrir talað orð í
stað síbylju tónlistar. (Já, hávað-
amengunin er svo ein tegund
mengunar sem er orðin skelfilegt
vandamál á íslandi).
Það er áleitin spurning hver
eigi gögn og gæði þessa lands.
Eru það við öll eða fáeinir útvald-
ir? Getur ein stétt helgað sér auð-
lindir og krafið okkur hin um af-
notagjöldin? Auðlindir á landi
eða í sjó á að nýta með hagsmuni
heildarinnar í huga. Aldrei má
taka meira en það sem rækta má
aftur í staðinn, höfuðstóllinn á að
standa óhreyfður.
Engin hreyfing, hvorki
stjórnmálahreyfing eða annarra
málefna, ætti að hafa fylgi til að
viðhalda því ástandi sem hér hef-
ur ríkt til þessa dags í sambúð við
landið, þar sem allt snýst um að
hrifsa til sín sem mest. Oft heyrist
fullyrt að náttúruvernd sé and-
stæð framförum og bættum efna-
hag. Það er alrangt. Þessi mál
haldast í hendur.
Ég ætla að trúa því að verð-
mætamat fólks sé að breytast og
þeir verði brátt í minnihluta sem
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. október 1987
r