Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 3
Öryggismál sjómanna SigurðurGunnars- son,sjómaðurfrá Húsavík: Banndagar smábáta til veiða eru mannréttindabrot. Viljumfá aðráða okkar sóknardögum. Fiskveiðistefnan ágæt sem takmörkun á hámarksveiðum. í langflestum tilvika verðaslys fyrir mannleg mistök Kapp er best með fbrsjá Á nýafstaðinni ráðstefnu um öryggismál sjómanna hélt Sigurður Gunnarsson, sjó- maður frá Húsavík erindi um áhrif fiskveiðistjórnunar á ör- yggi og aðbúnað sjómanna. Tíðindamanni Þjóðviljans þótti vel við hæfi að forvitnast að- eins nánar um hvað erindi Sig- urðar fjallaði og hvernig örygg- ismál sjómanna væru í dag. Sig- urður er starfandi sjómaður á Húsavík á 7 tonna bát, Sólveigu ÞH 226, sem er opinn bátur og hefur verið sjómaður í þrjá ára- tugi. Þá er hann stjórnarmaður í Landssambandi smábáta- eigenda. Banndagakerfið býður hættunni heim Siguröur var fyrst spurður að þvíhvaðþað vœri sem hann hefði í erindi sínu aðallega fjallað um „í erindi mínu fjallaði ég aðal- lega um þrjá þætti sem tengjast fiskveiðistjórnun og áhrifum hennar á öryggismál sjómanna. Það var fyrst og fremst um að ræða áherslu á að breyta reglun- um um fiskveiðistjórnun varð- andi smábátana undir 10 tonn- um. Þar lagði ég áherslu á að á vertíðinni yfir vetrarmánuðina og einnig á haustdögum þyrftum við að fá að ráða sóknardögum okkar í stað banndaganna, sem nú eru 65 dagar á ári, sem okkur er bannað að veiða. Það er staðreynd að þegar líða tekur að banndögum vill það brenna við að menn fara á sjó meira af kappi en forsjá, til þess að geta veitt eitthvað áður en bát- urinn er bundinn við bryggju í svo og svo langan tíma hverju sinni. Þetta form í dag býður hættunni heim og því þarf að breyta. í öðru lagi ræddi ég um menntun sjómanna. Þeir sem eru á þessum smábátum þurfa að kunna á nauðsynleg tæki og á búnað bátsins til siglinga. Þar er auðvitað siglingafræðin númer eitt og kunna að fara með þessi dýru tæki sem um borð eru. Þá er eícki síður um vert að bátar séu skoðaðir eins og bílar. Það er að bátaskoðanir verði að vera í það minnsta einu sinni á ári og þá sé farið yfir allan öryggisútbúnað bátsins og tækin prófuð. En eins og menn vita eru mikil vanhöld á því að það sé gert sem skyldi. í þriðja lagi ræddi ég um æfing- ar og kunnáttu á að notfæra sér öryggisbúnað báta. Því það er al- kunna að það er ekki nóg að hafa bátana drekkhlaðna öryggisbún- aði ef menn kunna ekki með þau að fara. Og í því sambandi er það fyrst og fremst æfing og ekkert annað en æfing með þau sem skapar meistarann. En í örygg- ismálum sjómanna er víða pottur brotinn, þó svo að menn séu af fullum vilja gerðir til að reyna að bæta úr þeim í orði. En þegar kemur að verklega þættinum virðast menn aldrei gefa sér nægi- legan tíma til að æfa sig í björgun og hvernig bregðast skuli við háska út á sjó.“ Og hverjar urðu svo viðtökur ráðstefnugesta? „Mjög góðar. Það er kunnara en frá því þurfi að segja að um 90-95% af þeim sjósköðum sem verða hér við land eru tilkomin vegna mistaka mannanna sjálfra. Eða með öðrum orðum: Mannleg mistök eru oftast nær orsök slysanna og skaðanna sem verða á sjónum. Hitt eru tilviljan- ir sem ekki verða séðar fyrir og ekki hægt að komast fyrir með mannlegum aðgerðum. En til að spyrna við fótum er fyrst og fremst að auka fræðsluna og gera meiri kröfur um að nauðsynlegar æfingar fari fram með öryggis- tækjum og björgunarbúnaðin- um. Er viðhorfið að ekkert komi fyrir mig á undanhaldi? „Já, þetta er að breytast í dag, þó svo að á þessu viðhorfi bryddi annað slagið, því miður. En það er með okkur sjómenn eins og aðrar stéttir vinnandi fólks að það þarf alltaf ákveðinn tíma þangað til það rennur upp fyrir mönnum að hugarfarið verður að breytast til þess að menn standi sig í stykkinu: öryggismálunum". Ertu sáttur við núverandi fisk- veiðistefnu? „Ég er ánægður með fisk- veiðistefnuna að því marki sem hún felur í sér ákveðna takmörk- un á hámarksafla. En ég er ekki sáttur við hana eins og hún kemur okkur smábátaeigendum fyrir sjónir og þar á ég við banndag- ana, en ég fer ekkert í launkofa með það að mér finnst það vera skerðing á mannréttindum að- okkur er bannað að veiða svo og svo marga daga á ári.“ Aflabrögð þokkaleg Hvernig hafa aflabrögð verið Jyrir norðan það sem af er árinu? „Bara þokkaleg þegar gefið hefur á sjóinn. Nú þegar höfum við veitt um 90 tonn og hefur af því um 90% farið í fyrsta flokk. Mest af okkar afla er verkað í salt, enda oft á tíðum alveg af- bragsfiskur sem við veiðum. Allt upp í 5-6 kílóa þorsk." Veðurfregnir eru snar þáttur í öryggismálum sjómanna. Hvernig finnst þér sú þjónusta vera? „Almennt um veðurfregnir frá Veðurstofnunni má segja að þær séu góðar og alveg ómissandi í dag, þó svo að veðurglöggir sjó- menn hafi átt sinn þátt í því í gamla daga að spá fyrir um veður. Hjá okkur á Húsavík er ekki langt á miðin, oftast nær um klukkutíma stím. Þegar farið er í róður á smáum bátum yfir vetrar- tímann verður alltaf að hafa það hugfast hvernig heimleiðinni háttar til, ef hann skyldi skella á með norðan áhlaupi." Hefur orðið fjölgun eða sam- dráttur í smábátaflota Húsvík- inga? „Það hefur nokkurn veginn staðið í stað hjá okkur. Við erum ekki þátttakendur í þessari fjölg- un sem gengið hefur yfir í smábá- tum að undanförnu.“ Að lokum Sigurður: Ertu bjart- sýnn á kornandi vertíð? „Er nokkuð um annað að ræða? í þessari atvinnugrein er ómögulegt að sjá fyrir um hvern- ig vertíðin verður hverju sinni. Og eftir að hafa verið á sjónum í þrjá áratugi er maður orðinn ýmsu vanur og hættur að kippa sér upp við svartsýnisraus þeirra sem virðast hafa það að atvinnu að bregða upp dökkum myndum af framtíðinni. Hún verður bara að koma í ljós og þangað til sjáum við bara til,“ sagði Sigurður Gunnarsson, sjómaður á Húsa- vík. - grh Eigum nú á lager 33 Itr. rækjukassana, á góðu verði. Getum nú skaffað, með fyrirvara hina nýju rækjukassa m/járnum, 70 Itr. sem stafla má tómum ofaní hvern annan og spara þannig plássið, - þessir kassar eru heppilegir fyrir úthafs- rækjuveiðarnar... yíf Nýbýlaveg 8 (Dalbrekku megln) 200 Kópavogur (WÖÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.