Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 6

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 6
Útflutningsiðnaður Sífellt vakandi fyrir tækninýjungum Kristján Guðmundsson hjá Landssambandi iðnaðarmanna: Sjávarútvegssýningin skilaði ómældum arði. Lyftistöng fyrir innlendan iðnað. Skipasmíðastöðvar hafa ekki nægileg verkefni. Sjávarútvegssýningin sem haldin var í Laugardalshöll í síðasta mánuði vakti gífurlega athygli jafnt meðal lands- manna og þeirra útlendinga sem hingað komu. Aldrei hef- uráðurveriðhaldinönnur eins sýning, bæði hvaðvarð- ar stærð og fjölda sýnenda, sem voru frá 460 fyrirtækjum frá 22 löndum víðs vegar í heiminum. Sýningin sannaði, svo ekki varð um villst, að íslenskur iðn- aður stendur vel að vígi í fram- leiðslu á vélum og tækjum til sjá- varútvegs og erlendum keppi- nautum fyllilega á sporði. Sér- staklega var um að ræða fisk- vinnsluvélar ýmiss konar, raf- eindavogir, bobbinga og tog- hlera. En minna fór fyrir inn- lendri nýsmíði frá skipasmíða- stöðvum, nema ef vera skyldi smíði smábáta ýmiss konar. Til að forvitnast nánar um hvað svona sýning getur haft mikið gildi fyrir innlendan iðnað og hver staða skipasmíðastöðva væri í dag, heimsótti tíðindamað- ur Þóðviljans Krístján Guð- mundsson, viðskiptafræðing hjá Landssambandi iðnaðarmanna. Ódýrasta og besta kynningin Kristján var fyrst spurður um gildi sjávarútvegssýninga fyrir inn- lendan iðnað? „Það er alveg óhætt að fullyrða að sjávarútvegssýningin var ódýrasta og besta kynningin sem hægt var að fá fyrir öll innlend fyrirtæki sem framleiða vélar og tæki fyrir sjávarútveginn, bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Hingað komu fjölmarg- ir erlendir gestir til að kaupa og skoða það sem á boðstólum var. Því það er grundvallaratriði fyrir sérhvern framleiðanda sem vill koma sinni vöru á framfæri að taka þátt í kynningarstarfi, eins og fram fer á sýningum sem þess- um. Fyrir þá sem voru að byrja var sýningin kærkomið tækifæri til að spreyta sig í fyrsta sinn. sex ára þá hefur undantekningar- lítið verið um mikla aukningu að ræða. Árið 1981 voru flutt út 18.4 tonn af vélum og tækjum fyrir sjávarútveg. 1982 kemur mikið stökk og eru þá flutt út hvorki meira né minnaen 281tonn. 1983 217 tonn, 1984 292 tonn, 1985 368 tonn og í fyrra voru flutt út 688.9 tonn að verðmæti 194.6 milljónir króna. í þessum útflutningi er fyrst og fremst um að ræða fisk- vinnsluvélar, rafeindavogir, bobbinga og toghlera." Eru það einhverjir markaðir 'óðrum fremur sem íslensk fyrir- tœki hafa náð fótfestu á erlendis? „Það eru fyrst og fremst Norð- urlöndin og þar fremst í flokki eru Noregur, Grænland og Fær- eyjar. Sem dæmi má nefna að við fluttum út til Grænlands fyrir að- eins 3 milljónir króna árið 1983 en í fyrra var útflutningsverð- mætið komið uppí 43 milljónir króna. Skýringin á þessari miklu aukningu er aðallega fólgin í því að íslendingar hafa ekki haft mikil afskipti af markaðinum á Grænlandi fyrr en á allra síðustu árurn. Þar kemur líka til að áhugi Grænlendinga á viðskiptum við okkur hefur stóraukist. Sem dæmi má nefna að á sjávarútvegs- sýninguna hér kom 30 manna sendinefnd frá Grænlandi þar sem í voru iðnráðgjafar, sjómenn og aðilar tengdir fiskvinnslu. Við hjá Landssambandi iðnaðar- manna héldum fund með þeim og í dag er Útflutningsráð íslands að vinna að skýrslu um útflutning okkar þangað." Aö ota sínum tota Má ekki gera ráð fyrirþví ífram- tíðinni að um aukningu verði að rœða í sýningarhaldi innlendra framleiðenda á fagsýningum á borð við sjávarútvegssýninguna. „Jú,það er alvegöruggt. Menn eru ennþá skýjum ofar yfir vel- gengninni eftir síðustu sýningu og margir sem ég veit um, hafa pant- að sýningarpláss á næstu sýningu sem verður haldin hér á landi eftir þrjú ár. Þeir sem aldrei áður hafa tekið þátt í svona sýningum, hafa sannfærst um að ef þeir ætla sér að vera með í slagnum um að koma sinni vöru á framfæri, þá verða þeir að taka þátt í svona sýningum. Enda held ég að það fyrirfinnist varla sá framleiðandi í dág sem ekki hefur þessa staðr- eynd á hreinu. Frá árinu 1984, þegar sjávarútvegssýning var næstsíðast haldin hér á landi, hef- ur fyrirtækjum farið mjög fram í vöruþróun og markaðskynning- um. Enda fór það svo að pantanir og sala á sjávarútvegssýningunni fór fram úr öllum áætlunum og . varð meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona í byrjun, en tölur um það liggja þó ekki fyrir enn sem komið er.“ Nýsmíðin hornreka Snúum okkur að öðru. Nýsmíði skipa hér innanlands hefur átt örð- ugt uppdráttar á undanförnum árum. Hvernig er staðan í þeim málum í dag og hvert stefnir? „Eins og staðan er í dag hjá skipasmiðjum er nær að spyrja hvenær verður bannað að gera við skip hér á landi? Sú staða er komin upp að þrátt fyrir það að nýsmíði stálskipa sé aðeins um tuttugu ára gömul, erum við þeg- ar farin að missa kunnáttumenn úr stöðvunum og nýsmíði hefur nánast engin verið á undanförn- um árum ef undanskilin er ný- smíði báta undir 10 tonnum. Sú nýsmíði hefur haldið líftórunni í skipasmíðastöðvunum hingað til, en hve lengi í óbreyttu ástandi er erfitt að segja.“ Meðalaldur báta og skipa hár „Nauðsynleg endurnýjun á okkar skipastól er brýn og þarf ekki annað en að sjá meðalaldur skipanna til að komast að raun um það. Árið 1986 var meðalald- ur báta frá 50 brúttótonnum til 90 tonna hvorki meiri né minni en 28.5 ár. Meðalaldurinn á bátum og skipum frá 100 tonnum til 150 tonna var 23-24 ár, frá 150 tonn- um til 199 tonna skipa var meðal- aldurinn 21.8 ár, 200-299 tonna skipum 17.6 ár, 300-499 tonnum 14.4 ár og yfir 500 tonna brúttó- rúmlestum var meðalaldurinn 16.8. Það sér hver maður að hjá þjóð sem á allt sitt undir fisk- veiðum gengur svona lagað ekki til lengdar og ærið mikil skamm- sýni stjórnvalda að standa ekki betur að þessum málum en nú er gert. Hér ríkir algert stefnuleysi í þessum málum, og svo virðist sem við höfum ekkert lært af sög- unni. Það þarf ekki annað en að líta á hvernig við höfum fjárfest í skipum og bátum á liðnum ára- Aukning í útflutningi Hvernig hefur þróunin verið á undanfómum árum í útflutningi véla og tœkja fyrir sjávarútveg? „Hún hefur að mörgu leyti ver- ið mjög góð. Ef litið er til síðustu Þessi mynd þarfnast varla skýringa. Á henni sést vel hvernig viö höfum fjárfest í fiskiskipum frá því 1938 og fram á síðasta ár. Svarta línan neðst á myndinni sýnir hlut innlendrar skipasmíði á tímabilinu. Annað er erlend smíði. Sveiflurnar í fjárfestingunum sjást vel og stærstu topparnir eru á tíma nýsköpunar og þegar skuttogaraöldin gekk í garð. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.