Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Qupperneq 8
VEJÐAR: BLÓÐGUN SLÆGING FLOKKUN FRYSTING UM BORD Q 2 cc < 2 * MÓTTAKA: FLOKKUN ÍSING VINNSLA: FLÖKUN SNYRTING NIÐURSKURÐUR VIGTUN PÖKKUN FRYSTING GEYMSLA: BRETTI KÖSSUN FLUTNINGAR: SKIP . GÁMAR FLUGVÉLAR o VINNSLA UPPLÝSINGAR GEYMSLA FLUTNINGAR UPPLYSINGA- MIÐLUN Tvöföldu örvarnar tákna flæði hráefnisins (flsks) gegnum hin ýmsu vinnslustig. Einfoldu örvarnar tákna upplýsingaflæði. Þríhyrningurinn sýnir stig stjórnun- ar i fiskvinnslunni. Aukin tæknivæðing getur tengst bættri framleiðslustjórnun, betra og öruggara upplýsingaflæði og allri meðhöndlun og vinnslu flsksins. Úr Tæknibreytingar í flskiðnaði AJItað 20% betri afkoma frystingar Starfshópur, sem Rannsóknaráö ríkisins skipaöi íapríl s.l., hefur lagt mat á nauðsynlegar tækni- breytingar í fiskiðnaði, þ.e. frystingunni. Rannsóknaráð hefur gefið út álit hópsins í rit- inu Tæknibreytingar í f isk- iðnaði og fylgir hér útdráttur þar sem gerð er grein fyrir meginhugmyndum hópsins. Pær gætu orðið grundvöllur að samhæföum aðgerðum opinberra aðila og fyrirtækja til að hraða tækniþróun í fisk- vinnslu. Lagt ertil að næstu þrjú árin verði árlega varið 150-200 miljónum krónatil rannsókna- og þróunarverk- efna. Þriðjungurfjárins komi frá því opinbera. Á undanförnum misserum hafa orðið miklar breytingar á skipulagi og starfsháttum í sjávarútvegi landsmanna. Þær hafa bætt mjög hag út- gerðarinnaren hann varorð- inn allbágborinn eftir nokkurra áraerfiðleikatímabil. Helstu breytingar hafa verið: * Aflakvóti * Frystitogarar * Uppboðsmarkaðir Aukin eftirspurn eftir fiski Auk þess hafa innbyrðis breytingar á gengi gjaldmiðla í viðskiptalöndum okkar hækkað gjaldeyri Evrópulanda gagnvart Bandaríkjadal. Sú hækkun hefur ýtt undir sölu á hefðbundnum ferskfiskmörkuðum íslendinga í Þýskalandi og á Englandi. Reiknað er með að tengsl út- gerðar og fiskvinnslu muni breytast verulega. Hvað viðvíkur stjórnun munu tengslin minnka að mun. Stærri hluti af vinnslunni flyst um borð í fiskiskipin. Þessi þróun mun ýta undir frekari kröf- ur um nákvæmari flokkun á fiski um borð í fiskiskipum og meiri upplýsingar um hvaða afli er dreginn úr sjó. Þær upplýsingar gætu legið fyrir jafnóðum og fisk- urinn kemur um borð. Vandi fisk- vinnslunnar Aftur á móti á fiskverkunin í erfiðleikum vegna aukinnar sam- keppni um hráefnið sem leitt hef- ur til stórhækkaðs fiskverðs. Starfsfólk, sem á löngum tíma hefur aflað sér ómetanlegrar sér- þekkingar, leitar unnvörpum í störf sem eru betur borguð og eru ekki jafn einhæf og fiskvinnslan. Fiskvinnslan þyrfti að geta boðið upp á hærri laun og fjölbreyttari störf. En það hefur síður en svo ríkt stöðnun í fískvinnslunni undan- farna áratugi og því gera menn sér góðar vonir um að hún geti nú aðlagast breyttum aðstæðum. Áður hefur verið brugðist við nýjum aðstæðum með skipulags- breytingum og tækninýjungum. í því sambandi má nefna þær bylt- ingarkenndu breytingar sem urðu á sínum tíma með tilkomu nýrra flökunarvéla sem stórjuku nýtingu, afkastahvetjandi launa- kerfí o.fl. Ein leið fiskvinnsl- unnar til að bregðast við harðn- andi samkeppni um hráefni og fólkseklu er að innleiða tækninýj- ungar með aukinni sjálfvirkni á öllum stigum vinnslunnar. Jafnt aðstreymi hráefnis Eitt stærsta vandamál fisk- vinnslunnar hefur löngum verið ójafnt aðstreymi hráefnis. Það hefur löngum verið eitt megin- einkenni allra veiða að fengurinn fer eftir aðstæðum; veiðin er sýnd en ekki gefin. í aflahrotum hefur verið landburður af físki, oft það mikill að ekki hefur hafst undan að vinna hráefnið áður en það skemmdist. íslenskir sjómenn eru ákaflega kappsfullir og vonin um góðan túr og mikinn aflahlut er að- dráttarafl sem beint hefur mörg- um ungum manninum út í sjó- mennsku. Árekstrar milli veiða og vinnslu hafa því stundum orð- ið harkalegir. í landi vantar kannski hæfilegan skammt af ák- veðinni fisktegund en skipstjórar eru ekki par hrifnir af að sigla skipi sínu hálfhlöðnu heim með- an starfsbræpður þeirra á öðrum skipum halda áfram að moka upp fiski. Starfshópur Rannsóknaráðs telur að aukin sérhæfing sé einna líklegust til að skapa nýtt fram- faraskeið í vinnslunni. Ef fiskur- inn bærist jafnt og þétt að landi væru meiri líkur en ella til að upp kæmi sérhæfíng við vinnslu ák- veðinna tegunda og ákveðinna stærðarflokka. Lagtertilað næstu þrjú árin verði eytt 200 miljónum króna í rann- sóknir SLÍPIBELTI SKÍFUR OG DISKAR bæði fyrir málm og tré

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.