Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 13

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 13
aðrar þjóðir og ég skal nefna helstu ástæðurnar fyrir því. Stóraukinn gámaútflutningur sem er bein og óbein afleiðing þess að kvótinn er allur settur á fiskiskipin. Fiskiskipaflotinn er of stór. Kvótinn hefur ekki orðið til að minnka flotann, þvert á móti. Nú er stækkun flotans einn aðal- vandinn. Menn láta að vísu skip fyrir skip en nýju skipin eru alltaf stærri en þau gömlu. Vandamálið er ekki óáþekkt vanda landbún- aðarins enda er um svipaða auð- lind að ræða. Styrkur byggðanna er mjög misjafn, sums staðar er byggð í stórfelldri hættu. Vissulega rekast byggðasjónarmið oft á við hrein hagræn sjónarmið þar sem krafan um arðsemi ríkir ein. En nú er fjöregg byggðanna víða í stórhættu því að sala á skipi þýðir nær alltaf minni atvinnu fyrir verkafólk. Þess vegna tel ég rétt að binda stóran hluta af kvótan- um við landfestar. Öryggi verkafólks er betur tryggt ef kvóti er á fiskvinnslu- stöðvunum. Hann gæti jafnað að- stöðu þeirra sem eru á miðunum og þeirra sem starfa í landi. En er engin hætta á að fisk- vinnslan festist í þjóðhagslega óhagkvæmum fjárfestingum ef hún á sífellt kost á hráefni á lægra verði en keppinautar hennar er- lendis? Það er full ástæða til að skoða nánar samkeppni okkar við fisk- vinnslustöðvar í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Nú höfum við í fullu tré við þær í samkeppni um sölu á unninni vöru. En hversu lengi varir það? Tollur er lagður á unninn fisk sem fluttur er til Efnahagsbandalagsins. Sá tollur legst ofan á verð unnins fisks frá Islandi. Hann ætti því að vera dýrari en unninn fiskur frá evrópskum fiskvinnslufyrirtækj- um. Aftur á móti þarf engan toll að greiða af hráefni, þ.e.a.s. óunnum fiski, sem við flytjum út. Við gerum meiri kröfur til okk- ar fiskvinnslufyrirtækja en gert er úti í Evrópu. Þar er fólk ráðið eftir hendinni og því síðan sagt upp um leið og framleiðslan dregst saman. Við viljum ekki að íslenskt verkafólk þurfi að sæta slíkum afarkostum. En auðvitað kostar vinnuöryggið sitt. Oft hafa siglingar verið bjarg- hringur fyrir fjárvana útgerðar- fyrirtæki. Við eigum að hindra siglingar og gámasölur þar sem fiskurinn er seldur sem hráefni til keppi- nauta okkar í fiskvinnslu. Stund- arhagsmunir einstakra íslenskra útgerðaraðila eiga ekki að ráða úrslitum um það að fiskvinnsla okkar missir forskotið. Það á því að auka skattlagningu eða út- flutningsgjöld og skerðingu á kvóta á þá aðila sem stunda út- flutning á hráefni. Aftur á móti er sjálfsagt að við nýtum okkur hátt verð sem feng- ist getur á neytandamarkaði fyrir ferskan fisk. Þar er um allt annað mál að ræða. Það þarf að líta á veiðar og vinnslu sem eina heild. Engum dytti í hug að úthluta kvóta til bænda á þann hátt að ákveðið bú- mark kæmi á hvern traktor. í raun má líkja fiskiskipi við trakt- or í landbúnaði. Það er aðeins eitt af mörgum tækjum sem þarf til að breyta fiskinum í sjónum í full- búna iðnaðarvöru sem seld er á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að tala um að stíga alla leið til baka og úthluta engum kvóta á fiskiskipin, heldur aðeins að auka jafnræðið milli veiða og vinnslu. ÓP SJÓMENN ÚTGERÐARMENN FISKKAUPENDUR Miðstöð viðskiptanna við Faxaflóa. Dagleg uppboö — frábær aðstaða. Veitum fúslega allar upplýsingar um tilkynningarfrest, skilmála og fleira sem máli skiptir. ÖRUGG SALA - HÆSTA VERÐ TRAUST VIÐSKIPTI FAXAI\HARKADURINN H.F. Faxaskála, 101 Reykjavík Sími 91-623080 — Pósthólf 875 121 Reykjavík ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.