Þjóðviljinn - 20.10.1987, Page 17

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Page 17
Á netum Friðriklnga- son stýri- maður: Kviknaði í bátnum í sumar.Tregt að undan- förnu. Ófremd- arástand að þyrlan taki ekki heilaá- höfn Friðrik Ingason stýrimaður á Jóhönnu Magnúsdóttur RE til vinstri og Páll Elíasson háseti á sama báti. Mvnd Sig. Við kláium ekki kvótann „Það kviknaði í bátnum okkar í sumar, en út af hverju er ekki enn vitað. Málið er í rannsókn. En fyrir vikið er útséð um að við náum kvótanum í ár, í þessu fiskiríi sem er búið að vera með eindæmum tregt upp á síðkastið," sagði Friðrik Nýjung Vinnupallar Nýjung frá KVIKK sf sýnd í fyrsta skipti á sjávarútvegssýn- ingunni í september síð- astliðnum. Pallurinn ertil notkun- ar fyrir þá sem standa við vinnu sína. Pallurinn vakti mikla athygli á sýningunni. KVIKK hefur nú þegar selt hann til Noregs og Færeyja. Vinnuþallur með hæðarstýr- ingu, sem gerir vinnuna auðveld- ari og þægilegri, hvort sem um er að ræða lága eða háa. Það minnkarþreytu, kemurívegfyrir vöðvabólgur og gigt ef unnið er í réttri hæð og vinnustellingum. Aukin afköst Aukin framlegð Aukin framleiðni Færri slys Kvikk vinnupallurinn kemur í veg fyrir að verkafólk hlaði undir sig ýmsu nærtæku (t.d. plastkössum o.fl.) sem því miður er sjaldnast stöðugt, verður sleipt og veldurslysum. Tæknileg mál: flötur 500x800 mm hæð 180mmminnst 380 mm mest Efni: Rist/Galvaniseraðjárn. Tjakkurog undirstaða/Ryðfrítt stál. Hæð pallsins er stjórnað með fætinum. Stigið er upp á pallinn í efstu stöðu. Til að fá pallinn í efstu stöðu, skal standa utan við hann og lyfta undirsérstakan pedala, þá fer pallurinn upp. Síðan er stigið upp á pallinn og pedallinn notaðurtil að lækka pallinn í æskilega hæð. ingason, stýrimaður á Jó- hönnu Magnúsdóttur RE, sem er 35 tonn að stærð, þeg- ar blaðamaður Þjóðviljans hitti hann að máli í verbúð úti á Granda þar sem hann var að huga að netaflóka. Þeir eru fimm um borð í Jó- hönnu með 7 netatrossur til veiða. Allur afli er lagður upp hjá Fiskanausti í Kópavogi og unninn í salt. í lestinni eru þeir hvorki með kassa né kör, aðeins stíur. Aðspurður um fiskverðið sagði Friðrik að það væri borgað jafn- aðarverð fyrir þorskinn og fá þeir um 35-36 krónur fyrir kílóið. En hvaða álit hefur Friðrik á fiskmörkuðunum? „Mjög gott. Þeir eiga alveg fullan rétt á sér. En það er með þá eins og margt annað sem snýr að okkur sjómönnunum; það heyra allir um háu tölurnar sem þar birtast öðru hvoru, en enginn spáir neitt í það hve mikla vinnu þarf að inna af hendi til að geta komið með að landi gott hrá- efni“. Ánœgður með ástand öryggis- mála hjá sjómannastéttinni? „Þau eru alltaf að skána, sem betur fer. En okkur sjómönnum finnst það ansi skrítið að hafa hér þyrlu sem getur ekki tekið í einni ferð áhöfn af venjulegum vertíð- arbát. Ég held að enginn starfs- stétt búi við annað eins hér á landi og þótt víðar væri leitað". Gera menn sér vonir um góða vertíð? „Það skyldi maður vona að verði. Við höfum ekki efni á neinu öðru, eins og staðan er hjá okkur í dag. Ef ekkert kemur fyrir og við lendum ekki í stoppi vegna bilana og tíðin verður góð svo að gefi á sjóinn, þá geri ég ráð fyrir að við veiðum eitthvað betur en við höfum gert að undan- förnu.“ Spá menn eitthvað íþað hvernig stjórn fiskveiða verði á nœstu árum? „Ekki mikið. Við látum pólit- íkusana sjá um það, enda eru þeir kosnir til þess að ráða fram úr slíkum málum. Þeir geta varla klipið mikið af okkur, ef þeir ætla sér að minnka eitthvað þann afla sem veiða má úr sjónum. En við vonum það besta þangað til eitthvað annað kemur í ljós,“ sagði Friðrik Ingason, stýrimað- ur á Jóhönnu Magnúsdóttur RE, sem er á netum. - grh FISKVINNSLAN Á BÍLDUDAL H/F Skrifstofa Hafnarbraut 2 símar 94-2110 - 2114 ÚTGERÐ Hraðfrystihús — Fiskimjölsverksmiðja — FisKvinnsla — Freðfiskur — Saltfiskur — Skreið.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.