Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 20

Þjóðviljinn - 20.10.1987, Side 20
í Vélskólanum „Við sjáum um mötuneytið til að safna peningum fyrir fyrirhugaða skólaferð eftir áramótin," segir Högni Harðarson, Skagamaður sem er að Ijúka námi í Vél- skóla íslands. Mynd: Sig. Fisk- mariœðimir lofa góðu Högni Harðarson, Skaga- maður áfjórða stigi: Fisk- markaðirnir mega vera meir leiðandi ífiskverðinu. Fiskvinnslan verður að vera samkeppnisfœr um vinnu- aflið „Mér líst vel áfiskmarkaðinaog vona bara að þeir verði enn meira leiðandi í fiskverðinu en þeireru ídag. Þá er kannski ein- hver vissa fyrir því að sjómenn fái eitthvað fyrir sinn snúð,“ segir Högni Harðarson, 22 ára Skagamaður sem er á fjórða stigi í Vélskóla íslands, þegar blaða- maður Þjóðviljans spurði hann álits um fiskmarkaðina. Þrátt fyrir að Högni væri í óða önn að þrífa borðin í matsal Sjómanna- skólans, en þar eru til húsa bæði Stýrimanna- og Vélskólinn, gaf hann sér tíma til að svara laufléttum spurningum blaðamanns, sem hélt í fyrstunni að hann væri eitthvað við- riðinn matseld. „Ertu frá þér maður. Við sem erum að klára námið, sjáum um mötuneytið til þess að gefa safnað einhverjum krónum til skólaferða- lags eftir áramótin, en við útskrif- umst þá. Hvert við förum er ekki enn vitað, en tillögur eru uppi um að fara annaðhvort til Thailands eða Banda- ríkjanna.“ Ertu ánœgður með fiskveiðistefn- una? „Einhver stýring er nauðsynleg á hámarksveiðinni, en hvort þetta fyrirkomulag sem nú er í gildi er það eina rétta, er erfitt að svara. Sérfræð- ingarnir segja allavega að það sé ekki nóg af þeim gula í sjónum, hvað svo sem satt kann að vera í þeim efnum. “ Hvað gerðirðu í sumar? „Ég var á Vibra RE í sumar á þorski. Þetta var ágætt. Ég kvarta ekki. Þó er ég nú vanari að vera á sjó á vertíðarbátum en togurum. Bæði frá Skaganum og frá Grindavík.“ Hefurðu einhverja skoðun á vanda- málum fiskvinnslunnar? „Ja, því sem snýr að vinnuafls- skortinum hjá henni. Þeir sem stjórna húsunum í landi verða ein- faldlega að borga fólkinu betra kaup og vera samkeppnisfærir við aðrar atvinnugreinar. Ég sé ekki að vinnslan sé mikið blönk þegar hún getur borgað flug og gistingu fyrir erlent vinnuafl í stórum stfl.“ Að lokum Högni. Hvernig hefur námið gengið? „Vel. Það er hægt að vera kok- hraustur þegar maður er í þann veg- inn að klára. Ég get titlað mig vélf- ræðing eftir þrjú ár á sjó og tvö ár í smiðju,“ sagði Högni Harðarson, Skagamaður með meiru. grh ORYGGI ávinnustað, ........ NICHT ÖFFNEN BEVOR HAUPTSCHALTER AUS6ESCHAL7ET IST OON'T OPEN BEFORE MASTERSWITCH IS SWITCHED OFF ' SEULEMENT OUVRIR Sl L INTERRUPTEUR SE TROUVE EN POSITION DE DE8RAYA6E | SOLAMENTE ABRIR V * . CUANDO EL INTERRUPTOR ÉSTÉ DESCONECTADO OT'RPl.HUTb T'O'H.KO TOI.TA. K'OI.TA I TABHl.IlT BB1K.TKFIATTTH. Bl.ll.VIHiMITI | — ásjóeðalandi— byggist ekki síst á því að starfsmenn þekki öryggis■ búnaðinn á hverjum stað, viti hvernig hann vinnur, og við, þegar hætta steðjar að. Allar leiðbeiningar um notkun öryggis- búnaðar þurfa því umfram allt að vera á íslensku. BE8 RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS POSTUR OG SIMI Söludeild Reykjavík s: 26000, Póst- og símstöðvar um land allt. Með telefax myndsendi er hægt að senda bréf, myndir og boð milliliða- laust hvert sem er í heiminum á jafn auðveldan hátt og að taka Ijósrit. Póstur og sími hefur til sölu viðurkennd telefaxtæki með mismundandi eiginleikum. Nefax 18 er hágæða tæki sem getur greint 16 mismunandi blæbrigði, hefur 60 nr. minni og sjálfvirkt endurval. Hentar vel stórum fyrirtækjum, verkfræði- og teiknistofum. Nefax II er tæki í millistærð, tekur A-4 og hefurgóða preríteiginleika. Hentar best litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Nefax 10. Bráðsnjallt tæki sem býður upp á það allra nauðsynlegasta enda hugsað sem ferðatæki. Nefax 10 passar í venjulega skjalatöslu, mjög einfalt i notkun og það allra ódýrasta á markaðnum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.