Þjóðviljinn - 22.10.1987, Blaðsíða 6
MINNING
Helgi Jósep Halldórsson
Cand. mag.
Fæddur 17. nóv. 1915 - Dáinn 13. okt. 1987
Allt í einu stendur maður
frammi fyrir því að einhver ná-
kominn er fallinn. Og getur ekki
annað en sett nokkur kveðjuorð
á blað vegna þes hve nærri manni
er höggvið. Auk þess að vera öm-
mubróðir minn, varð Helgi Jósep
mér fyrirmynd á ungum árum. Ég
öfundaði hann af þekkingu hans
á íslensku máli og næmum skiln-
ingi hans á íslenskum bókmennt-
um. Auk þess var hann sósíalisti
og þeir voru ekki margir í fjöl-
skyldunni þegar ég var að alast
upp. Ætli hann hafi ekki verið sá
eini í stórfjölskyldu minni sem
keypti Þjóðviljann? Og Sigrún
dóttir Helga var farin að bera út
blaðið og Helgi að rukka fyrir
það í sjálfboðavinnu eða að
dreifa happdrættismiðunum. Á
seinni árum höfum við fundið
það gjörla að yngsta kynslóðin
hjá okkur á erfitt með að skilja
þessi upphafsár hreyfingarinnar
og það sem verra er: Stundum er
engu líkara en maður mæti ömur-
Iegu skilningsleysi gagnvart verk-
um þeirra gömíu félaga sem eru
sósíalistar og verða aldrei annað
- komast aldrei frá málstaðnum
og eiga tilfinningar sínar með
hreyfingunni nætur og daga og
finna til þegar illa gengur og erf-
iðleikar ganga yfir eins og núna.
Helgi J. Halldórsson var einn af
þessum félögum um áratugi og
allt til loka.
Mér heyrðist á tali skyldmenna
minna að Helgi væri eitthvað það
sem kallað væri mikill „komrni"
sem ég vissi ekki hvað var. Mér
fannst ég þess vegna gera stóra
uppgötvun þegar ég fór að reyna
að átta mig á þessum manni:
Gagnmenntuðum og fróðum
með góðar rætur í landi og þjóð-
arsögu. Ef þetta var mannteg-
undin sem stundum var talað um
með óttablandinni virðingu gat
ég vel hugsað mér að vera með í
þeim hópi. Sem og varð löngu
síðar.
Ekki spiliti það fyrir áliti mínu
á manninum þegar við vorum
saman í brúarvinnu á Vestfjörð-
um og Helgi sýndi á sér aðra hlið:
Lagtækur smiður, snyrtimenni í
verki öllu og skemmtilegur félagi
á gleðistundum. Og í miðjum
tjaldbúðunum var hálfgerð aka-
demía þar sem þeir bjuggu hann
og Ingimar Júlíusson. Þar var
unnið að bókmenntum um kvöld
og helgar. Þetta sumar greip
Heigi í að þýða Hús skáldsins.
Síðan áttum við allt of sjaldan
stund saman. Það var helst í
Keflavíkurgöngunum, þar sem
við gengum hlið við hlið spotta og
spotta frændurnir, eða þá í kring-
um atburði sem tengja fjölskyld-
ur saman. Eins og til dæmis þegar
Helgi varð sjötugur fyrir skömmu
og eins þegar hann kom á flokkss-
krifstofuna í vor að greiða sinn
skylduga flokksskatt vegna kosn-
ingabaráttunnar.
Nú eru þeir báðir gengnir með
fárra mánaða millibili sem réðu
tjaldinu góða í miðjum tjaldbúð-
um Sigfúsar Kristjánssonar sum-
arið 1961.
Helgi Jósep Halldórsson var
fæddur að Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal 17. nóvember
1915. Foreldar hans voru hjónin
Halldór Þórðarson bóndi á Kjal-
vararstöðum og kona hans
Guðný Þorsteinsdóttir. Hann var
yngstur margra systkina; nú lifa
tvö þeirra, Guðríður og Aðal-
geir. Helgi varð stúdent 1939,
lauk kennaraprófi ári síðar og
cand. mag. prófi í islenskum
fræðum frá Háskóla íslands 1945.
Hann var síðan við kennslu,
lengst í Stýrimannaskólanum, en
kom einnig við sögu á öðrum
vettvangi: þýddi bækur og gaf út
önnur rit eins og Þætti úr sagn-
fræði íslandsklukkunnar og Skýr-
ingar við Gerplu.
Eftirlifandi kona Helga er
Guðbjörg Guðbjartsdóttir frá
Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi.
Börn þeirra eru: Sigrún, reikni-
fræðingur, gift Ara Arnalds
verkfræðingi, Guðný, kennari,
Þorbjörg, kennari, gift Jörgen H.
Jörgensen, búsett í Óðinsvéum,
og Aslaug, náttúrufræðingur, gift
Nicolas J.G. Hall.
Þessu fólki öllu sendi ég sam-
úðarkveðjur á útfarardegi Helga
frænda míns. Og þessum allt of
stutta texta má ljúka með þakk-
lætisorðum fyrir það að hafa
fengið að læra af þessum mæta
manni kafla í þeirri grein sem
heitir að vera íslendingur og sós-
íalisti með öllu því innihaldi hug-
sjónar og eldmóðs sem fylgir því
hvoru tveggja. í minningu Helga
J. Halldórssonar mættum við sem
þekktum hann best öll strengja
þes's heit að vera þeim hugsjón-
um trúir liðsmenn.
Svavar Gestsson
Við andlát og útför Helga J.
Halldórssonar kennara við Stýri-
mannaskólann í Reykjavík í yfir
40 ár, finnst mér minnt á fallvalt-
leik lífsins og sannindi Hallgríms
Péturssonar, að „líf mannlegt
endar skjótt".
Rösklega gekk Helgi um ganga
og stofur Stýrimannaskólans s.l.
vor og skólaár, er hann kenndi í
forföllum, en af föstu starfi lét
hann sama ár og hann varð sjö-
tugur. Hann hafði ætíð hressandi
og uppörvandi áhrif á alla, jafnt
nemendur sem samkennara.
Á einu síðsumri og hausti var
hann allur.
Helgi J. Halldórsson var fædd-
ur á Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal hinn 17. nóvember
1915. Foreldrar hans voru hjónin
Halldór Þórðarson bóndi og
kona hans Guðný Þorsteinsdótt-
ir, sem þar bjuggu og stóðu að
honum traustar ættir í Borgar-
firði.
Helgi lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1939 og árið eftir lauk hann
kennaraprófi. Hann hóf þá nám í
norrænudeild Háskóla íslands og
lauk cand. mag. prófi árið 1945,
síðar sótti hann námskeið í ensku
í Englandi.
Kennarastarfið átti strax vel
við Helga og hóf hann kennslu
þegar á námsárum sínum.
Arið 1945 gerðist Helgi stund-
akennari við Stýrimannaskólann
í Reykjavík og kenndi hann síðan
samfleytt við Stýrimannaskólann
í 42 ár; sem stundakennari frá
1956-1948, en þá var hann skip-
aður kennari, og til loka skólaárs
1985, er hann náði lokum emb-
ættisaldurs, en sem fyrr segir var
hann stunda- og forfallakennari
við Stýrimannaskólann s.l. tvö
skólaár.
Á kveðjustund Helga J. Hall-
dórssonar vil ég endurtaka það,
sem ég sagði um hann sjötugan.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
og íslensk sjómannastétt eiga
honum mikið að þakka, af því að
fátt eða ekkert er mikilvægara í
hverjum íslenskum skóla, en
traust kennsla í móðurmálinu.
Öll sín starfsár við Stýrimanna-
skólann var Helgi aðalkennari
skólans í íslensku, auk þess sem
hann kenndi ensku. Kennsla
Helga í íslensku var klassísk
menntun og nemendum var alltaf
boðið hið besta sem hefur verið
ritað á íslenska tungu, ís-
lendingasögur, Eddukvæði, rit
Halldórs Laxness og kvæði góð-
skáldanna, Jónasar, Einars Ben-
ediktssonar, Arnar Arnarsonar
og Davíðs, svo að einhverjir séu
nefndir.
Ég held að Helgi J. Halldórs-
son hafi í kennslu sinni gefið
nemendum það veganesti, sem
þeir kunnu betur og best að meta
síðar; oft löngu eftir að skóla-
göngu lauk. Og er það í raun og
veru ekki höfuðinntak sannrar
menntunar? Hið óskilgreinda
hugtak, sem hollt er að minnast á
tímum efnishyggju og hinnar
hörðu kröfu um notagildi allra
hluta, að námið og skólinn gefi
mönnum eitthvað sem ekki verði
frá þeim tekið og hvorki ryð né
mölur fá grandað. Hann kom
öllum sínum nemendum til nokk-
urs þroska og flestum til verulegs
eins og best verður sagt um hvern
kennara. Helgi lýsti þessu
reyndar sjálfur á athyglisverðan
hátt í merkri ritgerð, sem hann
skrifaði í skólablað Stýrimanna-
skólans „Kompás“ 1981/1982 og
nefndist „Hagnýtt gildi Háva-
málafyriríslenskasjómenn". Þar
er margt vel sagt, m.a.: „Sjó-
menn þurfa að hafa þann metnað
að kunna skil á því sem lýtur að
starfi þeirra svo og hinu al-
menna.“ Um íslenskunámið
skrifaði Helgi: „Mestu varðar að
sjálfsögðu málið sjálft og ekki
einungis það heldur sá bakhjarl
sem eru íslenskar bókmenntir að
fornu og nýju, sú skapgerðar-
þjálfun, sem glíman við þær gef-
ur. Sú skapgerðarþjálfun fæst
ekki hvað síst með því að rýna
Hávamál niður í kjölinn."
Nemendur Stýrimannaskól-
ans, eldri og yngri mátu Helga
líka mikils og á 50 ára afmæli
Stýrimannafélags íslands árið
1969 var hann gerður að
heiðursfélaga Stýrimannafélags-
ins. Hann var einn þeirra og þó
að Helgi væri utan kennslustarfa
afkastamikill fræðimaður og þýð-
andi erlendra rita og bókmennta
á íslensku, þá gaf hann sér á yngri
árum tíma til að fara á sjóinn á
sumrin og var bæði á togara við
Vestur-Grænland, sem saltaði
aflann um borð og í nokkur
sumur á síldveiðum fyrst á skóla-
árunum, en síðar með fyrrver-
andi nemendum sínum og sam-
kennurum. Hann kynntist því af
eigin raun lífi og störfum nem-
enda sinna.
Helgi var mjög fær í sinni
kennslugrein og hafði alltaf lif-
andi áhuga á kennslunni. Hag
nemenda bar hann mjög fyrir
brjósti og reyndi ætíð að styðja
við bakið á þeim, sá t.d. um próf-
arkalestur og aðstoðaði á annan
hátt við útgáfu skólablaðsins
„Kompáss“. Á árshátíðum var
hann hrókur alls fagnaðar og það
var fast númer að Helgi væri þar
forsöngvari og stjórnaði fjölda-
söng, en hann kunni ógrynni stú-
dentasöngva og ættjarðarlaga.
Þau hjónin, Guðbjörg og Helgi,
voru heiðursgestir á árshátíð
Stýrimannaskólans veturinn 1986
og var það 40. árshátíðin sem þau
sátu.
Að eðlisfari var Helgi gaman-
samur, en þó tilfinningaríkur og
heitur í lund. Hann kenndi af
festu og ákveðni, en þó með létt-
leika, sem nemendur kunnu vel
að meta. Ef honum þótti á ein-
hvern hallað gat honum hitnað í
hamsi og hann hélt einarðlega
fram róttækum þjóðfélagsskoð-
unum, sem hann ræddi af langri
félagsmálareynslu, hispursleysi
og drenglyndi.
Helgi J. Halldórsson var sér-
staklega vinnusamur og liggur
eftir hann nokkuð af ritgerðum
og þýðingum.
Arið 1954 tók hann saman
Enska lestrarbók fyrir sjómenn,
sem hann endurskoðaði fyrir 2.
útgáfu 1980 og notuð er til kenns-
lu í Stýrimannaskólanum og sem
handbók um borð í íslenskum
skipum. í bókinni Á góðu dægri
ritaði hann 1951 um sagnfræði Is-
landsklukkunnar og lögmál
skáldverksins. Hann samdi skýr-
ingar við 3. útgáfu Gerplu Lax-
ness árið 1956, en árið 1983 sá
hann um ágæta skólaútgáfu sömu
bókar með skýringum og eftir-
mála. Helgi varð landskunnur
fyrir ágæta þætti um íslenskt mál,
sem hann flutti í Ríkisútvarpið
um nokkurt skeið, en einnig bjó
hann til ágæta þætti fyrir sjónvarp
um myndlíkingar í íslensku rnáli
og hefur Námsgagnastofnun nú
gefið þessa þætti út á myndsnæld-
um. Árið 1983 skrifaði Helgi
sögu Ungmennafélags Reyk-
dæla, sem ungmennafélagið gaf
út í tilefni 75 ára afmælis félags-
ins.
Af þýðingum Helga J. Hall-
dórssonar má nefna grundvallar-
verk Peters Hallbergs um Hall-
dór Laxness, „Hús skáldsins I og
11“, sem kom út í tveimur bind-
um. Eftir dönsku skáldkonuna
Tove Ditlevsen þýddi hann bæk-
urnar „Gata bernskunnar" og
„Gift“. Árið 1948 þýddi hann
skáldsöguna „Smaragðinn" eftir
J. Kjellgren og auk þess nokkrar
smásögur sem hafa birst í tímariti
Máls og menningar og Lesbók
Morgunblaðsins.
Hinn 24. febrúar 1945 kvæntist
Helgi Guðbjörgu Guðbjartsdótt-
ur frá Hjarðarfelli í Miklaholts-
hreppi. Það var þeim báðum mik-
ill hamingjudagur og gæfuspor,
af því að þau hafa alltaf verið sem
nýtrúlofað par og nutu saman
lífsins í starfi og leik. Helgi og
Guðbjörg eignuðust fjórar dæt-
ur, Sigrúnu tölfræðing, sem gift
er Ara Arnalds og eiga þau tvö
börn, Guðnýju kennara, sem
starfar á vegum Norðurlandaráðs
í Kaupmannahöfn, Þorbjörgu
latínukennara við Háskólann í
Óðinsvéum, sem gift er Jörgen
H. Jörgensen dönskum manni og
eiga þau 3 börn, yngst þeirra
systra er Áslaug náttúrufræðing-
ur, sem starfar á
Rannsóknastofnun landbúnaðar-
ins, hún er gift Nicolas Hall og
eiga þau tvö börn.
Hinn 13. þessa mánaðar and-
aðist Helgi J. Halldórsson á
Landakotsspítala hér í borg.
Þrátt fyrir alvarleg veikindi hans,
kom andlát þessa hressa og lífsg-
laða samstarfsmanns okkur á
óvart. Hann hafði skilað góðu
dagsverki, en af lífskrafti hans og
þrótti að dæma s.l. vor er hann
leit hér við eins og svo oft áður,
þótti okkur að hann ætti mörg ár
eftir ólifað.
Að engum gat þá hvarflað
kveðjustund á haustdögum.
Lífsstarf Helga J. Halldórssonar
var kennsla ungra sjómanna í
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík, þó að hann fengi mörgu
áorkað utan þess starfs. Fyrir far-
sælt ævistarf er þakkað og lífs-
hlaup sitt skráði hann skýrum
stöfum í sögu Stýrimannaskólans
í Reykjavík.
Við samstarfsfólk Helga í Stýr-
imannaskólanum í Reykjavík
sendum Guðbjörgu, dætrum
þeirra hjóna, barnabörnum og
fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Guðjón Ármann Eyjólfsson
Frá er fallinn hinn mæti maður
Helgi J. Halldórsson íslenzku-
kennari, sem flutti flestum eða
jafnvel öllum oftar og lengur leið-
beiningarpistla útvarpsins um
daglegt mál á mörgum umliðnum
árum. Jafnoki hans að þessu leyti
kann að vera Árni Böðvarsson
orðabókarhöfundur, núverandi
málfarsráðunautur Ríkisútvarps-
ins, og það var reyndar hann, sem
reið á vaðið í byrjun þessara
þátta.
Helgi J. Halldórsson kenndi ís-
lenzku í Stýrimannaskólanum í
fulla fjóra áratugi. Því liggur
beint við að álíta að skipastól
okkar stjórni menn með góða
málkennd, því að ekki fer hjá því
að slíkur ræktunarmaður ís-
lenzkrar tungu, sem Helgi var,
hafi markað skýra drætti í tungu-
tak þeirra. Helgi var enginn und-
ansláttarmaður um málfar og gat
verið talsvert harðorður, jafnvel
napuryrtur, þegar honum mislík-
aði eða ofbauð meðferð móð-
urmálsins, munnleg eða skrifleg.
En samt sem áður einkenndist
málflutningur hans ætíð af menn-
ingarlegri smekkvísi. Og ekki
spillti hinn lágtstillti en skýri róm-
ur hans. Hann heyrist greinilega í
innri hlustum okkar, þegar við
beinum þakklátum huga til hins
snjalla málsvara óbjagaðrar ís-
lenzkrar tungu.
Eg tel Helga J. Halldórsson
meðal hinna beztu útvarpsfyrir-
lesara okkar, þótt hann talaði oft-
astnær aðeins fimm mínútur í
senn.
Baldur Pálmason
Fregnin um lát náins vinar,
veldur sárum trega, en kallar
jafnframt fram í hugann þakkir
og ljúfar minningar. Þetta
sannreyndi ég þegar systir mín til-
kynnti mér lát eiginmanns síns.
Ég átti samt að vera viðbúin þess-
ari sorgarfregn, þar sem hann
hafði háð harða baráttu við ban-
vænan sjúkdóm undanfarna 3
mánuði. Helgi Jósef Halldórsson
hét hann, fæddur 17. nóvember
1915 að Kjalvararstöðum í
Reykholtsdal. Foreldrar hans
voru merkishjónin búendur þar
Guðný Þorsteinsdóttir og Hall-
dór Þórðarson. Helgi var yngstur
átta barna þeirra hjóna. Hann
ólst upp við ástríki foreldra og
systkina í friðsælli menningar-
sveit. Héraðsskólinn í Reykholti
tók til starfa haustið 1931 og
hugði fólk gott til þess að æskan
fengi tækifæri til að víkka sjón-
deildarhring sinn, með því að
sækja hann og afla sér hagnýtrar
menntunar. Helgi var einn í þeim
hópi, sem þangað fór, en hugur
hans stóð til meiri menntunar.
Hann innritaðist í Menntaskóla
Reykjavíkur og lauk þaðan stúd-
entsprófi. Þaðan lá leiðin í Há-
skóla fslands og lauk hann cand.
mag. prófi í íslenskum fræðum
þaðan árið 1945. Það ár gerðist
hann kennari f íslensku og ensku
við Stýrimannaskólann í Reykja-
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 22. október 1987