Þjóðviljinn - 01.11.1987, Síða 3

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Síða 3
Guðlaugur vældi Ríkissjóöur auglýsir um þessar mundir eftir kaupendum aö spari- skírteinum svo hægt veröi að fylla upp í gatið hans Jóns Bald- vins. Einhverra hluta vegna var ákveðið að kaupendur væri helst að finna meðal lesenda DV og- Moggans. Þannig hefur ekki tjó- að fyrir önnur blöð að seilast eftir skerf af auglýsingakökunni sem Gott fólk sér um. Þó brá svo við um daginn að Alþýðublaðið birti heilsíðu- auglysinu um sþariskírteinin og kom það spánskt fyrir sjónir þeirra Tíma-, Dags- og Þjóðvilja- manna sem ötullega safna auglýsingum. Þegar skýringa var leitað hjá Góðu fólki komu ein- hverjar vöflur á það fyrst. Það var víst ekki meiningin að birta neitt nema í Mogga og DV - en aug- lýsingastjóri Alþýðublaðsins, Guðlaugur Tryggvi Karlsson hafði „vælt þetta út úr þeim” eftir mikinn barning ... Guðlaugurhef- ur sem sagt gefið tóninn um hvernig á að safna auglýsingum - en annars vill náttúrlega svo til að Alþýðublaðið er málgagn fjár- málaráðherra. Tilviljun?B Sú vinstri er ónotuð Frægt varð í vor kjaftshögg for- manns Borgaraflokksins og geymist líklega í sögunni eins og kollumál Hermanns Jónas- sonar og Stóra-bomba Hriflu- Jónasar. Tannmissir Einars Ólasonar Ijósmyndara okkar kostaði hann mikil útgjöld og vinnutap en hann sættist að lok- um á bótagreiðslur frá Albert. Svo bar við um daginn að Einar var að gegna störfum sínum og taka myndir af hæstvirtum al- þingismanni, Hann stóð í dyrum þingsalar og myndaði í gríð og erg þegar formann Borgara- flokksins bar að. Einar var fyrir Alberti sem þá kom með þessa smekklegu yfir- lýsingu í heyranda hljóði: „Pass- aðu þig! Ég á vinstri höndina eftir ónotaða!” Og þetta fannst Albert náttúrlega afar sniðugt hjá sér og glotti glaðlega. En einhverjum nærstöddum blöskruðu víst flimtingar stjórnmálaforingjans - enda kjaftshöggið fræga ekki til að stæra sig af. Eða hvað?B Akureyri Glugginn- gallerí opnar um helgina Nú um helgina opnar nýtt gall- erí að Glerárgötu 34 á Akureyri. Að því standa 13 einstaklingar, bæði myndlistarmenn og áhuga- fólk. Nýja galleríið heitir Glugginn og á fyrstu sýningunni eru verk eftir átta myndlistarmenn: Guð- mund Ármann, Helga Vilberg, Margréti Jónsdóttur, Rósu Júlí- usdóttur, Harald Inga, Jónas Viðar, Kristin G. Jóhannsson og Jón Laxdal. Gallerí Glugginn verður opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-20. Sýning áttmenninganna stendur til 8. nóvember næstkomandi. Þjóðviljinn óskar Akureyring- um til hamingju með þennan menningarauka í menningarlíf- inu og óskar eigendum Gluggans velfarnaðar. -ki- Afturhvarf til kreppuáranna Ein af þeim tískusveiflum sem varpstækjum frá 4. áratugnum orðið hefur vart við í hönnun á eins og því sem sýnt er hér að síðustu árum er afturhvarf til neðan. Ekki er langt síðan menn kreppuáranna og næstu ára þar á fleygðu slíkum tækjum á haugana eftir. Dæmi um slíkt má sjá í út- hér á landi ef þeirra varð vart á varpstækinu sem hér er sýnt, en geymsluloftum. Nú eru þessir þetta er nýtt tansistortæki, fram- munir semsagt orðnir eftirsóttir leitt af Philips í umgjörð, sem er sem „antík“. nokkuð nákvæm eftirlíking á út- „Hér er til dæmis saffran. Það er víst dýrara en gull..." (Mynd.Sig.) Mallað upp á austurlensku Örspjall við Sigríði Porvarðardóttur sem fyrir skemmstu opnaði búðina Pipar og salt „Jú, þessi búð stendur undir nafni og gott betur. Við erum ekki bara með piparog salt heldur alla vega krydd- tegundir, sem notaðar eru í austurlenskan mat,” sagði Sigríður Þorvarðardóttir í ör- spjalli við Sunnudagsblaðið, en fyrir nokkrum vikum opn- aði hún búðina Pipar og salt að Klapparstíg 44. Og þarer raunar margt fleira á boðstól- um en krydd; pottar og pönnur sem hentatil matreiðslu á framandlegum réttum, svunt- ur og eldhúsglófar, sjaldgæft te og hágæðakex frá Eng- landi, auk matreiðslubóka um fjarlægar deildirjarðarog margs annars. - En þýðir eitthvað að bjóða íslendingum upp á austurlenskar FEF Helgarfló Ósviknirpelsar, nýhreinsuð herraföt, húsgögn, skrautmunir og tískuvarningur frá ýmsum tím- um er meðal þess sem á boðstól- um verður á flóamarkaði Félags einstæðra foreldra að Skeljanesi 6núumhelgina. Flóamarkaði FEF hafa fyrir löngu skipað sér sess í bæjarlífinu enda er hægt að gera þar ævin- týraleg kaup á öllu milli himins og jarðar. Verðið er síðan ævintýri útaf fyrir sig - enda munu margir geta byrgt sig upp af vetrarfatn- aði fyrir spottprís. Flóamarkaðurinn er bæði á laugardag og sunnudag, frá klukkan 14. Bílleysingjum skal bent á að leið 5 hefur endastöð hjá húsi félagsins. -hj. matarformúlur; una þeir ekki glaðir við sitt súpukjöt og soðinn fisk? „Ónei, því fer fjarri,” segir Sig- ríður, „áhugi á indverskum og kínverskum mat fer stöðugt vax- andi, einkum og sér í lagi meðal ungs fólks sem langar að prófa eitthvað nýtt. Ert þú t.a.m. ekk- ert farinn að reyna þetta sjálfur?” - Það er langt síðan. En er ekki dýrt sport að malla upp á austur- lenska vísu? Þarf fólk ekki að birgja sig upp af tœkjum og tól- um? „Þetta er alls ekki dýrt. Við leggjum áherslu á að vera með gæðavörur, en ég held að verðið sé fyllilega samkeppnisfært. Allt krydd sem við höfum er unnið úr náttúrulegum efnum og alveg laust við hvers kyns aukaefni. Það þarf ekki mikið umstang til að byrja: Og við höfum það sem til þarf.” -hj. Gallerí Svart á hvítu Sýningu Georgs Guðna lýkur um helgina Á sunnudaainn lýkur sýningu Georgs Guðna í Gallerí Svart á hvítu viðóðinstorg. Ásýningunni eru átta olíumálverk og sex blý- antsteikningar og eru verkin flest unnin á þessu ári. Allarmyndirn- ar eru af landslagi - og munu margir aldrei sjá fjöll sömu augum eftir þessa sýningu. Sýningin hefur verið vel sótt af almenningi og hlotið góða dóma gagnrýnenda. Það er því full ástæða til að hvetja fólk til að nýta sér þessa síðustu sýningar- helgi og kynnast fjallaheim Ge- orgs Guðna. -Áj-

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.