Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Blaðsíða 7
yfir Suðurheimskautinu Nýverið gerði NASA, Geimvísindastofnun Banda- ríkjanna, opinberarniðurstöð- ur splunkunýrrar athugunar sem 120 vísindamenn unnu að í haust í Punta Arena, syðstu borg Chile, þar sem kannað var ástand andrúm- sloftsinsyfirSuður- heimskautinu með sérstöku tilliti til ósonlagsins sem um- lykur jörðina í heiðhvolfinu í 16-50 km hæð frá yfirborði jarðar. Niðurstöðurnar voru ógnvekj- andi að mati vísindamannanna: ósonmagnið yfir Suður- heimskautinu hafði minnkað um 50%. Þetta er mesta breyting ós- onlagsins sem mælst hefur til þessa, en 1985 mældist minnkunin 40%. Jafnframt mældist meira magn af klórflú- orkolefnum í háloftunum yfir Suðurheimskautslandinu en áður hafði mælst. Sérfræðingar NASA segja að aldrei hafi verið gerðar jafn ítarlegar mælingar og niður- stöðurnar færi enn frekari rök að því en áður að þá minnkun óson- magns í háloftunum sem menn hafi orðið varir við á undanförn- um árum megi rekja til efna- hvarfa, þar sem úrgangsefni frá efnaiðnaði á jörðu niðri eigi hlut að máli. Óson og húðkrabbi Sem kunnugt er gegnir óson- lagið veigamiklu hlutverki fyrir andrúmsloftið og lífríkið á jörð- inni, þar sem það varnar út- fjólubláum geislum aðgang að jörðinni. Utfjólubláir geislar hafa margvísleg áhrif á umhverf- ið, meðal annars geta þeir valdið sólbruna og krabbameini í húð, og er talið að aðeins 1% minnkun ósonmagns í háloftunum geti valdið 2-4% aukningu húð- krabbameins á jörðu niðri. Sérfræðingarnir segja að mæl- ingar gefi til kynna að heildarós- onmagnið í andrúmsloftinu hafi minnkað um 4-5% á síðastliðnum 8 árum. Talið er að af þessum 4-5% geti 2% hafa eyðst af nátt- úrlegum orsökum, um 1% megi reikna til ósoneyðingarinnar yfir Suðurheimskautinu og að 1-2% geti talist til eðlilegrar sveiflu. Það sem veldur vísindamönnun- um hins vegar áhyggjum er að þeir vita ekki hvort ósoneyðingin yfir Suðurheimskautinu er stað- bundið fyrirbæri, eða hvort það muni halda áfram að breiðast út yfir jarðarkringluna með fyrir- sjáanlegum afleiðingum. Kenning Rowlands frá 1974 Það var bandarískur efnafræð- ingur, Sherwood Rowland, sem starfar við Kaliforníuháskóla, sem fyrstur manna setti fram þá kenningu árið 1974 að klórflúor- kolefni, sem notuð eru meðal annars í úðabrúsa og kælikerfi, myndu hafa eyðandi áhrif á óson- lagið og þar með verða óbeinn krabbameinsvaldur, auk þess sem ósoneyðingin gæti haft veðurfarsbreytingar í för með sér með hækkandi hitastigi í háloft- unum. Þessi kenning leiddi til þess að notkun klórflúorkolefna á úðabrúsa var bönnuð í Banda- ríkjunum, en notkun þess var hins vegar haldið áfram í Evrópu, auk þess sem notkun efnisins fór hraðvaxandi á öðrum sviðum iðnaðar og tækni. Menn drógu í efa réttmæti kenningarinnar, þar sem hún var ekki byggð á beinum mælingum. Það var ekki fyrr en ósongatið yfir Suðurskautinu fannst sem menn tóku við sér. Tœknileg yfirsjón Það er athyglisvert að starfs- menn NASA, sem stundað hafa efnafræðilegar mælingar og rann- sóknir á andrúmsloftinu í háloft- unum um árabil neituðu að horf- ast í augu við mælingar sem sýndu ósongatið yfir Suður- heimskautinu, jafnvel þótt mæli- tæki þeirra hefðu fylgst nákvæm- lega með því. Ástæðan var sú að tölvurnar, sem tóku við mæ- lingum frá könnunargervi- hnöttum voru innstilltar á að taka ekki mark á mælingum sem sýndu verulega afbrigðileg frávik á ósonmagni. Það voru svo bresk- ir vísindamenn, sem sýndu fram á ósoneyðinguna yfir Suður- skautinu árið 1985, en það varð til þess að vísindamennirnir hjá NASA fóru að leita í mælitölum sínum og fundu þá að mælingarn- ar höfðu sýnt tilvist ósongatsins allan tímann. Hundraðföld klóraukning Menn töldu þó að alls ekki væri fullsannað að beint samband væri á milli aukinnar klórflúorkolefn- isnotkunar og ósoneyðingarinn- ar, og ýmsar kenningar voru á kreiki sem skýra áttu fyrirbærið. Menn töldu að hugsanlega staf- aði þetta af því að truflun hefði orðið á dreifingu ósonsins, eða að sólgosin sem náðu hámarki 1980 hefðu framkallað köfnunarefnis- agnir sem hefðu haft þessi áhrif. En nú segja vísindamenn að eng- um blöðum sé lengur um orsak- irnar að fletta, því um leið og mælingarnar sýndu minnkandi magn ósons og köfnunarefnis, þá var magn klórmónoxíðs í háloft- unum yfir Suðurheimskautinu 100-falt meira en í tempraða belt- inu, en klórmónoxíð myndast einmitt þegar klórflúorkolefni sundrar ósoni í venjulega súrefn- issameind (02) og súrefnisatóm (O). Um þessa niðurstöðu segir einn vísindamannanna í nýlegu hefti vikublaðsins Time: „Við getum gleymt öllum kenningum um sólgosin. það fer ekki lengur á milli mála að klór- mónoxíð er þarna til staðar í nægilega ríkum mæli til að eyða ósóni, ef skilningur okkar á því keðjuverkandi ferli er réttur. Við þurfum að snúa okkur aftur að efnatilraunastofunni til þess að leysa þá óvissu.“ Efnafrœði óson- eyðingarinnar Sú óvissa sem hér um ræðir er skýringin á þeim efnahvörfum, sem eiga sér stað þegar ósonið -61g. eyðist. Klórflúorkolefnin, sem notuð eru á úðabrúsa og kælikerfi eru óbreytanlegt efnasamband við eðlilegar aðstæður. En í efri háloftunum, þar sem útfjólublá geislun er mikil, sundrast þetta efnasamband fyrir tilverknað geislunarinnar og laus klóratóm ráðast á ósonið (03) og ræna frá því einu súrefnisatómi til þess að mynda klórmónoxíð (CIO) og súrefni (02). Klórmónoxíðið (CIO) gengur síðan í samband við laust súrefnisatóm þannig að aft- ur myndast súrefni (02) og frjálst klóratóm, sem síðan ræðst aftur á ósonið og þannig heldur keðju- verkunin áfram. Sherwood Row- land, upphafsmaður kenningar- innar, segir að með hverju klórat- ómi sem losni í háloftunum sé um 100^00 ósonmólekúlum eytt. Montreal- samkomulagið í septembermánuði síð- astliðnum hittust fulltrúar 24 ríkja í Montreal í Kanada til þess að ná samkomulagi um takmörk- un á notkun og framleiðslu klór- flúorkolefnis til iðnaðar. Fundur- inn var haldinn í kjölfar flókinna samningaumleitana, sem staðið höfðu í nærfellt 5 ár. Samkomu- lagið sem undirritað var á fundin- um fól í sér að aðildarríkin skuld- bundu sig til þess að draga úr framleiðslu og notkun klórflú- orkolefnis um sem nemur 50% til ársins 1999. Samkomulagið nær til margra helstu iðnríkja, en það felur jafnframt í sér að þróunar- ríkjum verður leyft að auka notk- un sína á efninu næsta áratuginn til þess að þau geti náð sambæri- legu valdi á kælitækni og iðnrík- in. Reiknað er með að heildar- niðurstaðan verði þá að dregið verði úr notkun efnisins um 35% um næstu aldamót. Sherwood Rowland hefur látið það álit í ljós að þessi áfangi muni engan veginn duga til þess að vernda ósonlagið. „Við hefðum þurft að ná samkomulagi sem fæli í sér að dregið yrði úr fram- leiðslunni um 95% en ekki 50%,“ segir hann. Birgitta Dahl, um- hverfismálaráðherra Svíþjóðar, hefur tekið í sama streng eins og nýlega var greint frá í Þjóðviljan- um. Engu að síður telur bandaríska umhverfisverndarstofnunin að samkomulagið feli í sér að húð- krabbameinstilfelli muni verða 131 miljón færri fram til ársins 2075 en ella hefði orðið, og má af þessu sjá hversu alvarleg áhrif þessa skaðvænlega efnis eru talin vera. Það ætti því að vera augljóst hagsmunamál að sem flest ríki, þar á meðal ísland, gerist aðilar að því samkomulagi sem þegar hefur verið gert um takmörkun á notkun þessa skaðvænlega efnis og að unnið verði að enn róttæk- ari aðgerðum. Menn ættu líka að hugsa sig tvisvar um áður en þeir úða hárlakkinu í hárið, því undan því getur komið húðkrabbi, þótt hann lendi kannski á annars manns skinni. - Samantekt úr vikuritinu Time, 19. október sl. Nýjustu niðurstöður vísindamanna á mœlingum í háloftunum yfir Suðurheimskautinu eru taldar sanna að klórefni, sem notuð eru á úðabrúsa og kœlikerfi valdi eyðingu á ósonlaginu í ríkari mœli en áður var talið með skelfilegum afleiðingum fyrir lífsskilyrðin á jörðinni Sunnudagur 1. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.