Þjóðviljinn - 01.11.1987, Side 9

Þjóðviljinn - 01.11.1987, Side 9
Í'xoi^.^o^ox^'Sx^.-Vx'^x-'rö !<»'§'OKCjAí:':*::.;:bX0’': </Vvvc.s'c.’.:»•>.*.v..-. Wj&fcjA ' v.sSlíI^^'ínS Verksmiðjureykur á leið upp í gufuhvolfið. Loftúrgangur frá ýmis konar framleiðslu inniheldur frá koldoxíoxíð, sem getur leitt til eyðingar ósónsins. mmm eitt sáttir um það hver ástæðan er, en ýmsar kenningar eru á lofti. Menn hallast meðal annars að því nú að orsökin sé mengun. Lágt hitastig og ískristallar hafi áhrif á efnahvörf þannig að óeðli- lega mikið af hvarfgjörnum klór- efnasamböndum sé í andrúm- sloftinu yfir Suðurskautslandinu á vorin þegar sólin fer að skína og loftið hitnar. Þróunin yfir Suðurskauts- landinu hefur gengið mun hraðar fyrir sig en menn gerðu ráð fyrir að væri mögulegt. Menn hafa því áhyggj ur af þ ví að eitth vað svipað geti gerst annars staðar. Grunur leikur á að losun klór- flúorkolefna í andrúmsloftið eigi umtalverðan þátt í þeirri þynn- ingu sem mælst hefur á óson- laginu undanfarin ár. Til að varðveita ósonlagið er því brýnt að draga úr notkun klórflúorefnasambanda og hal- ona. Ef losun þessara efna út í andrúmsloftið heldur áfram í sama mæli og gert er í dag er talið að heildarósonmagnið núnnki aðeins um fáein %. Aukning sem gœti hins vegar haft afdrifaríkar afleiðingar. Úrbœtur- alþjóðasamningar Eins og áður hefur komið fram eru sterkar líkur á því að klór- flúorkolefni og samsvarandi brómefnasambönd hafi nú þegar haft áhrif á þykkt ósonlagsins. Til þess að koma í veg fyrir al- varlegar afleiðingar sem hlotist geta af áframhaldandi þynningu ósonlagsins er nauðsynlegt að bregðast strax við og koma í veg fyrir aukningu og síðan draga úr notkun þeirra efna sem geta vald- ið þessum áhrifum. Fáein lönd hafa bannað notkun klórflúor- kolefna í úðabrúsa. Til þess að gagn sé að slíkum aðgerðum verða þær að vera alþjóðlegar. í mars 1985 var samþykktur Vínarsáttmálinn um verndun ós- onlagsins á vegum Umhverfis- málastofnunar Sameinuðu þjóð- anna. í framhaldi af þessum sátt- mála var svo gerður samningur í Montreal í september síðastliðn- um um takmörkun á notkun og framleiðslu klórflúorkolefna og halona. Samningur þessi tekur gildi 1. janúar 1989, svo fremi hann verði samþykktur af 11 þjóðum, sem jafnframt eru fulltrúar fyrir þjóð- ir sem nota að minnsta kosti 67% af áætlaðri heildarframleiðslu viðkomandi efna (miðað við árið 1986). Samningurinn gerir ráð fyrir að notkun þessara efna aukist ekki frá því sem var 1986 og árið 1998. Árið 1993 er gert ráð fyrir að draga úr notkun um 20% miðað við árið 1986 og árið 1998 er gert ráð fyrir að notkun hafi dregist saman um 50% Norðurheimskautið í hœttu? Ósonmagnið í heiðhvolfinu virðist minnka hraðar en menn gerðu áður ráð fyrir. „Ósongatið” yfir Suður- skautslandinu á vorin stækkar og dýpkar með árunum. Ekki er þó útilokað að eitthvað svipað hafi gerst áður. Menn óttast að þróun í svipaða átt geti svo einnig átt sér stað á Norðurheimskautssvæð- unum. Ahrif slíkrarþróunaryrðu alvarlegri en á Suðurskauts- landinu vegna þéttari byggðar á norðlœgum breiddargráðum. Hættan sem fylgir þynningu ós- onlagsins er þess eðlis, að þó svo að við getum aðeins leitt að því ákveðnar líkur að heildarþynning ósonlagsins eigi sér stað, þá verð- ur að sporna við fótum og draga úr notkun þeirra efna sem við vit- um að valda skaða. Áhrif á ósonlagið af völdum efna sem við sleppum út í and- rúmsloftið í dag verða merkjanleg nœstu áratugi og aldir. Sigurbjörg Gísladóttir er efna- fræðingur og starfar hjá Holl- ustuvernd ríkisins. Grein hennar er nær samhljóða erindi sem hún flutti á opinni ráðstefnu Alþýðu- bandalagsins um umhverflsmál 11. okt. sl. Útfjólublátt Ijós Ósónsameind Ósónsamelnd er gerð af premur samtengdum súrefnisatómum. Klór atöm brytur eitt súrefnisatómið <lórflúorkolefni í efri lögum gufuhvolfsins brýtur útfjólublátt Ijós klóratóm frá klórflúorkol- efnissameind. Súrefnissam- eind Venjuleg súrefnissameind og sameind klórmónoxiðs myndast. Eftir að frjálsa súrefnissam- eindin brýtur upp klórmón- oxíðið, þá er klóratómið f rítt og frjálst á nýjan leik og get- ur byrjað niðurbrot nýrrar ósonsameindar. Ósóngatið yfir Suðurskautinu. Stærra en nokkru sinni fyrr, samkvæmt þessari þriggja vikna gömlu gervihnattamynd. Verða norðurheimskautin næst? mmm mn sit i „ . l : : Aflóga (sskápur. Freónefni eru notuð til kælingar. Þau stíga upp í gufuhvolfið og geta í áratugi starfað að eyðingu ósóns. Sunnudagur 1. nóvember 1987 ÞJÓÐVILJINN — 3ÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.