Þjóðviljinn - 07.11.1987, Page 1
Laugardagur 7. nóvember 1987 249. tölublað 52. órgangur
Landsfundur AB
Ný forysta kjörin í dag
Mikilspenna vegna kosningar formanns og varaformanns í dag. Tillögum umfjölgun varaformanna
vísað til laganefndar. Arnór hættir við framboð
Landsfundi Alþýðubandalags-
ins, verður framhaldið í dag í
gömlu rúgbrauðsgerðinni. Á dag-
skrá fundarins ber hæst for-
mannskjör, sem hefst kl. 10 og
kjör stjórnar og framkvæmda-
stjórnar, sem hefst kl. 14. Fast-
lega er búist við að niðurstöður
úr formannskjörinu liggi fyrir
skömmu eftir hádegi. Jafnframt
verða fjölmargar tillögur og
ályktanir afgreiddar á fundinum í
dag.
I gær lágu fyrir fundinum fjöl-
margar tillögur að lagabreyting-
um og bar þar einna hæst tillögu
um að varaformönnum yrði fjölg-
að úr einum í þrjá og sérstakar
stöður ritara og gjaldkera yrðu
aflagðar. Tillögunni, sem og öðr-
um tillögum til lagabreytinga, var
vísað frá til laganefndar og verða
því ekki afgreiddar fyrr en á
næsta landsfundi.
Á fundinum í gær voru fulltrú-
arnir mjög uppteknir af for-
mannskjörinu. Þóttust stuðn-
ingshópar Sigríðar Stefánsdóttur
og Ólafs Ragnars Grímssonar,
hvor um sig nokkuð öruggir um
að þeirra frambjóðandi muni
bera sigur úr býtum.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Þjóðviljans, nýtur þó
Ólafur Ragnar óskoraðs stuðn-
ings í meðal landsfundarfulltrúa
úr sínu kjördæmi, Reykjanesi, en
Sigríður Stefánsdóttir meðal full-
trúa úr Norðurlandskjördæmi
eystra. Vitað er að Ólafur á sér
vísan stuðning fjölmargra full-
trúa að norðan, en stuðningur við
Sigríði á Reykjanesi er næsta lít-
ill. Telja sumir að þetta kunni að
Bankasalan
Beðið átekta
Við bíðum og sjáum hvort úr
þessu verður frumvarp hjá
ráðherra, sagði KjartanP. Kjart-
ansson, forstjóri fjármálasviðs
Sambandsins þegar Þjóðviljinn
spurði hann hvernig Sambandinu
litist á nýjustu hugmyndir við-
skiptaráðherra í bankasölumál-
unum.
Kjartan sagði að ráðherra væri
fyrst og fremst að leita að út-
gönguleið fyrir sjálfan sig úr
þessu máli en hugsaði minna um
þjóðarhag.
„Við förum ekki ofan af því að
við keyptum hlut í Útvegsbank-
anum, sem var til sölu og per-
sónulega vildi ég að það yrði
kannað hvort sölusynjun ráð-
herra standist lög. Eg vil ekki
sleppa málinu fyrr en ég hef
kannað lagalegan rétt okkar.
Enn sem komið er hefur hinsveg-
ar ekki sungið í atgeirnum hjá
okkur. Við munum skoða málið.
Það er ekki gleymt.“
„Ég hef ekkert um málið að
segja á þessari stundu,“ sagði
Krístján Ragnarsson, formaður
LÍÚ. „Það er best að láta
stjórnmálamennina um þetta,
enda eru þeir til þess kjörnir.“
-Sáf/grh
r.......................
skipta sköpum um hvort þeirra
verði hlutskarpara í formanns-
kjörinu.
- Eftir vandlega íhugun sýnist
mér það bera takmarkaðan ár-
angur að bjóða mig fram til for-
mennsku í flokknum. Fulltrúarn-
ir eru þegar almennt orðnir
eyrnamerktir og það þýðir því
lítið að koma með þriðja val-
kostinn, sagði Arnór Pétursson, í
samtali við blaðið seint í gær-
kvöldi, en í DV í gær, var haft
eftir honum að hann hugsaði al-
varlega um að gefa kost á sér til
formennsku.
Arnór sagði að hann hefði um-
þóttunartíma til morguns, hvort
hann gæfi þess í stað kost á sér til
varaformennsku, en Helgi Seljan
og Svanfríður Jónasdóttir, hafa
sterklega verið orðuð við vara-
formennskuna.
Þá hefur borið á góma, meðal
stuðningsmanna Sigríðar og
Ólafs Ragnars, að skora á þann
frambjóðandann sem nær ekki
formannskjöri að gefa kost á sér
til varaformennsku.
Að loknum ströngum þing-
degi, gera landsfundarfulltrúar
sér glaðan dag á sérstökum lands-
fundarfagnaði að Hverfisgötu
105 í kvöld, en fundinum lýkur á
sunnudagskvöld.
-K.Ól./rk
Ha, ha, ha... Skúli Alexandersson telur sig hafa skotið Ossuri Skarphéðinssyni ref fyrir rass. En hver skyldi hlæja síðast og best?
Mynd E.ÓI.
Samtök launafólks
Hlutur kvenna lýr
Könnun Jafnréttisráðs sýnir að munfœrri konur eru ístjórnum,
nefndum og ráðum á vegum ASÍog BSRB enfjöldi kvenna í
samböndunum segir til um
Það sama verður hinsvegar ekki
sagt um nefndir, stjórnir og ráð
Alþýðusambandsins. í sam-
bandsstjórn eru 26% fulltrúa
konur, í miðstjórn 33% og í
samninganefnd árið 1986 aðeins
27%.
Svipað er upp á teningnum hjá
BSRB. Þar eru 64% félagsmanna
konur og í stjórnum aðildarfélaga
eru nokkurnveginn hlutfallslegt
samræmi. Konur í stjórnum,
nefndum og ráðum BSRB eru
hinsvegar færri en hlutfallslegur
fjöldi þeirra. 36% stjórnarmanna
eru konur, 29% stjórnarmanna í
verkfallssjóði og 26% stjórnar-
manna í stjórn verkamannabúst-
aða.
Hjá BHM er hinsvegar hlut-
fallið nokkuð rétt ef undanskilin
eru þau tvö félög sem áður var
getið um. 27% félagsmanna í
BHM eru konur.
-Sáf
liúnaflói
Rækjustofniim á uppleið
Hlutur kvenna í stjórnum,
nefndum og ráðum Alþýðu-
sambandsins, BSRB og Banda-
lags háskólamanna, er mun minni
en fjöldi þeirra í þessum sam-
tökum segir til um.
Jafnréttisráð hefur nýlokið at-
hugun á hlut kvenna í stjórnum
nokkurra samtaka launafólks og
hjá Vinnuveitendasambandinu.
Athugun þessi leiddi margt at-
hyglisvert í ljós, t.d. sat engin
kona í sambandsstjórn né fram-
kvæmdastjórn VSI frá miðju ári
1985-1986. Þá sitja engar konur í
stjórnum Félags tölvunarfræð-
inga og Sálfræðingafélags ís-
lands, þó konur í þessum félögum
séu yfir 20% félagsmanna.
Kcnur í ASÍ eru 46% félags-
manna og er hlutur kvenna í
stjórnum Iandssambanda og fé-
laga nokkurn veginn í samræmi
við hlutfallslegan fjölda þeirra.
Rækjuveiðar í Húnaflóa byrj-
uðu í vikunni eftir að niður-
stöður úr rannsókn flskifræðinga
á rannsóknaskipinu Dröfn höfðu
leitt það í Ijós að í flóanum sé
rækjustofninn á upplcið úr mikil-
li lægð sem hann hefur verið í
undanfarin ár.
Að sögn Unnar Skúladóttur
fiskifræðings er leyfilegur veiði-
kvóti á rækjuvertíðinni í vetur
600 tonn en var í fyrra 500 tonn.
Skiptist hann í tvennt á milli
vestur- og austursvæðis, það er
Hólmavík og Drangsnes annars
vegar og hins vegar Skagaströnd,
Blönduós og Hvammstangi.
Sagði Unnur að uppistaðan í
rækjustofninum á Húnaflóa væri
eins árs rækja sem er að vaxa upp
og allt útlit er fyrir að hér sé á
ferðinni sterkur árgangur, sem
trúlega gefur enn meira af sér á
næsta og þarnæsta ári. grh